Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 29

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 29
Segullest - farartæki framtíðarinnar? Einn febrúardag fyrir 29 árum sat bandaríski eðlisfræðingurinn James R. Powell fastur í umferð- aröngþveitinu á leiðinni frá Long Island að Bronx-Whitestone brúnni í New York, Hann fór þá að velta því fyrir sér hvernig hægt væri að nota segulmagn til þess að lyfta og knýja farartæki yfir teinum. Sex árum sfðar var hug- myndin kynnt í vísindalegri rit- gerð dr. Powells og dr. Gordons T. Danbys. Par með hófst kapph- laupið um framleiðslu á þessu nýja farartæki, sem margir telja að eigi eftir að marka næstu tæknibyltingu í samgöngum með- al iðnþróaðra ríkja. í nýlegri grein í Scientific Am- erican er greint frá því að þótt hugmyndin að þessu nýja farar- tæki sé bandarísk, þá hafi Japanir og Vestur-Pjóðverjar tekið for- ystuna í smíði þess. Japanir settu fyrstu segulbrautina upp 1972, og árið 1979 höfðu þeir gert tilraun með segullest sem fór 320 mílur á klukkustund. Fyrsta vesturþýska segulbrautin hefur þegar farið 160.000 km. í reynsluakstri á 32 km braut í Emsland. Og árið 1994 verður tekin í notkun segullest sem flytja mun farþega frá Frank- furt til Frankfurtflugvallar. Kostir þessa ferðamáta eru sagðir ýmsir: lestin sjálf hefur engan mótor, ekkert vélarhús eða stjórnklefa. Hún er fislétt miðað við venjulegar járnbraut- arlestir, og þarf því mun minni orku. Orkan til að knýja lestina kemur úr teinunum. Lestin snert- ir þó ekki teinana, heldur er henni haldið á lofti með rafsegul- magni, þannig að hún eins og flýtur ofan á teinunum. Slík lest hefur þá kosti að vera þýð, hljóð- lát, hraðskreið og sparneytin og hún mengar því umhverfið minna en önnur farartæki. Segullestum er stjórnað með sjálfvirkum bún- aði. Greinarhöfundur Scientific American segir að Bandaríkin hafi til þessa haft forystu í sam- göngutækni: árið 1825 með gerð skipaskurða, á sjötta tug nítjándu aldarinnar með byggingu járn- brautanetsins, og með bílabylt- ingunni á 2. áratugnum. (Árið 1918 voru 6,2 miljónir bíla í Bandaríkjunum). Árið 1956 hófst bygging hraðbrautanets milli ríkja Bandaríkjanna, og verður byggingu þess endanlega lokið 1990. Greinarhöfundur segir að það ár muni marka upp- haf endaloka bflaaldarinnar. Hvað tekur þá við? Jú, greinarhöfundur bendir á að flugsamgöngur verði ekki auknar mikið úr þessu, þar sem loftrýmið yfir flugtvöllunum sé þegar fullnýtt eða ofnýtt. Niður- staðan er sú að framtíð sam- gangna muni felast í hrað- skreiðum, hljóðlátum, spar- neytnum og þýðum segullestum, sem lfkist vænglausum og vélar- lausum flugvélum. Og í fyrsta skipti í sögunni virðast Banda- ríkjamenn hafa misst forskotið í hinni nýju samgöngutækni. ólg/Scientific American Segullestin sem flytja mun farþega á Frankfurtflugtvöll frá 1994. Hún er smíðuð af AEG-fyrirtækinu, sem er í eigu Daimler Benz auðhrings- ins. og íbúðarkaup _ög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, ■ * sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisíns, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Greiðslumat. Jilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. Skrifleg umsögn. Að fenginni skriflegri umsögn ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint hugsanlegt kaupverð íbúðar, er tímabært að skoða sig um á fasteignamarkaðnum. íbúð fundin - gert kauptilboð. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa- skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt verði á fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna- veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar. vAfgreiðsla húsbréfadeildarinnar. i Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs fbúðarkaupanda með tilliti til kaupverðs. Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið á nafni seljanda. ^Kaupsamningur undirritaður - . fasteignaveðbréf afhent seljanda. Ibúðarkaupandi og (búðarseljandi gera með sér kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna- veðbréfið. /Y%\k ■/ ■ \ \ -—A Kaupandinn lætur þinglýsa kaupsamníngnum. /j|^\Seljandi lætur þinglýsa “LÍ_A fasteignaveðbréfinu. Æ®\8 Seljandi skiptir á fasteigna- veðbréfi fyrir húsbréf. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerflnu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt. yQreiðslur kaupanda hefjast. Húsnæðisstofnun innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum. Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári. SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI. Það er skilyrðf fyrir skuldabréfaskiptum, að greiðslugeta hlutaðeigandi íbúðarkaupanda og veðhæfni ibúðar hafi verið athuguð áður en íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS yUMFHRÐAR RÁÐ IUMFHRÐAR A mjóu slitlagi (einbreiðu) þurfa báðir bílstjórarhir að hafa hægri hjól fyrir utan slitlagið við mætingar. SUDURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK SÍMI - 696900

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.