Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Hafrannsókn Einkaaðilar íhuga kaup Halldór Jónsson: Stofnunin stjórnar allri okkar afkomu og ófœrt að hún geti ekki sinnt skyldum sínum sökum fjárskorts Mín persónulega skoðun er nú sú að Hafrannsóknastofnun- in geti aldrei alfarið verið í hönd- um einkaaðiia sökum þeirra starfsemi sem hér fer fram. Hins vegar finnst mér að hinir ýmsu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi megi gera meira af því að styrkja okkur til hinna margvísiegu sér- verkefna, sagði Jakob Magnússon aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar. Nokkrir aðilar tengdir sjávar- útvegi hafa sent sjávarútvegsráð- herra bréf þess efnis þar sem þeir leita eftir viðbrögðum frá ráðu- neytinu um hugsanleg kaup þeirra á Hafrannsóknarstofnun. Afrit af bréfinu var einnig sent . stofnuninni líka til fjármálaráðu- neytisins. Að sögn Halldórs Jónssonar skrifstofustjóra Frosta hf. í Súða- vík sem er í forsvari fyrir þessum áhugamannahóp er tilefni bréfs- ins fyrst og fremst að leita eftir viðbrögðum stjórnvalda við kauphugmyndum þeirra og hvort þau séu tilbúin að skoða málið. Halldór sagði að fyrir hópnum vakti að breyta rekstri stofnunar- innar þannig að þar yrðu fram- kvæmdir þeir hlutir sem starfs- menn hennar ættu að gera en gætu ekki sökum fjárskorts að beirra eigin sögn. „Þessi stofnun er farin að stjórna allri okkar afkomu og þá er með öllu ófært að hún geti ekki sinnt þeim skyldum sem til henn- ar eru gerðar“, sagði Halldór Jónsson. -grh Jólastemming við höfnina. Að mati Tilkynningaskyldunnar verða innan við 10 skip á miðum úti við veiðar um hátíðarnar. Aðallega er hér um togara að ræða sem eru að fiska fyrir væntanlega sölutúra erlendis og eru þeir með allra fæsta móti að þessu sinni. Mynd: Kristinn. Bankaráð Töluverð uppstokkun Grímsey I hátíðarskapi Ibúar Grímseyjar voru í gær að leggja síðustu hönd á undir- búning jólanna í ágætisveðri, föl á jörðu og frostlaust. Bátar heima- manna hættu veiðum fyrir nokkru en netabátar urðu að taka upp fyrr en ella á dögunum út af hafísnum. Að sögn Þorláks Sigurðssonar oddvita geta eyjarskeggjar ekki annað en verið í hátíðarskapi um þessi jól sem og endranær en hafa þó tilefni til að fagna sérstaklega nú um þessar mundir. Byrjað verður að vinna við höfnina í sumar fyrir samtals 57 miljónir króna og verður þar ma. notast við grjót sem fékkst þegar sprengt var fyrir lengingu flug- brautarinnar í sumar. Reynt verður að fullgera brautina að sumri komanda og verður hún þá um 1.200 metrar að lengd en fyrir stækkun var hún um 800 metrar. Þá hafa Norðmenn samþykkt tilboð í ferju sem kaupa á til sigl- inga á Eyjafjarðarsvæðinu, til Grímseyjar og Hríseyjar. Kaupverð hennar í norskum krónum er 7,3 miljónir og að stærð er ferjan tæp 300 brúttó- rúmlestir. Þó eiga opinberir aðil- ar í Noregi eftir að gefa samþykki sitt og hérlendis þarf samþykki Siglingamálastofnunar fyrir skipinu. -grh Afundi sameinaðs Alþingis í gær var kosið í bankaráð Búnaðarbanka og Landsbanka. Stuðningsmaður ríkisstjórnar- innar, Stefán Valgeirsson, missti sæti sitt í bankaráði Búnaðar- bankans og var ekki alls kostar hress með þá niðurstöðu og ljóð- aði svikavísum að forsætisráð- herra Steingrími Hermannssyni. En það var framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson sem tók sæti Stefáns. Steingrímur kom í ræðustól og svaraði vísum Stefáns þannig, að ekki væri um nein svik að ræða þar sem samkomulag það sem Stefán vísaði til hefði verið gert við skipan fyrri ríkisstjórnar sinn- ar, sem ekki hefði verið fram- lengt þegar seinni stjórnin tók við. Með Guðna voru kjörin í bankaráð Búnaðarbankans Hall- dór Blöndal fyrir Sjálfstæðis- flokk, Haukur Helgason fyrir Al- þýðuflokk og Frjálslyndir hægri- menn tóku sæti sjálfstæðismanns með skipan Þóris Lárussonar. Þá var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir skipuð í ráðið og tekur þar sæti alþýðubandalagsmanns. Jólastemmning Mikið um dýrðir í miðbænum Mikið verður um dýrðir í mið- bæ Reykjavíkur í dag, en þar mun fjöldi mannfólks og annarra fyrirbæra leggja hönd á plóginn við að skapa jólastemmningu eins og vera ber á Þorláksmessu. Jólasveinar verða á ferð og flugi um miðbæinn í dag með f~ L konar glens og gaman. Noxkrir sveinar hefja leikinn á Hlemmi kl. 13 og fara niður Laugaveginn með gríni og bægslagangi eins og þeim einum er lagið. Frá Hlemmi niður Laugaveg þramma þeir líka einn jólasveinanna og bangsinn Padd- ington, klyfjaðir pökkum sem þeir munu dreifa til barna, sem á vegi þeirra verða og munu þeir félagar leggja upp í ferðina kl. 14. Meira jólasveinagrín verður síðan á sömu leið seinna um dag- inn, eða kl. 16, en þá verða jóla- sveinarnir, sem hófu leikinn fyrr um daginn komnir aftur upp á Hlemm og ætla að endurtaka leikinn. Einnig hefur því heyrst fleygt að einhverjir jólasveinar ætli að fara rúntinn með miðbæj- arstrætó. Kórarnir láta ekki sitt eftir liggja til að skapa jólastemmn- ingu. Háskólakórinn byrjar göngu sína niður Laugaveginn kl. 16, en þar mun hann kyrja jólalög næstu tvo tímana uns kórfélagar slást í lið með friðargöngunni, en hún hefst á Hlemmi kl. 18. Að göngu lokinni tekur Dómkórinn síðan upp þráðinn og flytur jóla- lög á útitaflinu við Bernhöfts- torfu. Við Torfuna verður útimark- aður eins og undanfarnar helgar og þar verður meðal annars boð- ið upp á kakó og piparkökur. Enn fremur er boðið upp á barna- gæslu fyrir börn á aldrinum 2 til 8 ára, en um hana sjá fóstrur kl. 10-20. í Gallerí Borg í Pósthússtræti er gestum boðið upp á jólaglögg og piparkökur, en galleríið verð- ur, eins og verslanir, opið til kl. 23 í kvöld. Þar stendur nú yfir sýning á verkum „gömlu meistar- anna“ og er þar meðal annars að finna verk eftir Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason og Jón Engilberts. FÍMarar bjóða líka upp á jóla- glögg og piparkökur á jólasýn- ingu sinni í sýningarsalnum að Garðastræti 6. Á sýningunni eru Kvennalistinn fær nú í fyrsta skipti fulltrúa í bankaráð þar sem Kristín Sigurðardóttir tekur sæti í bankaráði Landsbankans og tekur þar sæti sjálfstæðismanns. Lúðvík Jósefsson situr áfram fyrir Alþýðubandalagið, Kristinn Finnbogason fyrir Framsóknar- flokkinn en Friðrik Sophusson tekur sæti flokksbróður síns, sjálfstæðismannssins Péturs Sig- urðssonar. Eyjólfur K Sigurðs- son kemur inn fyrir Alþýðuflokk. -hmp Farsóttir Mestum kvef Kvef og aðrar veirusýkingar í efri loftvegum hrjáðu flesta Reykvíkinga í nóvember eða um 1.208 manns og þar á eftir kvað mest af iðrakvefi hjá 119 einstak- lingum. Þetta er samkvæmt skýrslum þriggja heilsugæslustöðva, eins læknis og Læknavaktarinnar sf. Af öðrum farsóttum sem hrjáðu borgarbúa í síðasta mánuði fengu 63 lungnabólgu, 14 hálsbólgu af völdum sýkla, skarlatsótt, 6 fengu einkirningasótt, aðrir 6 fengu hlaupabólu og eitt tilfelli var þar sem viðkomandi veiktist af mislingum og einn fékk maurakláða. Hins vegar veiktist enginn af kíghósta, rauðum hundum, hettusótt né fékk matareitrun samkvæmt áðurnefndum skýrsl- um. -grh verk eftir fjölda félaga í Félagi íslenskra myndlistarmanna og verður salurinn opinn til 23 í kvöld. Eins verður sýningarsalur- inn Nýhöfn í Hafnarstræti opinn til kl. 23. Allar verslanir verða opnar til kl. 23 eins og venjan er á Þorláks- messu, en þá eru líka síðustu forvöð að komast í verslun í mið- bænum því þær verða allar lokað- ar á morgun, aðfangadag. Tveir strætisvagnar ganga um miðbæinn og fara, sem leið liggur frá Hlemmi, niður Laugaveg, Lækjargötu, upp Skúlagötu og aftur á Hlemm. Vagnarnir stoppa meðal annars við stóru bflastæðin á Skúlagötu og að sjálfsögðu verður frítt í strætó. Þar með ætti mönnum ekki að vera neitt að vanbúnaði að leggja sitt af mörk- um til að minnka mengun og bíla- þvarg í miðbænum, leggja bflun- um og njóta jólastemmningar- innar gangandi. Að vísu hafa samningar við veðurguðina gengið brösuglega eins og svo oft áður, en láta íslendingar það um sig spyrjast að þeir láti veðrið aft- ra sér frá því að rölta örlítið um miðbæinn? -LG Laugardagur 23. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Tónleikar Ljúfir tónar í tilefni jóla Flautu og semballeikur í Víðistaðakirkju, samleikur á selló og píanó í Norræna húsinu Tónleikar í tilefni jóla verða í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og Norræna húsinu um helgina. Leikið vcrður á flautu og sembal í Víðistaðakirkju í kvöld og eru það þau Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Óskars- dóttir semballeikari, sem flytja tónlist eftir þýsk barokktónskáld. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og á efnisskránni eru verk eftir Georg Philip Telemann, Georg Friedrich Hándel og J.S. Bach. Félagarnir Sigurður Halldórs- son sellóleikari og Daníel Þor- steinsson píanóleikari ætla að gefa fólki tækifæri á örlítilli and- legri upplyftingu á milli jólaboð- anna með því að halda tónleika í Norræna húsinu á annan í jólum. Á efnisskránni eru Meditation og Mássig schnell, munter eftir Paul Hindemith, Sicilienne, Sér- énade og Élégie eftir Gabriel , Daníel og Sigurður halda tón- leika í Norræna húsinu á annan í jólum. Fauré og Sónata fyrir Arpeggi- one eftir Franz Schubert. Tón- leikamir hefjast kl. 16 og standa í um klukkustund. -LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.