Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 5
Þorláksmessa Hver var Þorlákur dagsins? Ólafur H. Torfason skrifar Þorlákur biskup Þórhallsson í Skálholtifæddist 1133 ogdóll 93. Jóhannes Páll Ilpáfi útnefndi Þorlák helga verndardýrling íslendinga 1984 Þorlákur hafði áður verið tignaður sem landsdýrlingur, án staðfestingar páfagarðs. Þorlákur var ein vinsælasta sagnapersóna miðalda á ís- landi, þekktur víða um Norður-Evrópu og allt suður í Miklagarð (Istanbul), þar sem kapella hans var á sínum tíma. Fyrst og fremst þótti hann góðurtil áheita. Þorlákur var eini íslenski dýrlingurinn sem kirkjur voru helgaðar (alls 56 talsins á (slandi). Að- eins María mey, Pétur postuli og Ólafur helgi voru vinsælli í þeim skilningi hérlendis. Nú er honum helguð ein lúthersk kirkja, Þorlákskirkja í Þorláks- höfn (vígð 1985). Undantekn- ing eraðlútherskarkirkjurséu helgaðar persónum, en sér- stök undantekning var gerð í þessu tilviki með biskupsleyfi. Eftir dauða Þorláks biskups Þórhallssonar þóttist fólk verða vart við góð áhrif þess að heita á hann. Skrámar um þessi jarteikn hafa varðveist og gefa einstæða mynd af aldarfari og daglegu lífi á miðöldum. Áheitaféð kom alls staðar að, einnig frá útlöndum. Bein hans voru tekin úr jörðu 20. júlí 1198 og var dagurinn síðar í Þorlákshöfn var Þorlákskirkja v(gð 1985. Sumir álíta að áheitatrúin á Þorlák helga hafi flust yfir á Strandarkirkju, sem er þama í nágrenninu. helgaður Þorláki sem Þorláks- messa á sumar (eða Þorláks- messa hin fyrri). Skrínið sem gert var um jarð- neskar leifar hans er dýrasti grip- ur sem búinn hefur verið til á Is- landi, kostaði 480 kýrverð, jafnvirði um 24 milljóna króna á verðlagi ársins 1989, ef við gefum okkur að kýrin sé í sama varðgildi og þá. 1198 var Þorlákur Þórhallsson lýstur helgur maður á alþingi. Sumarið 1199 var Þorláksmessa hin síðari, 23. desember lögleidd á alþingi. Við Þorlák eru því kenndar Þorláksmessumar 23. desember og 20. júlí (“Skálholts- hátíð“), sem var eins konar þjóð- hátíð Islendinga fyrr á tíð. Leifar af skemmtanahaldinu birtast nú í Verslunarmannahelgi og Þjóð- hátíð Vestmannaeyinga. Enn- fremur eru kenndir við heilagan Þorlák staðirnir Þorlákshöfn, Þorlákslindir, Þorláksmýrar, Þorláksbrunnur, Þorlákssæti, Þorlákshver, Thorlabrúgv í Fær- eyjum osfrv. Þorlákur helgi var munkur og ÞRÁNDUR SKRIFAR Chuck í pólitík í vitlausu landi Hamingjusamir bandarfskir íþróttamenn hafa sest að í sendi- herrabústað Bandaríkjanna á ís- landi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sunnudaginn 17. desember var sendiherrann, Chuck, með fótfráustu mönnum heims og hefur vísast ein- hverntíma glatt okkur sjónvarps- íþróttaáhugamenn með frískum spretti. Sendiherrafrúin, Sue, hefur líka látið að sér kveða í heimi íþróttanna, skíðað betur en flestar konur aðrar og stefnt á sjálfan Mount Everest, við nokk- uð á fjórða tug manna. Hin ágætu íþróttahjón eru óhemju lukkuleg með þá ráðstöf- un Bandaríkjaforseta að skjóta undir þau koti á íslandi. „Sue og Chuck segja að íslandsdvöl þeirra eigi örugglega eftir að verða þeim Paradísarvist“ skrifar blaðamaður Morgunblaðsins, og er ekki vitað til að nokkur íslend- ingur reikni með slíkum unaði, hérna megin grafar. Þegar viðtal blaðamannsins er lesið til hlítar kemur í ljós að sendiherrann, sem hefur á und- anförnum árum verið svo vin- samlegur að stjórna tveimur af „virtustu" auðhringum Banda- ríkjanna, Kaiser Aluminium og sjálfu Walt Disney apparatinu, hefur nokkra ástæðu til að hlakka til. Hann er nefnilega afar vel að sér í ræðum og málatilbúnaði þeirra íslendinga sem löngum hafa verið liðtækastir varnar- menn bandarískra hagsmuna og hermangs hér á landi, og á því eftir að eiga sálufélag við trausta viðhlæjendur. Hann segir: „Því tel ég mikilvægt að hér verði tekin ákvörðun um bygg- ingu nýs alþjóðlegs flugvallar. Þannig verður þörflnni fyrir aukið og bætt eftirlit mætt. Auk þess tel ég að bygging slíks flug- vallar hér á landi geti þjónað þýð- ingarmiklu hlutverki fyrir ísland í efnahagslegu tilliti. Það hlýtur að gerast á næstunni að í Evrópu verði tvær til þrjár aðal vöru- dreiflngarmiðstöðvar fyrir vörur fluttar flugleiðis á milli heimsálfa. Ég sé fyrir mér að ísland geti orð- ið ein slíkra miðstöðva, sem tæki við vörum frá Asíu og yrði dreift héðan til Evrópu. Þetta gæti orð- ið stórkostlegt tækifæri fyrir fs- land, efnahagslega, en annar al- þjóðlegur flugvöllur er frumskil- yrði þess að þetta geti orðið. Staðreyndin er hins vegar sú að ef ísland tekur ekki af skarið og ák- veður þá forkönnun sem rætt hef- ur verið um, gæti ísland misst af tækifærinu og ákvörðun verið tekin af NATO um að staðsetja flugvöll annars staðar, svo sem á Grænlandi.“ Svo vel tekst sendiherranum að halda gulrótinni fyrir framan innlenda hermangara að hann minnist hvergi einu orði á bygg- ingu varaflugvallar fyrir NATO. Hann telur á hinn bóginn hættu á að íslendingar missi af einni af þremur vörudreifingarmiðstöðv- um fyrir vörur fluttar flugleiðis á milli heimsálfa. „Ég sé fyrir mér að ísland geti orðið ein slíkra miðstöðva, sem tæki við vörum frá Asíu og yrði dreift héðan til Evrópu“ segir hann. Þó leitað sé með logandi ljósi um allt viðtalið verður ekki séð að hann hafi nokkurn tíma minnst á hinn um- deilda varaflugvöll við blaða- manninn. Hér er Chuck karlinn kominn í traustan félagsskap og kann sitt fag. íslenskir áhugamenn um „varaflugvöll“ hafa seint og snemma haldið því fram að nýr flugvöllur fyrir NATO verði ekki herflugvöllur heldur huggulegt samgöngumannvirki, að vísu með olíubirgðum fyrir herflug- vélar, flugskýlum fyrir slíkar vél- ar, nauðsynlegri viðgerðarað- stöðu og flugturni tengdum herst- jórnarneti Bandaríkjanna! Nú væri gaman að vita hvort hinn virðulegi sendiherra Amer- íkumanna í Reykjavík hefur átt við alþjóðlegan flugvöll eða þann umdeilda varaflugvöll fyrir N ATO, sem um þessar mundir er með viðkvæmustu málum innan íslensku ríkisstjórnarinnar. Hafi hann átt við hinn fyrrnefnda, eins og ráða má af orðum hans í Morg- unblaðinu, þá sér Þrándur ekki að honum komi nokkurn skapað- an hlut við hvort eða hvenær ís- lendingar koma sér upp öðrum alþjóðlegum flugvelli til vöru- dreifingar. Ef hann á hinn bóginn er að tala um þann síðarnefnda, sem virðist þrátt fyrir allt trú- legra, hefur gamli spretthlaupar- inn reynst full viðbragðsfljótur að hella sér út í pólitík, í landi þar sem hann er gestur og þarf að kunna viðunandi skil á kurteisis- venjum, eigi væntanleg „Paradís- arvist“ að rísa undir nafni. -Þrándur prestur af Ágústínusarreglu og naut bestu menntunar sem þá var völ á í Evrópu, í Lincoln á Eng- landi og í París Frakklandi. Sér- svið hans var að líkindum lög- fræði. Skriftamál þau sem hann samdi bera vitni um gagngera þekkingu á samtíma lögspeki. Þorlákur var uppi á þeim tíma sem háskólastarf í nútímaskiln- ingi var að hefjast og mikil gróska var í andlegu lífi Vesturlanda í umróti krossferðatímans. Þorlák- ur kom heim til íslands frá 6 ára námi með þekkingu og reynslu á ýmsum sviðum, en sennilega ekki síst áhrif af ritstörfum og listum Breta. Hann var m.a. tónlistar- unnandi. íslendingar ferðuðust mikið á þessum tíma og fygldust vel með. Um þetta leyti er ís- lenska gullöldin í bókmenntum miðalda að hefjast. Þorlákur helgi kom heim mótaður af þeim pólitískum hug- myndum um sjálfstæði kirkjunn- ar gagnvart veraldlegum stjómvöldum sem síðar urðu ofan á og haldast enn innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hann vildi ekki hlíta valdi höfð- ingjanna um kirkjuleg málefni né yfirráð yfir kirkjustöðum og eignum þeirra. Hann tók þátt í að vernda rétt alþýðu gagnvart höfðingjavaldinu. Vegna þessa átti Þorlákur í ströngum deilum við veraldlega höfðingja á ís- landi, en ekki síður út af siðferð- ismálum þeirra. Áhrif hans á um- hverfið voru mikil og með líferni sínu gaf hann sterkt fordæmi. 56 kirkjur á íslandi voru helg- aðar Þorláki. Hann var tignaður í Noregi, m.a. var altari hans í Bergen, og nú er líkneski hans utan á Niðarósdómkirkju. Hann var einnig þekktur í Danmörku, Svfþjóð og Englandi, en þar eru sagnir um líkneski hans í kirkju í Kings Lynn, en nú er steindur gluggi í kapellu prestaskólans í Lincoln. í Miklagarði (Istanbul) var honum helguð kapella Vær- ingja. Þorlákur var verndardýr- lingur íslandsfara sem stofnað var í Hamborg árið 1500. Það er mikilvægt að hafa í Líkneski norska myndhöggvar- ans Önnu Raknes af Þorláki helga utan á Niðarósdómkirkju. Styttan er tæpir 3 metrar á hæð og var henni komið fyrir árið 1907. huga, að tími Þorláks er blóma- tími lista og menningar. Val- þjófsstaðahurðin á Þjóðminja- safni (eftirlíking á Arnarhvoli) er dæmi um útskurðarlist íslendinga á þeim tíma. Kirkjubyggingar voru þá stærri en síðar tíðkaðist og voru mjög skreyttar. Steinþró Páls biskups Jónssonar (arftaka Þorláks og systursonar) sem fannst í Skálholti 1954 er einstæð á Norðurlöndum, og svo er um fleiri gripi. Tími Þorláks helga er m.a. tími sagnanna um Arthúr konung og riddara hringborðsins, Ríkharðs ljónshjarta og Tómasar Beckets, krossferðanna og háskólaþróun- arinnar; en þá fylgdust íslending- ar náið með menningar- og stjórnmálalífi Evrópu. KAUPFELAG ARNESINGA óskar starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegrajóla og þakkar viðskiptin á liðnum árum Laugardagur 23. desember 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.