Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 20
^SPURNINGIN^ Borðar þú skötu í dag? Sigríður Garðarsdóttir garðyrkjufræðingur: Nei, hana borða ég aldrei, lyktin ein finnst mér ógeðsleg. Albert Erlingsson án atvinnu: Nei, ég borða aldrei skötu. Sigrún Oddgeirsdóttir sölumaður: Já það ætla ég að gera eins og undanfarin 30 ár. Ég bý til skötu- stöppu eftir ekta vestfirskri upp- skrift frá tengdamömmu. Kristín Andersen kennari: Nei, mér finnst skata ákaflega vondur matur, svo ekki sé talað um lyktina. Elín Þorbergsdóttir matráðskona: Nei, ég býst ekki við því. Ég hef aldrei smakkað skötu en væri al- veg til í að prófa þó ég láti varla verða af því í dag. NU GETUR ÞU GRÆTT Á TÁ OG FINGRI! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax — þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ 1990: 9 vinn. á kr. 5.000.000, 108 vinn. á kr. 2.000.000, 324 vinn. á kr. 250.000, 1.953 vinn. á kr. 75.000, 13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000, 234 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000. ARGUS/SiA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.