Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 8
\\\ Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Raf- magnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í framleiðslu á forsteyptum einingum (undirstöð- ur og stagfestur) fyrir 132 kV háspennulínu frá Hamranesi að Hnoðraholti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 16. janúar 1990, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Þjóðviljinn blaðið sem vitnað er í 4$ : Eindagpnn er 2Z desember vegna söluskatts í nóvember A M W ð gefnu tilefni er athygli vakin á því að eindagi söluskatts vegna nóvembermánaðar 1989 er miðvikudagurinn 27. desember 1989. Forðist örtröð - gerið skil tímanlega RIKISSKATTSTJÓRI BÆKUR íslensk njósnasaga Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér skáldsöguna Stefnumótið eftir Agnar Þórðarson rithöfund. Agnar hefur um langt skeið verið í fremsu röð íslenskra rithöfunda, en um þessar mundir eru fjörutíu ár frá því fyrsta bók hans, Haninn galar tvisvar, kom út. Agnar er einnig kunnur fyrir leikrit sín, bæði leiksviðsverk og útvarps- leikrit. Stefnumótið er njósnasaga og er Reykjavík nútímans aðalsögu- sviðið. Sagan hefst í boði hjá Popoff, sendiherra Sovétríkj- anna á íslandi. Hinum megin við Tjörnina er sendiráð Banda- ríkjanna og liggja rætur atburð- anna þar á milli. Atburðir síðustu ára, bæði innanlands og utan koma við sögu. Stangveiðimenn segja fra Iðunn hefur gefið út bókina Þessu trúir enginn, en hún er gef- in út í tilefni af 50 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. í bókinni er að finna frásagnir af þrautreyndum stangaveiði- mönnum, bæði þeim sem voru frumherjar í íslenskri stangaveiði og lögðu á sig ómælt erfiði til að komast í kallfæri við veiði- gyðjuna, og hinum sem fetuðu í fótspor þeirra og margir eru sjálf- ir orðnir goðsagnir í lifanda lífi. Hér er saga stangaveiðinnar sögð með orðum veiðimannanna sjálfra og veiðiævintýrið og gleð- in af samvistum við náttúruna sitja í fyrirrúmi. Ljóð söngvarans Cohens Bókaútgáfan Reykholt hefur gefið út ljóðabókina Blá fíðrildi, en hún hefur að geyma íslenskar þýðingar á ljóðum söngvarans og lagasmiðsins Leonards Cohens. I henni fá íslenskir ljóðaunnendur og aðdáendur söngvarans Leon- ards Choens að kynnast nýrri hlið hans. Ljóð hans lýsa nánar ýms- um þáttum sem fram koma í söngvunum, svo sem næmri til- finningu og djúpri hugsun. Ljóðin eru þýdd af Guðmundi Sæmundssyni, og bókin er gefin út með styrk frá Þýðingarsjóði menntamálaráðuneytisins. Bók- in er innbundin. Kápumynd er gerð af Bjama Jónssyni listmálara. Leonard Cohen hafði mikil og djúp áhrif á tónlistarsmekk og lífsviðhorf æskunnar á sjöunda áratugnum. Hann er nú kominn til skjalanna á ný, til að rifja upp gömul kynni af þessu æskufólki sem nú er komið á miðjan aldur, og til að kynnast bömum þeirra. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.