Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 15
Tvær stórgóðar teiknimyndir eru sannarlega jólamyndirnar fyrir alla fjölskylduna. Risa- -og sagan af Oliver Twist er úr dýraríkinu í Bíóborginni/höllinni. eðlan Smáfótur fer á flakk í Laugarásbíói... r'i 1 •/ _/• Jolakvikmynair Ævintýri í hávegum Kvikmyndahúsin bjóða upp á margs konar afþreyinguyfir hátíðarnar Sem endranær bjóða kvik- myndahúsin upp áfjölbreyti- legt val kvikmynda um þessi jól. Það sama verður því mið- ur ekki sagt um gæði mynd- anna sem eru æði misjöfn, svo vægt sé til orða tekið. Þarna má þó finna margar tegundir afþreyingarmynda, alltfráægilegum hasarmynd- um yfir í skemmtilegustu teiknimyndir með viðkomu í tæknivæddum gamanmynd- um. Engir aukvisar eru í jólamynd Regnbogans. Sidney Lumet leik- stýrir Sean Conney, Dustin Hoff- man og Matthew Broderick í Fjölskyldumálum, sem er létt fjölskyldu-ræningjamynd Ekki ófrægari leikari er í Sendingunni í Háskólabíói, en þar fer Gene Hackman enn einu sinni með hlutverk harðjaxls á borð við AIi- stair MacLean-týpur. Síðari jóla- mynd Háskólabíós er á svipuðum nótum en hún heitir Dauðafljótið, eftir samnefndri sögu MacLeans. Tvær geysivinsælar gaman- myndir sem byggja á tæknibrell- um má finna í kvikmyndahúsum borgarinnar og eru þær báðar „númer tvö“. Laugarásbíó sýnir Aftur til framtíðar II þar sem Michael J. Fox og Christopher Lloyd fara á tímaflakk á DeLor- an sportbílnum. Þar má reyndar einnig sjá fyrri myndina, sem er nauðsynlegt hafi menn ekki gert það. í Stjörnubíói gerast Bill Murray, Dan Aykroyd og Harold Ramis Draugabanar á ný, með Sigourney Weaver og Rick Mor- anis í eftirdragi. Báðar myndirn- ar standast samanburð við fyrri myndirnar (hafi menn haft gam- an af þeim), enda sama gengi á bak við framleiðsluna með leikstjórana Robert Zemeckis og Ivan Reitman á bak við mynda- vélarnar. Bíóborgin/höllin sýnir tvær dæmigerðar gamanmyndir frá Hollywood. Löggan og hundur- inn er sýnd I þeirri fyrrnefndu og á Tom Hanks þar í megnustu vandræðum með slefandi bola- bít. Mare Winningham er dýra- læknirinn og gettu þá hver enda saman í lokin! Leikstjóri er Ro- ger Spottiswoode, sem kom ekk- ert nálægt Cocktail einsog segir í auglýsingu. í Bíóhölíinni verða Rick Moranis á þau mistök að smækka börnin sín í myndinni El- skan, ég minnkaði börnin, í leik- stjórn Joe Johnston. Þá eru ónefndar aðal jóla- myndirnar fyrir alla fjölskylduna, sem eru teiknimyndirnar Oliver og félagar í Bíóhöll/borg og Fyrstu ferðalangarnir í Laugar- ásbíói. Sú fyrrnefnda er maka- laus útfærsla á ævintýri Dickens þar sem saman fara snjöll hug- mynd og vönduð vinnubrögð gamla Disney-félagsins. Fyrstu ferðalangarnir er gerð hjá Spielberg-fabrikkunni og segir frá lítilli risaeðlu sem strýkur frá heimkynnum sínum. Don Bluth gerði þessa mynd, rétt einsog Draumalandið óborganlega. Af öðrum kvikmyndum má vitaskuid mæla með Pelle sigur- sæla í Laugarásbíói. Tálsýn og Refsiréttur í Regnboganum eru vel leiknir tryllar og eflaust hafa margir gaman af Hyldýpinu og jafnvel New York sögum í Bíó- borginni. Þá er Magnús enn í Stjörnubíói og Foxtrott endur- sýnd í Regnboga. Gleðileg jól! -þóm í Þjóðleikhúsinu verða tvær sýningar á Óvitum í næstu viku. Fé&ig júni iðn aöarmu n y sendir félögum sínum og öðrum velunnurum féhgsins bestu óskir um gleðilegjól og farsælt komandi ír. Stjóm Félagsjémiðnaðarmanna Laugardagur 23. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Lítið fjölskyldufyrirtæki verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudag- inn. Mynd - Jim Smart. er að gáð leynist spillingin í hverju horni. Barnaleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður sýnt á fimmtudag og laugardag í næstu viku, en þar gefur að líta furðuveröld þar sem allt er með öðrum formerkjum en við þekkj- um, börn leika fullorðna og full- orðnir börn. Töfrasprotinn, barna- og fjöl- skylduleikrit eftir Benóný Ægis- son er jólaleikrit Borgarleikhúss- ins og verður frumsýnt á annan I jólum. Þar er á ferðinni hið klass- íska þema um átök góðs og ills og koma við sögu ýmsar ævintýra- persónur; dvergar, risi, ýmis- konar álfar, norn og Ormurinn ógurlegi. Sýningum verður haldið áfram á leikgerðum Kjartans Ragnars- sonar á fyrstu bókunum I Heimsljósi Laxness. Verður fyrsti hluti verksins, Ljós heimsins, sýndur á litla sviði Borgarleikhússins dagana 27. ,28. Ó. Kárason Ljósvíkingur verður áfram á fjölum Borgarleikhúss- ins. Mynd - Jim Smart. Leikhús um jólin Sjö leiksýningar verða ígangi íþremur leikhúsum á milli jóla og nýárs Leikhúsin í Reykjavík og á Ak- ureyri leggja sitt af mörkum til jólahátíðarinnar, enfrumsýning- ar verða í Þjóðleikhúsinu, Borg- arleikhúsinu og hjá Leikfélagi Ak- ureyrar um jólin, auk þess sem leikhúsin í Reykjavík halda áfram sýningum á þeim verkum, sem þar hafa verið á fjölunum undan- farnar vikur. Þjóðleikhúsið frumsýnir Heimili Vernhörðu Alba, leikrit Lorca um heimilisharðstjórann Vernhörðu og dætur hennar fimm, á annan í jólum. Önnur sýning á Vernhörðu verður síðan fimmtudaginn 28. og sú þriðja laugardaginn 30.12. Ein sýning verður á Litlu fjöl- skyldufyrirtæki eftir Alan Ayck- bourn á milli jóla og nýárs; föstu- daginn 29. desember. Eins og nafnið bendir til fjallar leikurinn um lítið fyrirtæki í eigu fjöl- skyldu. Þar virðist allt slétt og fellt á yfirborðinu en þegar nánar og 29. en annar hlutinn, Höll sumarlandsins verður á stóra sviðinu 28. og 29.12. Jólaleikrit Leikfélags Akur- eyrar er nýtt barna- og fjöl- sicylduleikrit eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Heitir það Eyrnalangir og annað fólk og verður frumsýnt á annan jóladag. Segir þar frá uppákomum og ævintýrum, sem gerast þegar flóttamenn frá eyjunni Sebraka- bra setjast upp hjá íslenskri fjöl- skyldu, en flóttamenn þessir eru nokkuð sérkennilegir útlits og háttalag þeirra annarlegt. Sýn- ingar á Eyrnalöngum og öðru fólki verða daglega hjá Leikfé- laginu á milli jóla og nýárs. -LG i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.