Þjóðviljinn - 16.01.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.01.1990, Síða 12
SPURNINGIN Ertu búin(n) að taka nið- urjólatréð? Þórunn Guðnadóttir sjónþjálfi Já, ég geröi það daginn eftir þrettándann. Það erföst regla hjá mér. Sjöf n T raustadóttir verslunarmaður Auðvitað. Ég geri það alltaf dag- inneftirþrettándann. Sesseija Jónsdóttir verslunarmaður Já. Ég gerði það 6. janúar. Ég geri það alltaf á sama tíma. Hólmsteinn Hallgrímsson verkstjóri Já. Ég gerði það daginn eftir þrettándann, þaðerföstregla. Hjörleifur Helgason sundlaugarvörður Já. Ég gerði það 7. janúar. þiófnnuiNN briAii iH/im ir 1 A innnnr 1 OOH lfi tr»li iKln A W órnnnm ir Þrlðjudagur 16. janúar 1990. 10. tölublað 55. örgangur. BSRB SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Er skjávinna heilsuspillandi? Námsstefna um áhrifskjávinnu á heilsufar. Engar óyggjancLi sannanir fyrirþvíað skjáirnirgeti verið hœttulegir. Óþœgindi notendum sjálfum að kenna Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gekkst í gær fyrir náms- stefnu um skjávinnu; áhrif vinnu við tölvuskjái á mannslíkamann. Námsstefnan var haldin í kjölfar útgáfu fræðslubæklings, sem byggir á könnun meðal skjá- vinnufólks í prentiðnaði. Mark- mið könnunarinnar var að fá inn- sýn í helstu vandamál sem við væri að etja í heilsufari, aðbún- aði, vinnutíma o.fl. meðal skjá- vinnufólks með það fyrir augum að nýta niðurstöðurnar til endur- bóta og framfara. Að útgáfu bæklingsins stóðu Öryggisnefnd prentiðnaðarins og Vinnueftirlit ríkisins, en könnun- ina vann Sigríður Stefánsdóttir, réttarfélagsfræðingur hjá vinnu- eftirliti ríkisins. Sigríður vann efni bæklingsins ásamt Huldu Ól- afsdóttur sjúkraþjálfara hjá Vinnueftirlitinu og leggja þær megináherslu á mikilvægi góðs vinnuumhverfis og benda á þá þætti, sem gætu komið í veg fyrir sjúkdóma og vanlíðan af skjá- vinnu. Þær Sigríður og Hulda voru meðal frummælenda á náms- stefnunni og ræddu um Tölvur - vinnuna og fólkið. Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir frá Vinnueft- irlitinu hélt erindi um spurning- una hvort tölvur hefðu áhrif á meðgöngu og frjósemi, Sigurður Magnússon forstjóri, Geisla- vörnum ríkisins, ræddi um skað- semi útgeislunar frá tölvuskjám og Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, Starfsmannafélagi ríkisstofna, um ákvæði í kjara- samningum varðandi skjávinnu. Um sjötíu fulltrúar frá aðildar- félögum BSRB sátu námsstefn- una og ræddu þeir að framsögu- erindum loknum um hvernig æskilegt vinnuumhverfi væri þar sem unnin væri skjávinna og hver ábyrgð starfsmannsins væri í því sambandi, auk þess sem rætt var um hvaða ákvæði væri nauðsyn- legt að setja í kjarasamninga op- inberra starfsmanna vegna fólks í skjávinnu. Engin ákvæði eru til í lögum um hvfldartíma eða hvernig að- stæður beri að vera á vinnustað þar sem unnið er við tölvuskjái. Einstaka stéttarfélög, svo sem Félag bókagerðamanna og Félag íslenskra bankamanna hafa feng- ið ákvæði um tíu mínútna hvíld á klukkustund frá skjánum inn í kjarasamninga, en þau réttindi hafa áunnist fyrir frumkvæði við- komandi stéttarfélaga. í því sam- bandi kom fram að starfs- mannafélag BSRB í Hafnarfirði fór árið 1987 fram á að fimm mín- útna hvíld frá skjánum yrði sett inn í kjarasamninga, en þeirri kröfu var hafnað, að því er starfs- menn töldu vegna þess að krafan hafi ekki verið nógu vel rök- studd. Rangar vinnustellingar eru aðalorsök líkamlegra óþæginda af skjávinnu. Mynd - Kristinn f framsöguerindum og svörum frummælenda við fyrirspurnum kom fram að enn hafa ekki komið fram óyggjandi sannanir fyrir því að skjáirnir séu beinlínis hættu- legir, geti valdið fósturláti, fóst- ursköðum, exemi, augnsköðum og öðrum líkamlegum óþægind- um. Var helst að heyra að slík óþægindi væru notendum sjálfum að kenna; röngum vinnustell- ingum og skorti á upplýsingum um hvernig best væri að vinna við skjáina. Notendur kynnu ekki að sitja í réttum stellingum, taka sér reglubunanar hvíldir, gera lík- amsæfingar og hvfla augun, en rangar vinnustellingar væru aðal- orsök óþæginda við skjávinnu. Hvað varðar kenningar um að tölvuskjáir valdi fóstursköðum eða fósturlátum sagði Vilhjálmur Rafnsson enn fremur að væru ó- léttar konur eitthvað óskaplega hræddar um að fóstrið skaðaðist vegna vinnu þeirra við skjáinn væru þær í sömu stöðu og lög- reglumaður, sem vildi helst ekki sýna sig í miðbæ Reykjavíkur um helgar af ótta við líkamsárásir. Fyrir báða aðila væri einfaldast að fá sig flutta til í vinnu. Það kom fram að Vinnueftir- litið leggur áherslu á að bregðast skjótt við séu fulltrúar þess beðn- ir um að koma og líta á aðstæður á vinnustöðum. Reyni fulltrúar þess að koma á staðinn helst dag- inn eftir að slík beiðni hafi Dorist og helst ekki eftir lengri tíma en eina viku. Engin skýring fékkst hins vegar á því að slíkri beiðni frá 03, (upplýsingum um síma- númer innanlands), sem borin var fram 1987 og ítrekuð ári seinna, hefur enn ekki verið sinnt. LG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.