Þjóðviljinn - 27.01.1990, Page 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Sannmæli
og ónefhi
Hvenær seilast menn of langt í samlíkingum eða hnyttni? Opin-
ber embættismaður þótti til dæmis um árið lágkúrulegur og
smekklaus með tilvísun í fjölmiðlum til þess hvernig unnusti feg-
urðardrottningar íslands „notfærði sér“ líkama hennar. Nú kvartar
sami maður, borgarstjórinn í Reykjavík, aftur á móti undan lágkúru
og smekkleysu þegar vissum atriðum við stjórnun höfuðborgar-
innar er líkt við aðferð austur-evrópskra miðstýringarsinna og
jafnvel illræmdra."
Svanur Kristjánsson prófessor hefur reyndar fyrir löngu sýnt
fram á það í verkum sínum, að uppbygging og vinnulag Sjálfstæð-
isflokksins líkist með ákveðnum hætti kerfinu innan Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna. í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur náð mikilli fótfestu í stjórnun, liggur hann undir stöðugu
ámæli andstöðuflokkanna fyrir miðstýringu og fámennisstjórn, líkt
og tíðkast hefur í Austur-Evrópu um langt skeið. Þegar þar við
bætist, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á persónu-
dýrkun og minnisvarðagerð, en hefur minni áhyggjur af brýnum
félagslegum verkefnum, blasir við honum sú hætta, að gripið sé til
samlíkinga sem svíður undan.
Sumum finnst formaður Alþýðubandalagsins samt hafa skotið
yfir markið með því að líkja saman á opinberum fundi stjórnkerfinu,
- ekki framkvæmdum, - í Rúmeníu á tímum Ceausescus og
aðferðinni í Reykjavík hjá Sjálfstæðisflokknum. Varðandi orðnotk-
un má þó minna á, að Ólafur Ragnar Grímsson mæltist sjálfur til
þess um áramótin að í íslenskri pólitík töluðu menn gætilega og
eftirleiðis einfaldlega um „jafnaðarmenn" og legðu af úreltar skil-
greiningar eins og „kommar" og „kratar". Eru þau gæluorð þó öllu
meinlausari en samlíkingar við þrælmennið í Búkarest.
Hingað til hafa Sjálfstæðismenn verið ófeimnastir að maka
þessu rúmenska nafni á andstæðinga sína. Einar K. Guðfinnsson,
varaþingmaður Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, segir í forsíðu-
frétt í blaði sínu Vesturlandi, að „litlir Ceausescuar vaði uppi í
Alþýðubandalaginu" og formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn
Pálsson, hélt því fram við fall rúmenska harðstjórans, að nú sætu
einir við völd í Evrópu af þessu sauðahúsi ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins. Allt er þetta tal hvimleitt, hver sem í hlut á. Andstæðingana
á að láta njóta sannmælis og etja kappi við þá á réttum forsendum.
Morgunblaðið stundaði lengi þá fölsun að nefna Alþýðubanda-
lagsfólk aldrei annað en „kommúnista". Sumir greinahöfundar
þess og Sjálfstæðismenn halda þessum sið enn. Orðið er af hálfu
margra hugsað sem gróft skammaryrði, fordæming.
Stjórnmálaumræðan á íslandi verður ekki ýkja gáfuleg við það, því
nauðsynlegt er að nefna hlutina réttum nöfnum. Kommúnistar eru
til og eiga sér meira að segja flokka enn þá erlendis, en Alþýðu-
bandalagið og liðsmenn þess eru á öðrum stað í tilverunni.
Á sama hátt og Alþýðubandalagsfólki finnst óréttmætt að vera
spyrt við stjórnmálaskoðun eins og kommúnismann, hafa margir
Sjálfstæðismenn kvartað undan því að vera uppnefndir „íhalds-
menn“. Og á margan hátt má segja að orðið „íhald“ glati nokkru af
raunverulegri merkingu sinni, ef því er ætlað að lýsa blönduðum
flokki margra skoðana eins og Sjálfstæðisflokknum.
íslenskar myndir
[ gær minntist Félag kvikmyndagerðarmanna þess með ráð-
stefnu að 10 ár eru liðin frá því „kvikmyndavorið" svokallaða kom
yfir þetta land, eða frá því samfelld kvikmyndagerð hófst hér.
Skuggar af ríflega 30 myndræmum hafa síðan varpast á tjöld og
skjái, hljómgóðar stundum, við ágaetar undirtektir, enda leitun á
þjóðflokki sem fer jafn ört í bíó og íslendingar.
Enn er þó sótt á brattann. Kvikmyndagerðarmenn segja rétti-
lega í auglýsingum að listform sitt sé „kálfskinn 20. aldarinnar".
Þeim finnst illa búið að þessari atvinnugrein og telja það varða
menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar, ef stjórnvöld koma ekki
strax myndarlega til skjalanna.
Þetta er hvorki óréttmæt kröfugerð né tilætlunarsemi. íslenska
ríkið hefur stórlega vanrækt skyldu sína í þessum efnum áratugum
saman. Nýjasta sóknarlota íslenskra kvikmyndagerðarmanna
skilar vonandi árangri.
ÓHT
ÞRANDUR
SKRIFAR
Andfra)-
vokur
þing-
manna
Þingmenn eru yfirleitt heldur
seinþreyttir til vandræða. Þeir
hafa verið svo seinþreyttir til
vandræða vegna Þjóðleikhússins
að það heldur hvorki vatni né
vindi. Árum saman hugkvæmdist
þeim ekki að láta gera við húsið
og tóku ekki við sér fyrr en skyn-
samir menn bentu á að áhorfend-
asalurinn væri eins og hvert ann-
að útigrill, sem ekki væri búið að
kveikja á, og leikhúsgestir í hlut-
verki steikarinnar. Þingmennirn-
ir hafa verið enn seinþreyttari til
vandræða vegna margvíslegra
laga sem þeir hafa dundað við að
setja á undanförnum árum.
Hljótast hvorki stympingar né
orðaskak í þinginu vegna þess að
til Þjóðarbókhlöðu er ekki varið
þeirri tíund sem innheimt eru hjá
landsmönnum vegna smíði henn-
ar, ekki heldur þótt ríkið skuldi
sveitarfélögum ómældar upp-
hæðir vegna sameiginlegra verk-
efna og þaðan af síður af því að til
málefna aldraðra er ekki varið
þeim peningum sem lög sömu
þingmanna standa til. Hafa þá
aðeins fá dæmi verið tekin um
hinn eðlislæga kost þingheims,
þolinmæðina.
En þingmönnum getur sem
betur fer blöskrað líkt og öðrum
mönnum og vafalaust eiga þeir
sínar andvökunætur, langar og
strangar. Og hafi einhver haldið
að þeir væru menn ábyrgðarleysis
er það mikill misskilningur.
Þannig varð uppi fótur og fit í
þinginu á dögunum þegar þing-
menn úr báðum fylkingum fréttu
af íslensku skipi, og hálfíslenskri
skipshöfn, sem hímir verkefna-
laus fyrir vestan Ameríku vegna
þess að útgerðin hafði sent skipið
til að veiða fisk sem útlendingum
er bannað að afla vestur þar. Bar
af þessu tilefni mest á þingmanni
úr stjórnarliðinu af Vesturlandi
og öðrum úr stjórnarandstöðunni
úr Reykjavík.
Forsaga málsins liggur að sögn
í hvalveiðum. Bandaríkjamenn,
sem eru öðrum þjóðum gleggri á
hið göfuga gildi peninganna,
vildu lokka íslenska hvalveiði-
menn til að hætta iðju sinni gegn
vonarpeningi um veiðar og
vinnslu á fiski við Alaska. Upp-
lýst er að fyrir liggi samningur
sem heimili fslendingum að
sækja um leyfi til slíkra athafna
og einnig að í tvö ár hafi þeim
verið ætlaðar heimildir til að
vinna þorsk sem svarar til afla 10
íslenskra skuttogara. Andri BA
mætti svo á svæðið f lok síðasta
árs og tókst að vinna lítilræði af
hinum heimilaða feng. Um ára-
mótin vöknuðu menn upp við
heldur hraklegan draum. Samn-
ingamönnum hinnar íslensku
ríkisstjórnar hafði láðst að setja
smáræði í samninginn við Banda-
ríkjamenn.
Þetta lítilræði lýtur ekki að
öðru en rétti Bandaríkjamanna
til að segja já eða nei við umsókn-
um sem þeim kunna að berast frá
útlendingum. Er mjög að vonum
að þingmönnum á Alþingi ís-
lendinga sárni ræfildómurinn í
ríkisstjórn sem ekki getur fengið
Bandaríkjamenn til að afsala sér
rétti til að ráðstafa eigin auð-
lindum. Kanarnir komust að
þeirri ófrumlegu niðurstöðu að
enginn þorskur yrði eftir handa
útlendingum þegar heimamenn
væru búnir að taka það sem taka
mætti. Sem vonlegt var brá hin-
um skjótráðu þingmönnum ákaf-
lega við þessi válegu tíðindi og
töldu ástæðu til að draga svo
aumlega ríkisstjórn til ábyrgðar.
„íslensk stjórnvöld hljóta að taka
ábyrgð á þessu, hvað svo sem þau
segja í dag,“ sagði einn. „Þeir að-
ilar sem standa fyrir þessari út-
gerð verða að fá þær bætur sem
greinilegt er að íslenska ríkið
verður að greiða vegna þessa
máls,“ fullyrti annar.
Þeir, sem aldrei geta annars
setið á sátts höfði, voru með öðr-
um orðum sammála um að hinum
íslenska ríkiskassa bæri að bæta
útgerðarfélagi Andra BA það
tjón sem hlytist af því að gera 600
milljóna króna skip út á bannað-
ar fiskveiðar á Kyrrahafi. Þing-
mennirnir hafa komist að þeirri
niðurstöðu að tiltækið sé ríkis-
stjórninni að kenna og má hafa
það til marks um hve snarráðir,
skjótráðir og glöggir þingmenn-
irnir eru, að foringjum útgerðar-
félagsins hefur enn ekki hug-
kvæmst að orða bætur við hátt-
virta ríkisstjórn, en hafa látið að
því liggja að þeir kunni sjálfir að
bera einhverja ábyrgð á því
hvernig til hefur tekist.
Það er auðvitað ekki von á
góðu í íslenskum sjávarútvegi
þegar slíkir menn standa fyrir
rekstri, og skiljanlegt að þing-
menn verði and(ra)vaka yfir því-
líku háttalagi.
-Þrándur.
Leiðrétting
á súluriti
Með viðtali við Skúla Alexand-
ersson í gær var birt meðfylgjandi
súlurit um þróun þorskafla á ís-
landsmiðum. Sú tala sem þar var
gefin upp fyrir árið 1990 og átti að
sýna Ieyfilegt aflamark sjávarút-
vegsráðuneytisins var ekki rétt. í
reglugerð ráðuneytisins frá 8.
nóvember 1989 segir að leyfi-
legur þorskafli skuli vera 260 þús-
und lestir en „vegna reglna um
veiðiheimildir sóknarmarks-
skipa, reglna um tilfærslu á milli
fisktegunda og flutning milli ára
og ákvæða um afla smábáta gæti
heildarþorskafli orðið 300 þús-
und lestir.“
500 T
400 -
300
200
Þorskafli á íslandsmiðum 1950-1989
10 ÁRA MEÐALTÖL
393 I 384 I
1950-59 1960-69 1970-79 1980-89 1990-?*
Líklegur heildaralli: 300
þús. tonn
Reglugerð
Sjávar-
útvegs-
ráöuneytis:
260 þús. tonn
Tillaga
Hafr'ann-
/sóknar-
stofnunar:
250 þús.
tonn
Þess ber að geta að Hafrann- aflinn á 'þessu ári yrði 250.000
sóknastofnun lagði til að þorsk- lestir.
Enn um IBM og Orðabókina
Ónákvæmni mikil var það í
Þjóðviljanum að IBM á íslandi
hefði lagt á annað hundrað milj-
ónir króna í Orðabók Háskóla ís-
lands. Heildarkostnaðir IBM
vegna samvinnunnar við
Þýðingarmiðstöð OH nemur
þessari fjárhæð, kostnaðar við
aðstöðu starfsmannahald oþh. [
vegna þýðinga og handbóka-
gerðar fyrir tölvur. Að nokkru
leyti má því segja að Orðabókin
hafi tekið að sér ákveðna verk-
þætti fyrir IBM.
Erindi Kristjáns Árnasonar
hét „Hin þrefaldaeftirlíking-um
þýðingarlistina", en ekki „Hin
þrefalda þýðing...“ eins og stóð
blaðinu.
Orðtíðnirannsóknir á íslandi
hófust ekki 1984. Ársæll Sigurðs-
son skólastjóri hófst handa og
birti grein um þær í 13. árg.
Menntamála 1940 undir heitinu
„Algengustu orðmyndir málsins
og stafsetningarkennslan". Bald-
ur Jónsson vann fyrstur að orð-
tíðnirannsóknum með tölvu á ís-
landi á áttunda áratugnum, eins
og lesa má í Þjóðviljanum 24. júlí
1977. Orðtíðnirannsóknir Orða-
bókar HÍ hófust síðan 1984.
Villuleitarforrit Orðabókar-
innar var heldur ekki notað við
gerð Orðsifjabókarinnar, heldur
nýttist þar sú tækni við skiptingu
milli lína, sem þróaðist í fram-
haldi af því.
Fleiri aðilar en IBM og Orða-
bókin hafa verið brautryðjendur í
að þýða handbækur tölvunot-
enda, hugbúnað og notendafor-
rit. Orðanefnd Skýrslutæknifél-
agsins gaf út fyrsta rit sitt 1974 og
Töluvorðasafnið kom út fyrst
1983 og síðan 1986, auk þess sem
fleiri aðilar hafa lagt hönd á plóg.
Þjóðviljinn biðst velvirðingar
á þessum missögnum.
ÓHT
þJÓÐVILJINN
Síðumúla 6 -108 Reykjavík
Sími: 681333
Kvöldsími:681348
Símfax: 681935
Útgefandi: Utgáfufélítg Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aftrir blaftamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr),
Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir,
Ólafur Gíslason, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiöur Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiftslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síftumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsíngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verft í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaft: 140kr.
Áskriftarverð á mónuði: 1000 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. janúar 1990