Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 7. febrúar 1990 26. tölublað 55. árgangur
Garðabœr
„Skítalykt af málinu“
Skipulagi breytttil aðþjóna náungakœrleik Ólafs G. Einarssonarþingflokksformanns Sjálfstœðisflokksins
r
Oeðlileg afskipti þingflokksfor-
manns Sjálfstæðisflokksins af
störfum byggingarnefndar og
skipulagsnefndar í Garðabæ,
hafa orðið þess valdandi að
ákveðið var að breyta skipulagi
heils hverfis vegna eins síðasta
hússins sem byggt var í hverfinu.
Byggingarnefnd Garðabæjar
mun í dag taka afstöðu til þess
hvort veita eigi húsbyggjandan-
um að Bæjargili 23 byggingar-
leyfi, en húsið er þegar fokhelt og
reis reyndar eftir að félags-
málaráðherra hafði fellt bygging-
arleyfl hússins úr gildi, en íbúar í
götunni höfðu kært bygginguna
þar sem hún stangaðist á við
skipulag hverflsins.
Þorvaldur Ó. Karlsson vara-
formaður byggingarnefndar er
einn af þremur fulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins í nefndinni. Hann
mun á fundinum í dag greiða at-
kvæði gegn því að byggingar-
leyfið verði veitt, á þeirri for-
sendu að byggingin brjóti enn í
bága við skipulagið, þrátt fyrir að
því hafi verið breytt.
„Skilmálar skipulagsins eru
enn þeir að allir mænar húsa við
götuna snúi samsíða götunni, en
mænarnir á þessu húsi standa
þvert á götuna. Þessu atriði var
aldrei breytt í skipulaginu," sagði
Þorvaldur við Þjóðviljann í gær.
Forsaga málsins er sú að árið
1987 var sótt um byggingarleyfi
að Bæjargili 23. Teikningarnar
að húsinu voru þær sömu og
liggja til grundvallar þeirri bygg-
ingu sem nú er risin. Byggingar-
nefnd var þá sammála um að
hafna þeim teikningum þar sem
þær stönguðust á við skipulagið.
Teikningunum var þá breytt til
samræmis við skipulag og voru
þær teikningar samþykktar.
Þegar ein hæð var risin af hús-
inu seldi húsbyggjandinn, sem
var verktaki, húsið. Sá sem
keypti var hrifnari af fyrri
teikningunni og vildi að byggt
yrði eftir henni.
Nýi eigandinn heitir Erik Rail
en foreldrar hans eru nágrannar
Ólafs G. Einarssonar þingflokks-
formanns Sjálfstæðisflokksins.
Auk þess er Erik systursonur
Arnar Eiðssonar, fulltrúa Alþýð-
uflokksins í byggingarnefnd.
Þrátt fyrir það sat Örn alla fundi
byggingarnefndar þegar fjallað
var um málið. Samkvæmt heim-
Frá geysifjölmennum fundi Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur í boðG-listaog hinsvegar tillögu KristínarA. Ólafsdótturumsameigin-
gærkvöld þar sem tekist var á um tvær tillögur að framboði til borgar- legt framboð með Alþýðuflokki og óháðum. Fundinum var ólokið
stjórnarkosninga í vor. Annarsvegartillögustjórnar ABR um sérfram- þegar blaðið fór í prentun en Ijóst var að hann stæði langt fram á nótt.
Mynd: Kristinn
Niðurskurður
Frekari halla afstýrt
Ólafur Ragnar Grímsson: Víðasthvarkomiðaðystumörkumí niðurskurði
Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra hefur lagt fyrir
ríkisstjórnina tillögur um 1,2-1,3
miljarða niðurskurð í útgjöldum
ríkisins á þessu ári. Ráðherrann
hefur ekki gefið upp hvar niður-
skurðar verði beitt, en líklegast er
talið að það verði í vegamálum.
Olafur Ragnar segir niðurskurð-
inn nauðsynlegan ef tryggja eigi
markmið ríkisstjórnarinnar um 3
miljarða halla á fjárlögum sem
fjármagnaður verði innanlands.
Nýgerðir kjarasamningar hafa
í för með sér aukin ríkisútgjöld
um rúman miljarð. Ólafur Ragn-
ar sagði þar af leiðandi efnhags-
lega skynsamlegt og til að tryggja
árangur kjarasamninganna, að
auka hvorki hallann né erlendar
lántökur. Markmið samninganna
væri að verðlag héldist stöðugt og
vextir færu lækkandi. Aukinn
halli á ríkissjóði, fjármagnaður
með erlendum lánum, ylli þenslu
í hagkerfinu sem spennti upp
verðlagið og gæti raskað árangri
kjarasamninganna. Auknar er-
lendar lántökur gætu einnig
skapað þenslu í peningakerfinu
og hækkað vextina.
Til þess að halda verðlagi
stöðugu og ná árangri í lækkun
vaxta verður því að koma í veg
fyrir verulegan halla á ríkissjóði,
að sögn Ólafs Ragnars. Verð-
bólga gæti orsakast af tvennum
ástæðum, annars vegar vegna
hækkana kostnaðarliða og hins
vegar ef þensla væri aukin með
því að dæla of miklum peningum
inn í hagkerfið. Erlendar lán-
tökur væru dæling af þessu tagi.
Af þessum sökum sagði Ólafur
Ragnar niðurskurð eina leið til að
tryggja stöðugt verðlag og lága
vexti.
Einstakir fagráðherrar hafa
lýst yfir að þeir geti ekki tekið
frekari niðurskurði í sínum ráðu-
neytum. Ólafur Ragnar sagðist
ekki telja að krafan um rúmlega
þúsund miljóna niðurskurð
skapaði bresti í stjórnarsamstarf-
ið. „Ég held að menn hafi fullan
vilja á að skoða þetta vandamál
sameiginlega. Hins vegar er það
rétt að á nánast flestum stöðum í
rikisrekstrinum, og þar á ég sér-
staklega við heilbrigðis- og skóla-
kerfið, eru menn komnir að ystu
mörkum þess sem hægt er að
skera niður í rekstrarkostnaði án
þess að minnka þjónustuna,"
sagði Ólafur Ragnar.
Ríkisstjórnin hefði sett sér það
markmið að skerða ekki þjón-
ustuna og miðað aðhaldið við að
núverandi þjónustustig gæti hald-
ist. Hins vegar eru margir aðrir
liðir, að mati Ólafs, í fjárfestingu
og framlögum sem hægt er að
safna saman og skera niður. í til-
lögum þeim sem hann hefði lagt
fyrir ríkisstjórn í gær væri að
finna samantekt af því tagi.
-hmp
ildum Þjóðviljans mun Sverrir
Hallgrímsson fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins hafa lýst því yfir á bygg-
ingarnefndarfundi, að Ólafur G.
hafi lagt mikla áherslu á að bygg-
ingarnefnd samþykkti fyrri
teikningar.
Þetta staðfesti Þorvaldur Ó.
óbeint í gær þegar hann var
spurður hversvegna þetta mál
hefði verið keyrt svona áfram.
„Þetta er einskær greiðasemi
eins byggingarnefndarmanns
gagnvart öðrum. Þá má ekki
horfa fram hjá því að einn þing-
maður virðist leggja ofurkapp á
að þjóna lund byggingaraðilans,“
sagði Þorvaldur Ö. við Þjóðvilj-
ann í gær. Þorvaldur vildi hins-
vegar ekki segja hvaða þingmann
hér um ræðir.
Byggingarnefnd samþykkti svo
teikningarnar, sem hún hafði
áður hafnað, með atkvæðum
tveggja sjálfstæðismanna og Arn-
ar Eiðssonar en einsog fyrr sagði
er hann móðurbróðir þess sem
sótti um leyfið, en á móti voru
Albína Thordarson fulltrúi Al-
þýðubandalagsins og Þorvaldur
Ó. Karlsson fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins.
Þegar þetta var ljóst tóku íbúar
götunnar til sinna ráða og að sögn
Atla Ólafssonar, sem búsettur er
við Bæjargil, skrifuðu allir íbú-
arnir undir mótmælaskjal og
kærðu til félagsmálaráðherra,
auk íbúa í botnlanga inn af göt-
unni. Félagsmálaráðherra nam
svo byggingarleyfið úr gildi, en
þrátt fyrir það hélt húsbyggjand-
inn áfram framkvæmdum og
gerði húsið fokhelt. Áður hafði
honum verið gerð grein fyrir að
framkvæmdirnar væru alfarið á
hans ábyrgð.
Bæjaryfirvöld ákváðu að sækja
um breytingu á skipulaginu svo
byggingin yrði lögleg. I skipu-
lagsnefnd var samþykkt að aug-
lýsa breytt skipulag með tveimur
atkvæðum gegn einu en tveir sátu
hjá.
„Þetta er hið fáránlegasta mál
og hrein og klár pólitík og kunn-
ingjatengsl sem þarna eru að
baki. Skipulagi svo til fullbyggðs
hverfis er breytt til að þjóna hags-
munum eins aðila þrátt fyrir mót-
mæli allra íbúa götunnar. Það er
skítalykt af þessu máli,“ sagði
Atli Ólafsson við Þjóðviljann í
gær.
-Sáf
Umhverfismála-
ráðuneyti
Silast
í gegn
Samkomulag náðist á Alþingi í
gær um afgreiðslu neðri deildar á
stjórnarráðsfrumvarpinu um
stofnun umhverfismálaráðuneyt-
is.
Samkomulagið er á þá leið að
önnur umræða var kláruð í gær
með atkvæðagreiðslu og þriðja
umræða fer síðan fram í dag.
Þetta umdeilda frumvarp ætti því
að komast til umræðu í efri deild
fljótiega.
-hmp