Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 11
LESANPI VIKUNNAR Hólmfríður Matthíasdóttir bókmenntafræöingur, ritari Listahátíðar í Reykjavík. Mynd: Kristinn Allt er hégómi - Hvað ertu að gera núna Hólmfríður? Ég er rétt aö hefja störf á skrif- stofu Listahátíðar í Reykjavík, en hún verður haldin 2.-17. júní á sumri komanda. Undirbúningur stendur nú sem hæst og í vikunni kemur væntanlega kynningar- dagskrá, en það á eftir að bætast við hana á næstu mánuðum. All- ar aðrar stundir sólarhringsins fara í að sinna tvíburadætrum mínum sem urðu eins árs í janú- ar. Ég held næstum því að ég hafi ekki sofið heila nótt frá því um jól 1988. - Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Ég var í 5. bekk í Menntaskól- anum í Reykjavík þann vetur og var á fullu í Herranótt. Það miss- eri settum við upp Ys og þys út af engu eftir Shakespeare undir leikstjórn Ásgeirs Sigurvins- sonar. Ég held að þetta hafi heppnast vel hjá okkur, að minnsta kosti var þetta skemmti- legur tími. - Hvað gerirðu helst í frístund- um? Frfstundum? Ég les nokkrar línur í bók og sofna. - Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Einhvern enskan glæpa- reyfara. Ég er ekkert að ergja sjálfa mig með því að reyna að byrja á einhverjum góðum bókum sem ég gæti aldrei lokið við. - Hvað lestu helst i rúminu á kvöldin? Það er mest lítið, en líklega það sem ég er að lesa í það skiptið, ef ég fæ næði. - Hver er uppáhaldsbarna- bókin þín? Ég hélt mikið upp á Múmínálf- ana eftir Tove Jansson. Af ís- lenskum bókum voru það tvær bækur sem móðir mín heitin, Ingibjörg Jónsdóttir, skrifaði: Strákar eru og verða strákar og Þrír pörupiltar. Ég var alltaf upp með mér af því að ég kem inn í aðra bókina í sögulok sem litla systir. - Hvers minnistu helst úr Biblí- unni? Allt er hégómi, aumasti hé- gómi og eftirsókn eftir vindi. - Segðu mér af ferðum þínum í leik- og kvikmyndahús í vetur. Ég hef ekki farið í leikhús, en nýiega sá ég Bekkjarfélagið eftir Peter Weir, og skemmti mér prýðilega. - Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Engu í útvarpi en ég horfi oft- ast á fréttir í sjónvarpi og 90 á stöðinni. Derrick erí miklu uppá- haldi hjá ér, en hann er vfsí kom- inn í frí í bili, því miður. - Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Já, enn sem komið er. - Ertu ánægð með frammi- stöðu hans? Nei. Mér finnst ekki hafa verið staðið við gefin loforð. - Eru til hugrakkir stjórn- málamcnn og konur? Eflaust eru þeir til. - Viltu nafngreina þá? Helst dettur mér Robespierre í hug. Ekki það að ég sé sammála skoðunum hans, nema síður sé, en hann hélt fast við sitt. Gorbat- sjov sýnir líka ákveðið hugrekki, en enn er þó ekki útséð með hvort hann verður tekinn í heil- agra manna tölu eða þá varpað út í ystu myrkur. - Er landið okkar varið land eða hernumið? Hernumið. - Hvert gæti svar okkar í vestri verið við atburðum síðastliðinna vikna og mánaða í austri? Vestrið ætti að taka sér hug- rekki og þor þessa fólks til fyrir- myndar. T.d. gætu vinstri flokkar í Reykjavík brotið odd af oflæti sínu og farið í sameiginlegt fram- boð. - Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Óþolinmæðina vil ég losna við. — Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Mitt einstæða skopskyn. - Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Paella Valenciana, sem er þjóðarréttur Spánverja, og í borginni Valencia er hann best framreiddur.Þettaer hrísgrjóna- réttur með rækjum, humri og smokkfiski, og stundum líkameð kjúklingum eða kanínukjöti. - Hvar myndirðu vilja búa annars staðar en á íslandi? Ég bý reyndar hálft árið í Barcelóna á Spáni, en væri alveg til í að búa á eyju í Karabíska hafinu. Væri hægt að flytja fsland þangað, þá væri þetta líf fullkomnað. - Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? Það fer eftir fjarlægðum. Ef ég ætla að skoða mig vel um, þá fer ég gjarnan á hjóli. Ef ég þarf að koma mér fljótt og vel á milli staða sem langt er á milli, þá fer ég með flugvél. Annars nota ég þá fararskjóta sem henta best hverju sinni. - Hvert langar þig helst til að ferðast? Út um allt, nema til Lúxem- borgar. Hvaða bresti landans áttu erfiðast með að þola? Hvað okkur finnst við vera sér- stök, þ.e.a.s. á einhvern hátt betri en aðrir, bara af því að við erum íslendingar. Þetta sýnir vel hvað við erum fordómafull. - En hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Hvað þeir eru yndislegir. - Hverju vildir þú breyta í ís- lensku þjóðfélagi? Er þetta nú ekki dálítið stór pöntun? Mér dettur kannski helst í hug að það mætti lögleiða þriggja klukkustunda hvíldartíma (siesta) á dag. - Hvaða spurningu hef ég gleymt? Engri. Guðrún Blaðberar óskast þlÓÐVILIINN Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681663/681333 (IIÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Nú þegar kolin eru í svo háu verði sem raun er á, og allur almenn- ingur verður að spara eins og ýtr- ast er hægt, vaknar sú spurning hvort ekki væri hægt að spara töluvert með því að taka aftur upp þann gamla sið að nota þvotta- laugarnartilþvotta. I DAG 7. febrúar miðvikudagur. 38. dagur ársins. SólarupprásíReykjavíkkl. 9.50- sólarlag kl. 17.35. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Grenada. Ragnar Jónsson, útgefandi fæddurárið 1904. SverrirKrist- jánsson sagnfræðingur fæddur árið 1908. APÓTEK Reykjavík. Helgar-og kvöldvarsla lyfjabúöavikuna 2. febr.-8. febr. 1990 er í Árbæjarapó- teki ogLaugarnesapóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 f rídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin f 8-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyf jaþjónustu eru gef nar I sim- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka dagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Kefiavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. . 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 ogeftirsamkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16og 18.30-19. Barnadeild: . heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 DAGBÓK daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálf ræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álaiidi 13. Opið virka daga frá kl.8-17. Síminner 688620. Kvennaráðgjötin Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opið þriöjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafaverið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtökin ’78. Svaraö er f upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hi'.aveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sfmi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. -ögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á f immtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 6. febr. 1990 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.............. 59.93000 Sterlingspund................ 101.81800 Kanadadollar.................. 50,47800 Dönsk króna.................... 9.34000 Norskkróna..................... 9.31890 Sænskkróna..................... 9.84880 Finnsktmark................... 15.26880 Franskurfranki................ 10.61080 Belgískur franki............... 1.72460 Svissneskurfranki............. 40.58510 Hollenskt gyllini............. 31.95930 Vesturþýskt mark.............. 36.05140 (tölsklíra..................... 0.04857 Austurrískur sch............... 5.11980 Portúg. Escudo................. 0.40890 Spánskur peseti................ 0.55790 Japansktyen.................... 0.41496 (rsktpund..................... 95.59700 KROSSGÁTA Lárétt: 1 gangur4skjöl 6 eðja 7 demba 9fyrir- höfn 12naut 14endir 15planta16hitunar- tæki19heiöur20karl 21 gramir Lóðrétt: 2 Ílát3aðeins 4 ruddaleg 5 mánuður 7harningjusamast8 Iausn10skordýr11 gleði13stuldur17skip 18 leiöi Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 gátu 4 sker 6 fák7viss9Edda12 karla 14 kær 15 púl 16 espar 19 akka 20 gag- an21 klénn Lóðrétt:2ári3ufsa4 skel5eld7vaknar8 skrekk10dapran11 aulana13ráp17sal18 agn Miðvikudagur 7. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.