Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Enn af dagvistarmálum
Jórunn Sigurðardóttir skrifar
Mig langar í þessum pistli að
halda ögn áfram að fjalla um
barnaheimilin eða dagvistun
barna utan hinna eiginlegu heim-
ila. Ég þykist hafa nokkra reynslu
af þessum „stofnunum" bæði hér
heima og erlendis, einfaldlega
vegna þess að ég á þrjú börn og
hef alla þeirra lífstíð unnið utan
heimilis. Reyndar hef ég lengst af
talist gift og þar af leiðandi haft
mjög takmarkaðan aðgang að
þessum venjulegu barnaheimil-
um hér í borginni. Samt sem áður
hef ég haft spurnir af borgarbarn-
aheimilunum bæði í gegnum for-
eldra og einnig fólk sem hefur
unnið þar.
Eins og fleiri undraðist ég mjög
ummæli borgarstjóra Reykjavík-
ur að ástand dagvistunarmála í
Reykjavík væri framúrskarandi
miðað við flest Norðurlandanna
þar sem ástandið væri þó hvað
best í allri Vestur-Evrópu.
Reyndar þekkti ég persónulega
ekki til þessara mála á hinum
Norðurlöndunum en í Vestur-
Berlín var ástandið svo miklu
betra en í Reykjavík að þessar
tvær borgir eru ekki samanburð-
arhæfar í því efni. Ummæli borg-
arstjóra hafa nú verið hrakin með
óyggjandi upplýsingum svo
óþarfi er að tíunda frekar hér, og
því miður er ástandið einna verst
hjá okkur.
í Reykjavík er boðið upp á
fjóra kosti í dagvistun: heilsdags-
dagvistun, leikskóla 4 eða 6 tíma
á dag, dagmömmur og örfá dag-
heimili og/eða leikskóla sem
reknir eru af einkaaðilum eða fé-
lagasamtökum. Pví miður eru
þetta ekki raunverulegir valkost-
ir fyrir börnin eða foreldra
þeirra. Eingöngu forgangshópar
fá inni á dagheimilunum, langir
biðlistar prýða leikskólana, dag-
mömmur og einkarekin dag-
heimili eru foreldrunum mjög
dýr. Og það gefur auga leið að
þegar engir valkostir eru í boði er
aðstaða foreldra til að hafa ein-
hver áhrif á hvers konar um-
önnun og uppeldi sem börn
þeirra verðandi aðnjótandi afar
takmörkuð. Maður er svo feginn
að hafa yfirhöfuð fundið eitthvað
að maður veigrar sér við að líta
þann stað þar sem barnið dvelst
stundum langan tíma dags
gagnrýnum augum. Sem betur
fer eru þeir tímar liðnir að barna-
heimili voru oft fremur geymslur
en uppeldisstaðir til eflingar and-
legs og líkamlegs þroska. Og í
dag er unnið mikið og gott starf á
langflestum barnaheimilum þótt
aðstæður til þess séu mismunandi
eftir heimilum. Ástæðan fyrir því
er fyrst og fremst skortur á fag-
lærðu starfsfólki.
Auglýsingar í blöðum um
lausar stöður fyrir fóstrur tala
sínu máli. Oft er reynt að bæta úr
brýnustu þörfinni á starfskröftum
með ófaglærðu fólki. Og þó það
sé betra en ekki þá er það engin
lausn ekki síst þegar hugað er að
því að þessari tilhögun fylgja oft
tíð mannaskipti. Það er til hábor-
innar skammar fyrir okkur öll að
uppeldis- og kennslustörf kom-
andi kynslóða skuli vera með
lægst launuðu störfum í þjóðfé-
laginu! Og hvað barnaheimilin
varðar finnst mér launakjör
starfsfólks stinga mjög í stúf við
ægiflottar og þar af leiðandi dýrar
barnaheimilisbyggingarnar. Ekki
svo að skilja að ég unni ekki fóstr-
unum sem þó eru reiðubúnar til
að vinna sitt erfiða og göfuga
starf fyrir þau lágu laun sem í
boði eru fullkomins vinnustaðar
og börnunum sólríkra, rúmgóðra
herbergja. En meðan svo mörg
börn verða að dveljast utan þess-
ara glæstu bygginga er vægið tæp-
lega réttlætanlegt.
Ég minntist á það hér að ofan
að þetta ófremdarástand dagvist-
unarmála sem við búum við hér í
Reykjavík og kannski víðar á
landinu kemur í veg fyrir það hjá
okkur foreldrum að við sýnum
þessum stöðum þar sem við
skiljum börn okkar eftir bróður-
part dagsins gagnrýnan áhuga.
Fyrir 10 eða 15 árum var svoköll-
uðu dagmömmukerfi komið á fót
til að bæta úr brýnustu þörfinni á
dagvistun fyrir þá sem standa
utan forgangshópa eða komast
ekki að á barnaheimilunum.
Auðvitað höfðu dagmömmur
verið starfandi fyrir þann tíma en
með því að búa til kerfi var hægt
að auka eftirlit jafna aðstæður og
sjá til þess að konur sem voru
með börn í gæslu inni á heimilum
sínum væru ekki misnotaðar.
Dagmömmur geta hentað ágæt-
lega fyrir mjög ung börn þ.e. upp
að tveggja ára aldri. Én dag-
mamma sem er ein með tvö, þrjú
og kannski fjögur börn inni á
heimili sínu getur ekki sinnt mar-
gvíslegum þörfum eldri barna.
Dagvistun barna stendur fyrir
námskeiðum fyrir verðandi dag-
mæður metur aðstæður hjá þeim
og gefur leyfi fyrir ákveðnum
fjölda barna. Oft er það svo að
þegar dagmamma hefur störf og
fær leyfi til að annast gæslu þrig-
gja barna er húri einatt komin
með fimm áður en hún veit af.
Þetta eru iðulega svo góðar kon-
ur að þær geta ekki sagt nei þegar
foreldri í vandræðum kemur með
barn sitt og grátbiður hana að
bæta því við, og ugglaust lokka
ívið meira laun Iíka.
Dagmömmur gerast oft þær
konur sem vegna eigin barna og
skorts á dagvistunarrými hafa
ekki tök á að afla tekna á annan
hátt. Ég vil taka það fram að ég er
hér ekki að deila á margar þær
Er
skynsemin
þingeysk?
Tilveran ætlar að reynast
mörgum erfið og illskiljanleg
eftir að austur evrópskir komm-
únistar hafa gengið af viður-
kenndri heimsmynd dauðri. Til
þessa hefur fáum dottið í hug að
löggiltir kommúnistar, sem starf-
að hafa eftir kenningum um for-
ystuhlutverk flokksins og alræði
öreiganna, þar sem tilgangurinn
helgar þar að auki meðalið,
myndu ákveða á þingum sem þeir
sitja einir að láta af völdum og
hafna stórasannleik kenning-
anna. Það er auðvitað von að á
menn renni að minnsta kosti tvær
grímur.
Margt vekur athygli í þeim
snaggaralegu ályktunum sem
pólitískir vitringar draga af þess-
um miklu tíðindum. Hópur fólks
í Alþýðubandalaginu, sem flest
er félagar í Birtingu og kennir sig
við lýðræði, segir skilyrði hafa
skapast fyrir sameiningu við Al-
þýðuflokkinn. Þetta kemur afar
ágætu konur sem vinna störf sín
sem dagmömmur með miklum
ágætum. Ég er að deila á ástand
dagvistunarmála sem getur af sér
kerfi sem ekki getur gengið upp.
Þessar konur gæta iðulega barna
frá því klukkan átta á morgnana
til fimm á daginn og þótt þær
sinni sínum eigin heimilum ekk-
ert á meðan þá þurfa þær þó ein-
hvern tíma að kaupa inn mat
handa börnunum sem eru í gæslu
hjá þeim. Þær eiga aldrei matar-
eða kaffitíma eða stund fyrir sig
yfir daginn nema þá að þær geti
eingöngu ungra barna sem sofa
miðdegislúr. Ég held að enginn
gæti láð þeim mörgu sem fljót-
lega gefast upp þótt það sé
auðvitað afar erfitt bæði fyrir
börnin og foreldra þeirra. For-
eldrarnir þurfa að finna nýjan
dvalarstað fyrir barnið og barnið
þarf að venjast nýjum aðstæðum.
Oft eru börn búin að vera hjá
þremur eða fjórum dagmæðrum
áður en viðunandi dagvistun fæst
til langtíma hjá fagmenntuðum
fóstrum þar sem hægt er að ræða
þarfir barnanna og óskir foreld-
ranna varðandi uppeldi barna
sinna án þess að slíkt verði tilfinn-
ingamál. Kannski er ég hér að
fara út á hálan ís en það er staðr-
eynd að börn eru foreldrum sín-
um töluvert tilfinningamál og það
eru ekki vondir foreldrar sem
ekki nenna að hugsa um börn sín
sem sækjast eftir dagvistunarr-
ými. Fóstrur eru mun betur í
mikið á óvart því fram að þessu
hefur verið látið að því liggja að
flestir aðrir í Alþýðubandalaginu
hafi verið ósjálfstæðir gagnvart
kommúnistum í austri. í Alþýðu-
flokknum er svo annar hópur,
sama sinnis, og bregðast nú
krosstrén því enginn hefur fyrr
heyrt að Alþýðuflokksmenn hafi
tekið mark á ómnum að austan.
Enda er formaðurinn samur við
sig og segir að ekkert það hafi
gerst sem réttlæti röskun á þeim
flein í holdi vinstri hreyfingarinn-
ar sem einatt hefur komið í veg
fyrir samstarf verkalýðsflokk-
anna. Nato skal blíva þó óvinur-
inn hafi tortímt sjálfum sér.
Hingað til hefur ekki farið
mikið fyrir Framsóknarmönnum
í þessari umræðu, enda verður
ekki séð að beita megi hefðbund-
inni fyrirgreiðslupólitík íslenskri,
til að skilja atburðina í austri.
Garri Tímans fjallaði þó á dögun-
um um hugsanlega samfylkingu
minnihlutaflokkanna við borg-
arstjórnarkosningar í vor. Um
Alþýðubandalagið segir hann:
„Grunnhyggnin er slík að Sigur-
jón skal oní kok á samfylkingunni
hvað sem tautar. Og hann verður
erfiður biti að kyngja fyrir þá sem
trúa því í einlægni að nú séu nýir
tímar að ganga í garð eftir atburð-
ina í austurlöndunum."
stakk búnar til að ræða við foreld-
rana um mál sem upp kunna að
koma, bæði vegna menntunar
sinnar og kannski ekki síst vegna
þess að þær eru yfirleitt nokkrar á
sama stað sem þekkja barnið.
Milli dagmömmu og móður eða
föður vill slíkt oft enda með sár-
indum eða sem oftar er að for-
eldri þegir og vonar að brátt fáist
betri kostur því ekki er í annað
hús að venda.
Ég vil ekki eyða hér of miklu
rými í einkadagheimilisrekstur-
inn. Hann hefur verið stopull hér
í borg vegna þess hve borgaryfir-
völd hafa verið treg til að styðja
við bakið á þessari tegund ein-
staklingsframtaks sem yfirleitt
hefur komið frá foreldrunum
sjálfum. Þeir leggja mikla vinnu
og oft fjármuni í stofnun og rekst-
ur slíkra heimila, og greiða aukin
heldur hæstu dagvistargjöld sem
þekkjast hér á landi. Sjálf þekki
ég aðeins til á einu slíku heimili,
barnaheimilinu Ósi sem hefur
verið rekið í að ég hygg meira en
fimmtán ár af óbilandi dugnaði
og elju foreldra og fóstra þótt oft
hafi verið mjótt á munum og útlit
fyrir að þyrfti að loka.
Eins og ég gat urn í upphafi hef
ég einnig svolitla reynslu af dag-
vistarmálum annars staðar en í
Reykjavík og vissulega er þessum
málum mun betur borgið þar en
hér. Þar er líka um ýmsa kosti að
ræða sem vegna nægilegs fram-
boðs eru líka valkostir. Borgaryf-
Þetta þykja Þrándi talsverðar
fréttir, ekki fyrir það að Garri fari
með spekimál um Sigurjón þenn-
an, heldur vegna þess að Þrándi
var ekki ljóst að fólkið í „austur-
löndunum" væri að gera byltingu
gegn Sigurjóni Péturssyni. Hafa
áreiðanlega fáir hérlendir pólitík-
usar leynt jafn rækilega á sér, og
það um árabil.
„Með falli kommúnismans í
Austur- og Mið Evrópu hefur
jafnaðarstefnan unnið sinn
stærsta sigur á heimsmælikvarða
hingað til.“ stóð nýlega í leiðara
Alþýðublaðsins og jafnframt:
„Þetta er hið sögulega tækifæri
jafnaðarmanna á íslandi.“ Þetta
þykir höfundi Reykjavíkurbréfs
Morgunblaðsins um síðust helgi
vafasöm ályktun sem vonlegt er.
En bréfritarinn lendir sjálfur í
vanda. Hann segir „Röksemdir
Alþýðublaðsins fyrir því, að Al-
þýðuflokkurinn geti staðið
frammi fyrir stóru tækifæri eru á
margan hátt réttar. Niðurstaða
blaðsins, að flokkurinn eigi að
horfa til vinstri en ekki til Sjálf-
stæðisflokksins um samstarf, er
alröng."
Vonandi virða menn Þrándi til
vorkunnar þó honum finnist
vandasamt að rata veg skynsem-
innar í flóði ályktana af eftirtöldu
tagi: Fall kommúnismans leiðir
irvöld reka beinlínis fjölda barna-
heimila svipað og Reykjavíkur-
borg. Allir eiga aðgang að þess-
um barnaheimilum þótt einstæðir
foreldrar, stúdentar, útlendingar
o.fl. sem búa við erfiðar aðstæður
hafi ákveðinn forgang. Þetta eru
yfirleitt stór og vel útbúin barna-
heimili þó ekki séu þau eins glæsi-
leg og við eigum að venj ast hér og
oft kvarta foreldrar yfir því að
börnin séu of mörg miðað við
fjölda fóstra sem kalli á of mikið
skipulag á öllum þörfum barn-
anna,til að mynda að allir fari á
kopp á sama tíma og þvíumlíkt. í
lok sjöunda áratugarins var í
Berlínarborg álíka ófremdará-
stand og ríkir enn hér í borg. En
samfara ‘68 hreyfingunni svok-
ölluðu tóku foreldrar í miklum
mæli að stofna eigin barnaheimli,
oft aðeins með einni eða jafnvel
engri menntaðri fóstru og tóku
foreldrarnir yfirleitt mikinn þátt í
að gæta barnanna og starfa með
þeim til skiptist. Þetta breyttist
þó fljótlega. Stúdentarnir luku
námi og fóru út á vinnumarkað-
inn og höfðu þar af leiðandi ekki
eins mikla möguleika á að starfa á
barnaheimilinu, einnig hefur
samkeppnin á vinnumarkaðnum
aukist mjög á þessum tuttugu
árum sem liðin eru síðan fyrstu
„Kinderladen“ voru stofnaðar.
Ýmislegt annað spilar og þarna
inn í, menn eru ekki lengur eins
ósammála um uppeldismál og
þeir voru á þessum tímum og ein-
dregin neikvæð afstaða til ríkj-
andi skipulags sem flestir stofn-
endur þessara barnaheimila
höfðu er ekki lengur eins áber-
andi.
Þessi barnaheimilishreyfing
var eigi að síður upphaf þess sem
nú er kallað foreldrarekin barna-
heimili með fjárhagsaðstoð borg-
aryfirvalda og eru nú út um alla
borg. Þetta eru yfirleitt mjög litl-
ar einingar, frá 7 og upp í 15 börn
frá tveggja, þriggja ára aldricog
upp í sex, átt jafnvel tíu ára eftir
því hver þörfin er hverju sinni.
Þessi barnaheimili eru oft til húsa
í íbúðum á jarðhæð íbúðarhúsa
sem fyrir tíma stórmarkaða voru
ætlaðar smáverslunum. Þessara
barna er gætt af tveimur til þrem-
ur fóstrum ásamt fóstrunema á
síðasta ári fóstruskóla. Dagvist-
argjöld eru sambærileg við önnur
barnaheimili nema að eitthvað
sérstakt komi til í sambandi við
Framhald á 6. síðu
til þess að „Iýðræðiskynslóðin“ í
Alþýðubandalaginu telur stund-
ina til að sameinast Alþýðuflok-
knum runna upp, Alþýðublaðið
að jafnaðarstefnan hafi „unnið
sinn stærsta sigur á heimsmælik-
varða hingað til“, Garri Tímans
að Reykvíkingar eigi að losna við
Sigurjón Pétursson og Morgun-
blaðið að nú sé runnið upp hið
stóra tækifæri Alþýðuflokksins til
nánara samstarfs við Sjálfstæðis-
flokkinn!
En lengi skal manninn reyna.
Þorgrímur Starri Björgvinsson,
bóndi í Garði í Mývatnssveit,
skáld og hreinræktaður Þingey-
ingur í marga ættliði, sendi
flokksbróður sínum, Ólafi Ragn-
ari Grímssyni tóninn í blöðum,
nú fyrir skömmu. Hann las Ólafi
pistilinn fyrir skrif hans um at-
burðina í Austur Evrópu og var
hvassyrtur að vanda, en sagði
jafnframt: „Ekki var nú beðið
eftir því að púðurreyk þessara at-
burða svifaði ögn frá, svo ratljóst
yrði, betur hægt að ná áttum á
hver þróunin kynni að verða að
loknum fyrsta þætti þessara at-
burða. Æ, nei það lá svo mikið
á.“
Það er löngu vitað að skyn-
semin er kvenkyns. En getur ver-
ið að hún sé líka þingeysk?
- Þrándur
.. hefég einnig svolitla reynslu af
dagvistarmálum annars staðar en í
Reykjavík og vissulega erþessum málum mun
betur borgið þar en
hér “
Miðvikudagur 7. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5