Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 12
Hrefna Júlíusdóttir
afgreiðslustúlka
Ég er ekki frá því og mér fyndist
jákvætt ef starfsfólkið tæki þátt í
hlutafjáraukningunni. En ég sé
mikið eftir KRON, enda hef ég
verið félagi í því síðan 1951.
—SPURNINGIN—
Ætlar þú að gerast
hluthafi í Miklagarði
hf.?
(Spurt í Kaupstað í Mjódd)
Guðrún Sveinsdóttir
afgreiðslustúlka
Það gæti komið til greina. Mér líst
vel á að KRON verði aðili að
Miklagarði hf. ef það getur rétt við
rekstur verslananna.
Berglind Erlendsdóttir
afgreiðslustúlka
Það gæti vel verið, en ég er bara
ekkert farin að hugsa um það.
Mér líst vel á breytinguna á fyrir-
tækinu.
Jóhanna Gissurardóttir
afgreiðslustúlka
Ég þarf að athuga þetta betur
áður en ég tek ákvörðun um það.
En mér líst mjög vel á breyting-
arnar sem verið er að gera.
Ellert Gunnsteinsson
innkaupastjóri
Ég ætla að hugsa málið.
Breytingin á rekstrinum var það
eina sem hægt var að gera af viti
og ég vona að það verði til góðs
að auka hlutaféð.
þlÓÐVILIINN
Miðvikudagur 7. febrúar 1990. 26. tölublað 55. árgangur
Háskólabíó
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Allsherjar menningaimiðstöð
Háskólabíó opið nœr allan sólarhringinn. Kennsla, ráðstefnur og
fjölbreytt úrval kvikmynda
Að vanda er Daniel Day-Lewis framúrskarandi góður í hlutverki
Christy Brown í írsku myndinni My Left Foot, en Ruth McCabe leikur
tilvonandi eiginkonu hans.
Philippe Noiret, Salvatore Cascio og Jacques Perrin í Nuovo cinema
Paradiso, sem verður væntanlega ein af bestu myndum ársins.
Einsog kunnugt er var nýr sýn-
ingarsalur opnaður í Háskóla-
bíói fyrir skömmu og innan tíðar
bætast tveir aðrir við. Þannig
verður Háskólabíó langstærsta
kvikmyndahús landsins, en húsið
verður sem fyrr notað á margvís-
legan hátt, td. til kennslu i Há-
skóla íslands og fyrir ráðstefnur.
Háskólabíó hefur hingað til
liðið fyrir það að hafa aðeins einn
sýningarsal en önnur kvikmynda-
hús hafa öll fleiri sali. Því hefur
verið nauðsynlegt að leita til ann-
arra kvikmyndahúsa og hélt Há-
skólabíó einmitt uppi fjölbreyttu
úrvali kvikmynda í Regnbogan-
um síðustu misseri. Því hafa kvik-
myndaáhugamenn velt því fyrir
sér hvort ekki megi búast við
auknu úrvali kvikmynda með til-
komu fleiri sýningarsala í Há-
skólabíói. Friðbert Pálsson for-
stjóri Háskólabíós svarar því og
fleiru varðandi þessa miklu
menningarmiðstöð.
- Við höfum nú tvo sýningar-
sali, en um aðra helgi opnum við
þriðja salinn og þeir verða fjórir í
lok mars. Það verður allur gangur
á því í hvaða sal við hefjum sýn-
ingar á kvikmyndum, það fer ein-
faldlega eftir aðstæðum. Salur
númer tvö, sem verður tilbúinn í
lok mars og verður stærstur þess-
ara nýju sala, er þegar bókaður
verulega vegna Þjóðleikhússins
en þar verða einnig bíósýningar.
Kvikmyndasýningar verða
reyndar samhliða leiksýningum
og ráðstefnum sem bókaðar eru
fram á sumar, nema hvað húsið
verður algerlega lokað í eina viku
vegna Norðurlandaráðsþings.
Þess má geta að við höfum þegar
bókað á annað hundrað daga
undir ráðstefnur og júnímánuður
er fullbókaður. Þannig verður bí-
óið í notkun frá átta á morgnana
til eitt á nóttunni og má gera ráð
fyrir að það verði um 50-65% sem
bíóhús.
Af næstu kvikmyndum sem
Háskólabíó sýnir nefndi Friðbert
nýjustu mynd Eddie Murphy,
Harlem Nights, þarsem hann
leikur á móti Richard Pryor, en
Murphy er einnig bæði leikstjóri
og handritshöfundur. Last Exit to
Brooklyn er mynd sem vakið hef-
ur mikla athygli og er jafnframt
umdeild. Myndin er þýsk-
bandarísk í leikstjórn Uli Édel
sem gerði Christiane F á sínum
tíma og sami framleiðandi er
einnig af báðum myndunum,
Bernd Eichinger, en hann fram-
leiddi síðar Söguna endalausu og
Nafn rósarinnar.
Þá ber að vekja sérstaka at-
hygli á myndunum Henry V, Nu-
ovo cinema Paradiso og My Left
Foot. Sú fyrstnefnda er ný út-
færsla á leikriti Shakespeares en
sem kunnugt er kvikmyndaði
Laurence Olivier leikritið árið
1944. Það er helsta von Breta á
sviði klassískra verka, Kenneth
Branagh, sem á heiðurinn af
þessari stórgóðu mynd en hann
skrifaði handritið, leikstýrði og
lék vitaskuld titilhlutverkið. Nuo-
vo cinema Paradiso er mynd sem
allir ættu að sjá og verður líkast til
ein af bestu myndum ársins hér á
landi. Með henni hefur Giuseppe
Tornatore skapað sér stórt nafn í
kvikmyndaheiminum en aðal-
hlutverkið leikur hinn geðþekki
Philippe Noiret. Þá verður My
Left Foot vonandi vinsæl en þar
er Daniel Day-Lewis frábær í
hlutverki manns í hjólastól. Hún
er byggð á einstakri sögu Christy
Brown og er frumraun leikstjór-
ans Jim Sheridan á kvikmynda-
sviðinu.
- Við teljum þessar myndir
mjög frambærilegar, en markmið
okkar er að allir fái eitthvað við
sitt hæfi. Ég get nefnt fleiri mynd-
ir einsog sænsku sakamálamynd-
ina Coq Rouge, Pet Semetary
eftir spennusögu Stephens Kings,
nýjustu mynd Woodys Allens,
Crimes and Misdemeanors, og
She Devil eftir sögu Fay Weldon.
Síðan verða stóru amerísku
myndirnar síðar í vor eða sumar
og við tilkynnum það síðar, en
það er von á The Fabulous Baker
Boys, sem verður örugglega í bar-
áttunni um óskarsverðlaunin, en
hún er með Michelle Pfeiffer og
bræðrunum Jeff og Beau Bri-
dges. í stuttu máli munum við
reyna að halda þeirri stefnu sem
viðhöfð var í Regnboganum og
bjóða uppá sem fjölbreyttast
myndaval.
Verður Háskólabíó þá ekki til-
valið undir kvikmyndahátíðir?
- Það fer auðvitað alveg eftir
því hvaða' metnaður er lagður í
slíkar hátíðir. Húsið býður uppá
mikla möguleika en ég veit ekki
nema það sé of stórt fyrir kvik-
myndahátíðir. En ef vel tekst til
með val á myndum held ég að það
verði hægt að reka kvikmynda-
hátíð betur fjárhagslega en hing-
að til. Hvað varðar sérhæfðari
hátíðir má nefna að það verður
dönsk hátíð í vor og frönsk í haust
en það hefur ekkert verið skipu-
lagt frekar á því sviði. Þá verða
aðrar forsendur fyrir því að sýna
íslenskar kvikmyndir hér, því
Háskólabíó hefur ekki verið
mjög heppilegur kostur með að-
eins einn sal.
Hvert er álit þitt á úrvali í ís-
lenskum kvikmyndahúsum?
Það eru auðvitað margar
myndir sem ekki koma hingað,
en ég held að úrvalið mótist mjög
af smekk almennings og við erum
háðir því að velja þær myndir sem
geta gengið í bíóum. Vissulega
vill maður hafa áhrif á þennan
smekk og okkur í Háskólabíói
hefur tekist það. Við höfum
breytt áhuga á dönskum kvik-
myndum úr því að vera enginn í
að vera allgóður. Nú eru danskar
kvikmyndir vinsælastar á eftir
myndum með ensku tali og er það
einnig að þakka samvinnu við
dönskukennara. Þannig getur
skipt sköpum hvaða stemmningu
maður nær í kringum myndir.
-þóm
BONBHH