Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 7
_________MENNING__________
Sinfónían
Tilbrigði
um silfur
Nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson frumflutt á tónleikum
Sinfóníunnar annað kvöld
Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur tónleika í Háskólabíói
annað kvöld og hefur þar með
seinna misseri áskriftartónleika
vetrarins. Tónleikarnir hefjast
kl. 20:30 eins og venja er og á
efnisskránni eru þrjú verk: Post-
horn Serenade eftir Mozart, Til-
brigði um silfur eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson og Tapiola eftir Sibe-
lius. Stjórnandi verður fínnski
hljómsveitarstjórinn Osmo Ván-
ská og einleikari franski flautul-
eikarinn Martial Nardeau.
Tilbrigði um silfur er flautukon-
sert í einum þætti, nýlegt verk frá
hendi Þorkels Sigurbjörnssonar.
Þetta er í fyrsta sinn sem konsert-
inn er fluttur opinberlega, en
hann er saminn fyrir Martial Nar-
deau árið 1988.
Tapiola er eitt af tónaljóðum
Sibeliusar, kennd við Tapio,
skógarguðinn í finnskum goð-
sögnum. Tapiola er síðasta stór-
verk Sibeliusar og ásamt 7. sin-
fóníunni talið vera hápunktur
ferils hans.
Martial Nardeau nam flautu-
leik í Boulogne sur mer í Norður-
Frakklandi, í París og í Vers-
ölum. Hann starfaði að námi
loknu sem fastráðinn flautuleik-
ari í Lamoureux sinfóníunni í
París, auk þess sem hann kom
víða fram sem einleikari í Frakk-
landi og var yfirkennari flautu-
deilda Tónlistarskólans í Li-
moges og Tónlistarskólans í Ami-
ens. Hann hefur verið búsetturr
hér á landi um árabil og hefur
meðal annars komið fram sem
einleikari með Sinfónfunni, ís-
lensku hljómsveitinni og Kamm-
ersveit Reykjavíkur.
Osmo Vánská er ungur og efni-
legur hljómsveitarstjóri,
menntaður við Sibeliusaraka-
demíuna. Á ferli sínum hefur
hann stjórnað öllum helstu sin-
fóníuhljómsveitum á Norður-
löndum auk nokkurra annarra
Frá sýningu Daða í Gallerí RV.
Daði sýnir í RV
Daði Guðbjörnsson opnaði
um helgina sýningu á olíumynd-
um og grafík í Gallerí RV (Rek-
strarvörum) að Réttarhálsi 2.
Daði stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskólann og
við Ríkisakademíuna í Amster-
dam. Sýningin í RV er hans 12.
einkasýning og stendur til 23. fe-
brúar. Gallerí RV er opið virka
daga kl. 8-17.
Múrristur
í SPRON
Gunnsteinn Gíslason sýnir
þessa dagana múrristur í útibúi
Martial Nardeau frumflytur Til-
brigði um silfur á tónleikum Sin-
fóníunnar annað kvöld.
evrópskra hljómsveita og var síð-
astliðið haust ráðinn aðalstjórn-
andi Espoo Kammersveitarinnar
í Finnlandi.
Miðar á tónleikana fást í Gimli
við Lækjargötu á skrifstofutíma
og eru auk þess seldir við inn-
ganginn í Háskólabíó við upphaf
tónleikanna. Forsölu áskriftar-
skírteina er lokið, en skírteini
fyrir síðara misseri eru enn til
sölu.
Þorkell
Sigurbjörnsson:
Þaö má loka augun-
um, en eyrun eru
alltaf opin
- Ég skrifaði Tilbrigði um silf-
ur mestmegnis hér á landi, en
dvaldi í Andalúsíu þegar ég var
að ljúka við þau, síðsumars 1988,
og þar fékk ég hugmyndina að
nafninu, segir Þorkell Sigur-
björnsson.
- Nafnið er sótt í eina af þess-
um lygisögum, sem allsstaðar eru
til. Þar segir frá márískri prins-
essu, sem gekk aftur í Alhambra
SPRON við Álfabakka 14 í
Breiðholti.
Gunnsteinn stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands, lagði stund á veggmynda-
gerð og glerhönnun við Edinburg
College of Art og nam kennslu-
greinar myndmennta við Konst-
fackskolan í Stokkhólmi. Hann
hefur haldið nokkrar einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga. Verk Gunnsteins eru
meðal annars í eigu Reykjavíkur-
borgar, Listasafns Kópavogs, Ól-
afsvíkurkaupstaðar og Þorláks-
kirkju.
Sýningin stendur til 27. apríl og
er opin kl. 9:15-16 mánudaga til
föstudaga.
Ljósbrot
Ljósbrot, Ljósmyndafélag
framhaldsskólanema, heldur nu
sýningu í Listasafni ASÍ. Ljós-
brot hefur haldið sýningar á verk-
um nemenda víðsvegar af
landinu frá árinu 1987 og taka 11
framhaldsskólar þátt í sýningunni
í ár, einum fleiri en í fyrra. Alls
eru um 180 myndir á sýningunni,
sem stendur til 11. febrúar. Að-
gangur er ókeypis.
höllinni og spilaði þar á silfur-
lútu. Það fylgir sögunni að ítalsk-
ir kaupmenn hafi náð í þessa lútu,
hún hafi verið flutt til Ítalíu og
brotin þar upp og brædd.
Eiíthvað af þessu silfri á svo að
hafa komist í strengi Paganinis og
átt sinn þátt í snilld hans á fið-
luna. Mér fannst þetta skemmti-
leg saga og sagði að gamni mínu
við Martial að ef til vill hefði
eitthvað af þessu silfri lent í
flautunni hans, vegna þess að
hann er sjálfur ættaður sunnan úr
löndum.
Finnst þér ekki helst til langur
tími að þurfa að bíða á annað ár
eftir því að heyra verkið frumflutt
opinberlega?
- Tvö ár eru kannski ekkert
óvanalega langur tími þegar um
nýtt tónverk er að ræða. Kannski
er maður bara feginn að það skuli
yfirleitt vera flutt. Það er allur
gangur á því hve langur tími líður
frá því að verk er tilbúið og þar til
það er frumflutt, - og sum þeirra
heyrast aldrei.
Heldurðu að sú afstaða sé enn
ríkjandi að verk þín og annarra
íslenskra tónskálda séu álitin
skrítin og ekki fyrir nema fáa út-
valda?
- Ég held að sú afstaða sé sem
betur fer að breytast. En reyndar
söknum við ennþá á tónlistar-
sviðinu þeirrar gífurlegu áherslu-
breytingar, sem varð í leikhúsun-
um þegar þau fóru að segja frá
því með stolti við kynningu síns
vetrarstarfs að á dagskrá væri svo
og svo mikið af nýjum íslenskum
leikritum.
Ég held að þessi metnaður
leikhúsanna hafi haft góð áhrif á
leikritun á íslandi og ef einhver
svipuð sinnaskipti ættu sér stað
hjá Sinfóníunni, að hún færi að
líta á það sem sitt meginhlutverk
að flytja ný íslensk tónverk og
væri þar að auki svolítið montin
af því, myndi kannski risið hækka
á íslenskum tónsmiðum.
List um landið
Hringur Jóhannesson sýnir nú
verk sín í Safnahúsinu á Selfossi
og er það fjórði viðkomustaður
sýningar Hrings í sýningaröð
Listasafns ASÍ, List um landið.
Sýningarferðin hófst í Lista-
safni ASÍ í lok síðasta árs, og hef-
ur leiðin nú legið til Akureyrar og
Egilsstaða auk Selfoss. Á sýning-
unni áritar Hringur bók um verk
sín, en bókin er gefin út af Lista-
safni ASÍ og Lögbergi og skrifuð
af Aðalsteini Ingólfssyni listfræð-
ingi. Bókin er seld á sýningunni á
listasafnsverði.
Sýningin verður á Selfossi til
11. febrúar og er aðgangur
ókeypis.
Hringur fer með list um landið.
Þorkell Sigurbjörnsson: Ef til vill hefur eitthvað af silfrinu úr lútu Mára-
prinsessunnar lent í flautu Martials.
Mynd - Kristinn.
Hvernig heldurðu að standi á
þessari tregðu við að samþykkja
ný og „öðruvísi“ tónverk?
- Fólk virðist einfaldlega vera
miklu íhaldssamara gagnvart tón-
um og hljóðum en til dæmis sjón-
heiminum. Ef við tökum nútíma-
myndlist sem dæmi virðist hún
eiga mun greiðari aðgang að
breiðum hópi en nútímatónlist, -
enda getum við lokað augunum
en eyrun eru alltaf opin, meira að
segja þegar við sofum.
Ég á að vera
gamli maðurinn...
Nú ert þú eitt þeirra tónskálda,
sem hefur verið boðið á Norrœnu
tónlistarhátíðina í Gautaborg í
byrjun nœsta árs. Geturðu ekki
sagt mér eitthvað frá þeirri hátíð?
- Já, það stendur til að halda
þessa hátíð, en verkin hafa enn
ekki verið valin. Þeir eru eitthvað
að skoða þau þarna úti. En þessa
viku sem hátíðin stendur á ein-
göngu að flytja verk eftir norræna
höfunda.
Hátíðin var fyrst haldin fyrir
fjórum árum með því sniði, sem
nú verður á henni, en ætlunin er
að halda hana á þriggja ára fresti í
framtíðinni. Þangað er boðið
tveimur tónskáldum frá hverju
Norðurlandanna, einum fulltrúa
yngri kynslóðarinnar og einum af
þeim eldri. Fyrir fjórum árum
voru Jón Nordal og Atli Heimir
fulltrúar fslands og í þetta sinn
verður sami háttur hafður á, en
nú er það ég sem á að vera gamli
maðurinn og Karólína Eiríks-
dóttir fulltrúi yngri kynslóðarinn-
ar.
Alls verðum við tíu, fimm
„eldri“ karlmenn og fimm „yng-
ri“ konur. Ætli það verði ekki
flutt þrjú til fjögur verk eftir
hvert okkar, stór og smá og allt
þar á milli. Eins verða haldin
þarna námskeið, fluttir fyrirlestr-
ar og eitthvað fleira gert af því
tagi. En ennþá er þetta allt á
undirbúningsstigi. Þeir vildu fá
sem flest verk frá hverjum og nú
er verið að skoða þau, raða sam-
an efnisskrá og ræða við flytjend-
ur; kóra og hljómsveitir á staðn-
um, en endanleg efnisskrá verður
ekki tilbúin fyrr en í haust.
Hve mörg verk hefur þú lagt
fram?
- Ætli þeir séu ekki búnir að fá
svona tíu, tólf verk frá mér. Aðal-
lega frá þessum síðasta áratug.
LG
Kvikmyndaklúbbur íslands
Stormur Sjöströms
Kvikmyndaklúbbur íslands
sýnir annað kvöld og á laugardag-
inn myndina Storminn (The
Wind) eftir sænska kvikmynda-
leikstjórann Victor Sjöström,
með Lilian Gish, Lars Hanson og
Montague Love í aðalhlutverk-
um.
Myndin er gerð í Bandaríkjun-
um árið 1927 og byggð á sögu
Dorothy Scarborough. Þar segir
frá ungri, verndaðri konu, Letty
að nafni, sem flyst í lítinn bæ í
Texas. Samband hennar við íbú-
ana og landið er heldur stirt, hún
nær ekki að aðlagast og líður
alltaf eins og utanaðkomandi.
Þegar langvarandi stormur geisar
í eyðimörkinni er Letty nauðgað
af förumanni. Hún drepur árás-
armann sinn og grefur hann í
sandinum, en stormurinn geisar
enn...
Victor Sjöström (1879-1960),
einn af meisturum sænskrar kvik-
myndagerðar, starfaði í Holly-
wood í sex ár. Á þeim tíma gerði
hann níu myndir og er Stormur-
inn talinn sú besta þeirra. Mynd-
in er gerð á hápunkti þöglu
myndanna, þykir mjög heilsteypt
og voru gagnrýnendur afar hrifn-
ir af henni. Vegna stöðugra
breytinga framleiðenda á mynd-
inni var hún þó sýnd seint og illa
og hlaut ekki mikla aðsókn, enda
var tími talmyndanna að renna
upp. Stormurinn gleymdist því í
filmugeymslum MGM í áratug en
þegar rykið var loks dustað af
honum sáu menn ekki betur en
þarna væri meistaraverk á ferð-
inni. LG
Bók á fimmtíukall
Útsölumarkaður Bókavörðunnar, Hafnarstræti 4 í Reykjavík, hefst
í fyrramálið kl. 9 og stendur næsta hálfan mánuðinn. Á markaðnum
verður boðið upp á gífurlegt magn eldri bóka, uppundir 20 þúsund
titla; íslenskar bækur og erlendar, þjóðlegfræði, ævisögur, ljóðabækur
og sálmabækur svo eitthvað sé nefnt.
Allar íslenskar bækur í þessari stórveislu bókanna kosta 100-200
krónur óháð aldri, stærð eða innihaldi og erlendu bækurnar kosta 50
krónur.
Miðvikudagur 7. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7