Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Samningar
Tiyggilega
samþykktir
Þetta er ekki óskastaða hjá
fólki í dag, en það þótti ástæða tii
að prófa þessa leið í Ijósi þess að
samningurinn er opinn á ný í des-
ember. Menn ræddu þetta fram
og aftur og niðurstaðan var að
samningarnir voru tryggilega
samþykktir, sagði Hrafnkell A.
Jónsson formaður Verkalýðsfé-
lagsins Árvakurs á Eskifirði.
Samningar ASÍ og VSÍ voru
samþykktir með 39 atkvæðum
gegn 5, en alls hefðu 320 manns í
landi getað tekið þátt í kosning-
unni. Hrafnkell sagðist ekki hafa
haldgóða skýringu á lélegri
fundasókn en sagði þátttökuna
samt góða miðað við venjulega.
Fólk hefði einfaldlega minni
áhuga á fundum sem þessum í
seinni tíð, þegar dægrastytting
gerist æ fjölbreyttari.
Þá gekk Verkakvennafélagið
Sókn frá samningi með svipuðu
sniði og fyrrnefndir samningar.
Eini munurinn er að láglauna-
bætur greiðast í júlí 1990, 1. fe-
brúar 1991 og 1. júlí 1991 einsogí
samningi BSRB en ekki tveimur
mánuðum fyrr eins og gert verður
samkvæmt aðalsamningi ASÍ.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir for-
maður Sóknar sagði þeim hafa
staðið báðir möguleikar til boða
en valið BSRB-leiðina vegna
skattgreiðslna. „Samninganefn-
dir eiga ekki aðra valkosti en að
semja eins og ASÍ og því má segja
að það hafi orðið þjóðarsátt um
þessa leið,“ sagði Þórunn um
hvort ekki hefði verið hægt að
semja á annan hátt.
Samningar ASÍ og VSÍ verða
bornir upp í hverju verkalýðsfé-
laginu af öðru á næstu dögum, en
það skal gert fyrir 16. febrúar. f
gærkvöld gengu félagar í Verka-
lýðsfélaginu Jökli á Höfn til at-
kvæða en atkvæðagreiðsla í Sókn
og Verkamannafélaginu Dags-
brún verður strax eftir helgina.
- þóm
Heilbrigðisráðuneytiö
Ókeypis til heimilislækna
Heimsókn til sérfrœðinga verður dýrari. Guð-
mundur Bjarnason: Lœkkum sérfræðinga-
kostnað um 100 miljónir
Heimsóknir til heilsugæslu-
lækna á dagvinnutíma verða
ókeypis frá 15. febrúar en þjón-
usta sérfræðinga verður dýrari
en áður. Tilgangurinn er að beina
fólki fremur til heilsugæslu- og
heimilislækna en sérfræðinga og
draga þar með úr kostnaði vegna
þjónustu sérfræðinga, sem nam
rúmlega 700 miljónum króna í
fyrra.
Alls er áformað að draga úr
útgjöldum sjúkratrygginga um
550 miljónir króna á árinu.
„Það er erfitt að meta ávinn-
inginn af þessu fyrirfram, en
markmiðið er að lækka sérfræð-
ingakostnaðinn um 100 miljónir
króna,“ sagði Guðmundur
Bjarnason heilbrigðisráðherra,
þegar hann kynnti reglugerð um
þetta.
Guðmundur sagðist telja að
fólk leitaði mun meira til sérfræð-
inga en nauðsynlegt væri. Oft
væri um að ræða mál sem ieysa
mætti á heilsugæslustöðvum.
Reglugerðin gerir ráð fyrir að
viðtal við heilsugæslu- og heim-
ilislækna verði ókeypis á dag-
vinnutíma, en það kostar nú 190
krónur. Hins vegar hækkar gjald
fyrir þjónustu sérfræðings úr 630
krónum í 900 krónur. Gjaldið
fyrir elli- og örorkulífeyrisþega
hækkar úr 215 í 300 krónur.
Samkvæmt reglugerðinni
munu elli- og örorkulífeyrisþegar
þó ekki þurfa að greiða meira en
þrjú þúsund krónur fyrir heim-
sóknir til sérfræðinga á hverju
almanaksári. - gg
Bifreiðagjöld
25 bílar klipptir
Um 10 miljónir skiluðu sér til tollstjóra en auk
þess hafa margir greitt með gíró. Jónas Halls-
son: Markmið aðgerðanna náðist
Ætli við höfum ekki klippt af
rúmlega 20 bflum í höfuðborg-
inni, en fólk virðist hafa farið
unnvörpum og gengið frá sínum
reikningum. Þannig hefur mark-
mið aðgerðanna náðst og við
munum standa fyrir enn harðari
aðgerðum næstu daga,“ sagði
Jónas Hallsson aðalverkstjóri hjá
lögreglunni í Reykjavík um inn-
heimtuaðgerðir fjármálaráðu-
neytisins vegna vangoldinna bifr-
eiðagjalda.
í Reykjavík voru tæplega 300
miljónir bifreiðagjalda og þunga-
skatts ógreiddar, en um 10 milj-
ónir skiluðu sér til Tollstjóra-
embættisins í gær. Þá má búast
við að margir hafi borgað sína
reikninga með gfró í bönkum eða
pósthúsum og því er þessi tala
mun hærri. Engar aðgerðir hafa
verið boðaðar í öðrum sveitarfé-
lögum en alls voru útistandandi
skuldir vegna bifreiðagjalda
rösklega 700 miljónir. Þyngst
vega skuldir af þungaskatti en
dæmi eru um að menn skuldi hátt
í eina miljón króna fyrir aðeins
eina bifreið. Margar skuldir hafa
hlaðist upp á nokkrum árum en
flestar eru þær 1-2 ára gamlar.
Jónas Hallsson sagði það alls
ekki hafa verið markmið lögregl-
unnar að taka númeraplötur af
sem flestum bifreiðum. Hann
sagði þá sem báðu um frest til að
gera upp sín mál hafa fengið
hann, með skilyrði um að gera
slíkt hið fyrsta. Ekki kemur strax
í ljós hve mikið var greitt í gær en
immheimtuaðgerðirnar munu
væntanlega standa út vikuna.
- þóm
Frumvarp að fjárhagsáætlun. Hafnarfjarðar var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Meirihluti
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags leggur áherslu á framkvæmdir við Hvaleyrarskóla á þessu ári, en auk
þess er verulegum upphæðum veitt til framkvæmda við íþróttamannvirki og gatnagerð. Mynd Kristinn.
Fræðslu- og íþróttamál
verða í fyrinúni
Fjárhagsleg staða bæjarsjóðs
er sterk. Þrátt fyrir algjört
metár framkvæmda á síðasta ári
er haldið áfram á braut nýbygg-
inga og framþróunar á þessu ári,“
sagði Guðmundur Árni Stefáns-
son, bæjarstjóri í Hafnarfirði,
þegar hann kynnti frumvarp að
Qárhagsáætlun bæjarins í gær.
„Þessi fjárhagsáætlun ber það
með sér að við leggjum megin-
áherslu á fræðslumál, íþróttir og
dagvistun. Við höfum gert stór-
átak í þessum málaflokkum á
kjörtímabilinu og erum nú að
ljúka nokkrum viðamiklum verk-
um á þessum sviðurn", sagði
Magnús Jón Árnason, bæjarfullt-
rúi Alþýðubandalagsins og for-
maður bæjarráðs, um frumvarpið
í samtali við Þjóðviljann í gær.
Útsvör eru sem fyrr viðamesti
tekjustofn bæjarins. Þau nema
rúmlega 700 miljónum króna
samkvæmt frumvarpinu, en út-
svarsprósentan er 6,7 af hundr-
aði. Algeng útsvarsprósenta í
öðrum sveitarfélögum er 7,5.
Fasteignagjöld færa bænum
276 miljónir, en aðstöðugjöld
nema 137 miljónum.
í máli Guðmundar Árna kom
fram að tæplega fjórðungur ráð-
stöfunarfjár bæjarins fara til
framkvæmda, en 56,6 af hundr-
aði fara til reksturs.
Nýtt dagheimili
Félagsmál eru stærsti gjaldalið-
ur frumvarpsins, en í hann eru
áætlaðar nær 300 miljónir króna.
Þar af er gert ráð fyrir að 10 milj-
ónir fari í framkvæmdir við nýtt
dagheimili, sem enn hefur ekki
verið staðsett.
Guðmundur Árni sagði á bæj-
arstjórnarfundinum í gær að
fjöldi dagvistarplássa í bænum
hefði tvöfaldast á síðast liðnum
þremur árum og nú væri svo kom-
ið að öll börn á aldrinum þriggja
til sex ára ættu kost á hálfsdag-
svistun. Hins vegar komast að-
eins forgangshópar að með börn
sín í heilsdagsvistun.
Þá hefur átta miljónum króna
verið veitt til heimilis fyrir börn
sem lenda undir umsjón barna-
verndarnefndar. Að sögn Guð-
mundar Árna er enn ekki vitað
hvort ráðist verður í kaup á húsn-
æði eða hvort byggt verður.
Hugmyndin er að börn, sem
yfirvöld taka af foreldrum, geti
búið á þessu heimili meðan nýrra
foreldra og nýs heimilis er leitað.
í BRENNIDEPLI
„Pað hefur verið og er
gróandi í hafnfirsku
bæjarlífi. Þráttfyrir
erfiðar aðstæður
efnahagsmála í
þjóðfélaginu almennt og
samdrátt i atvinnulífi,
hefur tekist að halda úti
öflugumframkvœmdum
og þokkalegu atvinnu-
ástandi í Hafnarfirði, “
segir Guðmundur Árni
Stefánsson bæjarstjóri
60 miljónir í
Hvaleyrarskóla
Hvaleyrarskóli verður kostn-
aðarsamasta framkvæmdin á ár-
inu, en í hann hafa verið áætlaðar
60 miljónir króna. Alls fara nær
260 miljónir króna til fræðslu-
mála.
Gert er ráð fyrir að ljúka
tveimur íþróttamannvirkjum á
árinu. 25 miljónir króna renna til
framkvæmda við innilaug í
Suðurbæ og er búist við að hún
verði vígð innan tíðar.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir 24
miljóna króna fjárveitingu í nýja
íþróttahúsið við Kaplakrika og
að sögn Guðmundar verður það
opnað innan fárra vikna.
Haukar fá 22 miljónir til fram-
kvæmda á hinu nýja íþróttasvæði
sínu samkvæmt samningi bæjar-
insviðíþróttafélögin. Golfklúbb-
urinn Keilir fær átta miljónir í fé-
lagsheimili, gert er ráð fyrir að
Fimleikafélagið Björk fái 5 milj-
ónir til framkvæmda, Hesta-
mannafélagið Sörli tvær miljónir
og FH sömu upphæð.
Þá hefur meirihluti bæjar-
stjórnar lagt til að listamenn fái
fimm milljónir króna til þess að
útbúa vinnustofur í Straumi, en
þar var áður rekið svínabú.
Nokkrir listamenn hafa stofnað
félag um endurbætur á húsinu og
eru framkvæmdir komnar vel á
veg.
Ennfremur er stefnt að því að
koma fyrir lyftu fyrir fatlaða í
menningarmiðstöðinni Hafnar-
borg og þar er einnig gert ráð
fyrir að taka í notkun nýjan sýn-
ingarsal.
Gatna- og holræsagerð mun
kosta um 205 miljónir á árinu og
vegur nýbygging gatna og hol-
ræsa þar þyngst. Ráðgert er að 48
miljónir fari í þann lið.
Varanleg gatnagerð í Setbergs-
hverfi á að kosta 33 miljónir, en
viðhald gatna og holræsa 22,5
miljónir.
„Viðunandi
skuldastaða“
„Það hefur verið og er gróandi í
hafnfirsku bæjarlífi. Þrátt fyrir
erfiðar aðstæður efnahagsmála í
þjóðfélaginu almennt og sam-
drátt i atvinnulífi, hefur tekist að
halda úti öflugum framkvæmdum
og þokkalegu atvinnuástandi í
Hafnarfirði. Stórframkvæmdir á
vegum bæjarins hafa þar ekki
vegið létt. Framkvæmdir í al-
mennu atvinnulífi hafa sömu-
leiðis verið miklar,“ sagði Guð-
mundur Árni Stefánsson í ræðu
sinni í gærkvöldi.
Hann sagðist telja að þrátt fyrir
stórauknar framkvæmdir og
kostnaðarsamar væri skuldastaða
bæjarsjóðs vel viðunandi. Lang-
tímaskuldir eru á fjórða hundrað
miljóna króna að sögn bæjar-
stjóra.
„Það er m.a. vegna hinnar
öflugu fjárhagslegu stöðu sem
ákvörðun var tekin um það í des-
ember s.l. að lækka álagningu
fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði,
enda er það stefna bæjaryfirvalda
að skattar verði eins lágir og hægt
er, án þess að draga úr þjónustu
eða eðlilegum framkvæmdum.
Þá er útsvarsprósenta í Hafnar-
firði sú lægsta sem þekkist á
landinu eða 6,7 prósent; óbreytt
frá fyrra ári. Álagning aðstöðu-
gjalda er sömuleiðis óbreytt.
Álögum á bæjarbúa er þannig
stillt í hóf, og er það fagnaðarefni
að það er unnt miðað við aukið
umfang starfsemi bæjarins og
undirstrikar það enn frekar
öfluga fjárhagsstöðu hans,“ sagði
Guðmundur Árni.
-gg
Mlðvikudagur 7. febrúar 1990 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3