Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Fjölflokkakerfi r i Sovétríkjunum Þau tíðindi hafa orðið á miðstjórnarfundi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, að Míkhaíl Gorbatsjov hefur tekið undir hugmyndir um að valdaeinokun Kommúnistaflokksins verði aflétt í landinu. Þetta eru mikil tíðindi, eins og nærri má geta. Þegar Gorbatsjov kom til valda og byrjaði sína perestrojku á því að efna til opinnar umræðu í anda glasnost, var augljóst að hann ætlaði ekki að hverfa frá einsflokkskerfinu sovéska. Þá og síðar hafa hans stuðningsmenn mikið skrif- að um að „forystuhlutverk Kommúnistaflokksins", sem bundið er í stjórnarskrá, ætti sér sterkar sögulegar forsendur sem óráð væri að hverfa frá. Fjölflokkakerfi hefði og marga galla. Nær væri að keppa að einskonar kerfi margra skoðana, sem ættu þó að þrífast undir allsherjarregnhlíf valdaflokksins. í þessum málfutningi var mikil þverstæða sem varð því meira áberandi sem lengra leið. Það gat ekki staðist til lengdar, að málfrelsi væri í landinu margfalt meira en nokkur átti von á og mjög rýmkað frelsi til að stofna allskonar samtök án þess að Kommúnistaflokkurinn legði blessun sína yfir- en samt væri ekki leyft að stofna fleiri stjórnmála- flokka. Sama þverstæða verður uppi þegar menn geta efnt til óháðra framboða í kosningum, en ekki stofnað um þau flokk. Þróunin stakk þetta ástand af- enda byrjaði Gorbatsjov á því í sinni ræðu á miðstjórnarfundinum að minna á að eins- konar fjölflokkakerfi er þegar komið upp. Hann á þá ekki síst við þjóðfylkingar í einstökum lýðveldum, já og stofnun nokk- urra annarra pólitískra samtaka, einkum í Eystrasaltslönd- unum. Menn hafa spurt að undanförnu; hvers vegna halda Sov- étmenn svo fast í einsflokkskerfið þegar þróunin gengur ört til fjölflokkalýðræðis annarsstaðar í Austur-Evrópu? Sovésk- ur fréttaskýrandi, Stanislav Kondrashov, útskýrir þetta fyrir skömmu á þann veg, að „Sovétríkin eru eins og stórt skip, sem hefur siglt í sömu átt undanfarin 70 ár. Stærð þess og svifasein áhöfn gera því ókleift að breyta um stefnu eins fljótt og smærri skip gera“. Önnur skýring á þessum mun er sá, að í Sovétríkjunum sé það miðflóttaaflið sem hafi sett svip sinn á lýðræðisþróunina. Hér er átt við það, að haldið hafi verið í forræði Kommúnistaflokksins af ótta við að ríkið liðaðist ella í sundur. Það er rétt að hafa hugann við þennan þátt málsins: þeir flokkar sem eru að rísa í Sovétríkjunum raða sér ekki svo mjög á pólitískt litróf frá vinstri til hægri, eins og verður t.d. í Ungverjalandi og Austur-Þýskalandi. Líkur benda til að öflugustu flokkarnir eigi sér þjóðernis- hyggju að kjarna. Það er mjög eðlilegt - en um leið er þá meiri hætta á því að umbótaviðleitni kafni í átökum milli einstakra þjóða og þjóðabrota. Nægir þar um að vísa til dæma frá Aserbædjan sem menn vilja forðast. Fjölflokkalýðræði í Sovétríkjunum leysir ekki allan vanda - en það er gott fagnaðarefni að von er á því: án þess getur þjóðfélagið ekki tekið á ýmsum grundvallarmálum. Lýð- ræðið er ekki síst nauðsyn til að slá niður spillt og þunghent stjórnkerfi sem hefur kæft efnahagslegarframfarir í landinu. Líklega átta menn sig seint nógu vel á því, að þegar einhver flokkur hefur farið með völd áratugum saman og getað skammtað sér lof og gagnrýni, þá er hann orðinn eitthvað allt annað en pólitísk hreyfing og uppruni flokksins skiptir tiltölulega litlu máli. Flokkurinn er einfaldlega orðinn klúbbur þeirra sem vilja upp komast í samfélaginu,hann verður eins- konar samsæri um völd og fríðindi - og að lokum um úr- ræðaleysi í stjórnsýslu og efnahagsmálum. KLIPPT OG SKORIÐ Þar á illskan óðul sín Hröö framvinda mála í Austur- Evrópu er vitanlega á dagskrá hjá fjölmiðlum á degi hverjum. Nið- urstöður slíkrar umfjöllunar eru margskonar eins og hver getur sagt sér sjálfur. Oftar en ekki eru þær á leiðinlegu flökti langt utan við farvegi heilbrigðrar skyn- semi. Til dæmis eru sumir dálkahöf- undar íslenskir á svipuðu róli í þessum efnum og Reagan banda- ríkjaforseti var fyrir allmörgum árum, þegar hann hélt því mjög stíft fram að Sovétríkin og Austur-Evrópa væru sjálft heimsveldi hins illa og önnur vandamál heimsins eftir því smá og lítilfjörleg. III meðferð hér og þar Dæmi um slíka túlkun mátti lesa ekki alls fyrir löngu í rit- stjórnarpistli Tímans, Vítt og breitt. Þar er fyrst minnst á sjón- varpsfréttir um skelfilega með- ferð á sjúkum börnum og ung- lingum í Rúmeníu Ceaucescus. Þessu næst er hlaupið yfir í Kaupmannahafnarþætti Björns Th. Björnssonar, sem sjónvarpið hefur sýnt undanfarna sunnu- daga. En í einum þeirra þátta hafði Björn getið um stofnun þar sem fatlaðir og geðveikir höfðu illa vist á öldum áður. í því tilefni leggur ritstjórnarfulltrúi Tímans undarlega lykkju á leið sína og skynseminnar. Hann segir að vísu eðlilegt að menn gleymi ekki ómannúðlegri meðferð fyrri kyn- slóða á sjúkum og fötluðum. Samt er eins og eitthvað sé ósið- legt við það að rifja slíkt upp - ef marka má þessa klausu Tíma- manns sem hér á eftir fer: „En sögumaður sjónvarpsins þarf ekki að leita aftur í aldir til að hneykslast á svo hörmulegu at- hæfi. Það á sér stað hér og nú og hefði hann nokkru sinni horft opnum augum og með gagnrýnu hugarfari á hvernig mannhelgi hefur verið fótum troðin í sós- íölskum ríkjum Evrópu, svo ekki sé lengra farið, þyrfti hann ekki að leita langt aftur í aldir til að setja sig í stellingar vandlætarans og upphefja einhverskonar mannúðarstefnu á strætum velf- erðarþjóðfélags Danmerkur". Mannhatur mestan part Mikill er vindgangur vitleys- unnar. Hvað merkir þessi maka- lausa klausa? í henni felast í raun staðhæfingar á borð við þessa hér: sá sem skoðar íslendinga- slóðir í Kaupmannahöfn fyrir sjónvarpið hann er að hylma yfir með oddvitum Kommúnista- flokks Rúmeníu. Sá sem rifjar upp óþægilegar staðreyndir úr sögu íslendinga og Dana, hann er eiginlega að draga athyglina frá glæpum Ceaucescus og hans nóta. Eða treystir nokkur sér til að lesa annað út úr Tímaklausunni? Nú mundi ritstjórnarfulltrúinn aldrei segja slíkt og þvílíkt beinum orðum. En það er eins og fyrri daginn: andstyggð Tímans á vinstrisinnuðum mennta- mönnum er svo mögnuð og glórulaus, að þegar einn slíkur birtist á skjánum, þótt ekki nema til þess að rifja upp góðar og mið- ur góðar íslenskar minningar frá Kaupmannahöfn, þá hrekkur allt skynsamlegt vit upp af standinum og út um alla dálka skoppar ein- hver óstöðvandi fólska sem eng- Inn veit hvar staðar nemur. Það er mannhatur mestan part, kvað skáldið. Hæpin árátta Það birtist líka í málflutningi af þessu tagi árátta sem víðar sér stað, þótt ekki sé í jafn illkynjuðu formi. Hún tengist í fyrsta lagi fjandskap við söguna: það er eins og ekkert (hér: ekkert illt) skipti máli nema það sem er að gerast nú á okkar dögum. í öðru lagi er þessi árátta pólitískt spilverk: látið er sem engin vandkvæði séu umræðu verð nema þau sem upp koma í Evrópu austanverðri. í þeim málatilbúnaði má greina í senn sjálfumgleði („allt í lagi hjá mér“) og þá skammsýni sem stuggar á brott öllum óþægilegum staðreyndum í næsta umhverfi með þeirri huggun að „þetta er nú enn verra hjá þeim fyrir austan“. Að elska náungann Jæja. Höldum áfram með austansmjörið frá dálítið öðru sjónarhorni. Fyrir skömmu rak Klippari augun í viðtal við ungan mann austurþýskan, sem fór vestur í fyrra að leita sér betri lífskjara (það var nokkrum mánuðum áður en múrinn féll). Hann kunni ekki við sig, lenti í húsaleiguokri, missti vinnuna og ákvað að snúa heim aftur, ekki síst vegna þess að í Austur-Þýskalandi taldi hann sig eiga auðveldara með að leysa sín húsnæðismál. Slík dæmi eru náttúrlega til: eftir að landamær- in voru opnuð er munurinn á Austur- og Vestur- Þýskalandi ekki síst sá, að fyrir vestan er til betri og glæstari kjara að vinna, ef sæmilega gengur og viðkom- andi er í eftirsóttri starfsgrein. Fyrir austan er atvinnuöryggið hinsvegar meira og tilteknar nauðsynjar, eins og húsnæði, ódýrari. Ungi maðurinn segir frá þessu skilmerkilega, en þar fyrir utan fellir hann svofelldan dóm yfir Vestur-Þýskalandi: „Fólkinu þykir ekki vænt hvert um annað, og peningar einir færa ekki hamingju“. Þetta er vafalaust alveg rétt hjá piltinum, en segir um leið ákaf- lega lítið um Austur- eða Vestur- Þýskaland. Peningar eru ekki ávísun á hamingju - en hvort sem þú ert fyrir austan eða vestan þá gera einhverjir aurar í vasa óhamingjuna bærilegri. Og flest samfélög eru það illa haldin af firringu að aðkomumanni finnst hann mæta kulda einum og sér- drægni - þar af leiðandi finnst honum líka að heima sé best í mannlegum skilningi, blátt áfram vegna þess að þar á hann vini og kunningja frá fornu fari sem hjálpa honum gegn því sem ó- manneskjulegt er í samfélaginu. ÁB pJÓÐVILJINN Síðumúla 37-108 Reykjavík Sími:68 13 33 Símfax:CS1935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiöur Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guörún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúia 37, Reykjavík, sími: 68 13 33. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síöumúla 37, sími 68 13 33 Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓDVfUINN Miðvikudagur 7. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.