Þjóðviljinn - 07.02.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
VIÐHORF
Frarnhald af 5. síðu
framkvæmdir eða ferðalög og
skiptir þá munurinn sjaldan
meira en sem svarar einhverjum
hundruðum króna á mánuði.
Margir halda því reyndar fram
að foreldrar hafi þarna tekið ó-
makið af borgaryfirvöldum og
líklega er það rétt að einhverju
leyti. Því foreldrar taka mikinn
beinan þátt í starfi heimilanna,
rekstri þeirra og viðhaldi. í mörg-
um tilvikum skiptast þeir líka á
um að elda og hlaupa í skarðið í
veikindum, einnig er þátttaka
þeirra í skipulagi starfsins í sam-
ráði við fóstrurnar mikil.
Kannski myndi ámóta kerfi ekki
henta svo annríku fólki sem við
íslendingar virðumst vera, og
kannski myndi kostnaður hjá
okkur hlaupa upp úr öllu valdi
því allt yrði að vera svo óskaplega
flott og fínt bæði vegna þess að
lög kveða svo á um og foreldrar
krefjast þess. Ég er samt sem
áður þeirrar skoðunar að það
þurfi ekki að vera af hinu illa að
aðstoða borgaryfirvöld og þá um
leið okkur sjálf til að bæta ástand
dagvistarmála hér í borg. Það var
okkur foreldrum síður en svo erf-
iði og kvöð að eyða einhverju af
tíma okkar á barnaheimili barna
okkar og taka þátt í starfi þess.
Það varð partur af daglegu lífi
okkar og gaf okkur að ég held
meira en það tók. Vissulega hag-
aði oft svo til að einhverjir gátu í
lengri eða skemmri tíma ekki
sinnt „skyldum" sínum á barna-
heimilinu vegna anna í starfi eða
annars. En ef allir gera eins og
þeir geta þá er það nægilegt í svo
litlum einingum, ekki síst vegna
þess hvað sveigjanleiki getur ver-
ið mikill. Ef barn einhverra hluta
vegna rekst illa í þessum litlu
hópum, foreldrum líkar alls ekki
við starfsfólkið eða hina foreldra
heimilisins er þeim í lófa lagið að
hætta, því nóg er af slíkum
heimiíum. Fóstrur í Vestur-
Berlín sem einhverra hluta vegna
kæra sig um að vinna á stóru
borgarbarnaheimilunum hafa
líka stofnað eigin barnaheimili
með fjárstuðningi borgaryfir-
valda. Þetta eru einnig litlar ein-
ingar svipað og á foreldrareknu
barnaheimilunum, en þar er ekki
krafist eins mikillar beinnar þátt-
töku foreldra, þó einnig sé lögð
áhersla á samvinnu við foreldra í
starfi heimilanna.
Ég hef ekki undir höndum töl-
fræðilegar upplýsingar um hvort
og hversu langir biðlistarnir eru í
Berlínarborg eða hversu mörg
prósenta barna í borginni eiga að-
gang að dagvistun. En ég þekki
engan sem ekki hefur fengið
barnaheimimlispláass á tiltölu-
lega skömmum tíma, valkostirnir
eru margir, heimilin iðulega
sveigjanleg og ódýr. Forsendur
þessa eru auðvitað að nægilegt
framboð er á fagmenntuðu starfs-
fólki sem þiggur ágæt laun og að
borgaryfirvöld veita viðunandi
fjármagni til þessarar starfsemi.
Aldrei dýrara en 5000 kr. á mán-
uði.
Mér virðist sem þau fimm ár
sem ég hef verið fjarri borginni
minni fögru hafi ekki farið fram
mikil umræða á opinberum vett-
vangi um tilhögun þessara mála
hér. Á ég þar einkum við hvort
ekki megi finna aðrar leiðir en
þessar hefðbundnu. Líklega þyk-
ir fólki það svolítið langt gengið í
þessu annríkisþjóðfélagi þar sem
flestum, ekki síst fóstrum, gengur
svo ógnarilla að fá enda til að ná
saman að standa í hugmyndasmíð
fyrir borgaryfirvöld launalaust.
Og vissulega tel ég það skyldu
borgaryfirvalda að sjá til þess að
öll börn hafi aðgang að barna-
heimilum því þau eru ekki aðeins
staðir þar sem barna útivinn-
andi foreldra er gætt heldur einn-
ig þroska- opg menntastofnanir
sem ótækt er að börnum sé mis-
munaður aðgangur að. En eigi að
síður er þetta líka mál okkar for-
eldra, og ef við iátum ekki í okkur
heyra finnst mér ólíkiegt að þessi
mál eigi eftir að breytast þótt
börnin okkar vaxi úr grasi.
Jórunn Sigurðardóttir er leikkona.
Sovétríkin
Harðar deilur
um umbætur
Miðstjórnarmenn í sovéska
kommúnistaflokknum
deildu hart um umbótastefnu
Gorbatsjovs aðalritara flokksins
á fundi sínum í gær og í fyrradag.
Gorbatsjov er samt sagður hafa
undirtökin. Fundinum, sem upp-
haflega átti að standa í tvo daga,
verður fram haldið í dag.
Fréttir Tass-fréttastofunnar frá
miðstjórnarfundinum sýna að
margir harðlínumenn hafa risið
öndverðir gegn tillögum Gorbat-
sjovs um róttækar breytingar á
skipulagi og hlutverki kommún-
istaflokksins. Gorbatsjov hefur
hins vegar tryggt sér stuðning
helstu flokksleiðtoga og háttsett-
ur sovéskur embættismaður spáir
því að hann hafi styrkt stöðu sína
þegar upp verði staðið.
Jafnvel Yegor Ligatsjev, félagi
í stjórnmálanefnd flokksins, er
sagður hafa lýst yfir stuðningi við
umbótatillögur Gorbatsjovs þótt
hann sé talinn einn helsti forystu-
maður harðlínumanna.
Fréttaskýrendur segja að
harkalegar árásir harðlínumanna
á Gorbatsjov á fundinum beri
merki um örvæntingarfulla til-
raun til að snúa þróuninni við.
Þeir finni að þeir hafi tapað í bar-
áttunni og verði að láta undan
kröfum sovésks almennings um
umbætur.
Tillögur Gorbatsjovs fela með-
al annars í sér aukna valddreif-
ingu í kommúnistaflokknum og
þær opna leiðina fyrir fjölflokka-
lýðræði í Sovétríkjunum. Talið er
að með þessu vilji Gorbatsjov
tryggja áframhaldandi forystu
flokksins við þær þjóðfélags-
breytingar, sem nú standi fyrir
dyrum í Sovétríkjunum, svo að
sovéskum kommúnistum verði
ekki ýtt til hliðar eins og nú er að
gerast í mörgum Austur-Evrópu-
ríkjum.
Á meðan leiðtogar sovéskra
kommúnista deildu um umbætur
héldu mótmælaaðgerðir og verk-
föll áfram í Azerbaijan í gær. Iz-
vestia málgagn kommúnista-
flokksins greindi frá því að tíu
þúsund manns hefðu komið sam-
an á mótmælafund í borginni
Agdash og krafist þess að sovésk
stjórnvöld létu lausa leiðtoga
Þjóðfylkingar Azera.
Reuter/rb
Gömlum fána frá því fyrir byltingu kommúnista í Sovétríkjunum var
veifað á tvö hundruð þúsund manna mótmælafundi í Moskvu á sunnu-
dag.
Líbanon
Krístið uppgjör í Beirút
Sveitir Michels Aouns hers-
höfðingja náðu í gær undir-
tökunum í innbyrðisátökum
kristinna herja í Beirút þegar
þeim tókst að hrekja líbanska
þjóðvarðliðið frá mikilvægum
bækistöðvum við hafnarbæinn
Dbayeh fyrir norðan Beirút.
Her Aouns hélt uppi stöðugri
stórskotahríð frá því á sunnudag
á bækistöðvar þjóðavarðliðsins í
Dbayeh þar sem nokkur hundruð
þjóðvarðliðar vörðust þar til í gær
að Aoun náði bækistöðvunum á
sitt vald. Hermenn hans gengu í
gær á milli húsa og leituðu þjóð-
varðliða í íbúðarhverfum í
nágrenninu. Bardagar héldu
enn áfram í kristna hluta Beirút
sjötta daginn í röð. íbúar svæðis-
ins, sem eru um níu hundruð þús-
und, hafast við í loftvarnabyrgj-
um þar sem þeir þjást af matar-
og vatnsskorti.
Að minnsta kosti þrjú hundruð
manns hafa fallið og þrettán
hundruð særst í bardögunum sem
eru með þeim hörðustu sem orð-
ið hafa í Beirút. Eldar loga víða í
borginni og sjónarvottar segja að
eyðileggingin undanfarna daga sé
jafnvel meiri en síðustu fimmtán
ár samanlagt. Flest hús á bardag-
asvæðunum hafa orðið fyrir meiri
eða minni skemmdum. Samir
Geagea leiðtogi þjóðvarðliðsins
sakaði Aoun um að láta sér ekki
nægja að útrýma tíu þúsund
manna þjóðvarðliði hans heldur
stefni hernaðaraðgerðir hans nú
að útrýmingu borgarbúa sjálfra,
eigna þeirra og atvinnufyrir-
tækja.
Aoun, sem hefur fimmtán þús-
und manna herliði á að skipa, fyr-
irskipaði þjóðvarðliðinu að
leggja niður vopn og leysa upp
sveitir sínar á miðvikudag fyrir
viku. Hann hóf allsherjarsókn
með stórskotaliði og skriðdrek-
um þegar þjóðvarðliðið neitaði
að hlýða fyrirskipun hans.
Reuter/rb
Jgpan
Gullin myntfölsun
Talið er að myntfalsarar hafi
notað tvö tonn af gulli til að
falsa meira en hundrað þúsund
japanskar gullmyntir að
nafnvirði yfir tíu miljarða japan-
skra jena (4 miljarðar ísl. kr.).
Þetta er mesta peningafölsunarm-
ál sem komið hefur upp í Japan og
hugsanlega í heiminum öllum.
Myntin var gefin út í tilefni af
sextíu ára valdaafmæli Hirohito
Japanskeisara árið 1986. Alls
voru þrettán miljónir mynta
slegnar úr gulli, silfri og kopar.
Gullmyntirnar giltu sem 100.000
yena (40.000 kr.) peningar hver
þótt gullið í þeim væri aðeins um
40.000 yena (16.000 kr.) virði.
Myntfalsararnir notfærðu sér
verðmuninn til að auka verðmæti
gulls með því að breyta því í
myntir.
Enginn hefur enn verið hand-
tekinn vegna þessa máls og jap-
anska lögreglan neitaði í gær að
staðfesta fréttir um að hún væri
að rannsaka aðild bresks
myntkaupmanns og að minnsta
kosti tveggja japanskra
myntkaupmanna að málinu.
Japönsk stjórnvöld segja að
þrátt fyrir þetta ætli þau ekki að
hætta við útgáfu nýrrar
gullmyntar í tilefni af krýningu
Samtök japanskra stórfyrir-
tækja og fjármálastofnana
vilja að stofnaður verði alþjóð-
legur sjóður til að fjármagna
stórverkefni á heimsmælikvarða.
Fulltrúar Japana skýrðu frá
þessu á alþjóðlegri efna-
hagsráðstefnu í Davos í Sviss í
vikunni. Þeir leggja til að sjóður-
inn standi straum af verkefnum
sem kosti yfir tíu miljarða dollara
(600 miljarða kr.) eins og gerð
nýrra skipaskurða á borð við
Panamaskurðinn, flóðavarnir og
skógrækt á stórum landsvæðum.
Þeir nefndu ennfremur risaverk-
Akihito keisara í nóvember
næstkomandi. Sú mynt kemur
einnig til með að gilda 100.000
yen- Reuter/rb
efni á sviði orkumála til að fram-
leiða orku án umhverfismengun-
ar.
Hugmyndir um slíkan sjóð
komu fyrst fram fyrir tíu árum.
Japanar segja að breytingarnar í
Austur-Evrópu, sem hafa dregið
úr spennu í heiminum, geri stofn-
un hans nú raunhæfa.
Samkvæmt tillögu Japana
verður strax í mars stofnuð
rannsóknarnefnd í Japan til að
kanna umhverfisáhrif og aðrar
hliðar á vekefnum fyrir sjóðinn.
Önnur nefnd yrði síðar stofnuð í
Bandaríkjunum.
Reuter/rb
Jgpan
Heimsveriœfnasjóður
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 7. febrúar 1990
Tékkóslóvakía
Sænskan
sósíalisma
í A-Evrópu
Jiri Dienstbier utanríkisráð-
herra Tékkóslóvakíu sagði í gær
að sænskur sósíalismi væri fyrir-
mynd ríkja Austur-Evrópu sem
nú eru að losa sig undan klafa
stalínismans.
Dienstbier, sem er í opinberri
heimsókn í Svíþjóð, lofaði Svía
fyrir að haldið fast í fyrirmynd-
arsósíalisma á meðan mörg
önnur ríki hefðu hægt á eða
jafnvel hætt tilraunum sínum við
sósíalisma. Þetta væri hugsjónin
sem almenningur sæi fyrir sér
þegar hann tæki þátt í mótmæla-
aðgerðum á götum í Búdapest,
Moskvu eða Sofíu.
Reuter/rb
Danmörk
Honecker
boðið hæli
Einn af forystumönnum
danskra kommúnista hefur boðið
Erich Honecker fyrrverandi leið-
toga austur-þýskra kommúnista
að búa heima hjá sér.
Ingmar Wagner miðstjórnarfé-
lagi í danska kommúnistaflokks-
ins segir að þótt Honecker hafi
gerst sekur um alvarleg mistök þá
hafi hann fórnað sér í þágu sósíal-
ismans og barist gegn fasisma.
Dönsk hefð sé fyrir að bjóða pól-
itískum flóttamönnum hæli.
Wagner, sem hefur þekkt
Honecker árum saman, segir að
Honecker geti dvalist hjá sér og
notið hjúkrunar á meðan hann er
að jafna sig eftir krabbam-
einsuppskurð sem hann gekkst
undir í janúar.
Honecker hefur verið ákærður
fyrir landráð og á að koma fyrir
rétt í næsta mánuði.
Reuter/rb