Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Niðurskurður Andstaða ráðherra og þingmanna Steingrímur J. Sigfússon óánægður. Framlagi í byggingarsjóð ríkisins nánast eytt Tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð vegna kjarasamn- inga hafa mætt verulegri and- stöðu bæði meðal ráðherra og óbreyttra þingmanna. Rætt er um að skera niður um rúmlega einn miljarð króna, aðallega í fjórum ráðuneytum. M.a. er gert ráð fyrir að fjárveitingar til vega- mála og til byggingasjóðs ríksins verði skertar verulega. Ráðuneytin sem þurfa að taka á sig mestan hluta niðurskurðar- ins eru samgönguráðuneytið, fé- lagsmálaráðuneytið, mennta- málaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Mikil áhersla er lögð á að til- lögur fjármálaráðherra berist ekki til fjölmiðla. Ríkisstjórnin hefur fjallað um tillögurnar, en þær hafa ekki'verið lagðar fyrir þingflokka og fjárveitinganefnd. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, segist vera reiðu- búinn að taka á sig sinn skerf niðurskurðarins, en líst ekki á að gengið verði sérstaklega í skrokk á fjárveitingum til vegafram- kvæmda. Þær hafi þegar verið skertar miðað við vegaáætlun. Félagsmálaráðherra þarf sam- kvæmt tillögunum m.a. að taka á sig skerðingu á framlagi ríkisins til byggingarsjóðs ríkisins. Fram- lagið í ár nemur 150 miljónum króna, en rætt hefur verið um að skerða það niður í 50 miljónir. „Það er auðvitað engin staða til þess að skerða framlagið til sjóðs- ins, en nauðsyn brýtur lög,“ sagði Jóhanna við Þjóðviljann í gær. Hún neitaði því hins vegar að lagt hefði verið til að skerða framlög til málefna fatlaðra, en því var haldið fram í DV um helg- ina. Þá hefur Þjóðviljinn öruggar heimildir fyrir því að ekki eigi að hrófla við fjárveitingum til endurbóta á Þjóðleikhúsinu. Víst er að tillögunum verður j misjafnlega tekið í þingflokkum. Skúli Alexandersson, Alþýðu- bandalagi, hefur lýst yfir að hann telji fráleitt að skerða framlög til vegamála. Með því væru samn- ingarnir sérstaklega látnir bitna á landsbyggðarfólki. „Ég vil ekki trúa því að það komi neinar niðurskurðartil- lögur. Ég tel það ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að skerða samneysluna umfram það sem orðið er,“ sagði Hjörleifur Gutt- ormsson þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans í gær. -gg Alumax Svar í næstu viku Jóhannes Nordal: Frekar bjartsýnir á að bandarískafyrirtœkið taki þátt í byggingu nýs álvers Bandaríska álfyrirtækið Alum- ax mun svara því fyrir lok næstu viku hvort það hyggst ganga I Atlantalhópinn svonefnda og taka og þátt í byggingu nýs álvers hér á landi með sænska fyrirtækinu Granges og því hol- lenska Hoogovens. Þetta eru meginniðurstöður fundahalda í Amsterdam fyrir helgina milli fulltrúa fyrirtækj- anna þriggja og íslensku álvið- ræðunefndarinnar. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri og formaður íslensku ál- viðræðunefndarinnar, sagði að megintilgangur fundarins hefði verið að kynna fulltrúum Alumax allar hliðar málsins og hver staða þessi væri nú. Þótt Bandaríkja- mennirnir hafi ekki gefið nein endanleg svör á fundinum, sagði Jóhannes að íslenska viðræðu- nefndin væri frekar bjartsýn á að svar Alumax verði jákvætt. „Þetta gekk mjög vel og það urðu jákvæðar og gagnlegar við- ræður um þetta allt. En það er ýmislegt sem á eftir að semja um og margt sem þeir þurfa að skoða áður en þeir gefa okkur svar,“ sagði Jóhannes Nordal. -gb Erlerid aðstoð 25 miljónir til Varsjár Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur sent pólska starfsbróður sínum, Lesz- ec Balcerowicz, bréf þar sem til- kynnt er um þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að leita samþykkis Alþingis fyrir 25 mi|jóna króna framlagi í varasjóð vegna Pól- lands. Verkefni varasjóðsins, sem stofnaður var að tillögu pólsku stjórnarinnar, er að stuðla að stöðugleika í gjaldeyrisvið- skiptum með gjaldmiðli Pól- lands. Pólsk stjórnvöld gerðu gjaldmiðil landsins að fullu skiptanlegan í aðra gjaldmiðla við vöru- og þjónustuviðskipti frá og með síðustu áramótum. Sú ákvörðun er liður í víðtækum efnahagsumbótum pólsku stjórn- arinnar. Gert er ráð fyrir að flest iðnríki vesturlanda taki þátt í sjóðnum og stefnt er að því að hann geti orðið allt að einn miljarður doll- ara. Framlag íslands var ákveðið á grundvelli hlutfallsstærðar fs- lands meðal aðildarlanda Efnahags- og framfarastofnunar- innar í París. -gb Nú er það friðarmannvirki Innan ríkisstjórnarinnar hafa menn ólíkar skoðanir á bygg- ingu varaflugvallar á vegum NATO hér á landi. Jón Baldvin Hannibalsson viðraði þá skoðun á Alþingi á dögunum að slíkur flugvöllur geti gegnt friðarhlut- verki en samgönguráðherra Steingrímur J. Sigfússon sér ekki hvernig hernaðarmannvirki get- ur þjónað slíku hlutverki. Þjóð- viljinn spurði ráðherrana út í þessi mál. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur að vara- flugvöllur sem byggður yrði hér á landi á vegum NATO gæti gegnt hlutverki í eftirliti með afvopnun- arsamningum. Jón segir að á þessu ári fari fram heildar endur- skoðun á langtímaframkvæmda- áætlun mannvirkjasjóðs NATO og á sama tíma sé víðtæk endur- skoðun í gangi í kjölfar afvopn- unarsamninga á varnaviðbúnaði á þessum áratug og breytingum á fyrri áformum. Breytt áform NATO Utanríkisráðherra sagði í sam- tali við Þjóðviljann að niðurstöð- ur þessarar endurskoðunar lægju ekki fyrir. Endurskoðunin gæti samt haft áhrif á fyrri áform um varaflugvöll hér landi fyrir NATO. „í fyrsta lagi er spurning hvort áformin eru óbreytt og í annan stað kynnum þau að hafa áhrif á forsendur mannvirkisins,“ sagði Jón Baldvin. Þá kynnu spurningar að vakna um hvort völlurinn gæti gegnt sérstöku hlutverki vegna brýnna þarfa á eftirliti með framkvæmd afvopn- unar. Þetta sagði Jón Baldvin að vísu vera langtíma mál af þeirri á- stæðu að stefna hefði ekki verið mótuð innan NATO um hvort eða hvenær teknir verði upp samningar um vígbúnaðareftirlit og afvopnun á höfunum. Þetta þýddi að hann biði eftir því að fá betri vitneskju um áform NATO áður en ákvörðun er tekin. „Að sjálfsögðu leggjum við líka á þetta sjálfstætt mat og það er mjög margt sem bendir til þess að varaflugvöllur á íslandi fyrir ís- lenska flugumsjónarsvæðið, gæti haft mjög þýðingarmiklu hlut- verki að gegna til að styrkja stöðu íslands sem eftirlitsstöð var með framkvæmd afvopnunarsamn- inga á hafinu," sagði Jón Bald- vin. Þetta hlutverk sagði Jón Bald- vin varaflugvöllinn geta haft vegna þess að eftirlit færi mikið fram með flugi. Hann sagði að áhersla á að NATO greiddi kostnað af byggingu varaflugvall- ar sem þjónaði almennu milli- iandaflugi bæri ekki vott um ar- onsku. „Hvers vegna skyldi það vera aronska, hvaða rök eru fyrir því?“ sagði Jón Baidvin. Hluti þeirra spurninga sem menn spyrðu sig þessi misserri væri hvaða breytingar menn gætu eygt framundan á eðli og starfsháttum varnarbandalaga. Ráðherann sagðist ekki geta svarað því hvenær hann heimilaði að forkönnun á byggingu varaflu- gvallar færi fram. Þegar fyrir lægi með óyggjandi hætti að áform um byggingu varaflugvallar væru enn staðfest í framtíðaráætlunum yrði ákvörðun tekin. Þetta mál hefði ekki verið rætt í ríkisstjórn að undanförnu. Það væri á hans á- kvörðunarvaldi og ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald. Hann hefði hins vegar sagt að hann muni að sjálfsögðu ræða það og kynna fyrir samstarfsaðil- um áður en til ákvörðunar kæmi. Ekki væri um meiriháttar hern- aðarframkvæmdir að ræða og bygging flugvallarins myndi ekki hefjast fyrr en 3-4 árum eftir að kjörtímabili stjórnarinnar lyki og því ekki um brot á stjórnarsátt- mála að ræða þó hann leyfði for- könnunina. í BRENNIDEPLI Pegar afvopnun og brott- kvaðning herja er áflug- stigi allt í kring um okk- ur, segir Steingrímur J. Sigfússon það regin tíma- skekkju að nauðga öðru hernaðarmannvirki upp á þjóðina Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hefur verið einn helsti andstæðingur utanríkisráð- herra í þessu máli og hefur marg lýst yfir þeirri skoðun sinni að forkönnun yrði brot á stjórnar- sáttmála. Ráðherrann hefur einnig kynnt áætlun um byggingu varaflugvalla fyrir millilandaflug og telur að öll áform um slíkar framkvæmdir heyri undir sig sem samgönguráðherra. NATO-flugvöllurer hernaðarmannvirki í samtali við Þjóðviljann sagð- ist Steingrímur eiga erfítt með að átta sig á hvert væri verið að fara þegar talað væri um að flugvöllur byggður af NATO gæti gegnt eftirlitshlutverki varðandi af- vopnun. í fljótu bragði kæmi hann ekki auga á að það auðveld- aði íslendingum að bjóða fram landið sem eftirlits- og friðar- gæslustöð, að byrja á því að auka vígbúnað í landinu. Það væri ekk- ert um það að deila að ef Banda- ríkjaher eða NATO byggði hér herflugvöll væri um aukningu á vígbúnaði að ræða en ekki öfíigt. „Ég átta mig eiginlega ekki á því hvernig er hægt að halda hinu gagnstæða fram, að það sé ein- hver sérstök friðaraðgerð af okk- ar hálfu og styrki stöðu okkar í að bjóða landið fram sem alþjóðlega friðargæslu- eða eftirlitsstöð, að flugvöllur sem þessi verði byggð- ur,“ sagði Steingrímur. Hann hefði talið að aðgerðir sem gengju í þveröfuga átt, það er brottför Bandaríkjahers og yfir- lýsing um hlutleysi landsins ásamt því að bjóða síðan þá að- stöðu sem hér er, til að mynda Sameinuðu Þjóðunum, væru trú- verðugar aðgerðir. í ljósi batn- andi sambúðar þjóða teldi hann slíkar aðgerðir á réttum tíma nú. Samgönguráðherra sagði það ekki breyta neinu í andstöðu hans við aukinn vígbúnað að einhverj- ir kunni að hafa þá skoðun að mannvirki sem þetta kynni ein- hverntíma síðar að vera notað í því skyni að halda uppi eftirliti með afvopnun. „Ég vek athygli á því að hér er verið að tala um mannvirki sem mér skilst að verði ekki byrjað á fyrr en eftir hálfan áratug og það á vonandi margt eftir að gerast áður en þar að kemur,“ sagði Steingrímur. Á þessum hálfa áratug sagði Steingrímur íslendinga hafa fleiri en einn og fleiri en tvo íslenska flugvelli sem þjónað gætu sem varaflugvellir fyrir allar venju- Iegar gerðir flugvéla og sem neyðarflugvellir fyrir allar gerðir flugvéla. Ef sú stefnumörkun sem sett hefði verið varðandi Eg- ilsstaðaflugvöll næði fram að " ganga, að á árunum 1992-1994 verði lagður þar fullkominn al- þjóðlegur flugvöllur með brautarlengd allt að 2,700 metr- um, samtímis úrbótum á Akur- eyrarflugvelli og slitlagi á Sauðar- króki og Húsavík á 1,800-2,000 metra brautum, væri gjörsamlega vonlaust fyrir nokkurn mann að halda því fram að einn slíkur flu- gvöllur í viðbót breytti nokkru um flugöryggi. Milljarða mannvirki Þá má ekki gleyma því að sögn Steingríms, hvers konar mannvirki er verið að tala um að NATO byggi hér. Þær takmörk- uðu upplýsingar sem komið hefðu fram um þetta mannvirki hneigðust allar í þá átt að fyrst og fremst væri um hernaðarmann- virki að ræða. „Hér er verið að tala um margra milljarða ef ekki tugmilljarða framkvæmd, sem er auðvitað miklu meira en ein flugbraut. Hér er verið að tala um niðurgrafin eldsneytisbirgðarými og ýmis konar viðbúnað sem á ekkert skylt við þarfir venjulegs flugs,“ sagði Steingrímur. Þegar afvonun og brottkvaðn- ing herja er á flugstigi allt í kring um okkur, sagði Steingrímur það regin tímaskekkju að nauðga öðru hernaðarmannvirki upp á þjóðina. Ríkisstjórnin undir for- ystu utanríkisráðherra, sem bæri að þakka, hefði tekið upp þá stefnu á alþjóðavettvangi að við- ræður og aðgerðir varðandi af- vopnun á höfunum verði að hefj- ast. Það væri því í mótsögn við þessa kröfu okkar og viðleitni að leifa samtímis aukin hemaðar- umsvif í landinu. Allur vígbúnað- aur hér á landi væri í raun hluti af vígbúnaðarkerfí hafanna og yrði ekki aðskilinn frá því. Það kæmi því úr hörðustu átt ef þjóð sem reist hefði kröfur um afVopnun á höfunum færi að heimila fram- kvæmd sem þessa. -hmp Þriðjudagur 13. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.