Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. febrúar 1990 30. tölublað 55. árgangur. Mannréttindasigur Mandela laus án skilyrða Vopnuð baráttagegn hvítu minnihlutastjórninni í Suður-Afríku heldur áfram svo fremi sem hún afléttir ekki kynþáttakúgun Gífurleg fagnaðarlæti brutust út víðsvegar í Suður-Afríku í gær þegar Nelson Mandela leið- togi Afriska þjóðarráðsins var látinn laus á sunnudag eftir nær þriggja áratuga fangelsisvist. Mandela heilsaði tugum þúsunda stuðningsmanna sinna í nafni friðar, lýðræðis og frelsis. Hann lagði samt áherslu á mikilvægi þess að halda baráttunni áfram gegn minnihlutastjórn hvítra manna í Suður-Afríku. Hann sagði að ákvörðun Afr- íska þjóðarráðsins frá árinu 1960 um að grípa til vopna hefði verið gerð í varnarskyni. Orsakir þeirrar ákvörðunar væru enn óbreyttar og því yrði vopnaðri baráttu haldið áfram. Meirihluti Suður-Afríkumanna af öllum lit- arhætti gerði sér nú grein fyrir því að aðskilnaðarstefnan hefði enga framtíð. Miljónir manna ættu sér hvorki heimili né atvinnu. Mandela lýsti yfir fullum stuðningi við núverandi stefnu Afríska þjóðarráðsins sem hefur höfuðbækistöðvar í Zambíu. Hann sagðist ætla að fara þangað við fyrsta tækifæri til að ræða við félaga sína um baráttuaðferðir. Frelsun Mandela hefur hvar- vetna verið fagnað. Þjóðarleið- togar út um allan heim hafa látið í ljós von um að hún sé merki um að stjórnvöld í Suður-Afríku af- nemi öll lög sem kveða á um kyn- þáttamisrétti í landinu. Mandela hvetur þjóðir heims að aflétta ekki viðskiptaþvingun- um gegn Suður-Afríku svo lengi sem aðskilnaðarstefnan er við lýði. Þjóðarleiðtogar hafa tekið undir þetta alls staðar nema í Bretlandi þar sem Margrét Thatcher forsætisráðherra Breta lét í ljós þá skoðun að nú ætti að afnema viðskiptabann á Suður- Afríku úr því að Mandela væri laus úr fangelsi. Fjöldi forystumanna Afríska þjóðarráðsins er enn í fangelsi og lögregla hefur rétt til að halda mönnum föngnum án dómsúr- skurðar í skjóli neyðarlaga. Afr- íska þjóðarráðið setur það sem skilyrði fyrir samningaviðræðum við stjórnvöld að neyðarlögum verði aflétt og mörg þúsund and- stæðingum aðskilnaðarstefnunn- ar sleppt úr fangelsi. Mandela sagðist í gær bjart- sýnn á að suður-afríska stjórnin myndi ganga að skilyrðum Afr- íska þjóðarráðsins og samninga- viðræður hefðust innan skamms tíma. Reuter/rb Sjá síðu 6 Dagsbrún Samþykktir með semingi Alls voru 216 með en 179 á móti. Auðir og ógildir atkvœðaseðlar vorulO. Guðmundur J.: Samningarnar ganga ekki upp nema að allir sitji við sama borð Nýgerðir kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins voru sam- þykktir á almennum félagsfundi verkamannafélagsins Dagsbrún- ar í gær með 216 atkvæðum gegn 179. Auðir seðlar voru 8 og ógild- ir 2. Á fundinum sem haldinn var í Bíóborginni áður Austurbæjar- bíó, sagði formaður félagsins Guðmundur J. Guðmundsson að þessir kjarasamningar gengju ekki upp nema allir sætu við sama borð og það þýddi ekki fyrir neina aðra hópa að semja um meira. „Kastljósinu verður beint að þeim sem reyna að komast fram úr,“ sagði formaðurinn. Guðmundur sagði ennfremur að samningurinn fæli ekki í sér mikl- ar kauphækkanir á samningstím- anum en á móti væri verðbólgan keyrð niður, vextir lækkaðir og verð á landbúnaðarvörum yrði óbreytt. Töluvert bar á óánægju á fund- inum með samningana og af þeim 9 sem til máls tóku á fundinum voru aðeins tveir sem mæitu með honum. Hinir fundu honunm allt til foráttu og sögðu forystu félags- ins og verkalýðshreyfingarinnar almennt vera að reka „enn einn nagla í líkkistu verkalýðsins“ með því að skrifa undir þá og mæ- last til þess að þeir yrðu samþyk- ktir í verkalýðsfélögunum. Til ár- éttingar máli sínu spurðu þeir hinir sömu forystumenn félagsins hvernig þeim dytti það í hug að hægt væri að lifa á rúmlega 40 þúsund króna mánaðarlaunum og varð fátt um svör. -grh Á fjölmennum fundi verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Bíóborginni í gær voru nýgerðir kjarasamningar samþykktir. Töluvert bar á óánægju með samningana á fundinum og margir sem áttu erfitt með kyngja þvi að þurfa áfram að framfleyta sér á rúmlega 40 þúsund króna mánaðar launum. Mynd: Jim Smart. A Iþýð ubandalagið Miðstjóm maikar stefnuna Samþykktar ályktanir um markmið íkosningabaráttunni, alþjóðamál og erlend samskipti jlokksins fyrr og nú Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi um helgina beindi ákveðnum tilmæl- um til flokksfélaga um allt land vegna komandi sveitarstjórnar- kosninga. Samþykkt var að leggja áherslu á málefni leikskóla, grunnskóla og umhverfismál. Flutt voru fjögur framsöguerindi um sveitarstjórnarmál og fjallað um undirbúning kosninganna 26. maí nk. Miðstjórnin fjallaði ítarlega um aiþjóðamál og erlend sam- skipti Álþýðubandalagsins, fyrr og síðar. I ályktun fundarins er harðstjórn kommúnistaflokka Austur-Evrópu fordæmd, hvatt til opinnar og hreinskilinnar um- ræðu um þessi málefni og bent á að tengsl Alþýðubandalagsins við valdaflokka þessara landa hafa ævinlega verið lítil og engin sl. 15 ár. Vegna bókunar eins fundar- manna voru greidd atkvæði um það hvort fulltrúar ABR væru réttkjörnir. Kjör þeirra var sam- þykkt með 37 atkv. gegn einu. Talsverður ágreiningur varð í umræðum bæði um innanfél- agsmál og alþjóðamál. Fulltrúar Birtingar lögðu fram tvær álykt- unartillögur, um sveitarstjórn- amál og alþjóðamál, sem hart var deilt um. Ragnar Arnalds lagði fram greinargerð um þróunina í A-Evrópu og afstöðu Alþýðu- bandalagsins. Starfshópar fund- arins mótuðu síðan úr þeim og breytingatillögum ályktanir sem flestar voru samþykktar sam- hljóða. Samhliða umræðum um þessi málefni urðu snörp skoðanaskipti milli ýmissa full- trúa Birtingar og félagsmanna í ABR, um stefnumið, áherslur og málflutning. Fram kom að sumum fulltrúum af landsbyggð- inni þótti deilur Reykvíkinga af ýmsu tilefni taka um of tíma og athygli fundarins. í almennum umræðum og umræðum um sveitarstjórnarmál voru alls haldnar 44 ræður tvo fyrstu daga miðstjórnarfundarins. Samstaða náðist um nær öll mál fundarins að síðustu, og spár sumra um að félagsmenn í Birt- ingu leggðu svo mikið undir í til- löguflutningi sínum, að varðaði brottför úr flokknum, ef ekki yrðu samþykktar, reyndust markleysa ein. Ályktanir fundarins eru birtar á bls. 5. ÓHT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.