Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 4
þJOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Mandela frjáls maður Nú um helgina vann sjónvarpið það sem sjónvarpið eitt getur: gert okkur að sjónarvottum mikilla og áhrifasterkra tíðinda. Nelson Mandela, óumdeildurforingi í mannréttinda- baráttu þeldökkra manna í Suður-Afríku, fangi hvítu minni- hlutastjórnarinnar í 27 ár, var látinn laus. Við sáum hann ávarpa vini sína og landa og við fundum til þeirrar alltof sjaldgæfu gleði sem fylgir því að réttlæti erfullnægt. Um leið og lausn Mandela úr haldi hlýtur að gera þær vonir að vissu, að nú sjái fyrir endann á einhverju illræmdasta kúgunarkerfi sem við lýði hefur verið, svonefndu apartheid suðurafrísku minnihlutastjórnarinnar. Hinir hvítu valdhafar í Suður-Afríku hafa lengi reynt að réttlæta sig með því, að Nelson Mandela og flokkur hans, Afríska þjóðarráðið, ANC, hafi gripið til ofbeldis eða gert ráð fyrir ofbeldisaðgerðum í frelsisbaráttu sinni. Og með því að ofbeldi er lítt vinsæl baráttuaðferð hin seinni ár hafa ýmsir á Vesturlöndum, einkum hægrimenn sem sáu í ANC skelfi- lega „rauða hættu“, tekið nokkurt mark á röksemdum kyn- þáttakúgaranna. Þar eftir lentu þeir menn á villigötum í vangaveltum um einhverja meðfærilega og „hófsama" tals- menn þeldökkra manna sem rætt yrði við, meðan félagar Mandela væru barðir niður með allri hörku lögregluríkisins. Þeirsem svo hafa hugsað gleyma því, að það eru valhafarn- ir hvítu sem hafa skammtað ANC baráttuaðferðir en ekki öfugt. Mandela vartekinn fastur um það leyti sem hinir hvítu unnu af kappi að því að höggva á öll tengsl milli kynþáttanna með apartheidlögum, sem áttu að tryggja minnihlutanum auð og völd um aldur og ævi með hræsnisfullum tilvísunum í almættið, sem hefði skapað kynþættina og vildi ekki að við þeirra sérstöðu væri hróflað. Allt andóf gegn kúgunarlögun- um var barið niður með kylfum og skothríð: slíkt ofbeldi hlýtur að sannfæra þá kúguðu um að þeir séu neyddir til að grípa til vopna. Ekki skal úr því dregið að ástandið í Suður-Afríku hefur verið mjög sérstætt: það er ekki víða að einstaklingar hafa veriðjafn rækilegafæddirtil hlutverka kúgaðraog kúgaraog þar. En þegar ANC fær aftur að starfa og Mandela er sleppt úr haldi er þar um að ræða atburði sem eiga sér margar hliðstæður í austri og suðri og vestri: harðstjórar og einræð- iskerfi eru á undanhaldi, lögregluríkið molnar sundur. Það er að vísu allangt í það að lýðræði sem byggir á almennum atkvæðisrétti, málfrelsi, fundafrelsi og fjölflokkakerfi spanni allan heim, en áhrifasvæði þess hefur stækkað ört á seinni árum og misserum - ekki síst í Suður-Ameríku og Austur- Evrópu. Framsókn lýðræðisins fylgir mikil alda hrifningar eins og vonlegt er. Þar á eftir kemur tími vonbrigða: menn komast fljótt að því að lýðræðið veldur ekki þeim skyndibreytingum á högum manna sem þeir helst vildu. Að sjálfsögðu ekki: sem breytir engu um það að án lýðræðisins komast menn ekki til þeirra brýnu verka sem liggur á að vinna í samfélögunum. Ranglætið í Suður-Afríku hefur verið auðskiljanlegra og gangsærra en í flestum samfélögum öðrum vegna þess að það var fest í lög sem mismunuðu kynþáttum. Þegar það kerfi fellur hljóta sjónir manna að beinast meir að þeim hagsmunum sem skýldu sér á bak við apartheid: hagsmun- um hinna ríku sem vilja gera eymd hinna fátæku að einskon- ar náttúrulögmáli. Menn munu og skoða það betur en áður, að „aðskilnaðarstefna" er til í ýmsum myndum og fer ekki nærri alltaf eftir kynþáttum. Skal um það vísað til auðmanna- hverfa t.d. í Suður-Ameríku, þar sem hinir ríku loka sig og fjölskyldur sínar af í villuhverfum á bak við háa veggi og setja vopnaða verði við hliðin til að hleypa engum samborgurum úr helvíti fátækrahverfanna þar inn, nema þeim sem vel- þóknun njóta sem hlýðnir þjónar. KLIPPT OG SKORIÐ Mengunin í þriðja heiminum eykst miklu örar heldur en sem svarar þeim samdrætti sem unnið er að á Vesturlöndum. „Fortíðin eltír okkurárönd- um“ Skúmur Þjóðviij&ni Mgir að nesta &r vcrði dzt betra en þ&ð Uðnau AitaeðK .ForUSin cHir okkur á rðndumT Skúmur er &ð visu dm konar •p&ugstoftikarl, lem borfir á tOvmma með bros I augum. En hnyttniyrði hans hhta oft&r I m&rk en hátimhr- aðar staðheflngar ann- arr& stefnuvfta þar á bee. *Fortíðin eltir okkur'á rðodum," aegir Skúmur t^jóðvijj&ns þegar hann horftr fram á veginn. Hann á trúlega við g*er- dag hin» gerska mvintýr- ia, aem Uenzkir aðelauitr ar lobungu 1 áratugi » nú rennur út I aandinn austur I jyrirmynd- arrflgunum“. Fortíðarúttinn sk&rast Off við Undsstiórn M- gi igNjiini Fortíðín íframtíðinni Stak6telnar staldra v>ð spaugsyröi Skúms (Þjóðviija um fortíöina (framtföinnl. Sem og hátimbraöa kenningu Þjööviljans um ,her- 8kálakommúnl8ma" I Rúmeníu, eins og hún kemur fyrir augu Garra Tímans. Þá veröurtjiuggað í orö ungverskra systra í Vest- urtandi um stööu kristins fólks ( kommúnistariki. opinbera, svo ef þ&u viÖ* h&kia störftun sinum, þá Éara þ&u ekki I Idrkju. Þ6 er þetta mlkið að breyt&st núna; þegar við vorum litl&r mátti ekkl einu slnni niiimirf á trú eða kirkju. VÍnkona okk- ar úti var otr er ndðff lega verður hðftmdur tegundarheitisins kall&ð- ■r 1 qjónv&rp og útv&rp til að flytj* þjððinni að fcogmnápimdnn i Rúm- enhi h&fi verið vh&ður ftrrir, og M&rx gamli hafi hent á lyrirÍMerið. Flókn- ara er þetta n6 ekki a£r, þótt m&rkmlði kunnl að hellla þ sk&mmsýnnL Hér á land heftir þéssi stefna verið hÁlfgerðum felulcik Uðnura áratugum. Búat má við að feluleikurin kunni að auk&st eftir þ' •em flelra gruggufi Mengunin eykst, hvað sem „við“ gerum International Herald Tribune birtir í gær kafla úr leiðara Was- hington Post um mengunarmál. Þar kemur fram, að þótt iðnríkin taki hættuna af gróðurhúsaáhrif- unum alvarlega, þá ráða þau ekki við þetta vandamál með aðgerð- um heima hjá sér. Það eru fátæku ríkin sem trúlega munu bæta mestri mengun við á næstu árum, á leið sinni til meiri velmegunar. Vilji iðnrikin koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrifin, verða þau að finna leið til þess án þess að hamla hagvexti í þeim löndum sem nú brenna feiknum af kolum til að efnast. Umhverfisvernd nýtur mestrar hylli hjá fólki sem hefur nóg að borða og getur treyst á lífslíkur miklar. Fólk sem hefur stöðugar áhyggjur af lífsframfæri sínu set- ur gróðurhúsaáhrif neðarlega á listann yfir brýn vandamál. Kínverjar eiga miklar kola- námur og hafa gert stórfenglegar áætlanir um aukna iðnaðarfram- leiðslu. Háleitar og göfugar ályktanir Vesturlandamanna hafa lítil áhrif á það hvernig Kín- verjar kynda. Alþjóða orkustofnunin (IEA) hefur spáð því að árið 2005 muni jarðarbúar nota 50% meiri orku en nú og að 90% þeirrar orku muni enn vera af lífrænum toga, sem sagt eldsneyti sem mengar og endurnýjast ekki. Til ársins 2005, eða á þeim 15 árum sem spárnar taka til, mun koltvísýringsmengun frá því sem við höfum hingað til kallað „kommúnistaríki“ aukast meira en tvöfalt á við það sem gerist hjá vestrænum iðnríkjum. Útblást- urs- og reykmengun í fátæku löndunum mun aukast þrefalt hraðar en í vestrinu. Þessi magnaukning gerir að engu þann samdrátt í koltvísýr- ingsmengun sem iðnríkin beita sér fyrir. Gróðurhúsaáhrifunum seinkar ekki, þótt útreikningar á Vesturlöndum gæti gefið það til kynna. Eina lausnin væri sú að þróa nýja tækni sem hentar í þriðja heiminum. Auðvitað beinast þá augu manna að kjarn- orku. En vegna slysa í kjarnorku- verum og ótta fólks við þau er nauðsynlegt að efla öryggisþátt- inn, ef stefna á að nýtingu þeirra í þriðja heiminum. Sólarorka kemur til greina, en framfarir varðandi hana eru afar hægar. Hún hefur ekki enn getað sannað sig, því kostnaður við tilraunir og þróun eru sífellt meiri en orkan sem hún virkjar. Orkulindir sem dæla ekki út tröllauknu magni af koltvísýringi eru mikilvægastar þess sem þróa þarf. Evrópskir söngvar Sjónvarpið fór bráðsnjalla leið með því að blanda saman spaugþætti sínum Stöð 90 og Eur- ovision söngvakeppninni. Með því átti bersýnilega að auka skemmtanagildið og tryggja áhorfendur, en um leið að slá vopnin úr höndum þeirra sem stimpla keppnina sem hlægilegt léttmeti. Athyglisverðar leiðir voru einnig farnar í dagskrárgerð varðandi atkvæðagreiðslu og kynningar á lögunum. Sérstök yf- irnefnd tónlistarafurða sat þarna eins og á sakamannabekk og glúpnaði þegar Edda Andrés- dóttir lýsti þeim. Trúlega býður austur-evrópskt sjónvarp upp á svipaðar uppákomur um þessar mundir. Óvinir alþýðunnar eru látnir sitja í opinberum skam- makrókum og háðið látið dynja á þeim. Hörður G. Ólafsson, tann- smiður og tónlistarmeistari á Sauðárkróki, var látinn hverfa innan um stórmennin þegar að afhendingu verðlauna kom. Starfsmenn Sjónvarps og Valgeir Guðjónsson þöndu sig, meira að segja krúttin sem fluttu verð- launalagið, en listamanninum sjálfum var ýtt kurteislega til hliðar. Fólk spurði: Hver er snill- ingurinn? Hver er Hörður? Tón- listarmaður? Hvernig lítur hann út? En þrátt fyrir langdregnustu dagskrá sem sést hefur um langa hríð var ekki tími til þess að kynna sigurvegarann, ræða við hann, - það var ekki einu sinni birt nærmynd af kappanum. Upplýsingar um feril hans í hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar, fjölda tónverka sem hann hefur samið, smekk í tónlist og álit á lögunum og framkvæmd keppninnar - allt var þetta látið fréttastofunum eftir. Hins vegar er jafn augljóst, að verðlaunalagið 1990 vekur at- hygli erlendra dómgæslumanna, það er í hæfilegum skrallhúsa- og skífuþeytastíl og hafnar í 8. sæti Eurovision sönglagakeppninnar í Júgóslavíu. Allir eru að tala um það Opna helgarblaðs DV nú síð- ast líktist meira gamalli Þjóðvilj- aopnu heldur en málgagni frjáls- hyggjunnar. Leiðarinn var, eins og annar hver Moggaleiðari núna, um mikilhæfan leiðtoga So vétríkj anna og það merka starf sem eftir hann liggur. DV- ritstjórinn Jónas Kristjánsson nafngreinir fjölmarga innanbúð- armenn í Kreml af mikilli þekk- ingu og gefur þeim einkunnir. Ryzhkov er sökudólgurinn, segir DV, hálfgerður Framsóknar- maður. Erlenda fréttaskýringin við hlið leiðarans er eftir Magnús Torfa Ólafsson, fyrrum ritstjóra Þjóðviljans. Vitaskuld fjallar hún líka um leiðtoga Sovétríkjanna og „lýðræðisbyltingu" hans. Inn- lenda fréttaskýringin er eftir Ell- ert Schram og þekur mynd frá félagsfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík þriðjunginn af síð- unni. Þjóðviljinn getur líka bent með nokkru stolti á sjálfan sig sem vinsælt umfjöllunarefni. Að meðaltali voru Staksteinar Morg- unblaðsins í janúar annan hvern dag byggðir á efni úr Þjóðviljan- um. Þjóðviljinn sér ekki bara Mogganum fyrir efni, heldur er sífellt í hann vitnað í öðrum blöð- um. Tíminn og Mogginn hefja báðir teiknimyndahetju okkar, Skúm, til skýjanna, fyrir pólitíska skarpskyggni og húmor. Skúmur fylgist vel með þjóðmálum og er oft sá sem á síðasta orðið á rit- stjórninni undir kvöld. ÓHT pJÓÐVILJINN Síðumúla 37-108 Reykjavík Sími:68 13 33 Símfax:68 19 35 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páli Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Frétta8tjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrirbiaðamenn: Dagur Þorieifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbroiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 37, sími 68 13 33 Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ’ Þrlðjudagur 13. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.