Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Telurðu þörf á stofnun sérstaks embættis um- boðsmanns barna? (Spurt í Álftamýrarskóla) Jónas Þór Jónasson Já það þyrfti að hafa slíkt emb- ætti. Ég veit af málum sem börn hefðu þurft á slíku að halda. Hilmar Hauksson Já mér finnst vera þörf á því og hef heyrt af málum þar sem brot- ið hefur verið á börnum. Einar Pálsson Mér finnst að ætti að stofna slíkt embætti, tel það nauðsynlegt. Berglind Erlingsdóttir Já mér finnst það. Ég veit til þess að brotið hefur verið á börnum. Einar Guðmundsson Já, mér finnst það og veit um til- vik þar sem brotið hefur verið á börnum. þJÓÐVILIINN SIMI 681333 SÍMFAX 681935 Þriðiudaqur 13. febrúar 1990. 30. tölublað 55. árgangur. Atómstöðin á spænsku Barátta við sjálfan mig Aitor Yraola sendikennari: Lœrði mjög mikið áað þýða bókina. Spœnskiforleggjarinnfékk loforð um styrkfrá íslandi við útgáfu bókarinnar Spánverjar og aðrar spænsku- mælandi þjóðir eiga þess nú kost að lesa Atómstöð Halldórs Laxness á eigin tungu. Sá sem á heiðurinn að því er Aitor Yraola, sendikennari í spænsku við Há- skóla íslands. Hann byrjaði að þýða bókina fyrir þremur árum, að eigin frumkvæði, og lauk verk- inu síðastliðið sumar. Atómstöð- in kom svo út fyrir réttum mánuði hjá forlaginu Catedra. „Það var mjög gaman að þessu. Ég lærði mjög mikið og ég er mjög þakklátur Halldóri Lax- ness fyrir að hafa skrifað hana,“ sagði Aitor Yraola í samtali við Þjóðviljann. Atómstöðin var gefin út með loforði um styrk frá íslenska menntamálaráðuneytinu. Cate- dra er þannig fyrsta spænska bókaforlagið sem fær styrk héðan til að gefa út þýðingu á íslenskri bók. Aitor sagði að það hefði ver- ið eina leiðin til að koma bókinni út. Að öðrum kosti hefði enginn bókaútgefandi viljað líta við henni. „íslenskar bókmenntir eru mjög lítið þekktar á Spáni og selj- ast einfaldlega ekki. Þetta er mjög skiljanlegt því skandínavísk tungumál eru ekki kennd á Spáni,“ sagði Aitor. Hann sagði að styrkveitingar af þessu tagi væru mjög algengar í Evrópubandalaginu, og t.d. hefði skáldsaga Nóbelshafans Cela, Paskval Dvarte og hyski hans, verið gefin út á íslensku með samskonar styrk frá Spáni. Aitor finnst bókin eiga fullt er- indi til Spánverja þar sem Banda- ríkjamenn hafi haft herstöðvar á Spáni frá því um 1950. „Þetta kemur þeim því ekki spánskt fyrir sjónir. í öðru lagi er þemað í skáldsögunni, kona eða stelpa sem kemur úr sveitinni til borgar- innar, algengt þema í spænskum bókmenntum.“ Aðspurður sagði Aitor að erf- itt hefði verið að þýða Atómstöð- ina. „Þetta var barátta við sjálfan mig og það hefur nú tekist, vona ég. Ég gerði þetta aðallega að gamni mínu,“ sagði hann. Þótt þýðingin sjálf hefði verið erfið, sagði Aitor að enn erfiðara hefði verið að sannfæra menn hér á landi um að veita styrk til útgáf- unnar. „Það er ekki til kerfi á íslandi til að veita þýðendum stuðning. Þýðendur t.d. í Frakk- landi, Þýskalandi og á Spáni fá mjög mikla aðstoð. En hér hefur maður á tilfinningunni að maður þurfí að betia, ekki til að fá styrk handa mér, beinlínis, heldur handa öðrum.“ Atómstöðin kom út í sjö þús- und eintökum hjá spænska for- Ieggjaranum. Hún er önnur bók Laxness sem hefur verið þýdd af frummálinu yfir á spænsku. Hin bókin var Eldur í Kaupinhafn, og það var einnig spænskur sendik- ennari á íslandi sem þýddi hana, fyrir tæpum þrjátíu árum. Aðrar bækur eftir Laxness á spænsku hafa ýmist verið þýddar úr þýsku eða ensku. Aitor sagði að of snemmt væri að segja til um við- tökur bókarinnar. Hann sagðist þó hafa heimsótt Halldór Lax- ness og hefði hann orðið mjög ánægður við tíðindin. En skyldi Aitor ætla að láta hér við sitja, eða ætlar hann að þýða aðra bók eftir Laxness? „Égveitþaðekki. Égætlabara ola, sendikennari og þýðandi að hvfla mig núna, því þetta er Laxness á spænsku. mjög slítandi,“ sagði Aitor Yra- -gb Aitor Yraola, þýðandi Atómstöðvarinnar á spænsku: Erfitt verk en skemmtilegt. Mynd: Jim Smart. Handbolti Káttí Hölliimi íslenska landsliðið í handbolta vann sætan sigur á liði Rúmeníu í fyrrakvöld, 24:20 og var það í fýrsta skipti sem landinn vinnur sigur á þessum fyrrum heims- meisturum á fjölum Laugardals- hallar. í gærkvöld áttust svo liðin við á ný og lauk þeirri viðureign með sigri okkar manna, 23:20. -grh Mynd: Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.