Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Suður-Afríka Viðskiptabann áfram Þjóðarleiðtogar út um allan heim lýstu því yfir í gær að efnahagslegum refsiaðgerðum yrði haldið áfram á Suður- Afríku þrátt fyrir að Nelson Mandela leiðtoga Afríska þjóðarráðsins hefði verið sleppt. Frelsun hans væri í áttina en stjórnvöld í Suður-Afríku yrðu að ganga lengra til móts við kröfur blökku- manna um jafnrétti til að hægt væri að afiétta refsiaðgerðum. Gareth Evans utanríkisráð- herra Ástralíu benti á að mark- mið refsiaðgerða gegn Suður- Afríku hefði ekki verið að fá Nel- son Mandela leystan úr haldi heldur að tryggja afnám aðskiln- aðarstefnunnar sem veitir íbúum Suður-Afnku ójafnan rétt á lífsgæðum eftir litarhætti. Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands var eini þjóðar- leiðtoginn sem sagðist telja freis- un Mandela nægjanlega til að aflétta ætti efnahagslegum refsi- aðgerðum að hluta. George Bush Bandaríkjafor- seti virtist í fyrstu hikandi hvort rétt væri að slaka eitthvað á refsi- aðgerðunum en lýsti því yfir af- dráttarlaust í gærkvöldi að þeim yrði haldið áfram þar til fleiri um- bætur yrðu gerðar. Afríska þjóðarráðið Ieggur áherslu á mikilvægi þess að halda áfram viðskiptaþvingunum áfram einmitt núna til að neyða stórnvöld í Suður-Afríku til að koma lengra til móts við kröfur þess. Almennt er talið að F. W. de Klerk forsætisráðherra Suður- Afríku eigi nú ekki annarra kosta völ en að ganga að kröfum Afr- íska þjóðarráðsins um afnám neyðarlaga og frelsun pólitískra fanga. Hann hafi nú þegar gengið svo langt að ekki verði aftur snú- ið. Reuter/rb ísrael Uppnám hjá Likud Fundur Likjidbandalagsins um afstöðu Israelsstjórnar til friðarviðræðna við Palestínu- menn leystist upp með látum í gær þegar andstæðar fylkingar lýstu yfir sigri sínum. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra reyndi að fá fundarmenn til að lýsa yfir stuðningi við stefnu sína með handauppréttingu. Um það bil tveir þriðju réttu upp hönd en þá greip harðlínumaður- inn Ariel Sharon hljóðnemann og krafðist stuðningsyfirlýsingar við „útrýmingu hryðjuverka“ eins og hann orðaði það. Allt fór í bál og brand á fundin- um. Shamir strunsaði út og báðar fylkingar lýstu yfír sigri í atkvæð- agreiðslunni. Rétt áður hafði Sharon sagt af sér sem viðskiptaráðherra í stjórn Shamirs og sakað hann um að bera ábyrgð á dauða gyðinga vegna ódugnaðar við að berja niður uppreisn Palestínumanna á herteknu svæðunum. Alls hafa 44 gyðingar fallið í uppreisninni, sem hófst fyrir 26 mánuðum en um átta hundruð Palestínumenn. Þrátt fyrir ásakanir Sharons var ekki að heyra á Shamir að hann hefði slakað mikið á harð- línustefnu stjórnar sinnar. Hann setti ströng skilyrði fyrir því hvaða fulltrúa Palestínuaraba ís- raelsstjórn væri reiðubúin til að ræða við. Enn fremur hvatti hann gyðinga til að halda áfram land- námi sínu á hernumdu svæðun- um. Vinningstölur laugardaginn 10. feb. ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 6.485.342 2.4 12 104.352 3. 4af 5 289 7.474 4. 3af 5 10.168 495 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 21.416.054 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Nelson Mandela eftir að honum var sleppt úr haldi í gær. Þá voru 27 ár liðin frá því að leyft var að taka mynd af honum síðast. Alsír Forstjóra- verkfall gegn skrifræði Atvinnurekendur í vesturhér- uðum Alsírs voru í verkfalli í gær þriðja daginn í röð til að mót- mæla skrifræði og ríkiseinokun. Vinna lá niðri í um sjö þúsund einkafyrirtækjum í Vestur-Alsír vegna verkfallsins. Atvinnurekendur saka skrif- finna í ríkisbákninu um að hindra framkvæmd efnahagsumbóta sem áttu að efnema ríkiseino) ,n í verslun og örva samkeppn; Einkafyrirtæki hafa alítaf verið öflug í Vestur-Alsír jafnvel þótt stjórnvöld í Alsír hafí tekið upp miðstýrt áætlanakerfi í efna- hagsmálum á miðjum sjöunda ár- atugnum. Fyrir nokkrum árum boðaði Chadli Beniedid forseti brotthvarf frá miðstýrðu hagkerfi og einokun ríkisins í verslun og framleiðslu var afnumin með lögum. Atvinnurekendur segja að ríkisfyrirtækin haldi samt fast við einokunarstöðu sína. Verksmiðj- ur í einkaeigu séu reknar undir framleiðslu ef þær eru í sam- keppni við ríkisverksmiðju vegna þess að ríkisfyrirtækin hafi for- gang um hráefni og einkafyrir- tækjum er meinað að kaupa að- föng án milligöngu þeirra. At- vinnurekendur krefjast þess að fá að kaupa aðföng beint bæði á innanlandsmarkaði og erlendis. Efnahagur Alsírs sé í hættu vegna óráðsíu skriffinna. Reuter/rb Afvopnun Reuter/rb Sovétmenn vilja her sinn heim Heimkvaðning sovéska hersins leggur þungar byrðar á sovéskt efnahagslíf Sovétstjórn ítrekaði á sunnu- dag fyrri yfirlýsingar um að allir sovéskir hermenn verði kall- aðir heim frá öðrum Evrópu- löndum fyrir árslok 1996 og að allar herstöðvar Sovétmanna er- lendis verði lagðar niður fyrir árið 2000. Sovétmenn hafa nú þegar haf- ið viðræður við stjómvöld í Tékk- óslóvakíu og Ungverjalandi um heimkvaðningu sovéska herliðs- ins í þessum löndum. Sovétstjórn segist einnig reiðu- búin til viðræðna við Pólverja um brottflutning sovéska hersins í Póllandi þegar pólska stjórnin óskar þess. Talið er að um 40.000 sovéskir hermenn séu í Póllandi. Hluti 380.000 manna herliðs Sovétmanna í Austur-Þýskalandi hefur líka verið kallaður heim. En sovéska stjórnin segir í yfirlýs- ingu sinni að frekari fækkun sé komin undir gagnkvæmum samn- ingaviðræðum um afvopnun í Evrópu. Hernaðarsérfræðingar segja að brottkvaðning sovésks herliðs frá Austur-Evrópu geti orðið So- vétmönnum mjög kostnaðarsöm. Sérstaklega verði erfítt að finna heimkomnum hermönnum og fjölskyldum þeirra samastað. Mihail Moisejev æðsti yfír- maður sovéska hersins sagði í blaðaviðtali um helgina að um 35.000 hermenn og 30.000 fjöl- skyldur þeirra myndu snúa heim til Sovétríkjanna frá Ungverja- landi og Tékkóslóvakíu á næst- unni. Ekki væri heldur hægt að útiloka stórfellda heimflutninga sovésks herliðs frá Póllandi og Austur-Þýskaiandi. Moisejev viðurkenndi að enn hefði enginn gert sér grein fyrir þeim gífurlega kostnaði sem þessu væru samfara. Það þyrfti ekki aðeins að finna húsnæði handa hermönnunum heldur yrði að finna þeim vinnu og byggja skóla handa bömum þeirra. Sovéskir embættismenn em sagðir hafa skýrt tékknesku stjórninni frá því að Sovétmenn ættu erfitt með að verða við kröfu hennar um heimkvaðningu alls hers síns fyrir áramót vegna þess að ekki væri til húsnæði handa hermönnunum. Niðurskurður til hermála að undanförnu gerir sovéska hern- um enn erfiðara að leysa þessi heimkvaðningarvandamál en ella. Samdráttur í hergagnaiðnaði hefur líka í för með sér ýmsa erf- iðleika. Vafalaust eykst fram- leiðsla á neysluvörum til lengri tíma litið þegar hergagnaverk- smiðjur fara að framleiða neyslu- vörur. En margir efast um að þær geti keppt við almennan iðnað þar sem hergagnaiðnaðurinn hef- ur notið einokunaraðstöðu og er ekki búinn undir samkeppni. Verkamenn í iðnaðinum hafa notið margvíslegra fríðinda og verið yfirborgaðir. Reyndar eiga Bandaríkjamenn við mjög svipaðan vanda að stríða ef þeir kalla heim hersveitir sínar og draga úr hergagnafram- leiðslu. Ýmsir telja þetta eina af orsökum þess hvað þeir eru tregir til mikils samdráttar í hemaði. Þrátt fyrir þessa erfiðleika segjast Sovétmenn staðráðnir í að halda áfram afvopnunarstefnu sinni enda komi hún til með að bæta efnahag þeirra þegar frá líð- ur og draga úr spennu í heimin- um. Reuter/Tass/rb . 6 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJiNN Þriðjudagur 13. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.