Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 7
Þetta bréf er samið í þeim til- gangi að lísa þeirri kníjandi nauðsin að brúa þann illræmda fjörð Gilsfjörð. Ef vafi er á hvar þessi fjörður er á jarðkringlunni, þá er hann skírt upp teiknaður hjá Nató og Var- sjárbandalaginu. Skal nú fjallað um nauðsin þessarar brúar á ímsa vegu en öll umræðan stefnir þó að einu marki. - Sem sagt brúargerð ifir Gilsfjörð. Þjóðleið vestur og suður firir þennan fjörð er farin á þann hátt, því austurátt hefur ekki verið tekin í notkun af almættinu enn, á þessu svæði. Torleiði firir þennan fjörð er hrikalegt, sumar sem vet- ur. Ekki líkindi á að mannheldan ís leggi á fjörðinn firr en árið 2018. Áður en sjálfrennireiðartíð rann upp, var ráðinn ferjumaður staðsettur siðramegin fjarðar með uppsátur ferjustútsins ímisst á Salthólmavík eða Ytri-Fagra- dalslandi. Níttist illa hans þjón- usta sökum ótriggilegs farvatns, blindskerja, boða, stirðlegra strauma og mislindi vinda. Ef samgangna saga Gilsfjarðar irði einhvern tíma skráð, irði kaflinn um ferjumanninn mjög athiglis- verður. Ferjumaðurinn var mjög skap- mikill og og hafði allt aðkall og firirskipanir við sjósetningu, uppsátur og svo í sjóðferðum, eins og tíðkast á herskipum í or- ustu. - (kom herfjötur ifir menn í návist hans). Uppsátur fór fram með göng- uspili. Að því verki loknu vafði maðurinn nærbuxunum sínum um skrúfuna, svellþæfðri föður- landsbrók. Var allt hans fas við það verk í algjörri andstæðu við firri framkomu, - síndi af sér fá- fengilega umhiggjusemi og hjart- ahlíju. - Síðan hef ég séð tugi skipa og báta uppsetta víða um land með kviknakta skrúfuna. Hefur mér aldeilis ofboðið slíkt hirðuleisi. Er nú síst að undra þótt allt sé ekki í sómanum hjá útgerðinni ef annað fer þar eftir. Manni ber í hug að útgerðin gefi svo lítið af sér, að útgerðarmenn séu allir nærbuxnalausir eins og flug- freijur. Þirfti að benda honum Hall- dóri Ásgrímssini á að bæta hér um skjótt. Þokulúður átti ferjumaðurinn sömu gerðar og Gabríel erkieng- ill á að blása í þegar dómsdagur rennur upp, að kalla alla fram- liðna til dóms. Talið var að þok- ulúður ferjumannsins hefði sama hljóm. Hreppsnefnd Saurbæjar- hrepps lagði blátt bann við að ferjumaðurinn blési í lúðurinn því hætta var á að framliðnir fæld- ust upp í ótíma. Og þar sem fjöldi ómaga og sveitarlima höfðu verið huslaðir, í gegnum tíðina, á hreppsins kostnað, gæti orðið sveitarfélaginu mjög kostnaðar- samt að koma þeim niður aftur. Mjög erfitt reindist ferju- manninum að hiíða þessum til- mælum, einkum ef alþingis- kosningar stóðu til, því nokkur ásælni var að reina að koma fram- liðnum á kjörskrá. Því eins og all- ir vita, eiga einstaka þingmenn öruggt filgi afturgangna og svo annarra á svipuðu plani. í annan stað fann ferjumaður- inn upp kvótan illræmda sem nú flæðir ifir landbúnað og sjávarút- veg. Svoleiðis var að ferjumaðurinn var mjög fátækur og átti ekki annað farartæki til að ferðast á á landi, en eitt kvenhross. Varð öll fjölskildan að ferðast samtímis á þessu hrossi. Að sjálfsögðu varð maðurinn að miða fjölskildu- stærðina við hrigglengd merar- innar. Til þess setti hann kvóta á alla sína barnagerð svo enginn fjölsakildumeðlimur þirfti að sitja heima ef hafin var reisa. Ekki er firir að sinja að bænd- um og útgerðarmönnum þiki nú sem hvótinn miðast við hrigg- leingd merar, - en það er nú önnur saga. Gilsfjarðarrolla Opið bréftil samgöngumálaráðherra, fjárveitingavaldsins oggull- kreistara ríkisins frá Steinólfi Lárussyni í Ytri-Fagradal - Bíðið þið nú við á meðan ég fæ mér í nefið Eins og áður er getið eru sam- göngur firir Gilsfjörð háskasam- legar vegna stórviðra, snjóflóða, grjótflugs og skriðufalla. Jafnvel svo að sjálfur andskotinn hefur ekki treist sér til að fara firir fjörðinn, nema í góðu veðri, - og svo Saurbæjarklerkur, sem þjón- ar Garpsdalskirkju. Þeir félagar hafa jafnan staðið að jöfnum leik að spóla í liðnum. Engin dæmi eru um að andskotinn hafi orðið að lúta að góðu nema í þessum tilfellum, - slíkt er torleiði firir fjörðinn. Er þessi ástæða ærin til að hefja brúargerð á Gilsfjörð. Þó skal nú tína til fleiri rök. Til dæmis er nú skildleikarækt hjá mannfólkinu í Geiradal og Reykhólasveit komið á háska- samlegt stig. Forsjónin sjálf hefur slegið vamagla firir of mikilli skildleika- rækt þannig að menn eru látnir halda að allt sé betra hinumegin við fjallið eða hinumegin við fjörðinn. Og menn fá hvata og vessa í holdið til að fara af stað til kvonbæna ifir fjall eða firir fjörð. Halda jafnvel að huggulegri be- holarar firir fjölgunardropa séu allstaðar betri en í sinni sveit. Þessir hvatar koma sterklegast ifir menn á brundtíðarmánuði en þá er stórleikur höfuðskepna hvað trilltastur með veðurfar. í þessu tilfelli hafa menn orðið að snúa við á miðri leið firir Gilsf- jörð og orðið að láta deigan síga. En eins og allir vita er það hið alversta í öllum kvennamálum ef menn verða að láta deigan síga.^ Dæmi um hvað skildleikaræktj er hættuleg öllum lífríkis-l stofninum má fá skírust af Skag-f aströnd. Þar úrkinjaðist lús á mönnum af skildleikarækt svo að hún stráféll, - allt firir sam- gangnaleisi. Hættulaust má aðeins kalla að fara firir Gilsfjörð einungis á þeim tíma sem jötunuxinn flígur. Þó er alltaf ifirvofandi grjótflug úr fjöllum. Vissulega hefur verið reint að bæta samgöngur firir þennan títt nefndan fjörð. Þegar sjálfrennireiðartíð hófst, var gerð rispa í hlíðarnar með jarðítu. Þá varð að sæta sjávar- föllum á nokkrum kafla á ferð firir fjörðinn. Menn fóru oft af stað í bráðræði áður en full fallið var frá og kaffærðu bfla sína í salt- vatninu, reindar í þeirri trú að saltpækill varnaði öllum skemmdum. Þaðan er komin þrá íslendinga að flitja inn saltpæklaða bfla. t Seinlega gekk að malbera þessa áðurnefnda jarðíturispu; Fjárveiting til þess reindist oft- ekki meiri en svo, að vegavinnu- flokkurinn gat komið á staðinn og tjaldað. - Varð að fara til baka á sinn kostnað. En það ár sem fjárveiting reindist meiri þá varð verkstjórinn svo heims- menningarlega sinnaður að hann lét bera ofaní veginn leir, þar sem hann hafði frétt að stræti og torg Rómarborgar væru klædd mep leir. Komst að því síðar að þessi leir í Rómaborg var brenndur og þar af leiðandi beinharður, en við Gilsfjörð reindist þessi leir, óbrenndur, afar illa, einkum í vætutíð, - varð sleipusamt, - framkallaði óvandað orðaval hjá bflstjórum í garð vegagerðarinn- ar í heild, - ifir allt landið litið. Það er hald manna að þessi kafli í vegagerðarsögunni hafi verið strikaður út jafn stórmann- lega og að þessu var staðið. Þó þessi leir hafði verið fjar- lægður eru nokkur dæmi um að farartæki hafi hratað út af hon- um. Jafnvel vegheflar og jarðítur hafa skoppað niður í fjöru úr hlíðinni, vinnandi við það verk að draga úr sköflum bfla kaffærða svo sem læknisbflinn og díra- læknisins, sem höfðu orðið að liggja úti næturlangt við mikinn háska, snjóshengjum ifir hang- andi. Díralæknirinn var að fara í einu þessara tilfella vestur í Guf- udalssveit, þar sem talið var að hestur hefði viðbeinsbrotnað. Til þess að útskíra hvers vegna læknir er ekki staðsettur á Reykhólum eins og áður var hér forðum, þarf nokkra umfjöllum. Lengi var það að læknir var á Reykhólum og gegndi sínu emb- ætti með miklum sóma, uns af- gerandi breiting varð á. Spúsa læknisins fékk sendan hana að hænsnabúi sínu alla leið sunnan af Rosmhvalanesi. Reindist hann foráttu grimmur og uppvöðslu- samur. Gekk millum hænsnabúa staðarins, ifirgekk hanann á hverju búi með ofbeldi og lík- amsmeiðingum, át matinn og hafði með hænum. Húsfreijur staðarins reindu allar sem ein, að koma ifir þennan hana siðferðis- legri skikkan. Kom firir lítið. Varð af sundurlindi og þikkja þar sem spúsa læknisins varði mál- stað síns hana með hundrað og átján desibela upploki. Kom einnig berlega í ljós að spúsa læknisins var að sínu leiti hálfu grimmari en haninn, bæði til munns og handa. Hverinn Kraflandi lá niðri meðan þessi hriðja rann ifir. Lengi vel höfðu bændur stað- arins engin afskifti haft af þessum þvergirðingi, þar til húsfreijur gripu til sama ráðs og fornkonur beittu forðum daga við bændur sína, ef þær vildu koma blóð- hefndum fram. Það var á þann veg að þær mæltu svo við bændur sína: Eigi skalt þú koma mér í eina sæng firr en fullum hefndum er náð. Nú sögðu húsfreijur staðarins við bændur sína: Eigi skalt þú koma mér í eina sæng firr en han- inn grimmi en farinn, ellegar dauður. Nú hafa innflutningsifirvöld ónítt þetta hroðalega ráð. Nú geta menn fengið við vægu verði dæilegar píur frá Tælandi inn- fluttar. Mikið lof eiga þau ifirvöld skilið að óníta þetta ráð, og að reina að drepa niður að nokkru ráði, Jafnréttisöfgvar kvenna. - Þær eru jafnvel farnar að pissa standandi. Víkjum nú aftur að ástæðum firir læknisleisi á Reykhólum. Eftir að húsfreijur höfðu beitt ráðinu hræðilega, hittist svo á að umgangspest fór sem faraldur um sveitina og lögðust menn í þúngri sótt unnvörpum. Það undraði lækninn að hans var aldrei vitjað. Að nokkrum tíma liðnum fór hann ókallaður að vitja sjúkra, gekk að hvflu manna með lækni- sfræðilegu ávaipi. Fékk einungis þau svör í umli undan sænginni. „Ég vil verða sjálfdaður“. Fór læknirinn hús úr húsi, allstaðar sömu svörin, - ég vil verða sjálf- dauður. Þegar svo var komið að menn vildu firir alla muni verða sjálfdauðir, taldi læknirinn að hann hefði þar ekkert að gera og hrökklaðist burt frá Reykhólum, ásamt spúsu sinni og hananum grimma. Sagt er að spúsan hafi mælt svo með þúngum áhrínisorðum, að á Reykhólum skildi læknir aldrei þrífast. First og fremst eftir að haninn grimm var farinn af staðnum og menn fóru aftur að sænga hjá konum sínum, lögðu þeir af þá meiningu að vilja verða sjálf- dauðir og fengu annan lækni á staðinn. Gerðu nokkrir læknar tilraun til að starfa á Reykhólum en að því er virðist hafa áhrínis- orð spúsunnar síast ifir staðinn og er nú svo komið að læknir fær tæplega unað á Reykhólum nema nokkra klukkutíma í einu. Kom- andi þangað frá Búðardal vestur firir Gilsfjörð, eftir lögskipaðri tilstuðlan heilbrigðisifirvalda, ið- uglega við mikinn lífsháska eins og hér er áður líst og mun svo verða þar til brúaður verður Gilsfjörður. Með þessum rökum má það teljast forhert og óguðlegt hjarta- lag viðkomanda ifirvalda, ef frelsast brúargerð á Gilsfjörð. Slútta ég hér með þessu ákalli. Ytri-Fagradal á jólum 1989 Steinólfur Lárusson. Steinólfur Lárusson er bóndi í Ytri Fagradal, Skarðsströnd í Dalasýslu. Höfundur fór fram á að stafsetningu hans yrði haldið. Skil á staðgreiðslufé EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. RSK RlKISSKATTSTJÓRI Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- I i Þriðjudagur 13. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.