Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Siglufjörður Stórum áfanga náð Nýlega voru afhentar 16 fullbúnar íbúðir ídvalarheimili aldraðra. Fullgert verður rými fyrir 38 manns Nýlega var stórum áfanga náð í byggingu dvaiarheimils fyrir aldraða í Siglufirði þegar fram- kvæmdnefnd um byggingu húss- ins afhenti bænum 16 fullbúnar íbúðir sem kostuðu fullfrá- Akureyri Framsókn raðar á lista Framsóknarmenn á Akureyri urðu fyrstir allra stjórnmálasam- taka í landinu til að stilla upp framboðslista fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Fulltrúaráð framsóknarfé- laganna á Akurcyri samþykkti á fundi í fyrrakvöld tillögu uppstill- ingarnefndar. Sex efstu sætin skipa þau Ulf- hildur Rögnvaldsdóttir bæjar- fulltrúi, Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri, Jakob Björnsson fjármálastjóri, Kol- brún Þormóðsdóttir leiðbein- andi, Sigfríður Þorsteinsdóttir tækniteiknari og Þorsteinn Sig- urðsson vélaverkfræðingur. Sig- urður Jóhannesson, núverandi bæjarfulltrúi þeirra framsóknar- manna, er hins vegar í neðsta sæti listans. Efnt var til skoðanakönnunar meðal flokksbundinna framsókn- armanna í janúar og voru niður- stöður hennar hafðar til hliðsjón- ar við röðun á listann. -gb —......... gengnar um 33 miljónir króna. Þar með hafa verið teknar í notk- un íbúðir fyrir alls 29 manns en fullgert mun húsið rúma samtals 38 manns. Með þessum áfanga eru komn- ar í gagnið 15 einstaklingsíbúðir og 7 hjónaíbúðir. Eftir er að ljúka við 3 hjónaíbúðir og eina ein- staklingsíbúð á fyrstu hæð og tvær einstaklingsíbúðir á jarðhæð ásamt þjónusturými. Umsjón með rekstri dvalarheimilisins hefur stjórn sjúkrahúss Siglu- fjarðar. Að sögn Hauks Jónassonar formanns bygginganefndar dval- arheimilisins væri byggingin ekki jafn langt komin ef ekki hefði verið fyrir hendi mikill áhugi ým- issa aðila í bænum sem og fé- lagasamtaka sem hafa gefið margar miljónir í byggingasjóð hússins. Haukur sagði að skuídir bæjarsjóðs hefðu ekki aukist við þessar framkvæmdir en engu að síður yrði að láta staðar numið í bili við lokafrágang hússins út af fjárskorti. Haukur sagði jafnframt að væntanlegir íbúar hússins væri það fólk sem öll þjóðin á sínum tíma hefði horft til við öflun gjaldeyris þegar sfldarævintýrið var og hét í Siglufirði. Miðað við fólksfjölda jafngildir þetta fram- tak því að Reykvíkingar hefðu byggt hvorki meira né minna en 800 svona íbúðir. Kvikmyndagerðarmenn Afskraeming í slað þýðingar „Það lcetur nœrri að þriðja hver mynd sem sýnd er á íslandi búi yfir alvarlegum þýðingarvillum“ Stjórn Félags kvikmyndagerð- erlendum kvikmyndum og sjón- armanna segir lög um íslenskun á varpsþáttum vera þverbrotin ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi Skemmtikvöld Alþýðubandalagsfélagar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaða- hreppi. Óformlegt skemmtikvöld verður í Gaflinum föstudaginn 9. mars. Nánar auglýst síðar. Alþýðubandalagsfélögin Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. feb. kl. 20:30 í Þinghól. Dagskrá: 11 Félagsgjöld. 2) Tillaga uppstillinganefndar um framboðslista. 3) Bæjarmálin. 4) Önnur mál. Allir félagar eru hvattir til að mæta Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Opið hús Opið hús. Rabbfundir alla laugardaga milli 10 og 12 á skrifstofunni í Þinghóli, Hamraborg 11. Verið velkomin. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstof una til að fá fréttir af málefnum bæjarfólagsins og greiða fólagsgjöldin. Sími41746. Stjórnin daglega, jafnt í kvikmyndahúsum sem í sjónvarpi og á myndbönd- um. Segir í ályktun frá stjórn félags- ins að þrátt fyrir að íslenskur texti sé settur á svo til allt myndefni sem hér er á boðstólum sé það alltof algengt að textinn sé í litlu samræmi við frumtexta mynd- anna. „Það lætur nærri að þriðja hver mynd sem sýnd er á fslandi búi yfir alverlegum þýðingarvill- um en þegar verst lætur geta heilu atriðin og stundum sjálft inntak myndanna farið fyrir ofan garð og neðan. Þegar svona stendur á er ekki um þýðingu að ræða held- ur afskræmingu eða fölsun," segir orðrétt í ályktuninni. Síðan segir að það vanti í reglu- gerð ákvæði um það hverjir skuli ábyrgjast þýðingarnar og að því miður veljist alltof oft til þess að- ilar sem eru ekki starfi sínu vaxn- ir. Þá segir að sumir dreifingarað- ilar, svo sem RUV hafi reynt að vanda til þýðinga og að það teljist til undantekninga að óvandaðar þýðingar komi þaðan. Þá skorar stjórnin á mennta- málaráðuneytið að endurskoða reglugerðir sem þetta varðar til þess að tryggja að þýðingar lendi ekki í höndum fúskara. „Núver- andi fyrirkomulag er ekki aðeins Ieiðigjarnt fyrir fólkið í landinu heldur líka hin mesta óvirðing við erlenda kvikmyndahöfunda," segir í lok ályktunarinnar. -Sáf ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu nýleat baðborð og Chevrolet Malibu ’79. A sama stað óskast á leigu 3-4 herb. íbúð. Uppl. í síma 685762 og 688701, Anna og Jón. Eldavél tll sölu Til sölu er mjög góð Elecrtoluc Combi eldavél með 4 hellum og klukku. Ofn- inn er með blæstri og grilli. Uppl. í síma681331 og 681310 kl. 9-5eðaá kvöldin í síma 41262. Vift erum að safna í ferðasjóð Vantar ykkur hjálp við eitthvað? Við erum hópur verðandi stúdenta og tökum að okkur margskonar verkefni t.d. að þjóna til borðs í veislum, bera út bæklinga, pakka hlutum, sölu- mennsku og fleira. Við erum dugleg og kát og erum að safna fyrir útskrift- arferð. Uppl. gefur Ragnheiður í síma 675489 og Guðrún í síma 44853 eftir kl. 17.00 Geymið auglýsinguna. Vantar þokkaiega eldavél Á sama stað er til sölu stór ísskápur ódýrt. Uppl. í sima 22927. Til sölu - óskast keypt Skíði til sölu. Vel með farin 165 cm löng með öryggisbindingum og stöf- um. Einnig til sölu Atari 800 XL tölva með diskettudrifi og skjá. Yfir 200 for- rit fylgja. Á sama stað er óskað eftir Trip-Trap stól. Uppl. í síma 76805 eftir kl. 17.00. Til sölu Bílstól, barnastóll og naggrisahljón. Uppl. í síma 10896 eftir kl. 18. Gólfteppi óskast Óskum eftir að kaupa notað gólf- teppi, helst einlitt. Vinsamlegast hringið í síma 12635. Óska eftir barnabílstói Birna, sími 17731. Fiðla óskast Átt þú fiðlu 1/2 stærð (barnastærð) sem þú vilt selja? Ef svo er vinsam- legast hafðu samband í síma 91- 71858. Til sölu pelsjakki, leðurjakki, plussjakki, leð- urkápa, 2 ullarkápur og prjónakjóll. Upplýsingar í síma 36117. Cortina ’79 óryðgaður og í góðu lagi. Vetrar- og sumardekk fylgja. Selst ódýrt. Uppl. í síma 25373. Rafmagnsþjónusta og dyrasímaþjónusta Þarftu að láta laga raflögnina eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Við gerðum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krisján Sveinbjörnsson, rafvirkjameistari, sími 44430. Atvinna óskast 17 ára stúlka óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Vinsamlegast hafið samband við Sigrúnu í síma 675862. Lftill ísskápur til sölu Verðhugmynd kr. 7.000. Uppl. í síma 31149. Til sölu 4 dekk á felgum undir Lödu Sport. Lítið slitin. Verð kr. 15.000. Uppl. í síma 17497. Fataskápar fást gefins Uppl. í síma 24456. Vélsleði til sölu Arctic Cat „wild cat” árgerð 1988, 106 hö, til sölu. Skipti á bíl möguleg. Uppl. í síma 40580 eftir kl. 18.00. Hægindastóll óskast Vantar þægilegan hægindastól, með hreyfanlegu baki, fyrir fullorðinn mann. Sími 25825. Samdrykkjan eftir Platon Óska eftir eintaki af bókinni Sam- drykkjan eftir Platon. Stefán í síma 18186. Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnef ndar og trúnaðarráðs Verkamann- afélagsins Hlífar um stjórn og aðra trúnaðarmenn félags- ins fyrir árið 1990 liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með þriðjudeginum 13. febrúar. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 16. febrúar og er þá framboðsfrestur útrunn- inn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar Auglýsið í ■'Jinn'iiiiL'ii Þjóðviljanum 0 6813 33 Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan kjara- samning, sem gerður var 1. febrúar sl. verður þriðjudag og miðvikudag 13. og 14. febrúar 1990. Kjörfundur stendur frá kl. 09:00-21:00, báða dagana á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 9. hæð, Kringlunni 7. Félagsmenn V.R. eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, sími 687100. Kjörstjórn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.