Þjóðviljinn - 21.02.1990, Síða 1
Miðvikudagur 21. febrúar 1990 35. tölublað 55. árgangur
Uppmœling
Tommustokkurinn falsaður
Byggingarvísitalan hœkkar um 0,8 % vegna fjölgunar mœlieininga við
uppmœlingu vísitöluhússins. Virkarsem dulin launahœkkun. Þórarinn
V. Þórarinsson: Sé ekki betur enþað ríki öfugframleiðni hjá iðnaðar-
mönnum
að er með öllu óþolandi að
menn séu að falsa tommu-
stokkinn út í bæ, sagði Þórarinn
V. Þórarinsson framkvæmda-
stjóri VSÍ við Þjóðviljann í gær,
en vísitala byggingarkostnaðar
hækkar é milli mánaða um 2% og
þar af um 0,8% vegna fjölgunar
mælieininga í húsasmíði, múr-
verki, pípulögn, dúkalögn og raf-
lögn, sem þýðir á mæltu máli að
vinnustundum í uppmælingu við
svokallað vísitöluhús hefur fjölg-
að.
„Ég sé ekki betur en að það ríki
öfug framleiðni hjá iðnaðar-
mönnum, því um leið og tækninni
við vinnuna fleygir fram fjölgar
vinnutímunum að baki verkinu.
Ég sé því ekki betur en að hér sé
um duldar launahækkanir að
ræða,“ sagði Þórarinn V.
Hagstofan birti í gær vísitölu
byggingarkostnaðar sem gildir
fyrir mars. Einsog fyrr sagði
hækkar hún um 2% á milli mán-
aða. 0,5% eru vegna kjarasamn-
inganna en einsog áður sagði
0,8% vegna breytinga á mæli-
einingu við uppmælingar.
Vilhjálmur Ólafsson skrif-
stofustjóri á Hagstofunni sagði
við Þjóðviljann að undanfarið
eitt og hálft ár hefði Hagstofan
látið mæla út vísitöluhúsið svo-
kallað öðru hvoru, og að allan
þann tíma hefði einingunum
fjölgað.
„Taxtanefndir eru stöðugt að
endurskoða uppmælinguna og út
úr þeirri endurskoðun koma
stöðugt fleiri verk. Auðvitað
virkar það sem bein launahækk-
un fyrir utan hækkað verð hverr-
ar einingar einnig,“ sagði Vil-
hjálmur.
í taxtanefndunum eiga sæti
þrír fulltrúar frá meisturum og
þrír frá sveinum en enginn full-
trúi neytenda, sem þó verða að
borga brúsann. Þessi0,8% hækk-
un núna er vegna breytinga á mæ-
ieiningum frá september til janú-
ar. Mest var breytingin í múr-
verki en mælieiningum þar fjöl-
gaði um 5,73%. Við dúkalögn
fjölgaði mælieiningum um
4,85%, við raflögn um 3,83%, í
húsasmíði um 2,17% og við pípu-
lögn um 0,67%.
Að sögn Vilhjálms veldur þessi
0,8% hækkun um 0,3% hækkun
á lánskjaravísitölu um næstu
mánaðamót. Seðlabankinn birti í
gær lánskjaravísitöluna sem
hækkar um 1,35% á milli mán-
aða, en hefði einungis hækkað
um rúmt 1% ef þessi fjölgun á
einingum hefði ekki komið til.
Ari Skúlason hagfræðingur
ASÍ sagði að sér kæmu þessar
hækkanir verulega á óvart. Hann
sagði að fljótt á litið ætti endur-
skoðun á mælieiningum að hafa í
för með sér fækkun eininga eftir
því sem tækninni fleygði fram.
Mál þetta er í athugun hjá
Verðlagsstofnun og er beðið
niðurstöðu þaðan hjá Alþýðu-
sambandinu og Vinnuveitenda-
sambandinu en hvorki Ari né
Þórarinn V. vildu upplýsa hver
viðbrögðin yrðu ef það reyndist
rétt að hér væri um duldar launa-
hækkanir að ræða.
-Sáf
Mælieiningum fjölgaði mest í
múrverki eða um 5,73%. Sam-
tals hækkaði byggingarvísitalan
um 0,8% vegna fjölgunar mæli-
eininga í uppmælingu. Mynd:
Kristinn
Starfsmannafélag
Selfoss
Samningarnir
felldir
Við felldum kjarasamningana
vegna þess að við teljum að for-
sendur þeirra séu brostnar.
Hækkanir hitaveitu og rafmagns-
veitu brjóta í bága við sjöttu grein
samningsins, þar sem kveðið er á
um að opinber þjónusta skuli ekki
hækka, sagði Bárður Guðmunds-
son, formaður Starfsmannafélags
Selfoss, í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Félagsfundur, sem haldinn var
á mánudagskvöldið, tók ein-
dregna afstöðu gegn kjarasamn-
ingunum. 34 voru á móti þeim, en
þrír með.
Ástæðan er 20 prósent hækkun
Hitaveitu Selfoss, sem kom til
framkvæmda um síðustu mán-
aðamót, og sjö prósent hækkun á
gjaldskrá rafveitunnar. Auk
þessa hafði bæjarstjórn sam-
þykkt hækkanir á dagvistargjöld-
um og gjaldskrá Sundhallarinn-
ar, en þær hafa verið dregnar til
baka.
„Við munum óska eftir því að
hækkanir veitnanna verði dregn-
ar til baka eða að samið verði við
okkur miðað við þessar hækkan-
ir. Þær taka raunverulega af fólki
launahækkanirnar sem samið var
um,“ sagði Bárður.
Karl Björnsson bæjarstjóri
sagði í gær að veiturnar yrðu
reknar með tapi ef ekki kæmu til
umræddar hækkanir, enda hefði
iðnaðarráðuneytið ekki staðfest
hækkanirnar ef þörfin hefði ekki
verið fyrir hendi.
-gg
Fiskverð
Ósamkomulag um aflamiðlun tefur
Verkamannasambandið mótmœlir því að útgerðarmennfáitvofulltrúa í
stjórn aflamiðlunar. Ríkisstjórnin tilbúin að setja reglugerð
r
Osamkomulag milli Verka-
mannasambandsins og verð-
lagsráðs sjávarútvegsins um
skipan stjórnar aflamiðlunar tef-
ur fyrir því að nýtt fiskverð verði
ákveðið. Verkamannasambandið
skrifaði ríkisstjórninni bréf i gær
þar sem mótmælt er hugmyndum
um að útgerðarmenn hafi tvo
menn af fimm í stjórn aflamiðlun-
arinnar. Verkamannasambandið
vili að í stjórninni sitji einn full-
trúi frá hverjum hagsmunaaðil-
anna, fiskverkunarfólki, flsk-
verkendum, sjómönnum og út-
vegsmönnum, en oddamaður
verði skipaður af ríkisstjórn, eða
samkvæmt samkomulagi
hagsmunaaðila.
Yfirnefnd verðlagsráðsins
fundaði um fiskverð í allan gær-
dag, án þess að komast að niður-
stöðu. Yfirnefndin skrifaði
Steingrími Hermannssyni forsæt-
isráðherra bréf að loknum fund-
inum þar sem m.a. er hörmuð sú
afstaða að ríkisstjórnin skuli ekki
geta sætt sig við það samkomulag
um skipan í stjórn aflamiðlunar-
innar sem náðst hafði í verð-
lagsráði. Yfirnefndin ítrekar ósk
sína um jákvæða niðurstöðu í
samræmi við samkomulag verð-
lagsráðsins.
Steingrímur Hermannsson
skrifaði yfirnefndinni bréf eftir
að ríkisstjórnin hafði fjallað um
málið í gær þar sem hann sagði að
ríkisstjórnin væri reiðubúin að
koma á fót aflamiðlun, og utan-
ríkisráðherra væri tilbúinn að
setja reglugerð um hana. Fyrst
yrði hins vegar að komast að
samkomulagi við Verkamanna-
sambandið um skipan í stjórn
aflamiðlunarinnar.
Samkomulag mun vera innan
yfirnefndarinnar um 3 prósent
hækkun fiskverðs. Einnig hefur
verið komist að samkomulagi um
svokallaða heimalöndun. Þar er
gert ráð fyrir því að þeir sem landi
afla hér á landi, utan fiskmark-
aða, fái greitt 0,4 prósent ofan á
lágmarksverð fyrir hvert eitt
prósent afla umfram 70 prósent.
Þannig getur bónusinn fyrir
heimalöndun mest orðið 12 prós-
ent, ef öllum afla er landað
heima.
-gb
Havel
Bandaríkjaher óþarfur
í Evrópu
Václav Havel forseti Tékkó-
slóvakíu lýsti því yfír í gær að
hann teldi að bandaríski herinn
gæti farið frá Evrópu. Það væri
ekki lengur þörf fyrir hann þar.
Havel, sem er í heimsókn í
Bandaríkjunum, sagði þetta í
sjónvarpsviðtali sem var sýnt
eftir að hann ræddi við Bush
Bandaríkjaforseta. Hann bætti
við að hann væri sannfærður um
að Sovétríkin myndu taka upp
lýðræði, fjölflokkakerfi og frjálst
markaðskerfi.
Havel sagði að tímasetningin á
brottflutningi bandaríska hersins
færi eftir því hvemig gengi að
koma á nýju öryggiskerfi í Evr-
ópu.
Bandaríkjamenn hafa nú 305
þúsund manna herlið í Evrópu.
Þeir sömdu nýlega við Sovét-
menn um að fækka í herafla sín-
um niður í 225 þúsund manns
gegn því að her Sovétmanna í
Austur-Evrópu yrði minnkaður í
195 þúsund manns. Fyrr um
daginn ávarpaði hann háskóla-
nemendur í Georgetown-háskóla
og sagði þeim að Tékkar hefðu
lýðræði að leiðarljósi bæði í
innanríkis- og utanríkismálum.
Þeir vildu hafa góð samskipti við
allar þjóðir en ekki við ríkis-
stjórnir nema þær væru lýðræðis-
legar.
Havel sagði að höfuðatriðið
væri ekki stærð þjóðar heldur
þjóðfélagskerfið sem hún byggi
við. Þess vegna óttaðist hann
ekki sameinað Þýskaland svo
fremi sem það væri lýðræðislegt.
Havel ávarpar sameinað þing
Bandaríkjanna í dag.
Reuter/rb