Þjóðviljinn - 21.02.1990, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 21.02.1990, Qupperneq 3
FRÉTTIR Aðstöðugjald Allir fjölmiðlar fái undanþágu Borgarstjórn hefur samþykkt að leggja að- stöðugjald á allafjölmiðla nema R ÚV. Asgeir Hannes Eiríksson áAlþingi: Allirfái undanþágu Asgeir Hannes Eiríksson, þing- maður Borgaraflokksins, vill að Alþingi veiti öllum fjölmiðlum undanþágu frá aðstöðugjaldi, en RÚV eitt nýtur slíkrar undan- þágu nú. Davíð Oddsson vill fara hina leiðjna og afnema unda- nþágu RÚV þannig að allir sitji við sama borð eftir samþykkt borgarstjórnar um að leggja að- stöðugjald á fjölmiðla. Ásgeir Hannes lagði fram frumvarp um undanþágu fjöl- miðla frá aðstöðugjaldi í gær. Borgarstjórn samþykkti hins veg- ar í síðustu viku að leggja að- stöðugjald á alla fjölmiðla, nema RÚV sem hefur undanþágu sam- kvæmt lögum. Búist er við að að- stöðugjaldið færi borgarsjóði um 30 miljónir króna í tekjur á árinu. Af þeirri upphæð greiða Morgun- blaðið og Stöð 2 langmest. Sigurjón Pétursson, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, lagði til í borgarstjórn að fjöl- miðlum yrði enn um sinn veitt undanþága frá álagningu að- stöðugjalds, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjarni P. Magnússon felldu tillöguna. Aðstöðugjald nemur um einu prósenti af veltu fyrirtækja og Þorvarður Elíasson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, hefur sagt í út- varpsviðtali að gjaldið verði stöð- inni þungt í skauti. DV hefur mótmælt ákvörðun borgarinnar um afnám undanþágunnar. „Skattheimta af þessu tagi leggst afar misjafnt á fjölmiðlana og dregur eflaust úr þjónustu sumra þeirra en getur riðið öðr- um að fullu. Með því móti kemur slagsíða á prentfrelsið," segir Ás- geir Hannes m.a. í greinargerð með frumvarpi sínu. -gg Áfengi Tegundum fækkar um 100 r Afengis- og tóbaksverslun ríkis- ins hefur ákveðið að fækka víntegundum í verslunum sínum um 100. Höskuldur Jónsson for- stjóri ÁTVR segir ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun vera þrí- þættar en þyngst vegi sú staðr- eynd að neyslubreyting hafi orðið með tilkomu bjórsins og sala áf- engra drykkja að frátöldum bjór dregist saman um miljón lítra á síðasta ári. Höskuldur sagði Pjóðviljanum að sala á hvítvíni hefði dregist saman um 30% og á rauðvíni um 25%. í heildina hefði sala áfengra drykkja fyrir utan bjór dregist saman úr um 3,5 miljónum lítra í 2,5 miljónir lítra á milli áranna 1988-1989. Við slíkar aðstæður hlyti ÁTVR eins og aðrir verslun- araðilar að endurskoða birgða- hald sitt og vöruúrval. „Við fórum þá leið að kasta ekki bara út þeim tegundum sem minnst seldist af, við verðum að bjóða upp á ákveðið úrval,“ sagði Höskuldur. Tegundir sem seldust nokkuð en ættu sér hliðstæð vín sem seldust meira hyrfu Iíka úr verslunum ÁTVR. Til að mynda hefði ÁTVR boðið upp á nokkr- ar tegundir Liebfraumilch hví- tvíns og sumar þeirra myndu víkja en ÁTVR vildi hins vegar einnig bjóða upp á Loire vín og héldi því áfram. Að sögn forstjórans vildi ÁTVR ekki gera sig háða ákveðnum framleiðendum. Framleiðendum viskís hefði til dæmis fækkað og framleiðslan flutst á hendur stórra hringa. Tegundum frá tveimur slíkum Þorkell Einarsson starfsmaður ÁTVR tók fram nokkrar tegundir áfengis sem eiga að hverfa. Mynd: Kristinn hringum hefði verið fækkað en minna seldar tegundir frá smærri aðilum stæðu óhreyfðar í hillum ÁTVR. Umboðsaðilum og veitingamönnum hefði verið sendur listi yfir þær tegundir sem fyrirhugað væri að hyrfu og þessir aðilar hefðu sent athugasemdir sem sumar hverjar væru þess eðl- is að hlustað yrði á þær. Hvannarrótarbrennivín, ís- lenskt ákavíti og íslenski séniver- inn græni og blái hverfa, ásamt td. Chianti rauðvínunum, Cinz- ano vermútum og Swing, Teac- her‘s og Crown Royal viskíum. Höskuldur sagði ATVR ekki tapa á því að taka þessar íslensku tegundir úr sölu, þær seldust nán- ast ekkert og hefðu ekki verið framleiddar í mörg ár. -hmp Borgarráð Laun og fríðindi Davíðs Alfreð Þorsteinsson lagði fram itarlega fyrirspurn í borgar- ráði í gær um launakjör og fríð- indi Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Búist er við að fyrirspurn- inni verði svarað í næstu viku. Alfreð segir að í ljósi frétta um bifreiðaafnot Davíðs sé rétt að fá upplýst nánar um raunveruleg launakjör hans. Spurt er um föst laun, laun vegna nefndastarfa á vegum borgarinnar, reglur um bifr- eiðaafnot, ferðadagpeninga og risnu. Davíð hefur tvær bifreiðar til afnota á vegum borgarinnar, en hann á jafnframt tvo bfla sjálfur. -gg Markmið f iskveiði- stefnunnar brostin Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða á Alþingi í gær. Skúli Alexandersson þingmaður Al- þýðubandalagsins sagði við það tækifæri að öll þau markmið sem sett hefðu verið í upphafi með nú- verandi kvótastefnu, hefði reynsl- an sýnt að væru brostin og þess vegna ætti að hverfa frá því fyrir- komulagi sem haft hefði verið á frá því 1984. Kvóti um alla eilífð í frumvarpinu er gert ráð fyrir nokkrum breytingum frá núgild- andi lögum. Fyrsta róttæka breytingin er sú að gert er ráð fyrir að lögin gildi ótímabundið, en frá því lög um stjórnun fisk- veiða voru samþykkt fyrst árið 1983 hafa þau gilt tvisvar sinnum í eitt ár í senn, einu sinni tvö ár og núgildandi lög voru sett til þrig- gja ára. Halldór sagði það óhag- ræði sem stuttur gildistími hefði í för með sér væri augljóst fyrir þá sem störfuðu við sjávarútveg. Þeir þyrftu að taka ákvarðanir um fjárfestingu og rekstur til margra ára sem ekki gætu verið traustar á meðan óvissa ríkti um lögskipun fiskveiðistjórnunar eins og á undanförnum árum. Sjávarútvegsráðherra sagði fiskiskipaflotann of stóran miðað við afrakstagetu fiskstofnanna og þess vegna hefðu verið í gildi strangar reglur um endurnýjun flotans. í núgildandi lögum eru hins vegar engar hömlur á fjölgun skipa undir 6 brúttólestum en því hyggst ráðherrann breyta. Bátar undir 6 brl. sem stunda veiðar í atvinnuskyni falla samkvæmt frumvarpinu undir sömu endur- %'junarreglur og stærri skip. itæðuna fyrir þessu sagði ráð- herra vera að mælingarreglur væru svo rúmar að unnt væri að hanna afkastamikil fiskiskip sem mældust innan við 6 brl. Bátar af þessari stærðargráðu þurfa þess vegna að sækja um veiðileyfi og gert er ráð fyrir að aðeins verði hægt að sækja um slík leyfi innan mánaðar frá gildistöku laganna, þó þannig að þriggja mánaða svigrúm verði gefið fyrir þá báta sem þá eru í smíðum. Halldór sagði þessar ráðstafanir ekki settar gegn tóm- stundaveiðimönnum en þeim verði aðeins heimilað að veiða fisk til eigin nota og mættu ein- ungis veiða á handfæri og stöng. Tómstundaveiðimenn verða líka samkvæmt frumvarpinu að sækja um sérstakt tómstundaveiðileyfi en það eiga allir að geta fengið sem vilja. Breytingar eru gerðar á útgáfu veiðileyfa í frumvarpinu. Botnfiskveiðar og þorskveiðar eru háðar sérstöku leyfi í gildandi lögum og veiðar á fjölmörgum tegundum öðrum eru háðar sér- stöku leyfi. Halldór boðar að út verði gefið eitt almennt veiðileyfi fyrir viðkomandi fiskveiðiár ásamt veiðileyfisskilríkjum fyrir þær tegundir sem sæta aflahá- marki. Skipum verði úthlutað fa- stri aflahlutdeild í leyfilegum heildarafla og sóknarmarkið verði lagt niður. En Halldór sagði sóknarmarkið hafa reynst illa þar sem sóknarmarksskipin hefðu getað aukið hlutdeild sína í heildaraflanum á kostnað aflam- arksskipanna og sóknarmarkið ætti mestan þátt í að sú hag- kvæmni sem hægt væri að ná með kvótakerfinu hefði ekki náðst. Fiskveiðiárið á samkvæmt frumvarpinu að gilda frá 1. sept- ember ár hvert til 31. ágúst. Sjáv- arútvegsráðherra sagði það kosti þessa fyrirkomulags að flest veiðitímabil féllu innan þessa tímabils og ef drægi úr aflatopp- um yfir sumarmánuðina gæti þetta haft jákvæð áhrif á afkomu fiskvinnslunnar þar sem sumar- aflinn nýttist illa til vinnslu. Reynslan kveður upp dauðadom Skúli Alexandersson sagði reynsluna af kvótakerfinu sýna að það hefði mistekist. Sjávarút- vegsráðherra talaði nú ekki lengur um þau markmið sem sett hefðu verið með þessu kerfi í BRENNIDEPLI Kerfið átti líka að styrkja byggðirnar í landinu en það sagði SkúliAlex- sandersson að hefði ekki gengið eftir. Þvert á móti hefði óvissa í atvinnu- málum aukist á lands- byggðinni á gildistíma kvótakerfisins ogframtíð hennar orðið óvissari vegna þess að ekkert þeirra hefði náðst. Skúli rifjaði upp þessi markmið. Eitt þeirra hefði verið að styrkjaþorskstofninn. Á árun- um 1950-1960 hefðu að meðaltali komið að landi 460 þúsund tonn á ári. Á árunum 1960-1970 hefði meðaltalið verið 393 þúsund tonn og á árunum 1970-1979 384 þús- und tonn. Á árunum 1980-1990 hefði aflinn síðan enn dregist saman og verið að meðaltali 365 þúsund tonn þótt kvótakerfið, sem styrkja átti stofninn hefði verið við lýði í sex ár af því tíma- bili. Eftir sex ár undir kvóta sagði Skúli Hafrannsóknastofnun leggja til enn minni þorskveiði fyrir árið 1990 eða 250 þúsund tonn, sjávarútvegsráðuneytið legði til 260 þúsund tonn sem að vísu gætu farið í 300 þúsund tonn. Kvótakerfið sem sett hefði verið til reynslu hefði því algerlega brugðist sem tilraun til að styrkja þorskstofninn. Ef kerfið hefði staðist ætti að vera mögulegt að veiða amk. 400 þúsund tonn á þessu ári. Skúli var heldur ekki alls kost- ar sammála sjávarútvegsráðherra um kosti ákveðins aflamarks á skip sem hann sagði þó geta átt við um loðnuveiðar og sérstak- lega síldveiðar. Sú óheillaþróun hefði engu að síður átt sér stað varðandi loðnuflotann að loðnu- verksmiðjurnar hefðu eignast æ stærri hluta hans. Markmið kvótalaganna um takmörkun á stærð fiskiskipaflot- ans hefur ekki náðst að mati Skúla. Flotinn hefði haldið áfram að stækka að afli og rúmlestatölu. Kostnaðurinn við sóknina hefði aukist með öflugri skipum og menn sæktu sjóinn ekki af minni hörku en áður eins og stefnt hefði verið að. Skúli sagði gæði hráefn- isins heldur ekki hafa batnað og þessu til staðfestingar las hann grein eftir Halldór Árnason for- stöðumann Ríkismats sjávaraf- urða. í greininni sem Halldór birti í fréttabréfi stofnunarinnar árið 1988 sagði hann hráefni fara hrakandi, besta hráefnið væri flutt út í gámum en það lakasta færi í vinnslu hér innanlands. Kerfið átti líka að styrkja byggðirnar í landinu en það sagði Skúli að hefði ekki gengið eftir. Þvert á móti hefði óvissa í at- vinnumálum aukist á lands- byggðinni á gildistíma kvótakerf- isins og framtíð hennar orðið óvissari. Þegar fyrirtæki færu á hausinn eða skip væru seld, væri reyndin sú að byggðirnar ættu engan rétt til að halda uppi at- vinnu og sækja fisk í sjó. Að mati Skúla þarf að gera veigamiklar breytingar á frum- varpinu. í 9. grein þess væri gert ráð fyrir að skerða mætti heildar- - bolfiskmagn skipa og færa hluta þess yfir á td. Ioðnuskipaflotann ef illa áraði hjá honum. Þetta sagði Skúli fráleitt. Nær væri að loðnuskipaflotinn stofnaði til eigin aflatryggingarsjóðs sem ganga mætti í ef á bjátaði. Skúli sagði líka ranglátt að fiskur sem fluttur væri í gámum til útlanda væri ekki viktaður hér heima. Hann teldi ekki erfitt að koma þessu við. í 11. grein er kveðið á um að aflamark fylgi skipum. Þetta sagði Skúli að leitt gæti til þess að togaraflotinn, sem verið hefði að kaupa upp stóran hluta af báta- flotanum, keypti upp trilluflot- ann. Hann vildi að 17. grein frumvarpsins yrði felld niður, þar sem hún gerði ráð fyrir því að sami aðili, þe. sjávarútvegsráðu- neytið, ákveddi framkvæmd lag- anna og sæi um eftirlit. Óháður aðili ætti að sjá um eftirlitshlið- ina. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur tilkynnt að hann taki undir bókun sem Skúli lagði fram í ráðgjafanefndinni en bendir einnig á tiltekin atriði. At- hugað verði hvort nauðsynlegt sé að útfæra betur það grundvallar- atriði í lögunum, að takmarkaður afnotaréttur kvóta myndi aldrei einstaklings- og stjórnarskrár- varða eign. Ákvæði verði um að dregið verði úr ferskfiskútflutn- ingi, gætt verði byggðasjónar- miða og vísar þingflokkurinn þar í samþykkt landsfundar Alþýðu- bandalagsins. f lögunum verði ákvæði sem girði fyrir röskun hlutfalla skipaflotans eftir stærð. Sjávarútvegsráðuneytið eigi ekki að annast eftirlit með fram- kvæmd laganna né úrskurða vegna brota á þeim og smábátar undir 6 tonnum verði án allra kvaða. Þingflokkurinn samþykkir að frumvarpið verði lagt fram á Al- þingi með fyrirvörum og bókun- um en áskilur sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum. -hmp Miðvikudagur 21. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.