Þjóðviljinn - 21.02.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 21.02.1990, Side 6
ERLENDAR FRÉTTIR Júgóslavía Hemum veröur Forsætisráð Júgóslavíu gaf í gær hernum fyrirskipun um að bæla niður þjóðernisátök í Kosovohéraði þar sem að minnsta kosti 27 manns hafa látist í uppþotum í þessum mánuði. Forsætisráðið tók þessa ákvörðun eftir neyðarfund um versnandi ástand í héraðinu þar sem daglega kemur tii uppþota þjóðernissinnaðra Albana sem krefjast afsagnar héraðsyfir- valda, lýðræðis og sjálfstæðis. Átta fulltrúar frá öllum fylkjum Júgóslavíu eiga fulltrúa í forsætis- ráðinu. Pað fer með æðstu yfir- stjórn júgóslavneska hersins. Lögregla beitti táragasi til að dreifa mörg þúsund manns í að minnsta kosti tveimur borgum í Kosovo ígær. Albanar boðuðu tii verkfalla víðs vegar í héraðinu og hvorki albönsk né serbnesk börn mættu í skóla. Kosovo hefur takmarkaða sjálfstjórn innan serbneska lýð- veldisins. Þar búa 1,7 miljónir Frá mótmælaaðgerðum Albana í borginni Pristina í Kosovohéraði. Albana en aðeins 200 þúsund Serbar. Albanar hafa að undan- förnu risið upp gegn Serbum og krefjast algjörs sjálfstæðis. Mót- mælaaðgerðir hafa verið bannað- ar en Albanar hafa hunsað bann- ið með öllu. Hópar serbneskra íbúa Koso- vohéraðs hafa á síðustu dögum flúið heimili sín vegna ótta við þjóðernisofsóknir. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sagði í gær að óeirðirnar hefðu breiðst út til nágrannafylk- isins Makedóníu þar sem fjöldi Albana býr einnig. Að sögn frétt- astofunnar hefur lögregla orðið að grípa í taumana til að koma í veg fyrir að reiðir Makedóníu- menn og Serbar réðust á Albana í hefndarskyni. Reuter/rb Hervœðing Norömenn auka herútnjöld Norska ríkisstórnin ætlar að auka útgjöld til hermála um 2,5 prósent á þessu ári þrátt fyrir samdrátt í ríkisútgjöldum á ýms- um öðrum sviðum. Þetta er meiri aukning en hjá flestum öðrum þjóðum Atlantshafsbandalags- ins. Jan Syse forsætisráðherra Nor- egs sagði í viðtali við norska út- varpið á mánudag að ástandið í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu væri mjögóstöðugt. Ekki kæmi til greina að draga úr hern- aðarútgjöldum fyrr en Norð- menn hefðu sannreynt að Sovét- menn skæru niður herafla á Kola- skaga. Norskur herforingi sakaði So- vétmenn í janúar um að standa ekki við loforð Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga frá því í fyrra um brottflutning skammdrægra kjarnaflauga af SS-21 gerð frá Kolaskaga. Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Noregs segja samt að útilokað sé fyrir Sovétmenn að ráðast á Noreg. Þrátt fyrir útgjaldaaukningu til hermála ætlar minnihlutastjórn Jans Syse að halda fast við áætl- anir sínar um minni skatta. Tekjurýrnun ríkissjóðs verður mætt með niðurskurði til velferð- armála. Reuter/rb Taiwan Þingslagur Hörkuslagsmál brutust út við þinghúsið í Taipei í gær þegar þingmenn ætluðu að kjósa nýjan þingforseta. Stjórnarandstöð- unni tókst að koma í veg fyrir kosninguna svo að henni var frestar til 27. febrúar. Að minnsta kosti sjötíu manns slösuðust í slagsmálum fyrir utan þinghúsið, þar af fimmtíu lög- reglumenn. Þetta eru einhver hörðustu átök sem orðið hafa á Taiwan á síðari árum. Um eitt þúsund mótmælendur köstuðu grjóti, veltu bílum og kveiktu í að minnsta kosti einum. Þeir skýrðu ofbeldið með því að þeir væru langþreyttir á að bíða eftir Iýðræði í fjóra áratugi. Þeir brynnu innra með sér. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar komu í veg fyrir kosningu þingforseta með því að vefengja rétt aldinna fulltrúa frá megin- landi Kína til að sitja á þingi. . Flestir þeirra eru varamenn vara- manna löngu látinna þingmanna sem voru kosnir í vafasömum þingkosningum á meginlandi Kína fyrir meira en hálfri öld. Þeir mynda meirihluta á taiw- anska þinginu sem kínverskir þjóðernissinnar segja að sé hið eina og sanna Kínaþing. Stjórnarandstöðuþingmenn gerðu hróp að gamalmennunum og sögðu þeim að hypja sig heim á sjúkrahúsið. Taiwanska sjón- varpið sýndi öldungana staulast úr þinghúsinu við staf með aðstoð hjúkrunarkvenna og lífvarða innan um reiða stjórnarandstæð- inga sem öskruðu ókvæðisorð upp í andlitið á þeim og óskuðu þeim skjóts dauðdaga. Reuter/rb Fíkniefni Pöddur gegn kókaíni Bandaríkjastjórn athugar nú möguleika á að dreifa miklu magni af örsmáum lirfum yfir kókaínakra í Perú og Bólivíu til að eyðileggja kókaínuppskeruna. Bandaríska dagblaðið Was- hington Post skýrði frá þessu í gær. Blaðið segir að Bandaríkja- stjórn hafi nýlega fjórfaldað fjárframlög til rannsókna á að- ferðum til að eyðileggja kókaín- og maríúanauppskeru með efn- um, sýklum eða skorkvikindum. Jafnvirði fjögur hundruð milj- óna króna er varið í þessu skyni. Meðal annars hefur verið prófað rautt litarefni, sem drepur maríú- ana, og sveppir sem eyða rótum kókaínplantna. Vísindamenn segja að hvít mölflugutegund, malúbía, lofi einna bestum árangri. Lirfur hennar nærast á blöðum kókaín- jurtarinnar. Hægt er að fjölda- framleiða lirfurnar og dreifa þeim yfir kókaínakrana. Þá er talið að kókaínbændur hafi enga möguleika á að bjarga uppske- runni. Áætlunin hefur verið gagnrýnd fyrir að vísindamenn geta ekki sagt fyrir um hvaða áhrif malúbía kynni að hafa á lífríkið eftir að kókaínakrarnir væru komnir í eyði. Talið er hugsanlegt að Iirf- urnar ráðist þá á aðrar jurtir. Grasafræðingurinn Walter Gentner, sem áður var yfirmaður fíkniefnarannsókna landbúnað- arráðuneytis Bandaríkjanna, segir erfitt að ímynda sér að lirf- urnar fylgi pólitískum fyrirmæl- um. Engin trygging sé fyrir að þær ráðist ekki á nytjagróður. Reuter/rb Lýðrœðisbarátta Lögfræðingaverkfall í Nepal Allir lögfræðingar í Nepal, átj- án hundruð að tölu, lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla mannréttindabrotum stjórnvalda sem beittu vopnavaldi til að bæla niður mótmælaaðgerðir stjórn- arandstæðinga undanfarna daga. Mótmælaaðgerðirnar eru þær fyrstu gegn stjórnvöldum í ellefu ár. Stjórnarandstæðingar í Kat- hmandu höfuðborg Nepals köstuðu grjóti að Iögreglu sem svaraði með kúlnahríð. Talið er að yfir tíu manns hafi fallið fyrir kúlum lögreglu í Kathmandu og fleiri borgum, þar af að minnsta kosti þrír í gær. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að fá að stofna stjórnmála- flokka og bjóða fram í kosning- um. Stjórnmálaflokkar voru bannaðir fyrir þrjátíu árum en þeir hafa haldið áfram að starfa neðanjarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir taka höndum saman í baráttunni gegn einveldi Birend- ra konungs Nepals. Konungurinn neitar að ljá máls á breytingum á stjórnarsk- ránni til að leyfa stjórnmála- flokka. Hann segir að þjóðarat- kvæði um stjórnmálakerfi lands- ins fyrir tíu árum hafi njörvað það niður í eitt skipti fyrir öll. Debendra Raj Panday leiðtogi Mannréttindasamtaka Nepals segir að samtökin hafi lista yfir sextán hundruð manns sem sitji í fangelsi vegna kröfu sinnar um að stjórnmálaflokkar verði leyfðir. Stjórnvöld segja þetta stórlega ýkt, einungis 764 menn séu í fang- elsi vegna þessara saka. Reuter/rb Matvœlaaðstoð Sovétmenn þiggja þýskan mat Sovétmenn hafa þegið matar- gjöf frá Vestur-Þjóðverjum að jafnvirði nærri átt miljarða ís- lenskra króna. Vestur-þýska stjórnin bauð Sovétmönnum matvælaaðstoð rétt fyrir heimsókn Kohls kan- slara til Moskvu fyrr í þessum mánuði. Bandarískir og nýsjálenskir embættismenn hafa látið í ljós áhyggjur af því að gjöfin kunni að hafa áhrif á verð á landbúnaðar- vörum. Sovétmenn hafa að jafn- aði keypt um 40 prósent af öllum mjólkurafurðum sem seldar hafa verið á heimsmarkaði. Ákvörðun Sovétmanna um að þiggja beina matargjöf er talin merici um versnandi efnahagsá- stand í Sovétríkjunum. Gjöfin nægir til að kaupa 52 þúsund tonn af nautakjöti, 50 þúsund tonn af svínakjöti, 20 þúsund tonn af smöri, 15 þúsund tonn af þurrkaðri mjólk og fimm þúsund tonn af osti. Reuter/rb Frakkland Mengað neysluvatn Brice Lalonde umhverfismál- aráðherra Frakklands sagði í gær að neysluvatn á stórum svæðum væri mcngað og óhæft til drykkj- ar. Hann sagði að áætlun um að hreinsa neysluvatn hefði dregist óhóflega á langinn. Hann hefði hrokkið við þegar hann las að árið 1975 hefði verið ákveðið að stefna að því að 90 prósent neysluvatns yrði hreinsað árið 1990. Staðreyndin væri sú að ein- ungis 35 prósent neysluvatns væri hreinsað. Drykkjarvatn í mörgum borg- um og bæjum hefur verið óhæft til drykkjar. Núverandi markmið heilbrigðisyfirvalda er að 60 prós- ent drykkjarvatns verði hreinsað fyrir aldamót. Lalonde segir að franskur al- menningur verði að leggja hærri fjárhæðir af mörkum ef þetta markmið eigi að nást. Þetta eigi sérstaklega við um búfjárbændur sem beri að miklu leyti ábyrgð á grunnvatnsmengun. Yfirlýsing ráðherrans kemur í kjölfar þess að stærsti lindar- vatnsframleiðandi Frakklands, Perrier, neyddist til að innkalla allar flöskur frá fyrirtækinu um víða veröld eftir að snefill hættu- legs eiturefnis fannst í vatninu. Reuter/rb Moskva Kommúnistar dala Kjósendur í Moskvu hafa meira álit á samtökum róttækra um- bótasinna en kommúnistaflokkn- um ef marka má skoðanakönnun sem sovéskt vikurit lét gera. Níu hundruð Moskvubúar voru beðnir um að gefa nokkrum tugum stjórnmálasamtaka og hópa allt að fimm stig eftir því hvaða álit þeir höfðu á þeim. Samtök róttækra umbótasinna á sovéska þinginu voru efstir með fjögur stig. Andrei Sakharov heitinn og Boris Yeltsin voru meðal stofnenda þessara sam- taka sem ná bæði til óflokksbund- inna þingmanna og umbótasinna innan kommúnistaflokksins sem telja umbótastefnu Gorbatsjovs ekki ganga nægjanlega langt. Kommúnistaflokkurinn kom næstur með 3,9 stig og Lýðræðis- fylking Moskvu var í þriðja sæti með 3,6 stig. Reuter/rb 6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. febrúar 199t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.