Þjóðviljinn - 21.02.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 21.02.1990, Page 9
Æðardúnn Önnum vart eftirspum Alitlegur markaður opnast í Japan Bamasala bamavemdar Síðustu tvö árin hefur sala á æðardúni gengið mjög vel og verðið farið hækkandi, að sögn Arna Snæbjörnssonar ráðunaut- ar, en hann flutti erindi um stöðu hlunnindabúskapar og fram- tíðarmöguleika á Ráðunauta- fundinum 1990. Staðgreiðsluverð til bænda er nú 34-35 þús. kr. á kg fyrir fullhreinsaðan og fjaður- tíndan æðardún. Erlendri eftir- spurn er vart hægt að anna og nú hefur opnast álitlegur markaður í Japan. Árið 1988 voru flutt út um 3000 kg af æðardúni og tölur benda til svipaðrar sölu á sl. ári. Utflutningsverðmæti, miðað við verð til bænda, er því um 100 milj. kr. en töluvert meira sé meðtalið það, sem eftir verður hjá milliliðum. Hreinsunin kost- ar um 4-5 þús. kr. á kg, sé hún keypt. Tvær dúnhreinsunar- stöðvar eru nú reknar í Reykja- vík en margir hreinsa dúninn heima og er vaxandi áhugi á því hjá bændum að færa hreinsunina heim. Það skapar atvinnu heima fyrir og auðveldar að velja réttan sölutíma. Á árunum 1870-1930 var árleg dúntekja oftast á bilinu 3500- 4000 kg en fór svo minnkandi og var oftast um 2000 kg á ári fram um 1980. Síðan hefur hún verið að aukast og verður þar vonandi framhald á, enda ekkert sem mælir gegn því að hún geti orðið það, sem hún var mest áður. En að vísu þurfum við þá að standa okkur betur í baráttunni við vars- inn. Á árunum 1960-1977 voru um 6500 selir veiddir að meðaltali á ári, aðallega landselskópar. Frá 1980 hafa kópaskinnin mátt heita óseljanleg, vegna áhrifa um- hverfisverndarsinna. Bann EB á innflutningi selskinna gildir enn um kópaskinn en hefur verið aflétt á skinnum af fullorðnum sel, a.m.k. frá Grænlandi. Seljast þau nú í auknum mæli ásamt afurðum úr þessum skinnum. Danir hafa boðist til að hafa milli- göngu um sölu á skinnum héðan en nægilegt magn hefur ekki fengist. Islensk sútunarverk- smiðja hefur tekið vel í að taka skinn til sútunar ef úr rætist með markaðinn. Nái kópaskinnin fyrri vinsældum á erlendum mörkuðum er hér um verulegt verðmæti að ræða. Mjög hefur nú rekaviðurinn sett ofan frá því að Gísli biskup Oddsson lét svo ummælt á fyrri hluta 17. aldar: „Af þeim hlunn- indum er nálega öllum húsum um land allt ágætlega við haldið og ef vér værurn alveg sviptir þeim, væri alveg úti um byggð vora.“ Nú er aðeins lítill hluti rekans nýttur og þá einkum í girðingar- staura og til eldiviðar. Mikið af þessu timbri er þó úrvalsviður, þéttur og fúavarinn af seltunni og hentugur tii hverskonar vinnslu. Ætla má að verðmæti rekaviðar geti numið 30-35 milj. kr. Meðal hlunninda má telja söl, skeljar, skelfisk, sveppi, ber og fjallagrös. Eflaust mætti nýta þessi hlunnindi mun betur en gert er. Enn má nefna fugla- og eggja- töku og rjúpna- og gæsaveiðar. Óljóst er hverjir tekjumöguleik- ar eru þarna fyrir hendi en eflaust eru þeir einhverjir. Þá teljast og ýmiss konar jarð- efni til hlunninda svo sem sandur, möl, vikur, steina- og berg- tegundir. Á s.l. ári greiddi Vega- gerðin frá kr. 2,50-25,00 fyrir rúmm. efnis til vegagerðar, eftir efnisflokkum og fjarlægð frá markaðssvæðum. Loks má svo nefna þá tekju- möguleika, sem margir bændur og landeigendur hafa af sölu eða leigu á landi undir sumarbústaði. Stofngjald leigulands er víða frá 50-200 þús. kr. fyrir 1/4 úr ha., án girðinga, vega eða vatnslagna. Síðan er fast árgjald í leigu, mis- munandi hátt eftir stöðum. Nýting hlunninda gefur nú af sérveruleg verðmæti. Hitt er jafn víst að þau má enn auka að mun. -mhg Fjölmiðlar hafa í gegnum tíð- ina dregið upp ljótar myndir frá fjarlægum löndum og heimsálf- um. Hversu oft höfum við ekki heyrt um stríðsglæpi nasista, ógn- arstjórnir einræðisherra, geð- veikrahælin í Sovétríkjunum og myrkustu Afríku? Við íslendingar höfum kallað okkur heppna fyrir það að búa í okkar farsæla, hamingjusama og besta landi sem fyrirfinnst á þess- ari reikistjörnu ef undanskilinn er kuldinn og umhleypingurinn. Ég var engin undantekning frá þeirri reglu, þar til fyrir skömmu að mér skyndilega féllust hendur og ég hrópaði með sjálfum mér: Ekki hér á íslandi, það getur ekki verið. Hvað er að ske? Athygli landsmanna er leidd á haf út til annarra landa. En þeir atburðir sem þar eiga sér stað, eru þeir sömu og eru að ske hér hjá okkur í þessu litla samfélagi á íslandi. Það er bara reynt að halda þeim leyndum. Svo oft hef- ur það hent að fólk fær nóg og í bræði sinni grípur það til örþrifa- ráða og fremur afbrot. Það er fréttamatur fyrir afbrotið, en á- stæðuna veit enginn því enginn má né fær að vita hana. Fangelsin hér á landi og geð- deildir eru fullar af fólki sem hef- ur verið sett löglega til hliðar vegna afbrota sem framin hafa verið í örvæntingu. Það er sið- laust en löglegt. A meðan heldur spillingin áfram. Það er kominn tími til að koma að meginástæðu fyrir þessum bréfaskriftum. Ástæðan er ekki ein heldur margar. Löglegar er siðlausar aðgerðir barnaverndar- nefnda. Áreiðanlegar heimildir mæðra um að hér fari fram umfangsmikil barnasala á vegum barnavernd- arnefr.da. Ummæli móður á fundi forsjárlausra foreldra þess efnis að sér hefði verið boðið gull og grænir skógar ef hún léti börn- in sín af hendi. Húnneitaði og var flutt á brott af lögreglu, í járnum. ítrekuð mannréttindabrot. Dæmi: Barnaverndarnefnd send- ir foreldra og einstaklinga til geð- lækna og sálfræðinga, sem vinna fyrir félagsmálastofnanir. Út- koma allra sú sama. Foreldrar og einstaklingar dæmdir andlega vanhæfir til að hafa umsjá með börnum sínum. Dregnar eru upp svörtustu myndir af foreldrum, og aðstand- endum. Góðir hlutir ekki skráðir í greinargerðir barnaverndar- nefndar. Hafi barnaverndarnefnd vitn- eskju um áfengisneyslu foreldra, er slíkt fyrirfram dæmt sem áfengissýki og ekki hægt að bæta fyrir það. Þó leyfist starfsfólki á Vistheimili barna á Mánagötu, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 sem er dvalarstaður barnanna sem tekin hafa verið af foreldr- um, að mæta veikt til vinnu og óvinnufært vegna fráhvarfs áf- engisdrykkju. Einnig fær starfs- maður að státa sig af koníaksd- rykkju í hádeginu yfir matarborði barnanna, þegar verið er að dæma börn af foreldrum sem sumir hafa áfengi um hönd. Foreldrar fá ekki tækifæri til að sanna getu sína. Félagsmála- stofnanir og starfsfólk þeirra eru einungis í hlutverki dómara en ekki í hlutverki hjálparans og að- stoðarmanna fólksins í landinu. Það er unnið undir yfirskini mannúðar og mannræktar, en í raun er fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér komið til hliðar út í ystu kima samfélagsins þar sem það má deyja drottni sín- um yfirgefið, sært og þjáð á lík- ama og sál. Á fundi samtaka sem eru byrj- uð að fletta ofan af þessari gróskumiklu spillingu í þjóðfé- laginu komu fram svo sláandi dæmi um mannvonsku innifyrir þröskuldi félagsmálastofnunar Reykjavíkur að fylla miyndi margar bækur. Atburðirnir, að- gerðirnar og þessi villimannlegu mannréttindabrot hafa þegar mörg verið færð í letur og foreldr- ar og samtök þeirra tilbúin að standa við allt sem þar er skrifað og mun verða fært í letur. Foreldrar hafa allir sömu sögu að segja: Umfangsmikil barna- sala er rekin af opinberri stofnun hér á landi, Barnaverndarnefnd félagsmálastofnunar. Hvað er þetta annað en barn- arán og brot á 193. grein hegning- arlaganna þar sem segir: „Sam- kvæmt 193. grein skal hver sá sem sviptir foreldra eða aðra rétti að- ila eða umsjá yfir barni, sem ó- sjálfráða er fyrir æsku sakir eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt." Eitt slíkt tilfelli var nýlega kært fyrir Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Lögleg barnsrán á Islandi? Er nema von að maður spyrji hvað sé að ske? Einar Ingvi Magnússon ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Laugardagsfundur ABR ísland og EB Umræðufundur að Hverfisgötu 105, efstu hæð, kl. 11 f.h., laugar- daginn 24. febrúar. Rætt verður um áhrif hugsanlegrar inngöngu Islands í EB, Evr- ópubandalagið. Reynt verður að svara spurningum um efnahags- leg áhrif, pólitísk áhrif, áhrif á stöðu verkalýðsstéttarinnar, áhrif á atvinnulíf og byggðir landsins. Síðast en ekki síst verður spurt hvort nú sé verið að stíga þau skref að ekki verði aftur snúið frá innlimun landsins í EB. Málshefjendur verða: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og Birgir Björn Sigurjóns- son, hagfræðingur BHfVIR. Fyrirspurnir, almennar umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið í Reykjavík Alþýðubandalagið Selfossi Opið hús Rabbfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7, Selfossi, laugardag- inn 24. febrúar frá 10-12. Baldur Óskarsson kemur á fundinn með fréttir af stóriðjumálum. Stjórnin Alþýðubandalagið ísafirði Félagsfundur verður haldinn á Hótel ísafirði sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00. Ath. breyttan fundartíma. Dagskrá: 1. Drög að framboðslista. 2. Önnur mál. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin Aftur að alvörunni: málefnafundur í kvöld, miðvikudagskvöld, uppi á Punkti og pasta (áður Torfunni), hefst kl. 20.30. Umræðu- efni: landbúnaðar- og samgöngumál. Allir Birtingarmenn velk- omnir meöan húsrúm leyfir. Hópnefnd m l|F Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverkfræöings, óskar eftir tilboðum í frystikerfi fyrir skautasvell í Laugardal. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtu- deginum 22. febrúar, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö, fimmtu- daginn 29. mars 1990, kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 fP| íþrótta- og tómstundaráð 11 f Reykjavíkur Laus staða hjá Reykjavíkurborg Staöa forstööumanns félagsmiöstöðvarinnar Frostaskjóls er laus til umsóknar. Menntun á sviöi æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafn- framt reynsla af stjórnunarstörfum. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Upplýsingar veitir æskulýðs- og tómstunda- fulltrúi, Fríkirkjuvegi 11, sími 622215. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 2. mars 1990.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.