Þjóðviljinn - 21.02.1990, Síða 11
LESANDI
Mannkynssaga i
beinni útsendingu
Hvað varstu að gera fyrir 10
árum?
Þá var bara ein rás hjá Útvarp-
inu, gamla gufan, og ég var að
taka upp leikrit, sögur og ljóð. Ég
átti enn eftir ýmislegt ólært í fag-
inu, var bara búinn að vera eitt ár
hjá stofnuninni. Annarsvar ég að
fíflast og sprella eins og venju-
lega, og ef tími var aflögu spilaði
ég handbolta og fótbolta með
Gróttu.
Hvað gerirðu helst í frístund-
um?
Þær eru nú voðalega fáar,
eiginlega næstum engar. En ég
var að festa kaup á tölvu sem er
afskaplega dýrt Ieikfang en
skemmtilegt, og ég er að dútla við
hana svolítið. Eg gutla líka á gítar
og munnhörpu þegar vel liggur á
mér.
Segðu mér frá bókinni sem þú
ert að lesa núna.
Það er Hneykslið eftir jap-
anska höfundinn Susako Endo.
Mér líst vel á hana það sem af er
og hún virðist vera mjög spenn-
andi. Það er líka skemmtileg til-
breyting að lesa bók sem ekki er
eftir vestrænan höfund, stíllinn er
svo ólíkur því sem maður á að
venjast.
Hvað lestu helst í rúminu á
kvöldin?
Það er alltaf bókastafli á borð-
inu við rúmið mitt þar sem
ákveðnir höfundar eiga fastan
sess. Þar liggja bækur eftir Hem-
ingway og Laxness, Birtingur
eftir Voltaire og svo Bókin um
veginn. Það er ekki hægt að fá
leið á þessum bókum og ég verð
alltaf vísari þegar ég glugga í þær.
Hver er uppáhaldsbarnabókin
þín?
Ég á enga eina bók sem er í
uppáhaldi hjá mér. Maður las all-
ar Ævintýrabækurnar, Dular-
fullu bækurnar, bækurnar um
Benna flugkappa, Bob Moran
o.fl. Um tíma þótti mér mjög
gaman að lesa ævisögur frægra
manna, og þá lifði ég mig svo inn í
þær að mér fannst ég vera aðal-
persónan. Ég man sérstaklega
hvað ég var lengi Mozart.
Hvers minnistu helst úr Biblí-
unni?
Er það ekki í bréfi Páls til
Korintumanna þar sem sagt er að
kærleikurinn skilji allt og fyrir-
gefi allt? Ljóðaljóðin eru mér
einnig minnisstæð, eitt af boð-
orðunum og að allt sé hégómi,
aumasti hégómi og eftirsókn eftir
vindi.
Segðu mér af ferðum þínum í
leik- og kvikmyndahús í vetur.
Ég sá allar sýningar á Óliver.
Hljóðið var gott, ég sá um það.
Ég brá mér norður og var mjög
hrifinn af uppsetningu þeirra á
Húsi Bernörðu Alba. Annað hef
ég ekki séð í vetur.
Fylgistu með einhverjum
ákveðnum dagskrárliðum í út-
varpi og sjónvarpi?
Utvarp hlusta ég aldrei á heima
hjá mér, en kemst auðvitað ekki
hjá því í vinnunni. Ég fylgist oft-
ast með fréttum í sjónvarpi og
reyni að sjá allt sjónvarpsefni
sem kemur frá Bretlandi. Það eru
undantekningarlítið vandaðir
þættir, hvort sem um er að ræða
spennuþætti, heimildamyndir,
viðtöl eða annað.
Hefurðu alltaf kosið sama
stj órnmálaflokkinn?
Já.
Ertu ánægður með frammi-
stöðu hans?
Nei.
Eru til hugrakkir stjórnmála-
menn og konur?
Já, þeir eru til.
Viltu nafngreina þá?
Gorbatsjov er hugrakkur og
duglegur líka. Ég er þó ansi
hræddur um að hann eigi eftir að
lenda í vandræðum. Fólk vill fá
meiri umbætur og hraðari en
hann getur komið á. Ekki veit ég
hvort hann er viljandi að halda
aftur af, eða hvort það er ómögu-
legt að láta þetta gerast jafn hratt
og almenningur virðist krefjast.
Stalín sagði að 2x2 væru 6, svo
kom Krústjov og sagði að 2x2
væru 5 og nú segir Gorbi að fólk
megi velja hvort það eru 5 eða 6.
Hann þyrfti að stíga skrefið til
fulls, og byrja á því að benda á að
2x2 eru 4. En hvað sem öðru líður
þá held ég að hans verði minnst
sem upphafsmanns þíðunnar. Af
núlifandi hérlendum stjórnmála-
mönnum eru engir hugrakkir,
þetta eru tækifærissinnar upp til
hópa.
Er landið okkar varið land eða
hernumið?
Það er sko örugglega Hernum-
ið með stórum staf.
Hvcrt gæti svar okkar í vestri
verið við atburðum síðastliðinna
vikna og mánaða í austri?
Eins og þeir eru að taka sjálfa
sig í gegn, gætum við hreinsað til
hjá okkur. Hér er líka þörf fyrir
byltingu. Og að læra svo að lifa
saman í sátt og samlyndi.
Hvaða eiginleika þinn viltu
helst vera laus við?
Að ég segi alltaf já.
Hvaða eiginleika þinn fmnst
þér skrítnast að aðrir kunni ekki
að meta?
Húmorinn. Hann er almennt
misskilinn.
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn?
Ég er óttalegur gikkur. Borða
til dæmis ekki fisk, finnst hann
bragðvondur. Besti matursemég
fæ er maturinn hennar mömmu.
Hvar myndirðu vilja búa ann-
ars staðar en á Islandi?
í London, eða annars staðar á
Englandi.
Hvernig flnnst þér þægilegast
að ferðast?
Ég er allra manna flughrædd-
astur, en þó finnst mér þægilegt
að ferðast með flugvél. Ef ég ætla
hins vegar að skoða mig um ferð-
ast ég með lest.
Hvert langar þig helst til að
ferðast?
Til Austur-Evrópu. Það væri
gaman að fylgjast með og taka
þátt í atburðunum þar. Þetta er
eins og mannkynssaga í beinni út-
sendingu.
Hvaða bresti landans áttu erf-
iðast með að þola?
Ótrúlegan hroka. Við þykj-
umst t.d. öll vera laus við for-
dóma, en þegar á reynir kemur
annað í Ijós.
En hvaða kosti íslendinga
metur þú mest?
Ég man ekki eftir neinu í svip-
inn sem við höfum umfram aðrar
þjóðir.
Hverju vildir þú breyta í ís-
lensku þjóðfélagi?
Skapa umferðarmenningu.
Hvaða spurningu hef ég
gleymt?
Spurðu mig hvað mér finnist
um aðrar útvarpsstöðvar en
Ríkisútvarpið.
Hvað finnst þér um þessar
svokölluðu frjálsu útvarps-
stöðvar, Georg?
Ég hef satt að segja ekki orðið
var við að til væru aðrar en Rás 1
og Rás 2. En ef maður snýr takk-
anum á útvarpstækinu þá kemur
að vísu fyrir að maður rekst á eitt
og eitt diskótek, annað er það
ekki.
Guðrún
VIKUNNAR
Georg Magnússon tæknimaður
Hvað ertu að gera núna, Ge-
org?
Ég vinn sem tæknimaður hjá
Útvarpinu, og á minni könnu er
að taka upp útvarpsleikrit annars
vegar og tónlist hins vegar. Tón-
listarupptökurnar eru næstum
því alltaf tónleikar úti í bæ, eins
og t.d. tónleikar Sinfóníunnar
okkar. Sem stendur vinn ég við
upptökur á tveimur leikritum.
Páskaleikritinu í ár sem verður
Svartfugl eftir Gunnar Gunnars-
son undir leikstjórn Bríetar Héð-
insdóttur. Það verður í tveimur
hlutum; aðdraganda í fyrsta hluta
og svo sjálf réttarhöldin í öðrum
hluta. Hvor þáttur er um sextíu
mínútur og það er u.þ.b. mánað-
arvinna fyrir okkur tæknimenn,
en hálfsmánaðarvinna fyrir
leikara í hljóðstofu. Síðan vinn ég
að upptöku á leikriti sem heitir
Brúðkaupsbréfið hennar eftir
þýskan höfund. Arnar Jónsson
leikstýrir en Guðrún Gísladóttir
fer með hlutverkið í þessari ein-
ræðu. Þetta er skemmtilegt
leikrit, en konan er þarna að
skrifa sínum fyrrverandi bréf á
brúðkaupsdegi hans og nýju kon-
unnar.
Mynd: Kristinn
þlÓÐVILJINN
fyrir 50 árum
„His masters Voice". Stríðsæs-
ingamenn á íslandi. Tíminn vill
láta Noreg fara í stríð við Sovét-
ríkin. EftirleikurAltmark-
viðureignarinnar: Ósvífnar hót-
anir bresku stjórnarinnar um ný
hlutleysisbrot. Rauði herinn
tryggir stöðvar sínar á Kyrjála-
eiði.
I DAG
21. febrúar
miðvikudagur. 52. dagur ársins.
Sólarupprásí Reykjavíkkl. 9.03-
sólarlag kl. 18.21.
Viðburðir
Kvennablaðið í Reykjavík hefur
göngu sína árið 1895. Ms. Detti-
fossi sökkt árið1945.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavik. Helgar-og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna
16. febr-22. febr. 1990 er I Reykjavíkur
Apóteki og Borgar Apóteki.
Fyrrnef nda apótekið er opiö um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Siðarnefnda apótekiö er
opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur sími 4 12 00
Seltj.nes sími 1 84 55
Hafnarfj sími 5 11 66
Garðabær sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavík sími 1 11 00
Kópavogur sími 1 11 00
Seltj.nes sími 1 11 00
Hafnarfj sími 5 11 00
Garöabær sími 5 11 00
\LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiönir, símaráðleggingarog tíma-
pantanir I síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sim-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eöa ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildin er opin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722 Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið-
stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farslmi vaktlæknis 985-23221.
Kefiavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s.
. 1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feöratími 19.30-
20.30 Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala:virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstígopinalladaga 15-16og
18.30-19.30. Landakotsspitali: alla
daga 15-16og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17
daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi:
alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsiö Húsavik: alladaga 15-16og
19.30-20.
ÝMISLEGT
‘Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung-
linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráögjöf i sálfræðilegum
efnum. Simi 687075.
MS-íélagiðÁlandi 13. Opið virka daga trá
kl.8-17. Síminner 688620.
Kvennaráðgjötin Hlaövarpanum Vestur-
götu 3. Opiö þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband viö lækni/hjúkrunarf ræðing
á miövikudögum kl. 18—19, annars sím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konursem beittar
hafa verið ofbeldi eöa oröiö fyrir nauögun.
Samtökin '78. Svaraö er í upplýsinga- og
ráögjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 -
23. Símsvari á öörum tímum. Síminn er
91-28539.
Bilanavakt ratmagns- og hitaveitu: s.
27311. Rafmagnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi
21260 alla virka daga kl. 1 -5.
-ögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema.erveittísíma 11012milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlíö 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styöja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringiö í síma 91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
20. febr. 1990
kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar.............. 60.01000
Sterlingspund................ 102.67700
Kanadadollar................. 50,04800
Dönskkróna.................... 9.31760
Norsk króna.................... 9.30680
Sænskkróna..................... 9.82560
Finnsktmark.................. 15.26000
Franskurfranki............... 10.57540
Belgískurfranki................ 1.72020
Svissneskurfranki............. 40.49260
Hollenskt gyllini............. 31.89050
Vesturþýskt mark.............. 35.94060
itölsklira.................... 0.04843
Austurrískursch................ 5.10530
Portúg. Escudo................. 0.40770
Spánskurpeseti................. 0.55590
Japansktyen.................... 0.41488
Irsktpund.................... 95.36500
KROSSGATA
Lárétt: 1 bjargbrún4
tegund 6 dauði 7 hvetja
9 kvenmannsnafn 12
fornkappi 14 reiðhjól 15
fjarlægjast 16 tilfinning
19droll20 tangi21
skurður
Lóðrétt: 2 lík 3 högg 4
málmur5upphaf 7
visst8tak 10krapa-
rigningH hindrir13
utan 17vafi 18gagn
Lausn á síðustu
krossgátu
Lárétt: 1 völt 4 písl 6 afl
7skop9ólag 12farga
14 mél 15 und 16 ætlun
19nota 20niða21 ilm-
an
Lóðréft: 2 örk 3 tapa 4
plóg5sía7sóminn8
oflæti 10launin11
geddan13ról17tal18
Miðvikudagur 21. febrúar 1990 ÞJÖÐVILJINN - SIÖA 11