Þjóðviljinn - 23.02.1990, Qupperneq 5
• •
________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
I
Alþingi
Bandormur og niðurskurður
Ríkisstjórninpressar á skjóta afgreiðslufrumvarps um umhverfis-
málaráðuneyti, „bandorms“ kjarasamninganna ogfrumvarps
um stjórnun fiskveiða. Þingflokkar afgreiða niðurskurð
r
Idag fcr fram lokaumræða um
stjórnarfrumvarpið um stofn-
un umhverflsmálaráðuneytis í
efri deild Alþingis og líkur þar
með afgreiðslu þingsins á málinu.
Tvö önnur mikilvæg mál liggja
fyrir deildinni, „bandormurinn“
svo kallaði sem inniheldur fjöl-
margar breytingar á lögum í
tengslum við kjarasamningana
sem ríkisstjórnin leggur áherslu á
að fái skjóta afgreiðslu og frum-
varp um stjórnun fiskveiða sem
verður afgreitt til nefndar í dag.
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins mun í
dag bera fjármálaráðherra skila-
boð þingflokks Alþýðuflokksins,
sem samkvæmt heimildum Pjóð-
viljans vill auka niðurskurð á
framlögum til endurbyggingar
Þjóðleikhússins, en í tillögum
fjármálaráðherra er nú þegar
gert ráð fyrir 20 miljóna niður-
skurði á þeim lið. Pessari hug-
rnynd mun ekki verða tekið fagn-
andi í herbúðum fjármálaráð-
herra. Karvel Pálmason þing-
maður Alþýðuflokksins sagði á
þingi í gær að hann myndi ekki
samþykkja tillögur sem fælu í sér
75 miljóna viðbótarniðurskurð á
framlagi til vegagerðar.
Andstaðan við niðurskurð til
vegagerðar er einnig mikil innan
Verðlagsráð
Þaká
taxtana
Byggingarvísitala
lœkkar um hálft pró-
sent. Breytingar á
mœlieiningum í
ákvœðisvinnu teknar
fyrir síðar
Verðlagsráð samþykkti á fundi
sínum í gær að banna hækkun
taxta hvers kyns útseldrar vinnu
eða þjónustu henni tengdri hjá
nokkrum starfs- og atvinnugrein-
um. Taxtar þeirra verða því að
vera hinir sömu og þeir voru 31.
desembcr síðastliðinn.
Bann Verðlagsráðs nær til
endurskoðunarþjónustu, tölvu-
þjónustu og þjónustu kerfisfræð-
inga, tæknifræðinga, arkítekta,
rekstrarráðgjafa, múrara, tré-
smiða, veggfóðrara, pípulagning-
armanna, málara og verkamanna
í byggingariðnaði.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
sagði í gær að gert væri ráð fyrir
að þeir sem við eðlilegar aðstæð-
ur myndu hækka taxta sína 1.
mars taki tillit til samþykktar
Verðlagsráðs.
Ákvörðun Verðlagsráðs hefur
í för með sér hálfs prósentustigs
lækkun á byggingarvísitölu þar
sem trésmiðir og pípulagningar-
menn verða nú að lækka taxta
sína. Breytingar á mælieiningum
í ákvæðisvinnu iðnaðarmanna
falla hins vegar ekki undir
ákvörðun Verðlagsráðs. Þær
breytingar höfðu í för með sér 0,8
prósent hækkun á byggingarvísi-
tölunni. Georg Ólafsson sagði að
samþykkt hefði verið að óska
eftir frekari upplýsingum um það
mál og það yrði tekið fyrir á næsta
fundi Verðlagsráðs. -gb
þingflokks Alþýðubandalagsins,
sem hefur fyrir sitt leyti samþykkt
breytingar á niðurskurðartil-
lögum fjármálaráðherra með at-
hugasemdum varðandi vegagerð-
ina. Þingflokkurinn vill þó fá
frekari upplýsingar um stöðu
vegagerðarinnar. Þingflokkurinn
er líka algerlega mótfallinn 15
milljóna niðurskurði á framlagi
til Framkvæmdasjóðs aldraðra,
eins og gert er ráð fyrir í tillögun-
um. Hjörleifur Guttormsson sat
ekki fund þingflokksins þar sem
þessi mál voru rædd.
Margrét Frímansdóttir þing-
flokksformaður Alþýðubanda-
lagsins sagði þingflokkinn hafa
falið fjármálaráðherra að fara
með málið á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar. Þingflokkurinn
væri engan veginn sáttur við til-
lögurnar þó breytingarnar sem
gerðar hefðu verið væru til bóta,
en myndi sætta sig við það sam-
komulag sem næðist innan ríkis-
stjórnarinnar.
Meðal þeirra breytinga sem
gerðar hafa verið á niðurskurð-
artillögunum er að dómsmála-
ráðuneytið skeri niður um 66
miljónir í stað 40, fjármálaráðu-
neytið um 124 miljónir í stað 90,
framlög til hafnargerðar verði
lækkuð um 20 miljónir í stað 30,
framlag til flugmálastjórnar verði
13 miljónir í stað þriggja og fram-
kvæmdirnar á Bessastöðum verði
skornar niður um 75 miljónir í
stað 50.
Karvel Pálmason mætti ekki á
þingflokksfund í gær og sagði
Þjóðviljanum að fyrir sér væri
mikilvægara að sækja þingfund
þar sem „bandormurinn“ var til
umræðu. í þeim umræðum lýsti
Karvel yfir áhyggjum sínum á
efndum ríkisstjórnarinnar í
tengslum við kjarasamningana
og sagði það einnig annarra en
hans sjálfs að meta það hvort
hann væri í þingflokki Alþýðu-
flokksins eða ekki.
-hmp
Nokkrir aðstandenda Bókamarkaðarins við hlaðin bókaborð í Kringlunni. Mynd Kristinn.
Bœkur
Gamla krónan í fullu gildi
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Kringlunni
Arlegur bókamarkaður Félags
íslcnskra bókaútgefenda hófst
í Kringlunni í gær og að venju er
boðið upp á mörg kjarakaup,
enda kjörorð markaðarins
„Gamla krónan í fullu gildi“.
Bókamarkaðurinn hóf göngu
sína árið 1961 í Listamannaskál-
anum við hliðina á Alþingishús-
inu og hefur verið árlegur við-
burður síðan.
Ódýrasta bókin í ár kostar 50
kr. en meðalverð bóka er 240 kr.
Þá er boðið upp á sérstaka bóka-
pakka og eru bækurnar í þeim
flokkaðar eftir efni og aldurshóp-
um. Pakkinn er á mun hagstæð-
ara verði en einstök bók.
Sem dæmi um kjarakaup má
nefna Skipabók AB á kr. 299 eða
ritsafn Guðmundar G. Hagalín á
11.790 en venjulegt verð þess er
tæpar 30.000 kr. Þá eru allar
fáanlegar Árbækur Ferðafélags-
ins á markaðinum, auk þúsunda
annarra bóka.
Bókamarkaðurinn stendur til
sunnudagsins 4. mars og er opið
10-19 mánudaga til fimmtudaga,
10-20 á föstudögum, 10-18 á
laugardögum og 12-18 á sunnu-
dögum. Unnt er að panta bækur
og bókapakka í síma 678011 allan
sólarhringinn og er tekið við
greiðslum með greiðslukortum,
bæði í síma og á staðnum. -Sáf
Verðlagseftirlit
Vericalýðsfélög opna skrilstofu
Almenningur hvattur til að láta í sér heyra
Nokkur verkalýðsfélög í
Reykjavík ætla að koina á fót
eigin verðlagseftirliti og í því
skyni opna þau skrifstofu í dag.
Félögin sem standa að skrifsto-
funni eru Dagsbrún, Iðja, Fram-
sókn, Sókn og fleiri.
Almenningur er hvattur til að
hafa samband við skrifstofuna ef
hann telur sig verða varan við
hvers kyns verðhækkanir. Skrif-
stofan mun þá kanna hvort hækk-
anir þessar eigi við rök að styðj-
ast.
„Það er frumforsenda þess að
samningarnir haldi að verðlagi sé
haldið í skefjum," sagði Guð-
mundur Þ. Jónsson, formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks, í
samtali við Þjóðviljann.
Skrifstofan verður í húsakynn-
um Dagsbrúnar við Lindargötu
og þar verður einn starfsmaður.
Sími skrifstofunnar eru 624230.
Guðmundur sagðist eiga von á
því að starf þessarar skrifstofu
skilaði árangri.
„ Við gerum okkur vonir um að
þetta verði til þess að halda verð-
lagi í skefjum, og allavegana að
þetta verði vettvangur fyrir okk-
ur til að fylgjast með því sem er að
gerast í þeim málum,“ sagði Guð-
mundur Þ. Jónsson.
-gb
Föstudagur 23. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
DV
Menningarverð-
laun í gær
Menningarverðlaun DV voru
veitt í hádegisverðarboði á Hótel
Holti í gær. Verðlaunagripurinn
var hannaður af Pétri Bjarnasyni
myndhöggvara.
Vigdís Grímsdóttir fékk bók-
menntaverðlaunin fyrir skáld-
sögu sína Ég heiti ísbjörg. Ég er
ljón, Kristján Guðmundsson
fékk myndlistarverðlaunin en
hann hélt sýningu á verkum sín-
um hér á landi í fyrra, Hörður
Áskelsson kórstjóri og orgel-
leikari fékk tónlistarverðlaunin,
Grétar Reynisson leikmyndahöf-
undur fékk leiklistarverðlaunin
fyrir leikmynd sína að Ljósi
heimsins, Þráinn Bertelsson fékk
kvikmyndaverðlaunin fyrir
Magnús, Ingimundur Sveinsson
fékk arkitektaverðlaunin fyrir
hús Sjóvá/ Almennar í Kring-
lunni og Kristín ísleifsdóttir ker-
amikhönnuður fékk verðlaun
fyrir listiðnað. -Sáf
Konur í sveitum
Vilja meiri
vinnu
Nefnd um stöðu
kvenna í landbúnaði
vill aðfé verði veitt til
námskeiðahalds og
stofnunar fyrirtœkja í
dreifbýlinu.
Konur í sveitum telja aukna at-
vinnu forsendu þess að byggð
haldist í dreifbýlinu. Tæplega 90
prósent þeirra óska eftir atvinnu
eða töldu aukna atvinnu
nauðsynlega. Flestar vilja árstíð-
abundna vinnu vegna annarra
starfa við búreksíur. Raunveru-
leikinn er hins vegar annar, því
aðeins 35 prósent kvenna í sveit-
um vinna utan bús.
Þetta kemur fram í víðtækri
könnun nefndar á vegum land-
búnaðarráðuneytisins um konur í
landbúnaði. Niðurstöður nefnd-
arinnar voru kynntar á fundi með
fréttamönnum í gær.
f áliti nefndarinnar kemur
fram að atvinnuleysi meðal
kvenna sé miklu meira en opin-
berar skýrslur og atvinnuleysis-
skrár gefi til kynna. Til að
stemma stigu við því, leggur
nefrndin m.a. til að á hverju bún-
aðarsambandssvæði verði komið
á fót starfshópi til að vinna að
uppbyggingu á þeim sviðum sem
mestur áhugi er fyrir á viðkom-
andi svæði. Talið er nauðsynlegt
að konur til sveita hafi aðgang að
fjármagni, bæði til námskeiða-
halds og til að greiða fyrir stofnun
fyrirtækja. Þá leggur nefndin til
að hvert hérað myndi starfshóp
um heimilisiðnað og minjagripa-
gerð, og að leitað verði samstarfs
við Ferðaþjónustu bænda og
Ferðamálaráð.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra sagði að öll
búnaðarfélög og önnur félaga-
samtök bænda yrðu beðin um að
kynna skýrsluna og koma af stað
umræðum um hana. Síðan væri
ætlunin að skipa starfshóp þess-
ara aðila til að fylgja henni eftir
og hrinda tillögum hennar í fram-
kvæmd.
Nefndin sendi út spurninga-
blað til tvö þúsund kvenna í land-
búnaði á aldrinum 23-58 ára og
svör bárust frá um þriðjungi
þeirra. f nefndinni áttu sæti þær
Halla Aðalsteinsdóttir, Elín
Líndal og Lísa Thomsen. -gb