Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 20
Allt í hund og kött Það er erfitt hlutskipti að vera spámaður í sínu föðurlandi eins og þeir Stalín, Sjáséskú og Óli kommi hafa fengið að sannreyna. Nú er Stalín loksins dauður og allar myndir af þeim gerska nik- ótínista og morðhundi horfnar nema í Albaníu og hjá einstöku íslenskum líftryggingasala. Og Sjáséskú líka dauður án þess nokkur sakni hans. Hann Sjás- éskú sem þótti svo góður skáti hér um árið að Guðrún Helga- dóttir fékk andlegan kynblossa af því einu að virða hann fyrir sér. Já, þeir safnast óðum til and- skotans, þessir sem heimurinn batt sem mestar vonir við. Ekki að undra þótt Óli kommi sé genginn á vit veiðibjöllu og ís- bjarna á köldustu töngum ís- lands. Er þá nema von að lítið leggist fyrir kappa eins og mig sem reyndi árum saman að stofna til efnahagslegrar viðreisnar á ís- landi með því að boða nýjar hug- myndir um framleiðslu á gælu- dýrafóðri. Menn muna kannski ekki þá heilögu baráttu sem undirritaður háði, ásamt Má Blöndal þáverandi iðnrekanda, fyrir því að hafin yrði stórfelld framleiðsla á íslensku gæludýra- fóðri. Man nokkur íslendingur í dag slagorðið: íslensk gæludýr, íslenskt gæludýrafóður! Nei, minni einstaklinga er stutt, minni þjóða ennú styttra. Því vil ég á þessum tímum mikilla opinberra játninga og rannsókna á ferli einstakra hugsjónamanna, gera það sem margir láta ógert, að játa á mig hugsjón sem þjóðin á þessum tuttugu árum hefur hamast við að gefa skít í: Að með því að gjörnýta allan sjávarafla í þágu gæludýra heimsins getur ís- lenska þjóðin endanlega losnað úr þeirri efnahagslegu glötun sem hún hefur sjálf kosið að dúsa í. Allt starf okkar Más Blöndal byggði á einfaldri grundvallar- staðreynd, semsé þeirri að fólki þykir vænna um skepnur en ann- að fólk. Það er ennfremur óum- deild tölulég staðreynd, að í Evr- ópu (svo ekki sé minnst á Banda- ríki Norður-Ameríku) eru álíka mörg gæludýr og menn. Því liggur það svo augljóslega fyrir að íslenskur matvælaiðnaður ætti, auk hefðbundinnar framleiðslu á óætum fiskstautum úr margþídd- um þorskflökum, að sérhæfa sig í framleiðslu gæludýrafóðurs. Það er vísindalega sannað, að fólk leggur sér allskonar ómeti til munns, en það gegnir öðru máli um gæludýrin. Hver hefur til dæmis séð vel ræktaðan heimilis- hund éta fish & chips, með öðr- um orðum úldinn fisk og myglað- ar kartöflur brasaðar í gamalli ol- íuleðju? Enginn hundur á Bret- landseyjum með snefil af sjálfs- virðingu leggur sér til munns það sem hinn almenni hundeigandi á Bretlandi étur hvunndags. Það er enda svo að þeir sem eru verulega hræddir um líf sitt, á Bretlands- eyjum og í Þýskalandi, svo sem erlendir farandverkamenn og gamalmenni, nærast í síauknum mæli á vítamínbættum hunda- og kattamat. Og þótt orð fari af list- rænum tilþrifum Frakka í eldhús- inu, bera franskir kettir yfirleitt mun betra skynbragð á matvæli, og þá einkum drykkjarvörur, en hinn almenni franski borgari. Hver hefur til dæmis séð franskan kött þamba gallsúrt rauðvín eins og þeir frönsku láta sig hafa af misskilinni tryggð við úrelta hefð? Nei, þótt mannfólkið þambi viský og annan djöful- skap.þá dettur engum heimilis- ketti í hug að lepja þvílíkt eitur. I Ijósi þessara staðreynda setti undirritaður, á sínum tíma, fram hugmyndir um gjörbyltingu atvinnulífs á íslandi, í þá veru að landið yrði gert að paradís gælu- dýranna, draumalandinu þarsem ósk gæludýrsins um bragðgóða, holla, ómengaða fæðu, yrði látin rætast. Aðins einn maður sýndi hug- myndum mínum verulegan skiln- ing og áhuga, en það var Már Blöndal þáverandi iðnrekandi. Már, sem á þeim árum átti afar matvandan hund og þekkti af eigin reynslu hversu kröfuharðar og meðvitaðar skepnur eru um þá fæðu sem þær leggja sér til munns, sá eins og ég, bjarta fram- tíð fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, ef menn aðeins vildu einu sinni leyfa hundinum eða kettinum að hafa vit fyrir sér. Þeim þrjúhundruðþúsund tonn- um af sjávarafla sem bókstaflega er hent á hverju ári á íslandi, vildi Már Blöndal breyta í Ijúffenga rétti fyrir hina loðnu samborgara heimsins. Mér er afar hugstætt þegar Már sýndi mér fyrsta eintakið af hin- um svonefndu fjögurra þrepa dósum, sem hann hafði hannað. Þarna hafði íslenskt hugvit unnið glæstan sigur, sem þjóðin því miður kunni ekki að meta, en fjögurra þrepa dósin var einskon- ar langdós og þurfti ekki nema fimm botna í hana, en hefði þurft átta ef um fjórar sjálfstæðar dósir hefði verið að ræða. Því miður varð fyrirtæki Más Blöndal gjaldþrota áður en fram- leiðsla á gæsludýramat í langdós- um hófst. Fór þar saman eins og oft fyrr og síðar skilningsleysi yfirvalda og ónóg fyrirgreiðsla lánastofnana. Már Blöndal hefur hinsvegar ekki svikið hugsjón sína eins og svo margir aðrir, því samhliða forstjórastarfi sínu, fyrst hjá sjóskipum hf. og síðan við hið kunna drykkjumannahæli „Elefanten“ á Jótlandi í Dan- mörku, hefur Már ótrauður bar- ist fyrir því að menn hæfu dreif- ingu á gæludýramat í fjögurra þrepa dósum. Og víst er um það að Danir hafa tekið fjögurra þrepa dósinni vel, en því miður, og þar vitna ég beint í orð Más Blöndal, „sáu þeir meiri ástæðu til þess að nýta þessa snjöllu upp- finningu í bjórverksmiðjunum en við dreifingu á gæludýrarétturrí". En af því efnahagsleg kröm þjóðarinnar er siðlaust sjálf- skaparvíti, þá vil ég beina orðum mínum til hins skapfellda sjávar- útvegsráðherra: Leggðu blátt bann við því að menn hendi sjávarafla! Ef íslendingar hefðu glóru í kollinum til að gjörnýta það sem úr sjónum kemur, þá þyrftu þeir ekki að hlaupa eins og portkonur á eftitr útlendum eiturbrösurum í von um ódrátt sem heitir álver. Og það á svo sannarlega að hóta þeim sjó- mönnum tugthúsi saem henda tugum tonna af úrvals fiski í sjó- inn í túr, af því fiskurinn passar ekki í vinnslurásina hjá þeim eða er á skjön við kvótann. Og við þjóðina í heild vil ég segja þettá: Ég tek ekkert mark á þessu væli í þér um efnahagslegar þrengingar á meðan hillur ís- lenskra verslana svigna undan innfluttum gæludýramat! Og við gæludýrin vil ég segja þetta: Takið til ykkar ráða! Gríp- ið í taumana! Mannskepnan er um það bil að fyrirgera rétti sín- um til að deila og drottna á þess- ari plánetu! Látum allt fara í hund og kött! Þór Tulinius og Helga Jónsdóttir í hlutverkum sínum. Ljósmynd Krist- ínn. Endurbvgging Þjóðleikhúsið sýnir ENDURBYGGING eftir Václav Ha- vel. Þýðing: Jón R. Gunnarsson. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson Leikendur: Erlingur Gíslason, Helga E. Jónsdóttir, Þór TuliníuS, Sigurður Sigurjónsson, Jón Símon Gunnars- son, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, María Ellingsen, Jóhann Sigurðar- son, Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Hákon Waage, Edda Þórarinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Alþjóð hlýtur að vera kunnugt um frumsýningu Þjóðleikhússins á nýjasta leikriti Havels eftir heimsókn hans hingað. Sjaldan hefur eins vel tekist til með auglýsingaherferð um eina sýn- ingu. Galin hugmynd Brynju Benediktsdóttur leikstjóra sýn- ingarinnar heppnaðist fullkom- lega en líklega með stærra sniði en hana grunaði. í fyrradag ávarpaði Havel síð- an bandaríska þingið. Ugglaust hefur Þjóðleikhúsið komist í heimsfréttirnar í fyrsta og líklega sfðasta sinn. Café Existens, norrænt bók- menntatímarit sem kemur út á sænsku, birtir í 42/43 hefti sautján Ijóða syrpu eftir Þorstein frá Hamri. Ljóðin eru úr þrem bókum sem út komu á árunum 1982-87. Ljóðin þýddi Inge Knutsson, sem hefur getið sér gott orð m.a. fyrir þýðingar sínar á verkum Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar og Snorra Hjartar- sonar. Syrpunni fylgir viðtal Pjeturs Hafsteins Lárussonar við Þor- stein: þar er fjallað um kosti ein- stakings og smáþjóðar og skálds og okkar dögum, um uppsprettur þess styrks sem leyfir mönnum að lifa af, um vilja okkar eða vilja- leysi til að rækta eigin tungu og Endurbygging er dæmalaust gott og hollt leikrit, skrifað af mannviti miklu og hógvægð. Það er spennandi í hægri framvindu, persónur þess skýrar í fáum drátt- um sínum, þaulhugsaðar að gerð. Loksins hefur leikhúsið á óyg- gjandi hátt tekið frumkvæði í sýn- PÁLL BALDVIN BALDVINSSON ingum á nýju verki utan úr heimi. Hafi þeir heiður fyrir ’pað fram tak.Víst er það samt kátbroslegt að sjá þennan lágvaxna mann stíga inn í hóp íslenskra góðbor- gara í nýja smókingnum sínum, langhrjáðar af skipulögðum of- sóknum, á sýningu verks hans sem boðar ákveðið boðskap sem stríðir gegn öllu því sem samsæti menningu. Þorsteinn víkur m.a. að því í viðtalinu að of mikið hafi menn fjasað um „tilvísanir“ til fortíðar í ljóðum hans, einatt á kostnað þess sem fram fer í ljóð- um hans í þeirra samtíð. Það ætti hinsvegar ekki að vera í frásögur færandi þótt íslenskt skáld vísaði öðru hvoru til hluta sem falla undir lágmarkskunnáttu um land og þjóð. í viðtalinu er og rætt um þá réttlætiskennd sem vísar skáldi til vinstri, þá virðingu fyrir veruleika fortíðar sem gerir það að sumu leyti íhaldssamt og um það umburðarlyndi og þá forvitni um annarra hagi sem vinna gegn einangrun og kreddu. Café Existens er samnorrænt tímarit sem fyrr segir, það fjallar hans stóð fyrir: miskunnarlaust afskiptaleysi bakvið frjálslyndis- hjal, smekklausan arkitektúr í nafni framfara, spillingu í nafni opinbers stjórnarfars. En ef til vill hefur það mæta fólk numið eitthvað af boðskap hans. Hver á sinn hátt, því leikrit hans er ekki einráðið, það er margrætt og víð- tækt í skoðun sinni á ábyrgð okk- ar, siðferðilegri og pólitískri. Þetta er býsna þéttriðið verk og þótt leikleiðbeiningar séu ekki ýtarlegar, miklu frekar sparar, þá er leikstjórinn mjög trúr ætlun skáldsins. Sýning Brynju er því í heldur íhaldssamri, nákvæmri hefð leikhúss Evrópu. Sýningin er hinsvegar silaleg og leikurun- um tekst ekki að gæða hana lífi sem skyldi. Veikleikar hennar liggja fyrst og fremst í hlutverka- skipan. Útlit er þunglamalegt, lýsing fábreytt, hvort tveggja að yfirlögðu ráði og lýtur í senn trún- aði við lýsingu skáldsins og sam- þætta túlkun aðstandenda. Sem kann þó ekki að vera rétta leiðin til að glæða þetta listaverk lífi. Aðrar leiðir kunna að vera því þénanlegri. Er til dæmis Erlingur Gíslason sjálfkjörinn í hlutverk Bergmans? Honum tekst margt í þessu hlutverki en hann skortir snerpu í leikinn, mótun í persón- una á mikilvægum augnablikum. Þetta er því bagalegra að Helga Jónsdóttir veldur ekki hlutverki Lúsíu þrátt fyrir alla líkamlega burði til þess. Raddbeiting svíkur hana, henni er um megn að virkja skoplegar hliðar persónunnar, fölnaðan glæsileik og grátbros- lega æskuþrá. Á þeim eina hlekk missir sýningin mikilvægan styrk. Geta Helgu sem leikkonu liggur á öðru sviði. Ánægjulegt er hins- vegar að sjá Þór og þó einkum Maríu sýna hér verulega góðan og sannfærandi leik. Veikleiki Maríu er röddin en vonandi tekst henni með góðra manna ráðum að þjálfa hana til fulls styrks. Jón Gunnarsson er afbragð sem Últsj. Frábærlega skýr manns- mynd unnin á nettum nótum. Gervi Sigurðar er gott en það vantar í leik hans herslumun, ljósari tilgang. Flokksritari Jó- hanns er samkvæmt bókinni, en sjálfur skapar hann ekki þá spennu sem þarf. Sýningin er því blandin ánægja og sýnist mér hún vísa til þess að leikflokkur Þjóðleikhússins eigi langan veg fyrir höndum til að finna sér einingu og samræmi. Þetta er því hryggilegra að sýn- ingin er hlaðin lofi líkt og menn fái glýju í augun af heimsókn höfundarins. Hún vísar samt fram á veginn á tvennan hátt: Hér er boðið uppá áríðandi samtíma- verk og hér má sjá misþroskaðan leikmáta sem bendir til þess að endurbygging okkar raunveru- lega Þjóðleikhúss sé ekki fjar- lægur draumur. Þorsteinn frá Hamri einkum um bókmenntir, ekki síst í þeim anda að minna á fjölbreyti- leikann í menningu Norður- landa, vekja athygli á því sem ekki er í sviðsljósi hvunndags. Ritnefnd skipa menn af öllum málssvæðum Norðurlanda. áb Þorsteinn frá Hamri í Café Existens 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.