Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 18
Linares: Vond staða, 7 mínútur á 20 leiki — en samt vann Kasparov Garrí Kasparov komst í heimsfrctt- irnar um daginn er sauð uppúr deilum Armena og Azera. Hann slapp með 60 manna hóp Armena í flugvéi frá Baku til Moskvu og útvegaði síðan þessu fólki húsnæði í höfuðstaðnum þó slíkur hörgull sé á húsaskjóli þar að löngu skilið fólk þarf að hírast undir sama þaki árum saman. Kasp- arov var ekki að liggja á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og í við- tali sem sjónvarpað var um heim allan kenndi hann Gorbatsjov um ástandið og sagð hann ætti að víkja úr stóli. Sennilega sást heimsmeistaranum yfir meistaraleik Gorbatsjov um af- nám einræðis kommúnista. Kasparov er í dálítið erfiðri aðstöðu, hálfur Armeni sem hefur verið búsettur í Azerbadsjan alla ævi og þar er litið á hann sem þjóðhetju. í viðtali sem tekið var við hann um þetta leyti gat meistarinn þess að hann hefði um annað að hugsa en skák og fyrstu tvær umferðirnar á hinu öfluga moti í Linares á Spáni benda einmitt til þess að Kasparov hafi verið að hugsa um eitthvað allt annað en skák. Hann komst í hann krappan er hann mætti Boris Gelfand í fyrstu umferð. Gelfand tefldi af mikilli hörku gegn kóngsindversku vörn heimsmeistarans og átti af- bragðs færi. í tímahraki flugu menn- irnir um borðið, fornir og gagnfórnir en lokaniðurstaðan varð jafntefli. Mótið í Linares í fyrra var frægt áður en það hófst: Viktor Kortsnoj var rétt ný kominn í bæinn er hann frétti að gamli dómarinn frá Stalíns- tímanum, Baturinski, ætti að vera skákstjóri og þá var Viktor nóg boð- ið, hann tók staf sinn og hatt og yfír- gaf svæðið. Mótshaldarinn Renato heldur mikið upp á sovéska skák- menn, það sést á þátttakendalistan- um: Kasparov, Ivantsjúk, Salov, Jus- upov, Gelfand, Beijavskí, Spasskí, Gulko, Portisch, Ljubojevic, Short og Iliescas. Kasparov stýrði hvítu mönnunum gegn Nigel Short í 2. umferð. Eng- lendingurinn hefur átt erfitt uppdrátt- ar gegn Garrí á skákmótum undan- farið en nú virtist ætla að verða breyting. Heimsmeistarinn sólundaði tíma sínum og átti fá svör við sóknará- ætlun Shorts sem langhrókaði og hóf sókn eftir h-línunni. Eftir 20 leiki átti Garrí 7 mínútur eftir. Hann var peði undir og staðan ekki til að hrópa húrra fyrir. Mótshaldarinn Rentaro hafði lagt fé til höfuðs Garrí: Pú færð 250 þús. peseta (um 125 þús. krónur) ef þú vinnur hann, hvíslaði hann að Short fyrir skákina. 7 mínútur er ekki langur tími en galdraverkið fór af stað; fyrst fórnaði heimsmeitarinn manni og náði síðan að plata Short upp úr skónum í endataflinu og tíma- hraksbarningnum. Þegar tímamörku- num var náð hristi sveittur og von- svikinn Short höfuðið. Linares, 2. umferð: Garrí Kasparov - Nigel Short 1. c4-Rc6 2. Rc3-e5 3. g3-g6 4. Bg2-Bg7 5. d3-d6 6. e4-Be6 7. Rge2-Dd7 8. Rd5-Rce7 9. d4-c6 10. Re3-Bh3 11. 0-0-Bxg2 12. Kxg2-exd4 13. Rxd4-h5 14. a4-Rh6 15. Ha3-0-0-0 16. a5-h4 17. a6-b6 18. Rf3-hxg3 19. fxg3-f6 20. c5-dxc5 21. Db3-Kb8 22. Hdl-Dc8 23. Rc4-Hxdl 24. Dxdl-Rf7 25. Ild3-g5 26. Db3-De6 27. Be3-Rc8 a b c d e f g h 28. Rxb6-Dxb3 29. Rd7+-Kc7 30. Hxb3-Kxd7 21. Hb7+-Ke7 32. Bxc5-Bf8 Rd4+Ke5 34. Rxc6-Kxe4 35. Bxa7-Rfd6 36. Hc7-Rxa7 37. Hxa7-Rc4 38. Ha8-Bg7 39. Ha7-Re3+ 40. Kgl-Hg8 41. He7+-Kd3 42. a7-Hc8 43. Kf2-Rdl+ 44. Kf3-g4+-45 45. Kxg4-f5+ 46. Kf3-Bxb2 47. Hd7+-Kc2 48. Hd8 - og Short gafst upp. Fyrir þetta mót skrifaði Spasskí upp á loforð þess efnis að hann myndi ekki semja jafntefli í undir 40 leikjum. Hann samdi að vísu eftir 24 leiki gegn Ivantsjúk í 3. umferð en hinar tvær skákirnar, tap fyrir Jusup- ov og jafntefli við Ljubojavic voru hart tefldar. f 3. umfrð lagði Kasparov Portish með svörtu. Ungverjann hefur senni- lega dreymt um jafntefli alla nóttina fyrir skákina en slíkir draumar koma í veg fyrir að menn geti teflt til sigurs. Kasparov fékk góða stöðu en 21. b4 hjálpar mikið til. Eftir hræðilegan 26. leik er staða hvíts sennilega töpuð en 27. leikurinn er skáklegt sjálfsmorð: 3. umferð: Lajos Portisch - Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. Rf3-g6 2. e4-Bg7 3. d4-d6 4. c4-Rf6 5. Rc3-Bg7 6. Be2-e5 7. 0-0-Rc6 8. Be3-Rg4 9. Bg5-f6 10. Bcl-f5 11. Bg5-Bf6 12. Bxf6-Rxf6 13. dxe5-dxe5 14. Dd8-Hxd8 15. Rd5-Rxe4 16. Rxc7-Hb8 17. Hfdl-Bd7 18. Bd3-Hbc8 19. Rd5-Rc5 20. Bfl-Be6 21. b4-Bxd5 22. cxd5-Rxb4 23. Rxe5-Re4 24. Rc4-Rc3 25. Hd2-Rbxd5 26. g3-Kg7 27. Kg2-Re3+ - og Portisch gafst upp. Staðan að loknum þrem umferð- um: 1.-3. Kasparov, Gelfand og Jusupov 2Vi v. 4. Ivantsjúk 2 v. 5. Illiescas lVi v. 6. Salov 1 v. + betri biðskák gegn Short. 7.-10. Beljavskí, Portisch, Spasskí og Gulko 1 v. 11. Short Vi v. + biðskák. 12 Ljubojevic Vi v. Lausn á skákþraut: f síðasta pistli birtist eftirfarandi skakþraut: a b c d e f g h Hvítur mátar í 3. leik: Lausn: 1. Hh6-gxf5 (1. .. g5 2. Hh2-gxf4 3. Hd2 mát;) 2. Dcl-Kd4 3. Hxd6 mát. a b c d e f g h Hvítur mátar í 2. leik. SKÁK HELGI ÓLAFSSON Vafasöm ákvörðun Mál málanna í íslenskum bridge- heimi þessa dagana, er hin umdeilda ákvörðun stjórnar Bridgesambands- ins, að færa undanúrslit Islandsmóts- ins í sveitakeppni frá Reykjavík (eins- og auglýst hafði verið í mótaskrá og' víðar) til Akureyrar, dagana 22.-25. mars. f þessum undanrásum munu 32 sveitir, hver sveit skipuð 6 spilurum, spila alls 7 leiki í 4 riðlum á jafnmörgum dögum. Af þessum tæp- lega 200 spilara hópi munu um 150 manns koma af höfuðborgarsvæðinu, en eins og flestir hugsandi menn sjá, snýst þetta dæmi við ef mótið hefði verið spilað f Reykjavík. Nú er því þannig háttað, að sá er þetta skrifar hefur líklega rekið einn öflugasta áróður eftir mótahaldi í dreifbýli, gegn um árin. Peir eru ekki margir staðirnir þar sem undirritaður hefur ekki á einhvern hátt komið við sögu, til eflingar mótahaldi og með beinni þátttöku. En vinnubrögð af þessu tagi, að flytja þessa undanrás nú til Akureyrar, öllum að óvörum, án undangenginnar forvinnu af ein- hverju tagi, er hreyfingunni ekki til framdráttar. Minna má á að síðasta stjórn sambandsins bauð þetta mót út á sínum tíma (og er það vei) en þá leit enginn við. Nú voru engin útboð, heldur er skimað út um bakdyrnar og sjá, skímu leggur af norðri. Við þang- að. Og fjallið er haft í togi. Það er ekki svo, að þessi hugmynd sé eitthvað nýtt, sem núverandi stjórn dregur fram úr erminni. Framkvæmd sem þessi var rædd, svo að segja ár- lega hér á árum áður. Reynt var að spila í aðskildum riðlum, þrír í Reykjavík og einn á Akureyri eða Egilsstöðum. Það gafst ekki vel og þótti mótið setja ofan við þá fram- kvæmd. Þá var rætt um að fara með allt mótið út á land (eins og nú). En mönnum blöskraði kostnaðurinn. Og þá voru aðeins 24 sveitir að keppa í undanrásum, en ekki 32 eins og nú. Og að auki, aðeins 5 umferðir, en ekki 7 eins og nú. Hvað hefur gerst, sem auðveldar þessa framkvæmd nú? Ekki nokkur skapaður hlutur, nema breytt hefur verið um menn í stjórn sambandsins. Og kostnaðarhliðin. Hefur einhver skoðað þetta dæmi í fullri alvöru? Hefðu málin legið öðru vísi við, ef tvær stighæstu sveitir landsins (Verðbréfin og Flugleiðir) væru ekki stikkfrí, að þessu sinni? (Þær nýta sér réttinn frá fyrra ári, til að komast beint í úrslit í ár.) Sóttu Akureyringar um þetta mót að þessu sinni? Og að lokum þetta: Ailir vita að dreifbýlissveitir þær, sem sótt hafa mót til Reykjavíkur undanfarin ár, hafa að meira og minna leyti verið styrktar til fararinnar. Þótt sá styrkur hafi kannski verið meiri að nafninu til og spilarar lagt á sig gríðarlega mikla vínnu, til að geta verið með, ánægj- unnar vegna í flestum tilvikum, dreg ég í efa að sambandið sé að gera þess- um sömu spilurum einhvern greiða með því að láta mótið fara fram á Akureyri. Spilarar frá Siglufirði eru til að mynda óhressir með þessa ákvörðun; eru þeir þó í næsta ná- grenni, ef svo má segja. Og veðrið. Hefur stjórn sambandsins tryggingu fyrir því að rjómalogn verði þessa daga? Er engin hætta á að hluti liðs verði á Akureyri, hluti veðurtepptur í Reykjavík og afgangurinn fastur uppi á heiði? Laglegt það. 16 sveitir mættu til ieiks í íslands- móti kvenna í sveitakeppni, en unda- nrásir voru spilaðar um síðustu helgi. 4 efstu sveitir spila til úrslita nú um helgina; sveit Rauða sófans, Erlu Sig- urjóndóttur, Ólínu Kjartansdótturog Guðrúnar Jóhannesdóttur. Aðeins 7 sveitir mættu til leiks í íslandsmóti yngri spilara, sem spilað var á sama tíma. 4 efstu sveitirnar urðu: Karl Ó. Garðarsson, Stilling hf., Guðjón Bragason og Hótel Höfn. Sveitirnar í báðum flokkum spila innbyrðis, allir v/alla 32 spilaleiki, sem er nýtt fyrirkomulag (enn á ný) í þessum fiokkum, Spilamennska hefst kl. 13 á morg- un (laugardag). Konfektsigurvegarar hjá Skagfirð- ingum sl. þriðjudag, urðu Murat Ser- dar og Gylfi Ólafsson með 249 stig. í öðru sæti urðu Magnús Þorkelsson og Guðbrandur Guðjohnsen með 243 stig. Konfekttvímenningskeppni verður framhaldið næstu þriðjudaga. Allir velkomnir. Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35 2. hæð og hefst spila- mennska kl. 19.30. Eftir 4 umferðir af 7 í aðalsveita- keppni B.R., er staða efstu sveita þessi: Verðbréf íslandsbanka 88, Tryggingamiðstöðin 78, Jón Þorvarð- arson 76, Þröstur Ingimarsson 74, Flugleiðir 71 og Ólafur Lárusson 69. Enn bólar ekkert á meistarastiga- skránni frá Bridgesambandinu, en heyrst hefur að vinnslu sé að mestu lokið. f nýju skránni (er hún kemur út) mun koma í ljós að 25 spilarar hafa hlotið 500 stig eða meir. Jón Baldursson er enn stigahæstur, með 1257 stig. Næstur kemur Guðlaugur R. Jóhannsson með 1114 stig og þá Sigurður Sverrisson með 1110 stig. Útspilsreglur í bridge skipta oft höfuðmáli, er að vörninni kemur. Þú og félagi þinn komið ykkur saman um þær reglur og þær eru (eiga að vera) jafnskýrar fyrir andstæðingunum: Málið er bara að sagnhafi veit oft minna um hvernig spilin skiptast, heldur en andstæðingarnir. Og þá er að spila upp á það: S: ÁD3 H:G4 T: DG10973 L: K6 S: G105 H: K762 T: Á6 L: Á1032 Sagnir hafa gengið: Norður Suður 1 tígull 1 hjarta 2 tíglar 2 grönd 3 grönd Og félagi okkar í Vestur spilar út laufafimmu. Sagnhafi stingur upp kóng, sem við tökum á ás. Nú er tími til að staldra við. Við spilum fjórða hæsta (gieymdi ég að segja að sagn- hafi lét fjarkann í?). Við vitum að laufið skiptist 4-4 milli okkar, og þar fáum við væntanlega 3 slagi og síðan tígulás. Er einhver von að hnekkja spilinu? Hvað ef félagi á háspil í hjarta, segjum drottningu. Hvernig framkvæmum við fimmta slag varnar- innar? Ef við spilum hjarta inni á laufaás, tekur sagnhafi einfaldlega á ásinn og rekur út tígulásinn. Gerist ekki það sama ef við spilum laufi? Nei, ekki ef við spilum laufatíu. í þeirri stöðu veit sagnhafi ekki hvernig laufið liggur (það getur legið 5-3 frá hans bæjardyrum) og mun því örugg- lega láta tíuna okkar í friði. I þeirri stöðu spilum við hjarta. Sagnhafi ger- ir best í að láta lítið og félagi fær á dömuna (vonandi). Og þá er komið að félaga okkar. Vonandi er hann í sama „klassa“ og við og man eftir af- köstum Suðurs og spilar laufi, inni á hjartadömunni. Ef ekki, er vörnin jafngóð fyrir því, en alltaf má fá nýjan félaga. Tekið úr Vígreif vörn í þýðingu Þórarins Guðmundssonar, bók sem Jóhann Þórir gaf nýlega út. Lítillega breytt og orðum aukið frá undirrituðum. BRIDGE- 18 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Ólafur Lárusson Föstudagur 23. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.