Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 21
HELGARPISTILL
ÁRNI
BERGMANN
Tvær þjóðir í þessu landi
Ung stúlka fór að vinna í fyrra-
sumar í eldhúsi sjúkrahúss og hún
varð undrandi. Hún var hissa á
því, hve lágt kaupið var og á sam-
starfskonum sínum, hve stritið
var runnið þeim í merg og bein,
vonlaust og þrúgandi. Pessi
stúlka var svosem ekki úr neinni
lúxusfjölskyldu. Foreldrar henn-
ar með tekjur innan við meðallag
en vel sett að því leyti, að þau
voru skuldlaus. Hvað sem því líð-
ur: umhverfið með menntaskóla-
göngu og léttri unglingavinnu var
svo verndað að stúlkan var þarna
í eldhúsinu að kynnast annarri
þjóð í landinu.
Angist og
skelfing
Frásögn stúlkunnar skaust upp
í hugann á dögunum þegar ég var
að lesa frásögn af ræðu sem Guð-
mundur Joð hafði haldið: Þar var
hann að tala um ólikan lífsstíl
eldri Dagsbrúnarmanna og hinna
yngri og það hve grátt lánskjör og
minnkandi atvinna leikur báða
hópa. Ekki síst ungt fólk sem hef-
ur keyrt sig hart áfram en „býr nú
margt við angist og skelfingu“.
Og í framhaldi af þessu varð mér
hugsað til þess, að ekki heyrum
við oft í þessum Dagsbrúnar-
mönnum, kannski einu sinni á ári
þegar fréttamenn fylgjast með at-
kvæðagreiðslu um samninga hjá
þeim, og kannski heyrum við enn
sjaldnar í Sóknarkonunum á spít-
alanum sem fyrr voru nefndar.
Það fer reyndar svo lítið fyrir
þeim sem lægst hafa laun á svo-
kölluðum opinberum vettvangi (í
fjölmiðlum) að menn komast til-
tölulega auðveldlega frá því að
láta sem það fólk sé ekki til. Æ,
segja menn í lesendabréfum DV
eða annarsstaðar: það eru engir á
þessum lágu töxtum, þetta er
bara svindl.
Eruð þiö
ekki hress!
í fjölmiðlum eru þeir sem
sigra. Þeir sem vinna fegurðar-
samkeppni, happdrætti, fótbolta-
leik, þeir sem fá stóru úthlutun-
ina úr kvikmyndasjóði, menning-
arverðlaun, vinna söngvakeppni,
þeir sem sölsa undir sig sjón-
varpsstöð, hoppa upp í for-
stjórastól eða þingsæti. Eða þeir
sem hrekjast kannski úr hæsta-
rétti til þess eins að fá betra djobb
í útlöndum. Þeir sem eru eldh-
ressir, þeir sem smeygja sér úr
hverri klípu, þeir sem telja svo
sjálfsagt að þeir séu á fyrsta farr-
ými hvert sem haldið er að þeir
leiða aldrei hugann að því hvort
önnur farrými séu til.
Þar að auki sjást þeir stundum í
fjölmiðlum sem eru sérfróðir í
vandamálum sem herja ekki síst á
þá sem verst eru settir, og þeir
koma og ræða málin mjög sett-
lega og einatt með þungu og
skriffinnskulegu orðfæri. En ef
talað er við þá sjálfa sem skugga-
megin standa eru þeir einatt
nafnlausir - sumpart vegna þess
að talað er um viðkvæm mál, en
sumpart vegna þess að fólk á erf-
itt með að sætta sig við að hafa
orðið undir í lífskjarakapphlaup-
inu. Sigrar uppanna og sjálfum-
gleði þeirra hefur eyðilagt stolt
hins fátæka. Hann þegir.
Stéttaskipting
í DV
Ritstjóri DV, Ellert B.
Schram, var að fjalla um þessa
samfélag." Þetta er náttúrlega
rangt. En við getum j átað það, að
um skeið höfðum við minni
ástæður til að hafa áhyggjur af
stéttaskiptingu en margir aðrir.
Hér er átt við þá uppsveiflu sem
hófst nokkru eftir stríð og fór þá
saman bæði vaxandi þjóðarauður
og mikill „félagslegur hreyfan-
leiki“: menn af allskonar upp-
runa voru „á uppleið" í krafti
menntunar og þess að svo ótal-
margt var ógert í samfélaginu,
svo ótalmargt sem þurfti að byrja
á.
Nýja stétta-
skiptingin
En hitt ber svo mörgum
mönnum og ólíkum saman um:
að við lifum núna vaxandi mun á
efnuðum og snauðum, á þeim
sem eiga heiminn og þeim sem
eiga hann ekki. Við erum svosem
ekki ein á báti: höfum reyndar
ekki orðið fyrir jafn róttækum
aðskilnaði ríkra og fátækra og
orðið hefur í Bretlandi á dögum
Margrétar Thatcher og á Reag-
anstfma í Bandaríkjunum. En
þróunin á sér stað, svo mikið er
víst.
Ekki svo að skilja að auðvelt sé
að benda á tiltekna hópa í samfé-
laginu og segja: þarna eru þeir
ríku. Fleira bjargar mönnum yfir
í verndað umhverfi en stóreignir
eða mannaforráð - heppileg
menntun skiptir máli, öryggi í
starfi, einnig það hvenær menn
leystu sín húsnæðismál. En þegar
á heildina er litið má segja sem
svo, að við séum að kynnast
„nýrri stéttaskiptingu“ eins og
aðrar þær þjóðir sem ríkar telj-
ast. Þessi skipting gerir allmikinn
greinarmun á þeim sem fara vel
eða illa út úr tæknibyltingunni,
þeirri byltingu sem m.a. leikur
grátt margar hefðbundnar
atvinnugreinar og byggðir þeim
tengdar en lyftir undir tölvufólk
og verðbréfasala. Annarsvegar
standa þeir sem eru í sæmilega
öruggum og vel launuðum störf-
um (skiptir ekki höfuðmáli hvort
þeir heita atvinnurekendur,
verktakar eða launamenn), hins-
vegar eru þeir sem búa við sí-
fellda óvissu í ótryggum og lítt
launuðum störfum. Hjá okkur ís-
lendingum bætast svo við aðrir
þættir sem miklu ráða um hlut-
skipti manna: t.d. hvernig menn
fara út úr borgríkisþróuninni (eru
þeir fæddir í plássum sem tilver-
ugrundvelli er undan kippt?) eða
þá hvernig menn fara út úr húsn-
æðislánum.
Þessi nýja stéttaskipting, sem
svo mætti kalla, er á því mótunar-
skeiði að menn eru ekki farnir að
gefa henni mikinn gaum. Og eiga
reyndar erfitt með það, svo mjög
sem hinir sigursælu á uppleiðinni
eru frekir til fjörsins í allri um-
ræðu og öllum myndatökum.
Einnig vegna þess, að eitt helsta
einkenni þjóðfélaga og þjóðfé-
lagshópa er að afneita óþægi-
legum staðreyndum eins lengi og
hægt er og miklu lengur. Og er þá
aftur komið að þeirri firringu sem
fyrir svosem tveim áratugum var
á hvers manns vör og Ellert B.
Schram kemur orðum að með
svofelldum hæti: „Við erum að
verða viðskila hvert við annað.
Vitum ekki hvert af annars
kjörum, og, það sem verra er,
okkur koma þau ekki við.“
Víst koma þau okkur við - en
við viljum ekki viðurkenna að
svo sé. Ekki í bili að minnsta
kosti.
hluti í helgargrein um daginn.
Margt gott við þá grein: hún var, í
skemmstu máli sagt, um það að
það væru tvær þjóðir í landinu og
vaxandi bil á milli þeirra.
Undarlegt reyndar: nú er sá
tími, að eitilharðir róttæklingar
frá því um 1968, sem varla máttu
kókauglýsingu sjá óbölvandi,
hvað þá annan kapítalisma, þeir
hugsa margir hverjir vart um ann-
að nú um stundir en frjálsan við-
gang markaðslögmálanna sem
muni allan vanda leysa. Og hafa
furðu lítinn áhuga á því ranglæti
sem þessi sömu markaðslögmál
hljóta að framleiða jafnt og þétt.
Og á þessum sama tíma ber fyrir
augu grein eftir fyrrum þingmann
Sjálfstæðisflokksins, Ellert B.
Schram, sem hefur fengið
hugljómun og skrifar svipað og
ungur róttæklingur, sem nýbúinn
er að uppgötva fyrir sig stéttabar-
áttuna og firringuna: „Hér er að
verða stéttaskipting, óhugnanleg
og óbrúanleg stéttaskipting.
Annars vegar yfirstéttin, hins-
vegar láglaunahópurinn," segir
Ellert framarlega í sinni grein.
Hann hefur og lært á róttæklinga-
hugmyndir um afsiðun innræí-
ingar og afþreyingar. Hér áður
fyrr, segir ritstjóri DV, gáfu
menn sig að stéttabaráttu
„þreyttir úr erfiðisvinnu, soltnir
af matarskorti, hvattir áfram af
hugsjóninni einni. En þá var
heldur ekkert sjónvarp sem mat-
aði þjóðina á heimskunni og
mettaði hana á afþreyingunni. Þá
voru menn soltnir í menningu og
þjóðmál og réttindabaráttu“.
Allt hafði þá annan róm, segir
Ellert, rétt eins og hann væri
„gamall kreppukommi“ og þykir
ekki fínt. Og hnykkir á: „Fólkið
hefur verið tamið til hlýðni, það
hefur glatað trúnni á mátt ein-
staklingsins til áhrifa... Hvað á
lítill eyrarkarl að vera að ybba
gogg þegar höfðingj arnir og fy rir-
mennirnir hafa sagt sitt síðasta
orð?“
Rökrétt
afleiðing
Maður gæti haldið að Ellert B.
Schram stykki upp úr ritstjórastól
sínum í næstu andrá, tvíhenti
rauða fánann og marséraði þessu
næst út á götu, syngjandi við
raust: Fram allir verkamenn, og
fjöldinn snauði.
Hann gerir það náttúrlega
ekki, enda ætlaðist víst enginn til
þess. Hann talar um að það sé
„mikið metnaðarleysi" hjá þjóð-
inni að lifa tvöföldu lífi með þess-
um hætti - m.ö.o. sætta sig við
stéttaskiptinguna. Metnaðarleysi
er reyndar rangnefni: hér er um
að ræða fyrst og síðast rökrétt
framhald af þeirri sérgóðu frekju
sem neysluþjóðfélag okkar hefur
tekið í helgra kvenna tölu. Á
þeirri forsendu að allt sé ómark,
sem rekur áfram samfélag, annað
en gróðavonin, félagslegt réttlæti
sé markleysa og gott ef ekki skað-
legt kjaftæði.
Stéttlaust
þjóðfélag?
Ellert Schram hefur líka, eins
og margir aðrir þegar þeim
blöskrar eitthvað í samtíðinni, til-
hneiginu til að fegra fortíðina.
Hann segir í grein sinni: „Lengi
vel gátum við gumað af því, ís-
lendingar, að vera stéttlaust
Föstudagur 23. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21