Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 3
Tónlist
Tónar Ömólfs og Nigels
Tónleikar í Listasafni Sigurjóns á laugardaginn
Þeir spila klassísk verk í Listasafni Sigurjóns kl. 17:00 á laugardaginn:
Örnólfur Kristjánsson, sem nam sellóleik í Kópavogi, Reykjavík og
New York, og Bretinn Nigel Lillecrap, menntaður í píanóleik við Royal
College of Music í London.
Um helgina gefst Reykvíking-
um kostur á að hlusta á fyrstu
opinberu tónleika ungs selló-
leikara, Örnólfs Kristjánssonar,
sem flytur ásamt píanóleikaran-
um Nigel Lillecrap verk eftir
Bach, Brahms, Vivaldi og Fauré
átónleikum í Listasafni Sigurjóns-
í Laugarnesi á laugardaginn, 24.
feb. og hefjast þeir kl. 17:00.
- Pykir gott að flytja tónlist í
Listasafni Sigurjóns, Ornólfur?
- Já, og Gunnar Kvaran, gamli
kennarinn minn hér í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík, mælti sér-
staklega með því.
- Hverjir hafa kennt þér aðrir?
- 9 ára byrjaði ég hjá Páli
Gröndal í Tónlistarskóla Kópa-
vogs en síðan var ég í 6 ára fram-
haldsnámi við Mannes College of
Music í New York borg og lauk
því 1988. Síðan hef ég kennt við
Tónlistarskólann á Akureyri.
- Hvernig finnst þér tónlistar-
lífið fyrir norðan?
- Ja, það hefur nú stundum
verið sagt að Akureyringar séu
latir að sækja tónleika, en annað
hefur nú komið í ljós, td. á tón-
leikum Kammerhljómsveitarinn-
ar, sem við höfum nú komið á fót
á Akureyri. Það eru 5 tónleikar á
þessu starfsári, og ég get nefnt
sem dæmi að fullt hús var hjá
okkur á Vínartónleikum í Skem-
munni 4. feb. sl, og ágæt aðsókn
að Gershwin-tónleikum þar
áður. 1. aprfl kemur Hafliði Hall-
grímsson og stjórnar Kammer-
sveitinni í frumflutningi á verki
sem hann samdi sl. sumar.
- En hvað œtlið þið Nigel að
spila á morgun?
- Við flytjum nokkur allvel
þekkt og vinsæl verk, Bachsvítu
f. einleiksselló nr. 1 í G-dúr, Són-
ötu í B-dúr nr. 6 eftir Vivaldi,
Elegie eftir Gabriel Fauré og
Sónötu í E-moll eftir Brahms.
- Semur þú sjálfur?
- Það er hverfandi, en stund-
aði það vitaskuld í náminu, þar
sem tónsmíðar eru hliðargrein,
ásamt bókmenntum, listasögu og
fleiri atriðum.
- Fœstu við eitthvað annað en
kennslu og tónleikahald?
- Ég hef dálítið aðstoðað vini
mína við að leika og taka upp
tónlist fyrir kvikmyndir og sjón-
varpsþætti. Núna nota ég einmitt
tækifærið hér í Reykjavík og tek
upp tónlist fyrir heimildarmynd
um kirkjur á íslandi. Ég hef gam-
an af að fikta við þessa hluti.
- Hvernig fannst þér að vera 6
ár í New York?
- Erfitt á margan hátt, spenn-
an er mikil og mannlífsöfgarnar.
Ég bjó í hverfi sem einkenndist af
fólki frá eyjunum í Karabíska
hafinu og þýskum gyðingum.
Þetta var skemmtileg blanda.
Tónlistarlífið er fjölbreytt og
kraftmikið og samkeppni mikil,
þótt ekki séu nú mikil aðsókn að
tónleikum nema þegar einhverj-
ar stórstjörnur spila.
Notarðu stálstrengi eða girnis-
strengi í sellóið þitt?
- Girnisstrengi nota nú varla
aðrir en þeir sem spila barok-
któniist núorðið. Ég er í stálinu,
tónninn er þá rómantískari,
meira brilliant eða hvernig sem á
að lýsa því. Ókosturinn að sumra
mati er sá að hljómurinn verður
sterkur, til dæmis eiga hljóm-
sveitir auðveldara með að kaff-
æra söngvara nú en áður.
- Hvernig er kynjaskiptingin
milli nemenda á strokhljóðfærin
núna?
- Konurnar virðast vera að yf-
irtaka strengina í æ ríkari mæli,
ekki bara hérlendis, þetta er
svona í New York líka. Af 16 ne-
mendum mínum á selló á Akur-
eyri eru 14 stúlkur.
ÓHT
Frá æfingu Skagaleikflokksins á Gosa, en frumsýning verður í kvöld. Mynd: gg
Skagaleikflokkurinn
Gosi í Bíóhöllinni
Skagaleikflokkurinn frumsýnir
leikritið Gosa í Bíóhöllinni í kvöld.
Emil GunnarGuðmundsson leik-
stýrir verkinu en 37 leikarar koma
fram í sýningunni, þar á meðal
fjölmörg börn og unglingar, sem
mörg eru að koma fram í fyrsta
sinn.
Brynja Benediktsdóttur byggir
leikritið á sögunni um Gosa eftir
ítalska blaðamanninn Carlo Coll-
odi. Þórarinn Eldjárn samdi
söngtextana, en Sigurður Rúnar
Jónsson tónlistina. Gosi hefur
áður verið settur upp í Þjóðleik-
húsinu og víðar.
Æfingar Skagaleikflokksins á
verkinu hafa staðið yfir síðan um
miðjan janúar. Jón Eiríkur Jó-
hannsson leikur spýtukarlinn
Gosa, sem lendir í ýmsum ævint-
ýrum áður en honum auðnast að
verða að dreng af holdi og blóði.
Guðmundur Claxton leikur Jóa
samvisku, Anna Halldórsdóttir
fer með hlutverk Huldu og Júlíus
Þórarinsson leikur Láka. Mari-
ella Thayer gerði leikmyndina.
Gosi er fimmta barnaleikritið
sem Skagaleikflokkurinn setur
upp, en flokkurinn varð fimmtán
ára síðast liðið haust.
Önnur sýning leikritsins verð-
ur á sunnudagskvöldið.
-gg
ORÐSENDING
UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM
Á SKYLDUSPARNAÐI
Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga, sem
búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og
söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957
til l.júlí 1989, eru hér með hvattir til að kanna
í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur
vegna leiðréttinga á verðbótum liggi þar fyrir.
Allar leiðréttingar til peirra, sem áttu skráð
heimilisfang hér á landi 1. desember 1989 s.l. hafa
verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar-
greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis
og sem látið er.
í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að
greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á
skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða
verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum.
Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til
1. júl í 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu
skyldusparnað umrætt tímabil.
Upplýsingasímar eru 696946 og 696947
kl. 10-12 virka daga.
CÍb HÖSNÆÐISSTOFNUN RfKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900
Jg held
éggangi heim'
Eftir einn -ei aki neinn
yUMFERÐAR
RÁÐ
Frá kjörnefnd
Alþýðubandalagsins
í Reykjavík
Undirbúningur aö vali frambjóöenda Alþýöu-
bandalagsins vegna komandi borgarstjórnar-
kosninga er hafinn. Val þeirra fer fram meö
almennri atkvæöagreiöslu félagsmanna ABR.
Kjörnefnd hvetur félaga aö kynna sér eftirfarandi
reglur:
• Félagar hafa rétt til aö tilnefna einstaklinga,
einn eöa fleiri, til þátttöku í forvali.
• Tilnefna má félaga jafnt sem utanfélags-
menn.
• Þaö þarf 5 félaga á bak viö hverja tilnefningu
og skriflegt samþykki þess sem tilnefndur er.
• Skriflegum tilnefningum skal skila á skrifstofu
félagsins.
• Tilnefningarfrestur er til fimmtu-
dagsins 1. mars kl. 19.00.
Kjörnefnd hvetur félaga eindregið til að
taka virkan þátt í þessu forvali og til-
nefna þá einstaklinga sem þeir vilja sjá á
listanum.
Kjörnefnd
Föstudagur 23. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3