Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 25
Dylgjum og aðdróttunum svarað Þórólfur Matthíasson svarar Gunnlaugi Júlíussyni Hagfræöingur Stéttarsambands bænda, Gunnlaugur Júlíusson, gerir í Þjóðviljanum þ. 16. 2. 1990 í löngu máli athugasemdir við grein sem ég skrifaði í sama blað þ. 9. 2. 1990. Tilefni greinar minnar voru rangfærsl- ur sem hafðar voru eftir nefndum Gunnlaugi í viðtali í sama blaði 2. 2. 1990. Nú er það svo að rifrildi á al- mennum vettvangi skemmta almenn- ingi um hríð en þykja sjálfsagt tapa skemmtanagildi sínu þegar þau gerast langvinn. Það er því með hálfum huga að ég settist niður til að gera eina tilraun til að leiða Gunnlaug um krókastigu hins opinbera styrkjakerf- is við íslenskan landbúnað. En ákvörðun mín um að lengja þessa sennu um eina grein enn byggist á tvennu: f fyrsta lagi eru rangfærslur og ásakanir Gunnlaugs það stórfelld- ar að ekki mega standa án aðfinnslu. í öðru lagi vonast ég til að geta veitt Gunnlaugi um leið nokkra fræðslu um hvaða aðferðir erlendir hagfræð- ingar hafa þróað til að meta beinan og óbeinan stuðning opinberra aðila við landbúnað. Hvað kostar landbúnaóar- stefnan neytend- ur og skattgreið- endur? Upphaf þessarar deilu má rekja til þess að júlf á síðasta ári sló ég fram í tímaritinu Vísbendingu að kostnaður neytenda og skattgreiðenda vegna landbúnaðarastefnunnar næmi á bil- inu 10-15 milljarða króna á verðlagi ársins 1989. Eg gerði grein fyrir að- ferðum mínum við þessa útreikninga bæði í Vísbendingargreininni og í Þjóðviljanum í greininni frá 9. 2. 1990, og skal sú frásögn ekki endur- tekin hér. Inntakió í grein Gunnlaugs Höfuðinntakið í hinni löngu grein Gunnlaugs má taka saman í eftirtöld- um þrem fullyrðingum: 1. Sú hlutfallstala sem ÞM notar til að meta kostnað landbúnaðarstefn- unnar (svonefnd Producer Subsidy Equivalent) mælir ekki þennan kostnað heldur „einungis fjárm- agnstilfærslur í þjóðarbú- skapnum“ (sic!) 2. Það er ekki rétt hjá ÞM að bæta niðurgreiðslum við framleiðslu- verðmæti þegar viðmiðunar- grunnur fyrir kostnað af innflutn- ingsvernd og öðrum þáttum land- búnaðarstefnunnar er fundinn. 3. ÞM sveikst um í starfi sem fulltrúi fslands í norrænni nefnd um land- búnaðarmál. Hér á eftir skulu þessar fullyrðing- ar skoðaðar hver af annarri, en fyrst vil ég benda á tvö atriði úr grein minni sem Gunnlaugur kemur sér hjá að ræða: 1. Sé það mat mitt að heildarkostnað- ur neytenda og skattgreiðenda af landbúnaðarstefnunni nemi 10-15 milljörðum króna á verðlagi ársins 1989 rangt, hvert er þá hið rétta mat? 2. Hvert væri framlag landbúnaðar- ins til þjóðartekna væri fram- leiðslan gerð upp á heimsmarkað- sverði? Ég hygg að óvilhallur lesandi sem skoðar mína grein og grein Gunn- laugs hljóti að komast að þeirri niður- stöðu að Gunnlaugur eltist við smærri atriðin en hirði ekki um að takast á við höfuðinntak greinar minnar. Þessháttar umræðutækni hefur ekki þótt til fyrirmyndar hingað til. Og til að kóróna málatilbúnaðinn hefur Gunnlaugur uppi dylgjur um svik undirritaðs í opinberu starfi. Ég skal láta lesendum eftir að dæma hvort það er heldur málstaðurinn eða rökf- ræðin sem svíkur Gunnlaug, en hing- að til hefur það þótt verulegt óþokka- bragð í íþróttum að ráðast á manninn ef þú nærð ekki af honum boltanum með því að fara eftir reglum leiksins. En snúum okkur þá að aðfinnslu- atriðum Gunnlaugs. Nokkurgrund- vallaratriói um PSE Hugtakið Producer Subsidy Equ- ivalenl (skammstafað PSE) sem mætti þýða sem tekjuígildi stuðnings við framleiðendur er þróað innan landbúnaðarnefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París. PSE erskilgreintþannig. „PSE er mælikvarði á þær greiðslur sem þyrfti til að bæta bændum tekjutap væri fallið frá framkvæmd ákveðins þáttar (landbúnaðar)stefnunnar“ (The PSE is defined as the payment that would be required to compens- ate farmers for the loss of income res- ulting from the removal of a given policy measure, sjá National policies and agriculturaí trade, country study Sweden, OECD, París 1988, bls 41). Það er því ekki nokkur spurning að mín notkun á þessari hlutfallstölu er í fullu samræmi við skilgreiningu henn- ar. Til nánari áréttingar vísa ég til meðfylgjandi töflu þar sem nákvæm grein er gerð fyrir útreikningi PSE hlutfalla fyrir mjólk í Svíþjóð og Finnlandi árið 1989. Gunnlaugur gerir gys að tilraunum mínum til að finna íslensk orð yfir þau hugtök sem hér eru til umfjöllunar. Mér til varnar leyfi ég mér að benda á að staðlaðar þýðingar fræðilega orða- forðans eru ekki tiltækar. Auk þess er það orðfæri sem hér um ræðir að ein- hverju leyti þróað innan OECD og telst því jafnvel til nýrra hagfræðiorða í ensku og frönsku. Mér er því nauðugur sá kostur vilji ég fjalla um efnið á íslensku að böggla fram ein- hverri þýðingarónefnu og vona að lesandinn sé svo umburðarlyndur að hann leitist við að skilja inntak orð- anna en eyði ekki tíma sínum í út- úrsnúninga. biðja hann að íhuga eftirfarandi. T september síðastliðnum hækkaði kaupliður bænda í verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða um 22-23% Þessi hækkun hefði að öllu jöfnu haft í för með sér um 8-10% hækkun á útsölu- verði landbúnaðarvöru á borð við mjólk. Þetta varð þó ekki því að hluta af þessari kauphækkun bænda var mætt með auknum niðurgreiðslum! Heldur þú lesandi góður að það hefði orðið friður um þessa ráðstöfun í tengslum við kjarasamningana síð- ustu hefði ríkisvaldið ekki tekið á sig hluta af reikningnum? Gunnlaugur gerir einnig ágreining við mig vegna þess að ég tel hrossrækt og sveitagistingu til reiknigrundvall- arins. Þetta telur Gunnlaugur rangt. Því er til að svara að hin erlendu PSE gildi eru miðuð við leiðrétt fram- leiðsluverðmæti í greininni í heild í þeim löndum. Þannig er sænskt ígildi íslenskrar sveitagistingar og hrossa- ræktar innifalið í þeirri sænsku PSE tölu sem ég legg til grundvallar. Síðan er hitt atriðið að erfitt er að meta hvaða þættir landbúnaðarins njóta stuðnings og hvaða þættir njóta ekki stuðnings, eða með öðrum orðum, það er erfitt að afmarka þann hluta landbúnaðarins sem ekki nýtur stuðnings opinberra stjórnvalda í einu eða öðru formi. Eða lánar Stofnlánadeildin ekki jafnt til að byggja hesthús sem önnur útihús? Eg tel því fyrstu tveim fullyrðing- um Gunnlaugs vísað til föðurhús- anna. En áður en við segjum skilið við PSE útreikningana er ekki úr vegi að huga að hvert þetta hlutfall er í nokkrum löndum og hvernig það hef- ur þróast nokkur undanfarin ár. Til hægðarauka set ég þessar upplýsingar fram á meðfylgjandi línuriti: Finnland og Noregur skera sig úr með hátt heildarstuðningshlutfall. Tekjuígildi stuðnings við mjólkurframleiðendur í Finnlandi og Svíþjóð árið 1989, sundurliðaðir útreikningar OECD Finnland Svíþjóð Verðmæti Verðmæti í milj. FMK í milj. SEK I Framleiðsla (þús.tonn) 2.781 3.373 II Verð (Kr.Mk. pr.tonn) 2.570 3.049 III Verðmæti framleiðslunnar 7.147 10.284 IV Beinar grciðslur 1.055 0 V Leiðrétt framleiðslu- verðmæti (III+IV) 8.202 10.284 Tekjuígildi stuðnings við landbúnaðinn: A Frávik frá heimsmarkaðsv. (Market price support) 5.455 7.747 B Beinar greiðslur (sbr. IV) 1.055 0 1 Viðlagagreiðslur 2 2 Leyfisgjöld o.þ.h. -24 3 Byggðastyrkur 231 4 Verðjöfnun 466 5 Annað 381 C Niðurgreiðsla aðfanga 306 175 D Almenn fyrirgreiðsla 583 373 E Brúttó stuðn.(A+B+C+D) 7.399 8.295 Brúttó PSE% (E/V) 90% 81% F Umfram fóðurkostnaður -1.526 -873 G Nettó stuðningur (E+F) 5.873 7.421 Nettó PSE% (G/V) 72% 72% Taflan varpar nokkru Ijósi á órétt- mæti þeirrar fullyrðingar Gunnlaugs að ég fari rangt með niðurgreiðslurn- ar í útreikningnum mínum. Eins og sjá má miðast deilitala PSE hlut- fallsins við þá stærð sem í töflunni er kölluð leiðrétt framleiðsluverðmœti. Inn í þá leiðréttingu dragast þær stærðir sem nefndar eru Beinar greiðslur. Eins og taflan ber með sér telst t.d. Byggðastyrkur til beins stuðnings í Finnlandi. f Þjóðviljag- reininni færi ég fyrir því rök að niður- greiðslur vegna landbúnaðarafurða myndu ekki falla jafnt á íslenskar sem erlendar landbúðaðarafurðir væri innflutningur landbúnaðarafurða gefinn frjáls. Sé svo er rétt að fara með niðurgreiðslurnar með sama hætti og byggðastyrkinn í Finnlandi. Talnameðferð mín í framhaldinu er í fullu samræmi við þessa túlkun. Ef lesandinn er ekki sannfærður um að niðurgreiðslurnar séu bændum frem- ur til hagsbóta en neytendum vil ég eða 72 og 78% á síðasta ári í hvoru landi fyrir sig. Heildarstuðningur er mun minni í Svíþjóð, rokkar á bilinu 55-60% Það mun álit fagmanna að hið íslenska hlutfall, væri reiknað út, yrði meira í ætt við tölurnar fyrir Nor- eg og Finnland en Svíþjóð. Og það er auðvelt að reikna út að 0,78 (hlutfall- ið fyrir Noreg) sinnum 19,1 miljarður (sem er mat mitt á leiðréttu fram- leiðsluverðmæti fyrir ísland) eru 14,9 miljarðar. í öðru lagi vil ég benda á þá þróun sem er að verða í Efnahagsbanda- laginu, USA og Nýja-Sjálandi. Þar fara þessi stuðningshlutföll lækkandi ári frá ári, eða úr 33% árið 1986 í 7% í fyrra svo Nýja-Sjáland sé tekið sem dæmi. Lækkunin er ekki jafn dramat- ísk í USA og EB en engu að síður veruleg. Hér er ekki um tilviljun að ræða heldur eru stjórnvöld í þessum löndum að framfylgja meðvitaðri stefnu í málefnum landbúnaðarins. Kjarni þeirrar stefnu er afnám innf- lutningsverndar og efling alþjóða- verslunar með þessar vörur. í mínum huga er ekki efavottur um að önnur lönd finni sig knúin til þess að feta sömu braut fyrr eða síðar, enda um verulegan mögulegan velferðará- vinning að ræða fyrir alla aðila. Um þátttöku mína í störfum norrænnar nef ndar um land- búnaðarmál Það mun hafa verið snemma árs 1987 að undirritaður og Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri í landbún- aðarráðuneytinu (og verðandi yfir- maður Gunnlaugs Júlíussonar) vor- um skipaðir fulltrúar íslands í ofan- greindri nefnd. Atvikin höguðu því svo að starf þessarar nefndar fór seint af stað. Hvað tafði þekki ég ekki í hörgul og skal ekki færa að getur hér. í nóvemb- erlok var loks boðaður fyrsti fundur nefndarinnar og skyldi hann haldinn snemma í desember 1987. Þá höfðu mál skipast þannig að afráðið var að ég yrði í námsleyfi vestur í Bandaríkj- unum tímabilið janúar til júlí 1988. Ljóst var að starf nefndarinnar yrði að mestu unnið þann tíma sem ég væri vestra. í samráði við mína yfirmenn tilkynnti ég að ég ntyndi ekki koma á fyrrnefndan desemberfund, enda Ijóst að ég myndi ekki geta sinnt þessu starfi vestan úr miðríkjum Bandaríkjanna. Jafnframt lögðum við nokkuð að Guðmundi að mæta fyrir Islands hönd á þessum fundi. Af því gat ekki orðið. Aðstæður á mín- um gamla vinnustað, fjárlaga- og hagsýslustofnun vorið 1988 voru með þeim hætti að ekki var á að skipa neinum starfskrafti er gæti hlaupið í mitt skarð í þessu nefndarstarfi. Þá- verandi hagsýslustjóri lagði að Guðmundi Sigþórssyni að halda uppi merki landans í málinu, en Guð- mundur taldi sér ekki fært að verða við því, enda höfðu mál skipast þann- ig að hann hafði tekið að sér að gegna starfi ráðuneytisstjóra landbúnaðarr- áðuneytisins í forföllum Sveinbjörns Dagfinnssonar. Þegar ég kom aftur til starfa í fjárlaga- og hagsýslustofnun um miðjan júlí 1988 beið mín þykkur bunki uppkasta að skýrslu tfttnefnd- rar norrænu landbúnaðarnefndar. Guðmundur Sigþórsson haföi eðli máls samkvæmt einnig fengið sams- konar bunka senda. Lausleg athugun leiddi í ljós að nefndin hafði unnið umtalsvert starf og að gagnasöfnun og úrvinnslu hvað varðaði hin Norð- urlöndin væri að miklu leyti lokið. Um miðjan ágúst barst boð um fund í nefndinni í semptemberbyrjun 1988. Fundarefni var lokayfirferð yfir skýrsluna, auk þess sem fjallað skyldi um ályktunarorð nefndarinnar varð- andi stefnumörkun í þessum mála- flokki á norrænum vettvangi. Nú ha- gaði svo til að ég þurfti að sinna öðr- um erindum í Kaupmannahöfn um líkt leyti og fundurinn hafði verið boðaður. Því ákvað hagsýslustjóri að höfðu samráði við fjármálaráðherra og ég skyldi sækja fund landbúnað- arnefndarinnar. Mér var eðlilega tekið vel af fulltrúum hinna Norður- landanna, en bent á að of seint væri að gera kröfu urn að íslensku efni yrði fundinn staður í skýrslunni. Ég.tók hins vegar þátt í umfjöllun um álykt- unarorð nefndarinnar um stefnu- mörkun í landbúnaðarmálum í sam- ræmi við það veganesti sem hagsýslu- stjóri og skrifstofustjóri fjárlaga- og hagsýslustofnunar sendu mig með. Þegar heim kom skrifaði ég minnis- blað um fundarefnið og afhenti hags- ýslustjóra. Ég hef trú á aðþað minnis- blað hafi síðan gengið til fjármálaráð- herra sem liður í undirbúningi hans undir fjármálaráðherrafund þar sem títtnefnd skýrsla var til umfjöllunar. Þetta var eini fundurinn sem ég sótti, því nefndin hélt aðeins einn fund eftir þetta, en tilefni hans var fyrst og fremst að afhenda aðalritara skrif- stofu norrænu ráðherranefndarinnar fullnaðarskýrslu nefndarinnar. Þetta ætti að vera í sem stystu máli annáll minna afskipta af þessu skýrslumáli. Eins og glöggur lesandi sér er ekki stórt tilefni að gera þetta að blaðamáli, en allar þessar upplýs- ingar hefði Gunnlaugur hæglega get- að fengið hefði hann haft svo lítið við sem að lyfta símtóli og hringja í mig eða verðandi yfirmann sinn í ráðu- neyti landbúnaðarmála, Guðmund Sigþórsson. En það hefði náttúrlega ekki gefið honum tilefni til þeirra makalausu ásakana sem hann ber á borð í Þjóðviljagreininni. Um Kin stærri málin Gunnlaugur fer vítt um völl í áðurt- ilvitnaðri grein og hefur uppi gífur- yrði um mig, samstarfsmenn og stofn- anir sem ég tengist eða vinn við. Slík ummæli hljóta fyrst og fremst að dæma sig sjálf og ekki svaraverð. En áður en botn er sleginn í þessa sennu verður enn að minna á aðalat- riðin úrgrein minni frá 9.2.1990. Þau atriðin sem Gunnlaugur hefur ekki hirt um að svara eða ekki fundið nein svör viö. í fyrsta lagi stendur uppá Gunnlaug að svara hvað hann telji að landbúnaðarsatefnan kosti íslenska neytendur og skattgreiðendur. Ef kostnaðurinn er ekki 10-15 miljarðar einsog ég hef metið, er hann þá 8 miljaróar eða 9 miljarðar, eða eitthvað enn annað? Og hvað er hæfi- legt að títtnefnd stefna kosti almenn- ing að mati Gunnlaugs? 1 öðru lagi: Hvert væri framlaga landbúnaðarins til þjóðartekna væri framleiðsla geinarinnar gerð upp á heimsmarkaðsverði? Hversu fjarri lagi er það mat mitt að áliti Gunn- laugs að þetta framlag sé nálægt núl- linu? Og hvaða rök færir Gunníaugur þá fyrir skoðunum sínum hvað það varðar? Og hvaða leið sér Gunn- laugur til þess að landbúnaðurinn geti lagt eitthvað til þjóðartekna? Þykir honum líklegt að núverandi stefna innflutningsbanns, kvótaverslunar- banns og nefndapukurs í verðlagsák- vörðunum beri árangur hvað þetta varðar? Þetta eru aðalatriði málsins. Gunn- laugur hefur ekki viljað ræða þau, heldur hefur hann dregið fram ýmis smáatriði og reynt að blása þau upp. Og virðist þykja sómi af bardagaað- ferðum sínum. Ég hef annað þarfara við minn tíma að gera en að margtyg- gja sömu sömu atriðin aftur og aftur. Þessum þætti ritdeilunnar er því lokið hvað mig varðar. Höfundur er lektor í hagfræði við Há- skóla íslands og starfaði áður sem hagfræðingur hjá fjármálaráðuneyt inu, fjárlaga- og hagsýslustofnun. Föstudagur 23. febrúar 1990 NYTT HELGARBLAE SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.