Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 13
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13 Nýju Sunnudagskvöldið 18. febrúar s.l. fengum við sjónvarpsáhorf- endur að berja augum nýjasta afrekið á sviði leikinna íslenskra sjónvarpsmynda, „Engla- kroppa" eftir Hrafn nokkurn Gunnlaugsson í leikstjórn Frið- riks Þórs Friðrikssonar. Eftir þá áralöngu þjálfun í vonbrigðum og ergelsi sem íslenska sjónvarpið hefur af örlæti veitt okkur í formi leikinna mynda ætti maður auðvitað að vera farinn að hafa vit á að forðast ósköpin. Og vissulega fer þeim fjölgandi sem læra af reynslunni og finnst álíka girnilegt að horfa á nýja íslenska sjónvarpskvikmynd og að leggja höfuðið á höggstokkinn. Enn er þó allfjölmennur flokkur okkar bjartsýniskandídata Bröstes, sem af seigdrepandi þrjósku setjumst við tækin í hvert sinn og bíðum þess að hinar andlegu krásir verði fyrir okkur bornar. Kröfur okkar til efnis og úrvinnslu eru vita- skuld ólíkar og misjafnar, en flest höfum við vanist því að þurfa að skera þær mjög við nögl, svo nú orðið stendur lítið annað eftir en ósk um sæmilega þolanlega af- þreyingu sem misbýður ekki vits- munum okkar að ráði. Við gerum okkur nokkurnveginn ánægð René Magritte við málverk sitt af Fantómasi frá 1928. greinir hurð framundan og hefur skammbyssuna tilbúna. Þegar hann opnar dyrnar kemst hann að því að allar varúðarráðstafanir eru óþarfar: Fantómas er þarna og sefur vœrt. Juve bíður ekki boðanna en rammbindur hann í einu augnabliki. Fantómas heldur áfram að dreyma líklega um dul- argervi sín einsog venjulega. Titr- andi af ánœgju hefur Juve upp raust sína, svolítið sem hann hefði betur látið ógert. Fanginnfer allur afstað. Hann vaknar, og vakandi er Fantómas ekki lengur fangi Ju- ves. Juve hefur mistekist einu sinni enn. En eitt hefur hann þó lœrt: Ef hann œtlar að hafa hendur í hári Fantómasar þá verður hann að finna leið inní drauma hans og vera persóna í draumi Fantómas- ar! L'assassin menacé (Morðingj- anum ógnað) er eitt frægasta verk Magritte og markar tímabil í lífi hans, sem kennt er við myndina. Það sýnir tvo jakkafataklædda menn (Juve og aðstoðarmaður?) sem standa í felum fyrir utan her- bergi. Annar heldur á torkenni- legu barefli en hinn á neti. Báðir eru þeir sviplausir og ankanna- lega draumkenndir í öllu fasi. Inni í herberginu stendur maður (Fantómas?), afslappaður og áhyggjulaus, og leikur lög á grammófón. Fyrir aftan hann liggur kvenmannslík á legubekk og drýpur blóð úr öðru munnvikinu. A gólfinu er ferða- taska og utanyfirfrakki mannsins hangir á stól, svona einsog til að undirstrika áhyggjuleysi hans enn frekar. A glugganum eru svo þrír áhorfendur. Myndin er öll í anda Fantómas- ar; óraunveruleg og um leið til alls vís. Hvað gerist þegar menn- irnir tveir koma úr felum? Slepp- ur morðinginn ekki alveg örugg- lega? Það er ekki gott að segja. Þetta er einsog sálfræðileikurinn frægi þar sem sjúklingnum er gert að segja sögu eftir mynd sem honum er fengin; sögurnar verða jafnmargar og þeir sem segja þær. I Les Amants (Elskhuganum) má aftur gæta áhrifanna frá Fant- ómasi. Skötuhjúin á myndinni hafa andlit sín sveipuð klæðum, en þannig kemur Fantómas ein- mitt alltaf fram í bókunum þegar hann hefur kastað af sér ein- hverju dulargervinu. Og svona mætti endalaust telja. Bókaflokkurinn um stórglæp- asnillinginn Fantómas hvarf af sjónarsviðinu um svipað leyti og súrrealisminn söng sitt síðasta, upp úr 1940-50. Og það er ekki fyrren nú á síðustu árum að hann er að skjóta upp kollinum aftur. Það er í kjölfar hinnar nýsúrreal- ísku bylgju sem víða má sjá merki um, bæði í nýlegum bókum ungra höfunda einsog Kathy Acker, og ekki síst í „nýja“ málverkinu. Tvær sögur hef ég séð þýddar á ensku, báðar frá útgáfufyrirtæk- inu Picador, og ég efa ekki að þar verði framhald á. Það kæmi því ekki á óvart þótt bráðlega gripi um sig Fantómas æði, eitthvað í líkingu við Batman æðið sem nú gengur yfir. Því eitt er alveg víst. Einhversstaðar lúrir Fantómas í felum, leggur á ráðin og bíður eftir rétta tækifærinu. Þá skríður hann úr fylgsni sínu og hefst aftur handa við illvirki sín. Olga Guðrún Árnadóttir fötin keisarans Baklogar, málverk eftir Magritte frá 1943, sem er eftirlíking gamallar bókakápu af Fantómasi. tveimur mönnurn; Marcel Allain og Pierre Souvestre. Þeir skiptust á að skrifa hvern kafla fyrir sig. Til gamans má geta þess að við gerð bókanna notuðust þeir fé- lagar við nokkurskonar dulmáls- lykil til að eigna sér þá kafla sem hvor þeirra skrifaði. Allir kaflar sem Souvestre skrifaði geyma orðið „néanmoins" á fyrstu síðu, en kaflar Allains „toutefois". Bæði orðin merkja eitthvað í lík- ingu við „engu að síður, samt sem áður“, osfrv. Fantómas og súrrealisminn Eins og áður hefur verið talað um þá urðu Fantómas-bækurnar ekki vinsælar fyrr en á þriðja ár- atugnum. Þá léku menningar- straumarnir um Parísarborg. Þar var himnaríki bóhemanna. Þang- að fóru rithöfundar og skáld til að sækja sér inspírasjón. Og allir máluðu hver í kapp við annan. Einhvers staðar í þessum hræri- graut varð svo súrrealisminn til. Hann átti sér ótal forsendur og langa sögu sem hófst 1916 þegar aðalpaurinn André Breton hitti geðsjúkling að nafni Jacques Vaché. Vaché þessi framdi sjálfs- morð þremur árum seinna. Súrrealistar tóku Fantómasi sem hetju og sáu í honum sjálfan persónugerving stefnunnar. Hann var enda keimlíkur annarri hetju þeirra, eldri sögupersónu úr einni af biblíum súrrealista, sem átti og stóran þátt í að leggja grundvöllinn að stefnunni: Les chantas de Maldoror. Bókin var rituð tæpum fimmtíu árum á undan fyrsti bindinu af Fantóm- asi, af skáldinú Lautréamont (Is- adore Ducasse). Bókin er skrifuð prósastíl og segir frá ferðum Maldorors, sem er á margan hátt líkur Fantómasi, um umheimsins myrku heima. Bókin einkennist öll af takmarkalausri svartsýni og fyrirlitningu á mannlegu samfé- lag‘- Einn súrrealistinn sem öðrum fremur heillaðist af Fantómasi var belgíski rnálarinn René Ma- gritte. Furðulegar myndir hans einkennast af þverstæðum. Hann leitast við að afhjúpa eðli mann- legrar hugsunar. Beinna áhrifa frá Fantómas-bókunum gætir í fjölda mynda eftir hann. Les am- ants, frá 1928, Le retour de flamme, frá 1943 og síðast en ekki síst L'assassin menacé, frá 1926-7 sem endurspeglar á dulúð- legan hátt hið leyndardómsfulla og óræða viðhorf bókanna. Ma- gritte skrifaði, jafnvel stuttan prósa þar sem hann leitast við að skilgreina,á súrrealískumnótum, hið sérkennilega samband Fant- ómasar og lögregluforingjans. Leikrænt atvik Juve hefur verið á hœlum Fant- ómasar í langan tíma. Hann skríður í lausamöl eftir dularfull- um leynigöngum, fikrarsig áfratn með fingrunum. Skyndilega finn- ur hann heitt loft leika um andlil sitt. Hann kemur nær... augu hans venjast myrkrinu. Hann með að líða ekki eins og ekið hafi verið yfir okkur á tíu tonna trukki að aflokinni sýningu. Öllu hóg- værari geta óskirnar tæpast orð- ið. En jafnvel þetta lítilræði reynist sjónvarpinu oftast um megn að uppfylla. Stundum læð- ist meira að segja að manni sá grunur að það sé beinlínis meg- intilgangurinn með gerð ís- lenskra sjónvarpskvikmynda að rannsaka hve mikið af leiðindum, bulli, klisjum og hallærisgangi áhorfendur fái meðtekið. Að þetta sé einhvers konar leynileg mannfræðitilraun sem verið sé að framkvæma á íslensku þjóðinni. Ogsvona rétt til að halda tilrauna- dýrunum í skefjum sé fleygt í þau einum og einum ætum bita á borð við Næturgöngu Svövu Jak- obsdóttur og Oðinn til afa eftir Eyvind Erlendsson, svo nefndar séu tvær fárra undantekninga frá reglunni. En auðvitað er þetta rangt. Leiðindin, ruglið og tilgerðin eru ekki notuð í neinum annarlegum tilgangi. Þetta er einfaldlega sá tjáningarmáti sem ákveðinn hóp- ur kvikmyndagerðarmanna, leik- stjóra og handritshöfunda hefur tileinkað sér. Og það vill svo til að einmitt þessi hópur hefur blómstrað mjög í dagskrárstjóra- tíð Hrafns Gunnlaugssonar, hvernig sem á því kann að standa. Vitanlega eru innan þessa hóps listamenn sem kunna sitthvað fyrir sér. En samt er heildarút- koman oftar en ekki svo mislukk- uð að furðu sætir. Og það er fullkomlega óeðlilegt að sömu mistökin skuli gerð æ oní æ án þess að nokkur lærdómur virðist af þeim dreginn. Þvert á móti: ómöguleg handrit með lélegum texta, engri persónusköpun og ómarkvissri framvindu, tilgerð og uppskrúfun, þetta er hinn sér- íslenski stíll sem Sjónvarpið hef- ur fóstrað og dekrað við. Engla- kropparnir ömurlegu voru skóla- bókardæmi um allt þetta. Allir landsins krítikerar geta samein- ast í sinni hefðbundnu lofgj örð um nýju fötin keisarans, en hann er alveg jafn allsber fyrir það. Þessum hallærisgangi íslenska sjónvarpsins verður að fara að linna. Allt í kringum okkur er verið að framleiða prýðilegar sjónvarpskvikmyndir, þar sem listamönnunum tekst að koma hugmyndum sínum út úr heilabú- inu og áleiðis til fjöldans án sýni- legra erfiðismuna. Hvers vegna þurfum við íslendingar allan þennan afkáraskap, þessa drekkhleðslu torræðra tákna, þessar teiknimyndafígúrur í mannsmynd, blaðrandi innan- tóman þvætting? Eru íslenskir sjónvarpslistamenn ekki í neinni snertingu við þá veröld sem við hin byggjum? Vita þeir ekki hvernig alvöru manneskjur lifa, hugsa, gleðjast og finna til? Er það ekki nógu spennandi og smart efniviður? Eða er skýringin einfaldlega sú að þeir hafi ekkert að segja og þurfi að beita sjón- hverfingum til að breiða yfir til- gangsleysið? 22. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.