Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 14
Stofnun Kommúnistaflokks íslands var söguleg nauðsyn Deilur undanfarinna missera sýna okkur að sagan er ekki fyrst og síðast saga um fortíðina heldur ekki síður saga handa sam- tíðinni, en lærdóma sögunnar þarf að styðja haldbærum sögu- legum heimildum, segir Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur í viðtali um erlend áhrif á samstarf verkalýðsflokkanna á íslandi Viötal þaö sem Nýtt Helgar- blað birti fyrir réttri viku við Hjalta Kristgeirsson hagfræðing hefur vakið umtal og athygli. Bæði fyrir athyglisvert uppgjör hans við það alræðisstjórnarfar í nafni sósíal- isma, sem einkenndi A- Evrópuríkin til skamms tíma, en einnig og ekki síður sú fullyrðing hans að sá klofningur íslenskrar verkalýðshreyfingar og vinstri- hreyfingar sem staðfestur var með stofnun Kommúnistaflokks íslands 1930, hafi verið sögulegt slys, sem rekja megi til stefnu Jósefs Stalín og ægivalds So- vétríkjanna yfir verkalýðshreyf- ingunni í gegnum Komintern eða Þriðja Alþjóðasambandið. Þorleifur Friðriksson sagn- fræðingur hefur rannsakað manna best sögu þeirra sam- skipta sem leiddu til klofnings ís- lenskrar verkalýðshreyfingar, og gefið út tvær bækur sem rekja þessa sögu að nokkru leyti (Gullna Flugan 1987 og Undir- heimar íslenskra stjórnmála, frá 1988). Okkur lék forvitni á að heyra túlkun hans á þessari sögu, og þeim sjónarmiðum sem fram komu í viðtali Hjalta. Áður en við komum að þeirri spurningu, hvort líta megi ástofn- un Kommúnistaflokks íslands sem sögulegt slys eða kannski þvertá mótisögulega nauðsyn, þá langar mig til að spyrja þig hvort þú teljir þá greiningu sem Hjalti gerir á alrœðisstjórnarfari A- Evrópuríkjanna vera rétta? Falskur merkimiði - Já, mér þótti þessi greining Hjalta vera sannafærandi og tek undir með honum að sú þróun sem við höfum verið að fylgjast með í A-Evrópu að undanförnu hlýtur að kveikja vonir og bjartsýni í brjósum okkar sósíal- ista og jafnaðarmanna. Stjórnar- háttum með falska merkimiða hefur verið sópað burt, án veru- legra blóðfórna. Þessi atburðarás sýnir mikinn styrk þeirra óskipu- lögðu samtaka fólksins sem standa á bakvið byltingaölduna. Þróunin í A-Evrópu frá 1917 sýnir okkur að sósíalismi verður. að spretta úr jarðvegi lýðræðis- ins. Raunar sé ég ekki beturen að þessir atburðir ýti stoðum undir greiningu þeirra ágætu heiðurs- manna, Marx og Engels. Eins og við vitum töldu þeir félagar að sósíalísk þróun myndi hefjast fyrst í þeim löndum sem lengst voru á veg komin í iðnvæðingu en ekki í óiðnvæddu bændasamfé- lagi eins og því rússneska. Annars verður að varast að setja jafnaðarmerki á milli marx- isma og lenínisma. Marxisminn er fyrst og síðast ákveðin grein- ingaraðferð sem vísindamenn nota enn í dag og oft án þess að þeir telji sig marxista. Lenínism- inn er hins vegar hugmyndakerfi; ákveðin stjórnlist sem miðar að því að ná gefnu pólitísku marki á vissu sögulegu skeiði. Bæði marxisminn og lenínisminn eru hinsvegar skilgetin afkvæmi pós- ítívisma 19. aldar, þar sem menn sáu fyrir sér lögbundna þróun jafnt í ríki náttúrunnar sem og í mannlegum samfélögum. Marx- isminn varð síðan einfaldaður í hinni lenínísku útgáfu og jafn- framt túlkaður með það í huga að koma á sósíalisma í samfélagi sem hvorki þekkti til lýðræðis né iðnvæðingar. Kenning Leníns um úrvalssveitina var síðan af- skræmd og mistúlkuð í þeim ríkj- um sem skreyta sig með fölskum merkimiðum sósíalismans. Við skulum hafa hugfast að á þeim árum sem verkalýðshreyf- tngin var að festa rætur var það mönnum mikil fórn að ganga í kommúnistaflokk sem starfaði í banni og fullkominni andstöðu ríkjandi valdastéttar. f þessari merkingu ber að skoða hina len- ínísku úrvalssveit; sem sjálfvalda úrvalssveit manna og kvenna sem þannig fórnuðu veraldlegum gæðum og stundum lífi fyrir hug- sjónir. Raunin varð hins vegar sú að þessari úrvalskenningu var snúið á haus víðast í Austur- blokkinni. / viðtalinu við Hjalta Kristgeirsson er því haldið fram að stofnun Kommúnistaflokks Is- lands og sá klofningur sem þar með var staðfestur innan sósíal- ískrar hreyfingar á íslandi hafi verið sögulegt slys, sem rekja megi til tilvistar Sovétríkjanna. Nú hefur þú kannað þessa sögu. Hvernig metur þú þátt Sovétríkj- anna í henni og hver voru tildrög þessa klofnings? - Það er afar fróðlegt að sjá hvernig menn nýta sér söguna nú á þessum umbrotatímum til þess að smíða sér vopn að nota í pólit- ískum væringum líðandi stundar. Af fyrirsögn viðtalsins hefði mátt ætla að Hjalti styðji þessa kenn- ingu sína traustum heimildum. Þá hefði viðtalið markað tíma- mót varðandi þekkingu okkar á pólitískri sögu þessarar þjóðar. Svo var samt ekki. Fullyrðing hans um Kommúnistaflokk ís- lands var aðeins órökstutt inns- kot sem sett var í fyrirsögn. Þetta sýnir hvernig sagan er ekki fyrst og fremst saga um fortíðina held- ur allt eins saga handa samtíð- inni. Hafi einhverjir hins vegar fengið sinni pólitísku girnd svalað með þessari fullyrðingu, þá má segja að ekki hafi þurft mikið til. Hjalti tekur það frarft í upphafi viðtalsins, að hann sé ekki spá- maður. Engu að síður setur hann sig í spámannstellingar. Ekki til að spá um framtíðina heldur um þáskildagatíð. Með öðrum orð- um hann telur sig vita hvað hefði gerst ef eitthvað annað en það sem gerðist hefði orðið í fortíð- inni. Hins vegar má skoða full- yrðingu Hjalta Kristgeirssonar í ljósi meir en hálfrar aldar fortíð- ar, - í ljósi langrar sögu sund- rungar innan sósíalískrar hreyf- ingar. Þegar á dögum Karls Marx var þessi sundrung fyrir hendi og strax í frumbernsku íslenskrar verkalýðshreyfingar uppúr síð- ustu aldamótum skiptust menn í fylkingar róttækra manna og þeirra sem vildu hægfara umbæt- ur. Afskipti danskra krata Þú hefur áður fjallað um af- skipti danskra jafnaðarmanna af þessum deilum. Já, þegar Alþýðusamband ís- lands var stofnað vorið 1916 var það hvortveggja í senn stjórnmálaflokkur og landssam- band verkalýðsfélaga. Forysta sambandsins var frá upphafi í höndum manna sem kusu hæg- fara umbætur. Jafnframt fór það svo að pólitískt vafstur og valda- pot í þingsölum fékk meira vægi í starfi forystunnar en verkaiýðs- málin. Þegar á árunum 1921- 1923 var kominn upp ágreiningur á milli forystunnar og þeirra sem voru róttækari, milli vinstri armsins og þess hægri. Haustið 1923 var Olafi Friðrikssyni kippt út af framboðslista Alþýðu- flokksins í Vestmannaeyjum samkvæmt tilmælum Staunings leiðtoga danskra krata. Danir höfðu heitið Alþýðuflokknum nokkurri fjárhagsaðstoð en að því tilskildu að kosningabarátta flokksins yrði háð á hreinum sós- íaldemókratískum grunni bæði í ræðu og ríti. Og auðvitað voru það Danir, sem lítt eða ekkert þekktu til íslenskra aðstæðna, sem skilgreindu hvað var hreinn og ómengaður sósíaldemókrat- ískur grunnur. Dönum þótti sum sé Ólafur Friðriksson of hallur undir kommúnismann og því vildu þeir hann burt. í bréfi Staunings til Jóns Baldvinssonar þar sem Jóni er gerð grein fyrir kröfunni um að framboð Ólafs verði dregið til baka ef flokkur- inn vildi fá danskan styrk, hreykti Stauning sér af að hin óvægna barátta danskra krata gegn kommúnismanum hafi stuðlað að því að kommúnistar væru örsmár sértrúarsöfnuður í dönskum stjórnmálum. Hann vildi sjá sama árangur á fslandi. Afskipti Kominterns Hafði Komintern einhver af- skipti af þessum deilum? - Komintern sendi tvisvar sendiboða til íslands á þessum árum, 1924 og 1928, í bæði skiptin áttu þeir að athuga um hvort ekki væri unnt að stofna Kommúnistaflokk á íslandi. Þessum tilmælum höfnuðu ís- lenskir kommúnistar, sem störf- uðu þá innan Alþýðusambands- ins. Eg fæ ekki betur séð en að þessi afdráttariausu svör sýni allt annað en þýlyndi við Komintern. Er það ekki um þetta leyti sem Alþýðusambandið (Alþýðu- flokkurinn) gekk í Alþjóðasam- band sósíaldemókrata? - Jú það var árið 1926. Thor- vald Stauning forsætisráðherra Dana kom til íslands þá um sumarið. Alþýðuflokkurinn var sokkinn upp fyrir eyru í skuldaf- en og margt bendir til þess að Stauning hafi bent forystu flokks- ins á að ef til vill mætti leysa fjár- hagsvandann. Skilyrðið var hins vegar að Alþýðusambandið gengi í Alþjóðasambandið og tæki upp skýra pólitíska réttsigl- ingu. Eftir að Alþýðusambandið var komið inn í Alþjóðasamband sósíaldemókrata beittu Danir sér fyrir fjársöfnun meðal aðildar- flokka sambandsins fyrir fátæka flokkinn norður í Dumbshafi. Eftir inngönguna í Alþjóða- sambandið var Alþýðusamband- inu mörkuð pólitísk stefna sem hlaut að leiða til klofnings í ein- hverri mynd. Hvernig verður svo hinn form- legi klofningur? - Hann verður fyrst og fremst með þeim hætti að kommúnistar voru með lagasetningu útilokaðir frá jafnaðarmannafélögunum og því að gegna trúnaðarstörfum fyrir ASL Þetta gerðist á Alþýð- usambandsþinginu 29. nóvember 1930. Sama dag var kommúnista- flokkur íslands stofnaður. Um þetta segir Jón Baldvinsson í bréfi til Staunings frá 15. des. 1930 að kommúnistar hafi verið útilokaðir frá öllum trúnaðar- störfum innan flokksins og frá þátttöku i öllum jafnaðarmann- afélögunum. Hann segir þar og að hann telji að það „styrki ör- ugglega flokk okkar að vera lausir við þessa spektakelma- gere, þó svo að við getum ekki rekið þá úr verkalýðsfélögun- um“. Þær andstæður innan verka- lýðshreyfingarinnar sem höfðu verið að magnast allan 3. áratug- inn og enduðu með þessum sögu- lega klofningi, hafa gjarnan verið túlkaðar þannig að Alþýðuflokk- urinn hafi verið þolandi, saklaust fórnarlamb illra afla. Enn í dag glymur við eyru upphrópanir eins og „Kommar kluful, Héðinn klaufl, Hannibal klauf!“ Þessi opinbera söguskoðun Alþýðu- flokksins hefur meira að segja verið sett fram í línuriti. Þetta er kanski ekki spurning um að finna sökudólga og reyndar er ekki hœgt að sjá það af röksemdafœrslu Hjalta að öðru leyti en að hann rekur klofninginn til tilvistar Sovétríkjanna. Snýst ekki málið um það að núverandi pólitískar aðstœður kalla að ein- hverju leyti á sögulega skýringu á þessum klofningi? Tvímælalaust. En fyrst er þess að gæta að við sem aldir erum upp í andrúmslofti kalda stríðsins erum hér að skoða hálfrar aldar reynslu út frá forsendum sem þátttakendur í þessum átökum höfðu ekki. Ég tel til lítils að skella skuldinni á einhvern í þessu sambandi. Það mætti þá al- veg eins skella henni á danska krata sem sannanlega notuðu fjárstuðning sinn til þess að knýja fram ákveðna pólitíska stefnu innan Alþýðusambandsins og Al- þýðuflokksins. Þeir mögnuðu upp deilurnar á bak við tjöldin án þess að þekkja vtil aðstæðna hér. Áhrif og íhlutun danskra krata á íslensk stjórnmál í krafti fjár- magns hefur verið rannsökuð og um það liggja óyggjandi niður- stöður. Hins vegar hefur engin rannsókn farið fram á beinum áhrifum eða íhlutun Kremlverja, - auðvitað þarf slík rannsókn að fara fram og ætti að vera hægt á þessum „glastnost-tímum“. Um fram allt er þó nauðsynlegt að rannsaka starf þessara flokka innan verkalýðshreyfingarinnar hér á íslandi og sögu hreyfingar- innar almennt. KFÍ varekki af- kvæmi Stalíns Þú telur þá að klofningurinn sé ekki sök Sovétríkjanna eða Stalín- ismans? - Nei, ég tel það mikla einföld- un hjá Hjalta að álykta að svo hafi verið. Hér var um gagnvirka baráttu að ræða, sem engu hlífði. Sovétdýrkunin var auðvitað fyrir hendi, og hún var eðlileg af- leiðing þeirra drauma sem verka- lýðshreyfingin átti um að sjá verkalýðsríkið rísa og réttlætið vinna sigur. En Kommúnista- flokkur Islands var ekki stofnað- ur að tilhlutan Kremlverja og að undanskildu tveggja mánaða tímabili vorið 1934 er fátt í sögu flokksins sem bendir til beins þý- lyndis gagnvart Moskvuvaldinu. Hins vegar er það deginum ljós- ara að menn litu á það sem skyldu sína að sýna hollustu og standa vörð um gerska drauminn. í röðum kommúnista voru menn sem áttuðu sig snemma á að eitthvað fór úrskeiðis í so- vésku framkvæmdinni, en þeir sem höfðu hæst um að verja á- standið voru áhrifamiklir menntamenn eins og Halldór Laxness, og er tilgangslaust að álasa honum fyrir það nú, þótt áhrif hans hafi vegið þyngra en margra annarra. Hækja auðvaldsins Nú gaf Stalín og Komintern út þá tilskipun 1928 að sósíaldemó- kratar væru helsta stoð auðvalds- ins og þar með einn helsti and- stœðingur sannra verkalýðssinna. Var þessi kenning ekki ein megin orsök klofningsins eins og Hjalti heldur fram? - Það er rétt hjá Hjalta að ábyrgð Stalíns og Kominterns er mikil. Hins vegar má ekki gleymast að hin hatramma bar- átta kommúnista og krata hófst ekki með Kominternþinginu 1928. Við munum hvernig Stauning hreykti sér af að hin óvægna barátta danskra krata gegn kommúnistum hafi svo til útrýmt áhrifum kommúnista í danskri verkalýðshreyfingu. Þetta sagði hann árið 1923 eða fimm árum áður en dagskipun Stalíns um að efla baráttuna gegn sósíaldemókrötum var kunn- gjörð. Auk þess var þessari dag- skipan Stalíns ekki hlýtt eins af- dráttarlaust og menn hafa viljað vera láta. Samfylkingarviðleitni fór að gæta af hálfu kommúnista þegar eftir valdatöku Hitlers í byrjun árs 1933. Þessa gætti einn- ig hér á landi þótt í litlum mæli væri fyrst um sinn. Eftir kosning- arnar 1934 setti Kommúnista- flokkur fslands samfylkinguna á dagskrá í málgagni sínu, Ver- klýðsblaðinu, þótt Komintern hafi fyrst 1935 gefið út opinbera dagskipan um að samfylkja með forystumönnum krata. Þetta ýtir stoðum undir þá kenningu að ís- lenskir kommúnistar hafi ekki verið eins njörvaðir blindu þý- lyndi gagnvart Moskvuvaldinu og af er látið. Okkur hættir til að túlka sög- una út frá viðhorfum okkar til samtímans og þá kann að vera þægilegt að skella skuldinni á So- vétríkin og Stalín í pólitískum til- gangi. Hins vegar finnum við sannleikann í þeim aðstæðum sem ríktu innan verkalýðshreyf- ingarinnar hér á landi og í Evr- ópu, og hann er mun flóknari en svo að skuldinni verði skellt á einn aðila. En það er með þetta eins og svo margt annað í sögu okkar, hún er nánast órannsök- uð. Fullyrðingar af þessu tagi þarf hins vegar að undirbyggja með sögulegum heimildum ef þær eiga að þjóna sannleikanum. 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.