Þjóðviljinn - 14.03.1990, Síða 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar
Litháar lýsa
yfir sjálfstæði
Litháískir þingmenn risu úr sætum sínum og sungu þjóö-
sönginn gamla: Lietúva þú kappaland - þeir höföu lýst yfir
endurreisn þess ríkis sem fékk sjálfstæði í sviptingum
rússnesku byltingarinnar áriö 1918 og haföi verið innlimaö í
Sovétríkin meö valdi árið 1940.Og bjóöa nú sovétstjórninni
til formlegra viöræöna um fyrirkomulag sambandsslita.
Eins og kunnugt er hefur fjéstum verið illa við aö hreyfa
mikið við landamærum sem á hafa komist í Evrópu meö
góöu eöa illu. Bæöi vegna þess aö þar meö gæti friöi verið
stofnað í hættu, og svo vegna þess aö markaðslögmálin
gera sig breið á seinni árum og eru um þessar mundir aö
draga stórlega úr þýðingu þjóöríkja um álfuna vestanverða.
Ennfremur hafa menn óttast aö sjálfstæðisyfirlýsingar í
Eystrasaltslöndum gætu stefnt umbótaviðleitni Gorbatsjovs
í bráöan háska og jafnvel leitt til valdaráns stórrússneskra
þjóöernissinna meö ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þessir
fyrirvarar láta nokkuö á sér kræla núna ef marka má fréttir af
viðbrögðum manna viö ákvörðun þings Litháa. En síst ættu
íslendingar aö efast um rétt Litháa til að stíga slíkt skref:
báðar þessar þjóðir náöu árið 1918 merkum áfanga í því aö
ráöa sjálfar ráðum sínum, báöar þurfa- þótt meö gjörólíkum
hætti sé - á öllum sínum innri styrk aö halda til aö fylgja eftir
þeim forna og nýja draum smárra þjóöa.
Hvers vegna urðu Litháar fyrstir manna til aö segja skilið
viö ríkjasambandið sovéska? Vísa má til þess, aö þeir hafi
aö því leyti átt hægar um vik en t.d. grannar þeirra Lettar, aö
rússneskumælandi menn eru tiltölulega fáir í landinu, eða
um 10% íbúanna, annarhelsti minnihlutinn eru Pólverjar, en
Litháar sjálfir eru um 80% íbúanna og er þaö hagstæðara
hlutfall en í öörum sovétlýðveldum að Armeníu undanskil-
inni. En mestu varöar þó aö Litháar eiga sér mikla sögu og
hafa margar fórnir fært til aö týnast ekki í sviptingum sög-
unnar. Þegar þýskir krossriddarar lögöu undir sig Eystra-
saltslönd á miðöldum voru það Litháar sem haröasta and-
spyrnu veittu, þeir neituöu aukinheldur að taka viö kristni úr
höndum svo grimms valds og voru öörum þjóöum álfunnar
lengur heiðnir. Litháar áttu sér öflugt ríki þegar þeir samein-
uöust Póllandi seint á fjórtándu öld - þaö ríki var eitt af
stórveldum tímans, en týndi fljótlega litháískum einkennum
þegar yfirstéttir þjóöanna sameinuðust í hinum pólska aðli.
Við skiptingu Póllands lenti litháískt land undir Rússlandi. Á
nítjándu öld varö öflug þjóöernisvakning í landinu sem
keisarastjórnin rússneska reyndi að berja niöur meö ýmsum
hætti. Sjálfstæöi tókst Litháum aö endurheimta í sviptibylj-
um rússnesku byltingarinnar 1918 sem fyrr segir. En þaö
sjálfstæði var aldrei auövelt - hið nýendurreista Pólland
hrifsaöi til sín með hervaldi áriö 1920 höföuðborg Litháens,
Vilnius, og um þriðjung landsins. Innanlands átti lýöræöi í
vök aö verjast fyrir hálffasísku valdabrölti. Og 1940 var
landið innlimaö í Sovétríkin í anda leyniákvæða þess
samkomulags sem Stalín og Hitler gerðu sín í milli um
„áhrifasvæöi". Aö loknu þýsku hernámi í stríðinu var lengi
háður skæruhernaður í skógum landsins gegn sovésku yfir-
valdi, margir Litháar flúöu land, margir voru fluttir í útlegð og
fangabúðir til Síbiríu.
Öll „sovétisering“ sem síðan hefur staöið í nær fimm
áratugi hefur ekki kveöið niður minningar um þessa miklu
sögu, né heldur sjálfstraust þjóðarinnar. Sjálfstraust sem nú
hefur með eftirminnilegum hætti birst í ákvörðun þingsins í
Vilnius um endurreisn hins litháíska ríkis: sé hún góðu heilli
gjörö.
KLIPPT OG SKORIÐ
Kjúklingar
Dægurmáladeildar
Sjónvarpsáhorfendur hafa
með árunum smátt og smátt
kynnst ýmsu fjölmiðlafólki á
skjánum, sem það hafði aðeins
lesið eftir eða hlustað á. Hefur
það stundum þótt viss forfrömun
hjá blaðamönnum og útvarps-
fólki að komast í Sjónvarp, en
ekki síður yljað fyrrum vinnu-
veitendum þeirra. Ritstjórar
Morgunblaðsins hafa jafnvel
fundið upp orðið „Morgunblaðs-
egg“ um þá einstaklinga sem hafa
þar hlotið þjálfun og síðan oltið
áfram til enn meiri áhrifa og klak-
ist eftirminnilega út í þjóðmálum
eða ekki síður í sjálfu Sjónvarp-
inu. Og ekki er því að neita, að
sumum hefur þótt gæðaeftirlit og
dagstimplar Moggans og DV
hafa sett býsna sterkan svip á
fréttastofurnar. Að minnsta kosti
kemst Þjóðviljinn ekki í hálfk-
visti við þessi blöð, lítið úr okkar
eggjabökkum á skjánum, hvað
sem veldur, áhugaleysi okkar
manna eða eitthvað annað.
Einn og einn útvarpsmaður
hefur svo dottið inn í Sjónvarpið,
góðkunnar raddir fengið svip og
fas, sem hlustendur þekktu ekki
neitt áður. Hins vegar er það ný-
lunda, að heil deild hljóðvarpsins
skoppi inn í Sjónvarpið og boði
reglubundna framleiðslu, viku-
lega hið minnsta. En nú hefur sú
harðskeytta Dægurmáladeild
Rásar 2 tekið að sér fastan þátt í
Sjónvarpinu og tekst kjúklinga-
hópnum ágætlega upp, - ekki fer
vel á því að kalla þaulreynda Rás-
armenn egg. Og þótt hana-
nafnbótin fari Stefáni Jóni Haf-
stein ágætlega í útvarpinu, þá er
hann enn á eldisstigi í Sjónvarpi
og skal því á meðan kjúklingur
heita.
Líkt og Spaugstofan (leikhús-
ungar) ruddi að mörgu leyti nýja
braut og hefur sýnt afburða-
úthald, þá virðast Dægurmála-
deildarkjúklingar líka tísta með
nýjum hætti. Manni er alltof
gjarnt að halda að maður hafi
þegar kynnst öllum möguleikum
Sjónvarps á núverandi tæknistigi,
en svo koma þessir stríðöldu
kjarnfóðurgripir til skjalanna og
lostætir réttir ilma um stofurnar.
Dægurmáladeildin bryddaði
upp á skemmtilegum tengingum
orðskrúðs, upplýsinga og
skemmtiefnis með fyrsta þætti
sínum „Svona sögur“, sem greini-
lega átti að minna á flaggskip
sjoppubókmenntanna, „Sannar
sögur". Dægurmáladeildin espar
alltaf eitthvað, annað hvort
hungrið eftir einhverju meira eða
snörp viðbrögð, eins og ótal
dæmi sanna úr Þjóðarsál og
Meinhorni. Það verður að teljast
vel til fundið hjá stjórnendum
innlendrar dagskrárgerðar Sjón-
varps að gernýta þessa ágætu
starfsmenn Ríkisútvarpsins.
Hér skal svo í örstuttu máli og
utan dagskrár vakin athygli á
þeirri orðnotkun hér að láta
kjúklinga „tísta“. í Eyjafirði
amk. þykir þetta málleysa, því
kjúklingar gefi ekkert hljóð frá
sér. Að skilningi norðanmanna,
og etv. fleiri, er kjúklingur fryst-
ur, dagstimplaður og plastpakk-
aður dauður hænuungi.
Markús Möller
er ekki bolsi
Sótt er nú að Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni, lektor í
stjórnmálafræði, úr öllum áttum.
Ríkisútvarpið vill fá einokun á
pistlum hans, hvað sem í þeim
22
MOK(»tlNlUAtHI> l,Kll)Jt)UAGUR 13 MAHZ 1990
UM VEIÐILE YFA-
SÖLU OG SÓSÍALISMA
Fáeinar ábendingar til Hannesar H. Gissurarsonar
eflir Markús Möller
Hanne* H. Giuuranton »knfaði
grein hér I Morgunblaðið 7. feb. um
fíakveiðistjómun. Þótt greininni
v«eri formlega beint gegn Gylfa Þ
Gfsluyni, þá var henni tetlað
vfðtaekara markmið: Að stimpla þá
alla bolaa, aem ekki eni tilbúnir að
afhenda Kriatjini Ragnaruyni og
umbjððendum hans falenaku fiaki-
atofnana til ótakmarkaðrar riðatöf-
unar. Ég tel allka afhendingu hreint
ekki ajilfsagða, og álft mig þð jafn-
góðan lýðrseðia- og einkarekatrar-
ainna og hvem annan. Ýmialegt
reyniat Ifka athugavert við rókaemd-
ir Hanneaar. og er ekki aeinna
vrnm að finna að áður rn boðað
ntverk hana um nýtingu fiskiatofn-
anna tekur á aig endanlrga mynd.
Fyrat er að feata hugtðkin: I þeaa-
um Ifnum kalla ég það almanna-
kvóU ef vriðiréttur er aeldur á eðli-
legu markaðaverði og andvirðið
rennur með einum eða óðrum hætti
til almennings, en fámenmakvóta
ef takmorkuöum hópi er úthlutaður
vciðiréttunnn til eignar.
Þýðir aimannakvóti
rikiarekstur?
Hannea heldur þvf fram að f al-
mannakvóu riðatafi rikið veiðileyf-
unum. Það eru vaegaat aagt stór-
brotnar ýkjur. 1 almannakvótanum
einakorðaat hlutverk opinberrmr
kvóUaölu við að ákveða heildarafla
og bjóða hann upp eða koma f verð
á markaði eftir atrönguatu regium.
Allar rekstrar- og (járfeatingar-
ákvarðanir verða i höodum ajivarút-
vegsfynruekja, og allt verð er
ákveðið af framboði og eftirspum.
ÞetU þýðir meðal annart að aamlík-
ingin aem Hannes telur sig qá við
mark aðasðsli litma öakars Lange
er misaýning: Lange gerði rið fyrir
að aJlt verð og allar (Járfettingar
ynki ákvi-önor af hinu opinbcra
ncma hvað á vinnumarkaði og
markaði fynr endanlegar neysluvör-
ur akyldi rfiya nokkurt frelai. Rsun-
ar má leiða að þvf rök, að ákvarð-
anaUka vcrði dmfðan f almannak-
vóu en fámcnniakvóu, þvf ef út-
gerðarmenn fá ðskoruð yiffrráð yfir
fiakiatofnun"— *>* kaflar það á aam-
gildi skaltheuntu á ajávarútveg. Svo
er ekki. Ég hef gert þcaau máli
nokkur akil f nýjaaU hefti Stefnia
og fer þvf hratt yfir sögu hér. Skatt-
ur er lögþvmgað gjafd, en veiði-
feyfaaafan yrði nauðungarlaua. Eng-
inn myndi kaupa icvöu nema hann
teldi sig hagnaat á þvf. Verð veiði-
leyía yrði ekki harrra en við fámenn-
iakvóU heldur aennilega laegra, og
umbun dugmikilla manna I sjávarút-
vegi myndi sfzt minnka. Það aem
hefur akilað aumum útgerðarmónn-
um hagnaði f gegnum tlðina er
dugnaður og góð atjórnun, en ekki
að þeir hafi haft einkarétt á að
gera ÚL Það verður áfram gróða-
vsenlegt að vera góður ayómandi.
þótt kvótinn vcrói aeldur. Þcir acm
standa aig bcat nú, munu dafna f
almannakvóu og (Uekka fyrirUtki
afn mun hraðar en f fámenniskvóu.
þar aem hinir alakari eiga þeaa koal
að dóla áfram og láu kvóUeign
afna borgm upp rekatrartapið. Þeir.
aem hafa keypt skip afn langt yfir
aannvirði. munu að aónnu tapa ef
akipin laekka I verði meðan fioUnn
minnlur niður I hagkvaemuatu
tUerð. Sifkt tjón er taeplega bóU-
akytt. Verðm*U vetðirétUnna er þó
svo mikið, að haegt er að gera vel
við alla. Leiða má að þvf sUrk rök
að verðmaeti framaeljanlegs kvóu
té 10-15 miljjarðar króna á ári. Þvf
er auðvett að baeU eignatjón vegna
verðfalla á Uekjum og goU betur
með þvf að framlengja núverandi
lcvóukerfi með auknum framsaJa-
rélti 1 svo aem 5 ár. v
Kikiabrestur?
Hannes segir sð rfkið hafi svikist
um að koms á tkynsamlegu fynr-
komulagi f fisJcveiðum á borð við
það aem gilti um landareignir og
annað. Hann svfkst tjálfur um sð
gera grein fyrir hvera vegna eignar-
réttur naer yfir sum verðmaeU en
ekki önnur. Hvcra vcgna hcfur hér
á landi þróaal cmkacignurrétlur á
bújóröum en ekki á aíréttum og
ftakimiðumT LfkiegaaU akýringin er
erfiðteikar við gaealu. Það ivaraði
ekki kostnaði að atúka aundur há-
lendið eða halda úti gaealuakipum.
En með fullyrðingunni um rfkiabreat
fletUr Hannea ofan af sUðrevnd,
Markús Mófler
„Það er alger misskiln-
ingur hjá Hannesi að
samkeppni og einka-
rekstur byggist á þvi
að fyrirtækin eigi ævar-
andi tilkall til fram-
leiðsluþátta sinna. Það
er meginregla fremur
en undantekning, að
aðföng eru keypt á
markaði. Styrkur frjáls
atvinnulífs er einmitt
fólginn í því hvernig
markaðsöflin samhæfa
gróðasókn fjölmargra
einstaklinga og virkja
hana nauðungarlaust til
hagsbóta fyrir allan al-
menning."
Ég tel mig hafa leiu hér tvfmaela-
laua rók að þvf að verðmaetin aem
-UAo»A - * Vffln veiði-
manna verði að qálfaögöu mun
haerri. Hér maetti lcveða faatar að:
Það er fuUvfat að Ufakjör almenn-
inga munu batna ef komið verðor á
almannakvóu. en hreint ekki útilok-
að að þau versni frá þvf aem nú er
ef fámermiskvötinn vefður ofan L
Það vaeri þvf ekki einaaU óakytt,
heldur beinUnia gálauat af faienskum
kjóaendum að a«tu sig við að vuði-
réttunnn verði aíhentur útgerðar-
mðnnum um aldur og $evi, nema
þá að leidd verði að þvf sterk rök
að aáralitlu muni f Ufákjörum á al-
mannakvóu og fámenmalcvóU. Mér
finnat það aldeilis með óifkindum,
að nú akuU vera búið að leggja fyr-
ir Alþingi frumvarp um eúifan fá-
menmakvóu án þMS að ibyrgðar-
menn þeas og þá einkum ajávarút-
vegariðherra ajáiat hafa af þeaau
minnatu áhyggjur, hvað þá aýni til-
burði til að grennalaat fynr um
heildarihnf fámenmskvöUna. Er
þeim þó Ifklega (jóaara en mörgum
óðrum. hvflQc undirataða qávanlt-
vegurinn er I lalenaku efnahagaflfi.
Ég trúi þvf I lengstu lög að þama
ráði yfirqón en ekki áaeUungur, og
að með rökum megi fá riðherrann
til að fara gartilegar. Það mái verö-
ur vitaakuld að eiga við riðherrann
og alþingi. en ekki holdgervinga
fijálahyggjunnar.
Þrjú amáatriði
Ýmislegt annað er sérkenmlegt,
miaaagt eða vafaaamt ( grein Hann-
eaar. Lokakaflinn um bann við aölu
veiðileyfa úr landi og skyldun út-
gerðarmanna til að aelja almenningi
hlut I IrvóUnum á mðuraeUu verði
kemur eina og akraUinn úr aauðar-
leggnum. Ég get taeplega túlkað
hann öðru vtai en aem undanhald
og merki um vonda samviaku. I
óðru lagi aýniat það alrmngt aem
haldið er fram f greininni, cð auð-
lindaarður 1 qávarútvegi muni
laekka eí telcinn verður upp fámenn-
iakvóti, þar eð aðrir atvinnuvegir
atyrkiat; Styricing annarra atvinnu-
vega f kjólfar fámennialcvóU aufar
þvcrt á móli af largra raungcngi acm
hu'kkar auðtindarvnUina. I þriðja
lagi er það aem aagl er um ranga
gengiaakráningu byggt á aama kon-
ar miaakUnmgi. HáU raungengi hef-
ur fremur haldið aftur af offjárfeat-
ingum f qávarútvegi Það er hina
vegar óeölileg lánafynrgreiðaia aem
útgerðui hefur krtað út. re— 1
standi, en Hannes vill vera frjáls
og mega selja sínar afurðir á
frjálsum markaði og halda áfram
að tala á Bylgjunni líka. Hefur af
þessu spunnist deila á síðum
Moggans og DV. Sú rimma er þó
hégómi miðað við hugmynda-
fræðilega fólkorrustu sem
flokksbróðir Hannesar, Markús
Möller hagfræðingur blæs til í
Morgunblaðinu í gær.
Markúsi er það nauðsyn,
vegna áróðurs Hannesar, að taka
það fram sérstaklega til öryggis í
upphafi greinar sinnar að hann sé
sjálfur „góður lýðræðis- og einka-
rekstrarsinni“, enda er Markús
sannanlega orðinn nokkur
áhrifamaður í hagrænum hugs-
anagangi innan Sjálfstæðis-
flokksins, bæði hvað varðar land-
búnað og sjávarútveg. Blöskrar
einkaframtakspostulanum Mark-
úsi samt málflutningur Hannesar
Hólmsteins um kvótakerfi á fisk-
veiðum undanfarið, en rök
Hannesar hafa komið fram í
gagnrýni hans á skoðanir Gylfa
Þ. Gíslasonar á málinu.
Harðneitar Markús ma. þeim
tilburðum Hannesar Hólmsteins
„að stimpla alla bolsa, sem ekki
eru tilbúnir að afhenda Kristjáni
Ragnarssyni og umbjóðendum
hans íslensku fiskistofnana til
ótakmarkaðrar ráðstöfunar."
Sérstaklega segir Markús
nauðsynlegt að leiðrétta Hannes
strax vegna þess að hugmynda-
fræðingur frjálshyggjumanna er
að semja kenningarit til birtingar
um sjávarútvegsmál „...og er
ekki seinna vænna að finna að,
áður en boðað ritverk hans um
nýtingu fiskistofnanna tekur á sig
endanlega mynd“.
Grein Markúsar Möller í
Morgunblaðinu í gær nefnist
„Um veiðileyfasölu og sósíal-
isma“. Hún er í raun harkaleg
árás á þá stefnu sem felst í frum-
varpi sjávarútvegsráðherra, „fá-
menniskvótann“ sem Markús
kallar svo, þegar takmörkuðum
hópi er afhentur kvótinn til
eignar. Markús rökstyður efna-
hagslegan ávinning af almanna-
kvóta, „...ef veiðiréttur er seldur
á eðlilegu markaðsverði og and-
virðið rennur með einum eða
öðrum hætti til almennings".
Markús tætir niður ýmislegt
það sem hann telur missýningar,
mistúlkanir og beint óréttlæti í
kenningum Hannesar Hólm-
steins, en vísar til greinar sinnar í
Stefni nýlega um frekari rök-
semdafærslur. Markús leiðbeinir
Hannesi um hagfræði m.a. með
þessum orðum: „Það er alger
misskilningur hjá Hannesi að
samkeppni og einkarekstur bygg-
ist á því að fyrirtækin eigi ævar-
andi tilkall til framleiðsluþátta
sinna.“
Hannes styður
fámennisveldi
Um sanngirni í málflutningi
Hannesar segir Markús t.d.:
„Hann svíkst sjálfur um að gera
grein fyrir hvers vegna eignar-
réttur nær yfir sum verðmæti og
ekki önnur...“ - Ein af mörgum
athyglisverðum ábendingum
Markúsar er svo um það, hversu
mjög Hannes dregur taum fá-
mennisveldisins: „.. .þegar Hann-
es talar um hefðarrétt veiði-
manna, þá á hann alltaf við út-
gerðarmenn en ekki sjómenn.
Væri í meira lagi fróðlegt að fá
hann til að útskýra, af hverju
annar hópurinn hefur allan rétt
en hinn engan. ..Það fer ekki milli
mála að tekjur alls almennings
verða lægri í fámenniskvóta held-
ur en í almannakvóta, þótt tekjur
útgerðarmanna verði að sjálf-
sögðu mun hærri.“
Grein sinni lýkur Markús
Möller á dæmisögu frá Otto Lar-
sen úr bókinni Nytsamur sakleys-
öingi, um Rússann sem vildi ekki
viðurkenna lífsgæðin í Noregi, af
því þau hétu ekki sósíalismi.
Markús segir síðan: „Ég er ekki
frá því að Hannesi sé eins farið og
Rússanum í Gúlaginu: Honum
dugar ekki að almannakvótinn
leiðir til betri lífskjara en fám-
enniskvótinn, dreifðari ákvarð-
anatöku og virkari samkeppni,
því það er samt ekki kapítalismi
og samt ekki frjálshyggja. Þá
gleymir hann því sem er aðalat-
riðið, og varð sósíalismanum að
falli í Austur-Evrópu: Þegar upp
er staðið er gildi stjórnarhátta
ekki metið eftir stimplum og
vörumerkjum, heldur hinu,
hvernig þeir tryggja frelsi og far-
sæld fólks.“ ÓHT
þJÓÐVILJINN
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Sími: 68 13 33
Símfax:68 19 35
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, ólafur H. Torfason.
Fróttastjórl: Siguröur Á. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).Garðar
Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMárPótursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Þröstur Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiöslu- og afgroiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33.
Simfax: 68 19 35.
Auglýsingar: Síðumúla 37, sími 68 13 33.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í iausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 14. mars 1990