Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Alþingi Fóstureyðing á spólu Ásgeir Hannes Eiríksson þing- maður Borgaraflokksins vill nota myndbandsspólu sem fylgiskjal með frumvarpi sem hann hyggst leggja fram, þar sem sýnd er með aðstoð sónarstækis hvernig fóst- ureyðing er framkvæmd. Guð- rún Helgadóttir forseti sameinað- as þings segir Ásgeir Hannes ekki hafa borið þetta undir sig en þetta komi hins vegar ekki til greina að hennar áliti. Að sögn Ásgeirs Hannesar vill hann dreifa myndbandinu til þingmanna vegna þess að á því séu upplýsingar sem ekki komist til skila öðruvísi. Hann sagðist vilja leggja myndbandið fram sem þingskjal, ekki nægi að hann dreifí þessu án þeirrar forsendu til þingmanna. Guðrún Helgadóttir segir að samkvæmt þingskaparlögum sé ekki hægt að leggja myndband fram sem þingskjal þar sem þau skuli vera í prentuðu formi. Þingskjöl þurfí að vera þess eðlis að allir þingmenn geti kynnt sér þau. Persónulega geti hún til dæmis ekki kynnt sér myndband þar sem hún eigi ekkert mynd- bandstæki. „Það getur varla verið ætlast til þess að fólk fari að leigja slíka hluti til að brjótast í gegnum þingskjöl, ef maður á að kalla myndband slíku nafni, þannig að ég held að þetta komi ekki til mála,“ sagði Guðrún Helgadótt- ir. -hmp Sigurður T. Sigurðsson VSI fer með lygar m miðjan dag í gær gengu Sig- urður T. Sigurðsson, formað- ur Hlífar, Gylfi Ingvarsson yfir- trúnaðarmaður og varamaður hans Baldur Baldursson á fund forsætisráðherra og iðnaðarráð- herra til að skýra ráðherrunum frá sjónarmiðum sínum varðandi álversdeiluna. Sigurður segir að- alástæðuna fyrir því að Hlífar- menn felldu samningsdrögin vera túlkun VSÍ á 1. grein samkomu- lags ASÍ og VSÍ frá því 1. febrúar um framlengingu gildandi kjara- samninga og það skilyrði VSI að binda framlengingu 3. greinar gildandi samnings við fækkun starfsmanna og vinnubrögð þeirra. í samtali við Þjóðviljann sagði Sigurður að hann hefði reynt allt frá því á árunum 1977-1978 að fá ÍSAL til að ræða mönnunarmál í álverinu en svarið hefði alltaf ver- ið hið sama; að ÍSAL ræddi alls ekki mönnunarmál í tengslum við samninga. Nú væri það allt í einu skilyrði fyrir samningum um framlengingu gildandi kjara- samnings samkvæmt samkomu- lagi ASÍ og VSÍ, að mönnum verði fækkað og vinnubrögð starfsmanna almennt skilgreind. Síðan fullyrtu forsvarsmenn VSÍ að starfsmenn vildu ekki ræða þessi mál. „Ég kann ekki nein önnur orð yfír þetta en að VSÍ fari með hreina lygi,“ sagði Sig- urður. Sigurður sagði að Þórarinn V. Þórarinsson, formaður VSÍ, hefði sagt þann 30. mars hjá ríkis- sáttasemjara að tómt mál væri að tala um framlengingu 3. greinar, þar sem það væri túlkun ISALs að hún ætti ekki að framlengjast. Þessi túlkun lá ekki fyrir í ASI- og VSf-samkomulaginu að sögn Sig- urðar og kom honum því á óvart. Þórarinn hefði hins vegar sagt að honum ætti að vera kunnugt um þessa túlkun ÍSALs. Sigurður sagði Örn Friðriksson, varafors- eta ASÍ, vera sér sammála, hann kannaðist heldur ekki við túlkun Þórarins. Samningsdrögin voru felld í Hlíf með 98 atkvæðum gegn 77,4 seðlar voru auðir og einn ógildur. Allt bendir til að álverinu verði lokað eftir viku. -hmp Listnemar vilja sameina tónlist, leiklist og myndlist í nýja Sláturfélagshúsinu. Mynd: Jim Smart. Kröfufundur Ekkert kvak, við viljum þak“ 99 Igærmorgun söfnuðust mynd- listar-, leiklistar- og tónlistar- nemar saman til að krefjast þess að hús Sláturfélagsins, sem ríkið hyggst kaupa, verði notað undir starfsemi skólanna þriggja. Nem- arnir afhentu aðstoðarmanni menntamálaráðherra, Guðrúnu Ágústsdóttur, beiðnibréf fyrir utan Stjórnarráðið og gengu svo syngjandi út í Laugarnes að nýja Sláturfélagshúsinu. Þar voru haldnar ræður áður en listnemar og velunnarar þeirra skoðuðu húsakynni. Húsnæð- ismál listnema í landinu eru í miklum ólestri og núverandi húsnæði skólanna allra er óhent- ugt og þröngt. Samkvæmt úttekt menntamálaráðuneytisins er húsnæði SS mjög hentugt fyrir starfsemi listaskóla. Húsið er rúmlega tíu þúsund fermetrar að stærð og er þar bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Bjarni Daníelsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans, sagði í ræðu sinni að mun ódýrara væri að reka skólana i einu húsi í stað þess að borga leigu fyrir mið- ur gott húsnæði á víð og dreif um bæinn. Fyrir Alþingi liggur nú þings- ályktunartillaga um stofnun Listaháskóla lslands og verði af henni sameinast áðurnefndir skólar í eina stofnun. ÞR/HMK Stykkishólmur M-hátíð sett í dag Fjölbreytt dagskrá íFélagsheimilinu, friðarsýning opnuð, hátíðarsýn- M-hátíðin í Stykkishólmi hefst í dag með hátíðardagskrá í Félagsheimili Stykkishólms. Hát- íðin er þáttur í Menningarhátíð Vesturlands 1990, sem sett var í Reykholti síðastliðinn laugardag og mun nú halda áfram í hverju bæjar- og sveitarfélaginu af öðru á öllu Vesturlandi. Lúðrasveit Stykkishólms leik- ur undir stjórn Daða Þórs Einars- son við setningu hátíðarinnar í Félagsheimilinu í dag. Ávörp flytja Sturla Böðvarsson bæjar- stjóri og menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, og Ásgeir Ás- geirsson sagnfræðingur mun flytja erindi sem hann nefnir Saga bæjarins. Barnakór Grunnskólans í Stykkishólmi syngur undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur, Ron- ald W. Turner syngur einsöng við undirleik Erlends Jónssonar pí- anóleikara og kór Stykkishólms- kirkju syngur undir stjórn Turn- ers. Einnig munu nemendur úr 8. og 9. bekk Grunnskólans flytja leiklesna dagskrá undir stjórn Guðjóns Inga Sigurðssonar. Stjórnandi hátíðardagskrárinnar er Lúðvíg Halldórsson skóla- stjóri. Sýning á friðarveggspjöldum hefur verið sett upp í Grunnskól- anum í tilefni af hátíðinni og þá sýningu opnar Ellert Kristinsson forseti bæjarstjórnar kl. 17 í dag. Veggspjöldin eru eftir nemendur skólans og unnin undir kjörorð- inu Friður á jörðu. í kvöld kl. 20:30 hefst síðan hátíðarsýning á leikritinu Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Guðjóns Inga Sigurðssonar. ing hjá leikfélaginu M-hátíðin í Stykkishólmi stendur til 23. júní og verða fjöl- margir menningarviðburðir í tengslum við hana. Þar ber hæst hlut heimamanna, en einnig er von á Skagaleikflokknum í heim- sókn. Enn fremur er stefnt að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og leikför Þjóðleikhúss- ins til Stykkishólms í tengslum við hátíðina. LG Smekkleysa Dymbilvaka í Tunglinu Smekkleysa efnir til dymbil- vöku á efstu hæð Tunglsins annað kvöld. Verður þá haldin mikil veisla með þátttöku fjölda listamanna og er tilgangurinn að efla þjóðerni og menningu ís- lands. Kvikmynd Óskars Jónassonar, Sérsveitin Laugarásvegi 25, verð- ur sýnd, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari fremja músík í félagi og Megas treður upp. Af skáldum galdra þau Einar Már Guðmundsson, Sigfús Bjartmarsson. Halla Frímanns- dóttir, Bragi Olafsson, Einar Örn Benediktsson og Bárður R. Jóns- son. Einnig verður lesið úr trú- arljóðum eftir Vestur- fslendinginn Harald C. Vakan hefst kl. 21 og er að- gangseyrir 500 kr. Kynnir verður Stefán Jónsson leikari. lq Laugardagur 7. aprfl 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 HELGARRÚNTURINN ÞJÓÐÞRIF kallast átak sem skátar og Hjálparstofnun kirkjunnar standa fyrir, en það felst í því að safna tómum öl- og gosdrykkjaum- búðum. Nú umhelgina bjóðast skátar tilað sækjadósirogflöskur heim til fólks sem ekki nennir eða getur farið sjálft með umbúðirnar á næstu bensínsölustöð eða í stórmarkaði. Hringið í síma 26440 eða 621319 og þar bíða skátar ávallt viðbúnir. SÖNGSVEITIN Filharmónía að þrjátíu ára starfsafmæli um þessar mundir og í tilefni af því flytur sveitin Þýska sálumessu eftir Jóhannes Brahms í Langholtskirkju í dag kl. 16.30 og á morgun kl. 20.30. Stjórnandi er Úlrik Ólason og einsöngvarar þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Loftur Erlingsson. Hljómsveit undir stjórn Símonar Kuran leikur undir. Smekkleysa efnir til Dimbilvöku í Tunglinu á sunnudagskvöld kl. 21 og koma þar fram ýmsir listamenn til eflingar þjóðerni og menningu fslands, bæði skáld og tónlistarmenn. Kynnir erStefán Jónsson leikari.f Hafnarfirði gengst málfundafélagið Magni fyrir Magnavöku í Hafnarborg kl. 14 í dag þar sem flutt verður tónlist og lesin upp Ijóð. í Heita pottinum í Duushúsi djamma FriðrikTheódórs- son og félagar á sunnudagskvöld. Bandaríski gítarleikarinn Michael Chapdelaineer með tónleika í Norræna húsinu á sunnudagkl. 20.30og Kammersveit Reykjavíkur með tónleika í Islensku óperunni kl. 15 á sunnudag. ÓPERUUNNENDUR sem ekki hafa þegar séð Carmina Burana og Pagliacci ættu að storma í Óperuna í kvöld því þá er síðasta sýning á verkinu. Hjartatrompetinn er í Skeifunni 3c í kvöld og annað kvöld. Þjóðleikhúsið er flutt með Stcfnumót í Iðnó og er sýning þar í kvöld. Endurbygging er hinsvegar í Háskólabíói annað kvöld. Núeruþrjú barnaleikrit á fjölunum á höfuðborgarsvæðinu. Töfrasprotinn í Borg- arleikhúsinu en síðustu sýningar á honum eru í kvöld og annað kvöld. Hrói höttur er sýndur í Bæjarbíói í Hafnarfirði í dagog á morgun. í Félagsheimili Kópavogs er svo Virgill litli í dag. TÖLVUGRAFÍK er það nýjasta í myndlistinni og geta forvitnir nú virt fyrir sér slíka myndlist eftir Bandaríkjamanninn Darcy Gerbarg í Menningarstofnun Bandaríkjanna. Ákureyringurinn Örn Ingi sýnir í sýningarsal FÍM í Garðastræti og Ragnheiður Jónsdóttir opnar sýn- ingu á teikningum í Norræna húsinu í dag. Sýningu Kristbergs Ó. Péturssonar í Gallerí einn einn lýkur nú um helgina. Á Kjarvalsstöðum er yfirlitssýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur, auk þess sem þau Jón Axel og Sóley Eiríksdóttir sýna olíuverk og skúlptúra. SKEIFUKEPPNI Bændaskólans á Hvanneyri verður haldin á j ílma- sunnudagog hefst kl. 10 árdegismeð keppni í A- ogB-flokkiga linga. Kl. 13 verðurhópreiðfrákirkjunniensjálf Skeifukeppnin hefst 1.14 og að henni lokinni verður kaffi í boði skólans og verðlaunaafhei ling. Félag sálfræðinema við HÍ gengst fyrir málþingi í dag sem kallast Verða sálfræðingar sérfræðingar? Það er haldið í Tæknigarði og t 'fst kl. 14. Klúbbur 17, samtök ungra ökumanna, efnir til fundar á Hót ' Lindídagkl. 11. Fjallaðverðurumn1 •..einiungraölkumannaogm ð hvaða hætti megi fækka slysum í þeirra hópi. Óska ég svo ykkur svo góðrar helgar og fer í vetrarfrí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.