Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 11
I VIKULOK I DAG ísafjörður Skíðavikan endurreist Okkur datt í hug eftir velheppn- að Skíðafélagsball, sem hald- ið var í lok síðasta árs, hvort ekki væri ráð að endurvekja Skíðavik- una með stael. Að því hefur síðan verið unnið og nú um páskana verður hún haldin í fimmtugasta sinn,“ sagði Kristín Hálfdánar- dóttir formaður Skíðafélags ísa- Ijarðar. Miðaldra og eldri ísfirðingar muna vel eftir Skíðavikunni sem var hápunktur skemmtanalífsins í bænum um hverja páska. Og ekki spillti fyrir ef Skíðalandsmótið var haldið á sama tíma uppá Seljalandsdal. Þeirri hefð heftir að vísu verið breytt og er það haldið að þessu sinni vikuna eftir páska og í ár fer það fram í skíða- löndum Reykvíkinga. Að sögn Kristínar er mikill hugur í ísfirðingum að gera veg Skíðavikunnar sem mestan og verður gestum sem heima- mönnum boðið uppá allskyns uppákomur uppá Seljalandsdal. Þar mun unglingahljómsveitin Síðan skein sól halda tónleika undir beru lofti auk þess sem sveitin mun spila á dansleikjum í bænum. Þar fyrir utan fá jassgeggjarar sinn skammt þar sem valinkunnir tónlistarmenn munu spila af fingrum fram. Þá verður haldið svokallað Páska- eggjamót þar sem keppendur þurfa ekki að keppa við tímann heldur fá þeir happdrættismiða þegar þeir koma í mark. Auk þess verður einnig haldið Garpa- mót á páskadag þar sem brott- fluttir lsfirðingar munu keppa sem og þeir sem voru áberandi á Skíðalandsmótum hér á árum áður en hafa hætt æfingum. „Markmið okkar sem stöndum að þessu er öðrum þræði að aug- lýsa ísafjörð og þá skíðaparadís sem hann hefur uppá að bjóða á Seljalandsdal, en einnig að halda uppi fjöri fyrir heimamenn sem og aðra sem bæinn sækja heim um páskana," sagði formaður Skíðafélags ísfirðinga, Kristín Hálfdánardóttir. -grh KVIKMYNDIR Frönsk kvikmyndavika Kynlífskösl Regnboginn Ástargamanleikur (Comédie d‘amo- ur) Leikstjóri: Jean-Pierre Rawson Á frönsku kvikmyndavikunni sem Alliance Francaise og Uni- france film International gangast fyrir í Regnboganum um þessar mundir er sitthvað sem vekur mann til umhugsunar um hvað muni vera að gerast í frönskum kvikmyndaheimi. Aðsóknin að frönskum myndum hefur dregist saman í heimalandinu og vilja sumir kenna það sjónvarpi og myndböndum. Aðrirhafaþóvilj- að kenna það einhæfri fram- leiðslu. Og sá grunur gæti læðst að manni við þá kynningu sem nú stendur yfir í Reykjavík á nýjum myndum, að metnaðurinn sé ekki jafn og fyrr. Vinnubrögðin eru að vísu oftast óaðfinnanleg, sagan flutt með nokkrum tilþrif- um, en það er varla þakkarvert þegar gamalreyndar þjóðir eiga í hlut. Það vottar fyrir einhverjum færibandasvip á þessu, eins og mikilvægast sé að halda vélunum gangandi og forðast atvinnuleysi hjáupptökufólki. Ástargamanleikurinn er til dæmis fremur lítil kvikmynd, heldur meinfyndin samtalasyrpa, hljóðnemaverkefni. Myndræn atriði byggjast helst á þátttöku dýra, til dæmis fjölda katta, sem sögupersónan sankar að sér, og aligæsar sem hann sleppir lausri í veislu. Ekki skortir að haldið sé vel utan um tæknina og leikarar sturta út úr sér orðunum af list- fengi. En notkun myndmáls, bygging spennu eða ræmurænar lausnir sjást sjaldan. Að því leyti minnir verkið á sjónvarpsþátta- röð og bætir áreiðanlega litlu við bækur þær sem stuðst er við. Efnið er sannsögulegt og bygg- ir á sögu og verkum sérvitra rit- höfundarins og gagnrýnandans Léautauds (1872-1956), sem birt- ist þarna í gervi roskna, óþekka barnsins. Kúnstug uppátæki hans og munnsöfnuður gera honum kleift að halda ákveðinni fjarlægð frá öðru fólki og viðhalda ótta- blandinni virðingu, en snúast þó nær einvörðungu um þann mönd- ul sem býr á milli fóta. Reynir hann að gilja konur við ýmsai spennandi aðstæður, undir borð- um, á bókasafni osfrv. Fram spretta skondnar og kaldhæðnar athugasemdir um fólk og tilver- una, sóttar hist og hér í verk Lé- autauds, svo úr verður hálfgerður Spaugstofuþáttur. Frumhvatirnar eru látnar kveikja vangaveltur um þá þætti tilverunnar, djörfung og til- breytni, sem gefa lífinu lii. En það þarf eitthvað annað en menntakonu sem gerir hlé á borðhaldinu til að spræna í vín- flöskukælinn til að spyrna anda- giftinni að stað hjá okkur sumum að minnsta kosti. OHT Aagot amma níræð Afmœliskveðja Elsku amma. Nú, þegar þú leggur af stað inn í tíunda áratuginn langar okkur að senda þér svoiitla kveðju. Við kynntumst þér ekki mikið sem miðaldra konu þegar við vorum börn, þá skildu torfærur Austfj arð- anna. En það hefur verið okkur mikil gjöf að fá að kynr.ast þér sem unglingi fram á hárrar elli ár. Við höfum kynnst brosi og bjartsýni, hláturmildi, hlýju viðmóti og léttri lund; fallegri manneskju. Við höf- um séð að það er hægt að komast í gegnum langa ævi, umbrotasamt lífsstarf og gagngerar þjóðfélags- breytingar með bros á vör, og við höfum lært hvern- ig jákvætt lífsviðhorf lýsir upp tilveruna og gefur henni tilgang. Frá þér fer betra fólk með bjartari lífssýn. Til hamingju með daginn. Birna, Árni, Anna og Sigbjörn Aagot Vilhjálmsson HEILSUGÆSLUSTOÐIN EFRA BREIÐHOLTI TILKYNNIR: Mánudaginn 9. apríl hefst starfsemi stöðvarinnar að Hraunbergi 6. Stöðin verður opin frá kl. 08-17 alla virka daga, almenn afgreiðsla og tímapant- anir í síma 670200. Frá sama tíma leggst starfsemi heilsugæslustöðvarinnar Asparfelli 12 niður. Símatími lækna: Lúðvík Ólafsson kl. 9-9.30 sími: 670590 og kl. 15.30-16, nema miðvikudaga. Leifur N. Dungal kl. 9-9.30 sími 670620 og kl. 15-15.30, nema fimmtudaga. Gerður Jónsdóttir Jósef Skaftason Þórður G. Ólafsson Skjólstæðingarpanti símaviðtöl að morgni í síma 670200, læknar hringja að jafnaði á millikl. 11-12. ÞlOÐVILIINN FYRIR50ÁRUM Stjórnir Bretlands og Frakklands gefa Norðurlöndum fyrirskipanir um framkvæmd hlutleysisstefn- unnar. Búizt við nýjum ráðstöfun- um af hálfu Bandamanna til að hindraviðskipti Þýzkalandsog Svíþjóðar og siglingar Þjóðverja meðfram Noregi. Handjárnin í gangiumhelgina. 7. apríl laugardagur. 97. dagur ársins. 25. vika vetrar byrjar. Sólarupp- rás í Reykjavík kl. 6.25-sólarlaq kl. 20.37. Viðburöir Ingvarsslysið á Viðeyjarsundi árið 1906. Seðlabanki íslands stofnaðurárið1961. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lytjabúða vikuna 6. til 12. apríl er í Borgar Apóteki og Reykjavíkur Apóteki. Fy rrnefnda apótekið er opið um helgar og annast naeturvörslu alla daga 22 til 9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18 til 22 virk daga og á laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík...........sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltjarnarnes.......sími 1 84 55 Hafnarfjörður ......sími 5 11 66 Garðabær........... sími 5 11 66 Slökkviliðog sjukrabílar: Reykjavik...........sími 1 11 00 Kópavogur...........simi 1 11 00 Seltjarnarnes ......sími 1 11 00 Hafnarfjörður ......sími 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes, og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til kl. 08, á laugardögum og helgidögum allansólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma- ráðleggingar og tímapantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga f rá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspítal- Inn: Göngudeildin er opin kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin all- an sólarhringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt sími65666, upplýsingar um vaktlækna sími51100. Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni sími: 23222, hjá slökkvilíð- inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki sími 22445. Farsimi vaktlæknis 985- 23221. Keflavík: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna sími 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar. Landspitallnn: Alla daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspítal- inn: Virkadaga 18:30 til 19:30, umhelg- ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð- ingardeild Landspítalans: 15 til 16. Feðratími 19.30 til 20.30. Öldrunar- lækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14 til 20 og eftirsamkomu lagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30. Hellsuverndarstöðin við Barónsstig opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30. Landakotsspítali: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Barndelld: Heimsóknirann- arraenforeldrakl. 16til 17daglega. St.Jósefsspitali Hafnarfirði: Alladaga 15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspítal- inn: Alladaga 15 til 16og 18.30 til 19. Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15til 16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra- ness: Alladaga 15.30 til 16 og 19til 19.30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alladaga 15 til 16 og 19.30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræði- legumefnum. Sími: 687075. MS-félagið, Álandi 13. Opiðvirkadaga frá kl. 8 til 17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20til 22, simi 21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra, sem orðið hafa fyrir sifjaspeilum, sími 21500, sim- svari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúlrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrirkonur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtökin 78. Svaraðeríupplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91 -28539. Bilanavaktrafmagns-oghitaveitu:sími: 27311. Rafmagnsveita bilanávakt sími: 686230. Rafveita Hafnarf jarðar: Bilanavakt, sími: 652936. Vlnnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Lögfræðlaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 -2240 alla virka daga. Stígamót, miðstöð fyrir konur og börn sem orðið hafafyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar. - Vestur- götu3, R. Simar: 91 -626868 og 91-626878 allan sól- arhringinn. GENGIÐ 6. apríl 1990 Bandarikjadollar............. 61,14000 Sterlingspund............... 100,51400 Kanadadollar................. 52,34800 Dönsk króna................... 9,43520 Norsk króna................... 9,31870 Sænsk króna................... 9,96900 Finnskt mark................. 15,28310 FransLur franki.............. 10,73010 Belgískur franki.............. 1,74310 Svissneskur franki........... 40,80080 Hollenskt gyllini............ 32,04400 Vesturþýskt mark............. 36,07720 Itölsk lira................... 0,04902 Austurrískur sch.............. 5,12920 Portúg. escudo................ 0,40810 Spánskur peseti............... 0,56720 Japanskt jen.................. 0,38872 Irskt pund................... 96,66500 KROSSGATA Lárétt: 1 bára 4 baun 6 hnöttur 7 áflog 9 bola 12hyskinn 14blása15 lyftiduft 16 þjaka 19 drekki 20 náttúra 21 hrelii Lóðrétt: 2 fugl 3 úr- gangsefni4hnoða5 hreinn 7 glatast 8 lina 10 lyktaði 11 gamlir13 spil 17 mjúk 18 hópur Lausn á siðustu ' krossgátu Lárétt: 1 blót4auga6 átt 7 skop 9 ómak 12 rimma14lak I5 urt 16 Agnar 19 næöi 20 mann21 illir Lóðrétt: 2 lík 3 tápi 4 atóm5góa7soltni8 orkaði10maurar11 kátína13mön17gil18 ami Laugardagur 7. apríl 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.