Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 6
ÞRÁNDUR SKRIFAR Fyrir nokkru ritaði Þrándur hugleiðingu um vandann sem getur fylgt því að vera íslending- ur og spurði hvort það gæti verið „að ekki sé alltaf samræmi milli orða og athafna hjá þeirri þjóð sem nefnist íslendingar". í dag hefur Prándur komist að því að þessi orð voru ekki nema að tak- mörkuðu leyti í tíma töluð. Vandinn við það að vera íslend- ingur einn og sér er smámunir við það að vera íslendingur, heita Halldór Ásgrimsson, vera sjávar- útvegsráðherra og þurfa að skipta um skoðun. „Halldór Ás- grímsson er stór maður og getur viðurkennt mistök. Það er ástæð- an fyrir að hann skiptir um skoðun og afnemur bannið við útflutningi á fullunnum ferskum fiski,“ sagði Jón Ásbjörnsson fiskútflytjandi í DV í fyrradag og bætti m.a. við: „Fyrir mig kom þessi ákvörðun eins og þruma úr heiðskíru lofti. “ Jón Ármann Héðinsson, fyrrum alþingismaður, nú fiskút- flytjandi, sagði í sama blaði um þennan stóra mann (en láðist að geta um þyngdina): „Ég hafði ekki hugmynd um að breyting á reglugerðinni væri á leiðinni og veit ekki hvort eitthvað hefur gengið á bak við tjöldin áður en Halldór tók sína ákvörðun. Það gerist hins vegar ekki á hverjum degi að Halldór skipti um skoðun.“ Til upprifjunar fyrir lesendur er rétt að taka fram að fyrir fáum vikum setti ráðherrann reglugerð sem bannaði mönnum að hreinsa beinin úr sjálfum þorskinum og selja þannig til útlanda án þess að frysta hann fyrst. Þetta var gert að ráði vitrustu manna, sem vissu að fiskur þessi yrði snarlega að óæti og kæmi óorði á konung hinna íslensku fiskistofna. Við þessa ráðstöfun brá „hagsmuna- aðilum" nokkuð í brún og ef Þránd misminnir ekki um of þá datt mönnum í hug gamla góða þruman úr heiðskíra loftinu þá eins og nú. Þrándur hefur því miður ekki hina nýju reglugerð fyrir framan sig, en hefur eftir merkum fjöl- miðlum að með henni sé ekki lengur bannað að selja útlendum mönnum flattan fisk og ófrosinn, heldur sé það beinlínis leyft. Til þess er þó ætlast að fiskurinn sé ætur og sennilega líka heilnæmur og þess vegna má hann ekki vera nema viku gamall þegar kaupandinn fær hann í hendur. Þrándur hefur auðvitað áhuga á að mannorð þorsksins verði ekki skaðað í útlöndum og finnst því ráðstöfun ráðherrans í skynsam- asta lagi. En með því að Þrándur er svo ófrumlegur og illa að sér í flókn- um refilstigum viðskiptalífsins þá vakna hjá honum álitamál er varða sígildar spurningar um glæpi og refsingar. Fari nú svo að fiskurinn eigi meira en viku af- mæli þegar hann kemur í hendur kaupandans og kaupandinn vil kaupa hann samt, borga jafnvel gott verð fyrir. Hvað á þá að gera? Úr því að bannað er að selja mönnum beinlausan ófros- inn fisk sem heldur upp á átta daga afmæli sitt er sjálfgefið að refsaseljandanum. Gildirþáeinu þó hann sé að selja manni fisk sem kaupandinn vill ólmur kaupa og borga gott verð fyrir. En er þá ekki athæfi kaupandans líka refsivert, þó ekki væri fyrir annað en að með atferli sínu hefur hann leitt seljandann til refsiverðrar háttsemi? Og hvað á þá að gera við þann konung íslensku fisk- stofnanna sem hímir beinlaus í kulda en ekki trekki í einsemd útlandanna? Henda honum? Selja hann fyrir slikk? Eða refsa honum á annan hátt fyrir að láta ekki veiðast fyrr en einum eða tveimur dögum seinna? En svona alvörulaus má Þránd- ur ekki vera iengur enda þykist hann muna það rétt að margir út- lendir menn kaupi í stórum stfl ófrosinn fisk með beinum og öllu saman. Þá séu menn ekkert að súta það þó fiskurinn sé mjög hniginn á efri daga, láti sér jafnvel ekki bregða fyrr en hann er kominn á þriðju viku, og fyrir nokkru hættur að flokkast undir mannamat á Norðurlöndum. Þessi viðskipti eru almennt kölluð gámaútflutningur og hafa verið stunduð í svo stórum stfl í sumum byggðarlögum að fisk- vinnslufólk verður áður en langt um líður aðeins til á byggðasöfn- um, ef svo fer sem horfir. Útlent fólk (sem á í sjálfu sér allt gott skilið) hefur svo atvinnu af að plokka bein úr íslenskum fiski á meðan okkar fólk mælir göturn- ar. Hnígur þá loks að þeim kjarna máls sem sýnist blasa við: Að kalla sem skjótast fram þrumu úr hinu heiðskíra lofti norðurhjar- ans sem inniheldur reglugerð er bannar mönnum að selja útlendu fólki ófrosinn fisk með beinum, eldri en viku gamlan. Þetta ætti að vera vandalaust. Eða hefur stóri maðurinn ekki fleiri skoðanir til að skipta um í bili? - Þrándur. FRÉTTIR Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra skoðar nýju skrifstofuhúsgagnalín- una hjá Axis-húsgögnum við formlega opnun verslunarinnar á fimmtudag. Mynd Jim Smart. Húsgagnaiðnaðurinn Nýtl fyrirtæki Axis húsgögn hf opnaði form- lega nýja verslun að Smiðju- vegi 9 í Kópavogi á fimmtudag. Við opnunina var kynnt ný skrif- stofuhúsgagnalína og nýjungar í fataskápum. Axis húsgögn hf varð til við samruna tveggja fyrirtækja í hús- gagnaiðnaði í fyrra en það voru fyrirtækin Axis-Húsgagnaversl- un Axels Eyjólfssonar hf og EE- húsgagna hf. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna höfðu í grundvallaratriðum sömu hug- myndir um áherslur og stefnur í húsgagnaiðnaði. Aðalhönnuður beggja fyrirtækjanna var Pétur B. Lúthersson arkitekt og verður hann það áfram eftir samrunann. Bæði fyrirtækin hafa reynt fyrir sér á erlendum markaði. Engum starfsmanni var sagt upp við sameininguna og starfa nú 30 manns hjá fyrirtækinu og mun þeim líkast til fjölga á næst- unni. Stefnt er að því að gera Axis húsgögn hf að almennings- hlutafélagi og verður starfsmönn- um boðið að gerast hluthafar. Um þessar mundir eru sérstak- ir kynningardagar hjá fyrirtækinu en í ár er stefnt að því að auka veltu fyrirtækisins um 25%. Leitað verður nýrra markaðstæk- ifæra bæði innanlands og utan fyrir framleiðsluvörur fyrirtækis- ins. Allt frá árinu 1985 hefur Axis verið eini virki útflytjandinn á húsgögnum frá íslandi, en undir- búningur fyrir útflutninginn hófst þegar árið 1982. Þegar best gekk hjá fyrirtækinu fóru um 30% af heildarframleiðslunni til útflutn- ings. 'CO 'CC o ITj «o '> «o Heldurðu því til streitu að það sé ódýrara að aka? 24.898 kr. AEY-REK-AEY Heildarkostnaður 24.898 kr. 10.136 kr. AEY-REK-AEY Fullt fargjald 10.136 kr. á mann Fjölskyldufargjald 5.143 kr. á mann. (2 fullorðnir og 2 börn) Samkvæmt útreikningum F.Í.B. er kostnaður við rekstur meðalstórrar bifreiðar 26 kr. á kíló- metra? Heildarkostnaður við að aka milli Reykjavíkur og Akureyrar, fram og til baka er því 24.598 krónur (þar af er beinn útlagður kostnaður 10.502 krónur). Flugmiði á þessari sömu leið kostar á fullu fargjaldi 10.136 krónur. PEX miði kostar 8.168 krónur og APEX miði 6.201 krónu. Taktu flugið með Flugleiðum innanlands. Þú sparar þér bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Upplýsingar og bókanir í síma 6 90 200. FLUGLEIDIR INNANLANDSFLUG KÁTAMASKÍNAN /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.