Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVIillNM Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Öryggi Þjóðviljinn birti í fyrradag upplýsingar um þá hættulegu öfugþróun í öryggismálum sjómanna, að minna er hlustað um borð í skipunum á neyðarrás flotans, nr.16, heldur en áður. Sums staðar er dregið niður í henni til að njóta útvarps- efnis betur, en annars staðar hreinlega slökkt. Þeir sem starfa við öryggisgæslu og slysavarnir hafa verulegar á- hyggjur af ástandinu. Á þessum árstíma er ekki síst ástæða til að efla alla aðgætni á hafinu og hvetja áhafnir til bragar- bótar í þessu efni. öryggismál sjómanna hafa verið í brennidepli undanfarin misseri og núna hafa nýlega komið fram staðfestingar á því, að kennslan í Slysavarnaskóla sjómanna hefur ráðið úrs- litum um hve vel hefur tekist til um björgunaraðgerðir í nokkrum tilvikum. Styrkja þarf þá starfsemi enn frekar og tryggja að ungum mönnum sem ráðast í skipsrúm, ekki síst á bátaflotann, séu veittar leiðbeiningar í öryggismálum. Margoft hefur verið vakin athygli á þeirri þróun, að smærri bátum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Sú til- hneiging hefur m.a. verið rakin til fiskveiðistjórnunarinnar. Ekki síst hafa áhyggjur kviknað vegna allra þeirra manna sem af þessum orsökum hafa stundað atvinnu sína einir á sjó. Ekki þarf að rökstyðja það mörgum orðum, hve lítið þarf út af að bregða, til að afleiðingar slyss eða jafnvel smáó- happs við þær aðstæður hafi hörmulegar afleiðingar. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á ofkælingu, að flotgallar geta ráðið úrslitum um lífslíkur sjómanna sem lenda í hrakningum. Barátta hefur verið rekin fyrir því, m.a. á Alþingi, að flotvinnubúningar verði undanþegnir virðisauka- skatti í framtíðinni. Þá er ekki skylt að hafa um borð í skipum, en bent hefur verið á þann möguleika, að útgerðarfyrirtækin leggi þá til, því með þeim hætti er komist hjá skattinum. Hver sem lausn þess máls verður, hlýtur sú spurning að vakna, hvort lögleiðing um flotgalla í skipum er skynsamleg eða raunhæf. Ovíst er hvort sjómenn vilja láta skylda sig til að nota þá eða telja það kleift. Sá tími kann þó að renna upp, að þeir þyki jafn sjálfsagðir og öryggisbelti í bílum. Mörg og ill tíðindi hafa einnig borist um öryggismál og mengun hér á fastlendinu að ndanförnu. Það var mörgum áfall að fá það sannreynt, að fjörur á íslandi eru jafn meng- aðar og erlendis, eins og kom fram í samhæfðri athugun á strandlengjum í Evrópu fyrir skemmstu. Einnig hefur komið fram í fréttum að 22 sorpbrennslur starfa án leyfis í landinu, en slíkar aðferðir við eyðingu úrgangs þekkjast ekki lengur í nágrannalöndunum. Við sorpbrennslu verða til ýmis eitu- refni og aukið magn af kvikasilfri og díoxíni í sjávarafurðum okkar er að hluta rakið til mengunar frá slíkum eiturstöðvum víðs vegar um land. Landsmenn hafa verið of grunlausir um það öryggisleysi sem þeir búa við vegna sorpbrennsluofnanna, en aska frá slíkum stöðum er víða erlendis flokkuð sem hættulegur efnaúrgangur. Þjóðviljinn skýrði frá því í vikunni, að mánuð- um saman hefur legið fyrir hjá ýmsum opinberum aðilum beiðni um að fá að reisa hér tröllaukna sorpeyðingarstöð fyrir úrgang af meginlandinu. Þessari málaleitan hefur ekki verið vísað frá af þeirri einbeitni sem búast hefði mátt við, enda þótt allir sérfróðir aðilar telji leyfi til slíks reksturs glapr- æði. Loks hefurverið upplýst, að bandaríski herinn ergrunaður um að hafa mengað stórlega umhverfi ratsjárstöðva með óvarkárni á sorphaugum við þær mörg undanfarin ár. Skemmst er síðan að minnast olíulekans á Bolafjalli fyrr í vetur, þar sem íslenskar reglur voru sniðgengnar af algeru virðingarleysi. öryggið í umferðinni hefur verið í sviðsljósinu og ekki að vanþörfu, en þau málefni sem hér hefur verið drepið á, varðandi sjóslys annarsvegar og heilsuspillandi mengun á landi hins vegar, eru þeim mun brýnni sem stærstur hluti þjóðarinnar hefur þau ekki fyrir augunum daglega og vand- inn getur því dulist svo að aðgerðir dragist úr hömlu. ÓHT UMHVERFISMAL Norræna húsið Wegener-sýning opnuð I <lnn S Mnrrmnn nncinii " dag hefst í Norræna húsinu merkiieg sýning tileinkuð þýska jarðeðlisfræðingnum og heimskautafaranum Alfred Weg- ener (1880-1930), höfundi land- rekskenningarinnar um hreyfing- ar jarðskorpuplatnanna og meg- inlandanna. Þrír fyrirlestrar verða haldnir í tengslum við sýn- inguna, tveir á morgun kl. 16. Wegener kynntist mörgum ís- lendingum og var hér tvisvar á ferð. Fyrsta fyrirlestur sinn um landrek flutti hann 6. janúar 1912, en það var ekki fyrr en rúmlega hálfri öld síðar sem vís- indamenn viðurkenndu kenning- tma almennt, eftir að margvísleg sönnunargögn höfðu borist, m.a. seguimælingar af hafsbotni og samanburður á jarðfræði og dýr- ategundum Afríku og S- Amerfku. Landrekskenningin er nú grundvöllur manna að skilningi á mörgum þáttum sem snerta meginlöndin, hegðan og eðli jarðskorpunnar, orsakir eldgosa og jarðskjálfta. ísland er einn af þurrlendis- blettum Atlantshafshryggsins, sem aðskilur jarðskorpuplötur Amenku frá Evrópu og Afríku. Samskeyti heimsálfanna ganga þvert í gegnum ísland frá suð- vestri til norðausturs og á þeim hluta landsins sem er að gliðna sundur er eldvirka beltið. Óvíða er því landrekið greinilegra en á íslandi. Alfred Wegener kom tvívegis til íslands, í bæði skiptin vegna rannsóknaleiðangra til Græn- lands og eignaðist hér trausta vini. Fylgdarmaður hans Jón frá Laug lét td. einn son sinn heita eftir honum. í fyrra skiptið dvaldi Alfred Wegener .../? Landreks A J kenni) agin SÝNING og FYRIRLESTRAR í NORRÆNA HÚSINU 7. apríl - 3. maí 1990 Wegener hér 1912 til að reyna íslenska hesta og fór ásamt J.P. Koch og Vigfúsi Sigurðssyni frá Akureyri suður yfir Vatnajökul til Esjufjalla og til baka. í gær, ó.apríl, voru liðin rétt 60 ár frá því að Grænlandsfarið Diskó kom til Reykjavíkur til að taka 25 hesta og 3 íslenska leiðangursmenn sem fór með Þýska Grænlandsleiðangrinum undir forystu Wegeners. Islend- ingarnir voru Jón Jónsson frá Laug, Guðmundur Gíslason læknir og Vigfús Sigurðsson. Leiðangurinn flutti 120 tonna út- búnað til að koma m.a. upp veðurathugunarstöð 400 km inni á jöklinum í 3000 metra hæð. í nóvember 1930 varð Wegener úti á jöklinum í meira en 50 stiga frosti ásamt fylgdarmanni sínum á leið til strandar, eftir að hafa yfirgefið rannsóknastöðina til að vistir dygðu fyrir þá sem eftir voru. Tveir fyrirlestrar verða haldnir á þýsku á morgun, sunnudag 8. apríl kl. 16-18, Mathias Peters fjallar um efnið „Alfred Wegener og nútímamynd jarðarinnar" og Niels Reeh talar um „Jöklafræði- legar rannsóknir á Grænlandi.“ Peir eru báðir vísindamenn við heimskauta- og hafrannsókna- deild Alfred-Wegener-stofnun- ina. Þriðjudaginn24. apríl kl. 20:30 flytur svo prófessor Sigurður Steinþórsson frá Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands fyrirlest- ur á íslensku um „Wegener, ís- land og landrekskenninguna“. Sýningin er hér á vegum Nor- ræna hússins, Þýsk-íslenska fé- lagsins Germaníu, sendiráðs Sambandslýðveldisins Þýska- lands í Reykjavík og borgarinnar Bremerhaven. Hún verður opn- uð í Norræna húsinu í dag og stendur til 3. maí. ÓHT Hraðræktun á miljónum aspa Hraðrækta verður milljónir af öspum í gróðurhúsum hér- lendis á næstu árum, vegna mik- illar eftirspurnar eflir Alaskaösp. Ösp vantar í rannsóknir á sam- spili umhverfisþátta og trjávaxt- ar, í rannsóknir á skógræktar- skilyrðum víða um land og í til- raunir með ræktun skóga á bú- jörðum. Undanfarið hafa verið í gangi bæði umræður og tilraunir sem miðast að því að kanna hag- kvæmni þess að rækta hérlendis asparskóga til nýtingar í iðnaði, m.a. hjá Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga, sem hefur lýst miklum áhuga á slíku og tekið þátt í undirbúningi. Upp- hafsmenn að tilraunum með iðn- skóga og hraðfjölgun á ösp eru Jón Gunnar Ottósson og Þor- bergur Hjalti Jónsson. Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá hefur nú gefið út tvö hefti með niðurstöðum til- rauna: „Leiðbeiningar um hrað-/ fjölgun á Alaskaösp með Græni leiðarvísirinn metsölubók Ainnan við viku frá útgáfudegi seldist „Græni leiðarvísirinn“ (Den grönne Guide) í tæpum 20 þús. eintökum í Danmörku og hin breska fyrirmynd bókarinnar, „The Green Consumer Guide“, sem seldist á stuttum tíma í 320 þús. eintökum kemur út 1990 í níu öðrum löndum. „Græni leiðarvísirinn“ er handbók fyrir almenning með ráðum og leiðbeiningum um hvernig hægt er að velja þær vörur sem minnst hætta er á að mengi umhverfi, vistarvænar um- búðir, heimilistæki sem nota litla orku, hættulaus efni og aðferðir til nota við ræktun og margt fleira. Áhugi neytenda á ritum af þessu tagi virðist vera mjög mik- ill, því önnur slík bók í Dan- mörku, „Frá sjampói til kampa- víns, verslið fyrir betri framtíð“, er nú að koma út í 3. útgáfu. Að- standendur „Græna leiðarvísis- ins“ segja það séerstaklega at- hyglisvert, hve atvinnulífið veiti bókinni mikla athygli. Margar smásöluverslanir hafa þegar brugðist við og tekið upp „græna línu“ í framboði sínu og fram- leiðslufyrirtækjum er mikið í mun að gera vart við vistarvænar framleiðsluvörur sínar. ÓHT smágræðlingum“ eftir Olf Ósk- arsson og „Hraðfjölgun á Alask- aösp I: Ahrif af klippingu á líf og vöxt smágræðlinga“, eftir Úlf Óskarsson, Þorberg Hjalta Jóns- son og Kristján Þórarinsson. „Hraðfjölgun“ er kynlaus fjölgun á plöntuefni, með stuttu kynslóðabili, við kjöraðstæður og nákvæma umönnun. Leið- beiningamar um hraðfjölgun eiga sérstakt erindi til garðyrkju- bænda og fela í sér ítarlega úttekt á umhverfi og vinnuaðferðum. Vegna skorts á móðurefni hér á landi skila hefðbundnar aðferðir litlum afköstum, svo þarna er fjallað um rætingu mjúkra sprota sem klipptir em af vaxandi smá- plöntum. Hingað til hefur verið talið til bóta að klippa af laufblöð neðst á græðlingum asparinnar, eins og algengt er hérlendis og næstum regla við græðlingastungu á laufguðu asparefni, og fjarlægja vaxtarbrodd þeirra. Athuganir Rannsóknastöðvarinnar benda hins vegar eindregið til þess, að best sé að klippa smágræðlinga sem minnst til að tryggja endur- vöxt þeirra og líf. Frekari rannsókna er þörf og könnunar á úrvali þeirra arfgerða sem til greina koma í skógrækt á íslandi. Leggja þarf áherslu á að finna bestu ræktunarefni og þær um- hverfisaðstæður sem eru hag- stæðastar fyrir hraðfjölgun. (^HT þJÓÐVILJINN Síöumúla 37-108 Reykjavfk Sími:68 13 33 Símfax:68 19 35 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvflwndastjórl: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, ólafur H. Torfason. Fréttaatjórl: Siguröur Á. Friöþjófsson. Aörlr blaöamenn: DagurÞorieifsson, ElíasMar (pr.), Garöar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), UljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson. Skrffstofuatjórí: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrtfstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Svanheiöur Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Bára Siguröardóttir, ÞorgeröurSiguröardóttir. BUstJóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu- og afgreiöslustjóri: Guöain Gísladóttir. Afgrelösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaöur: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiösia, rítstjóm: Siöumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33. Slmfax: 68 19 35. Auglý8Íngar:Síðumúla37,sími68 13 33. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö I iausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150kr. Áskriftarverö á mánuöi: 1100 kr. 4 SfÐA - ÞJÖÐVIUINN jLaugardagur 7. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.