Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Útsvarsklúðrið
Sveitarstjómarmenn ævareiöir
Gísli Gíslason bœjarstjóri áAkranesi: Ríkið tekur afokkurl5 miljónir
án skýringa. Krefstþess að þeim verði skilað. Hefenga trú á upplýs-
ingum frá ríkinu
að er óhætt að segja að
sveitarstjórnarmenn séu
ævareiðir vegna þessa útsvars-
kiúðurs. Ríkið hefur tekið 15
miljónir af okkur skýringalaust
og segir að við skuldum alls 24
miljónir. En ég hef enga trú á
þessum upplýsingum og á meðan
þeir geta ekki sýnt fram á þetta
krefst ég þess að þeir skili þessum
15 miljónum, sagði Gísli Gísla-
son, bæjarstjóri á Akranesi, í
samtali við Þjóðviljann.
Sveitarstjórnarmenn eru nú
smám saman að fá upplýsingar
frá ríkinu um útsvarsklúðrið sem
Þjóðviljinn sagði frá í síðustu
viku. Vegna mistaka fengu
sveitarfélögin á landsbyggðinni
200 miljónum of mikið í útsvar í
fyrra, og hafa þegar fengið bak-
reikninga frá ríkinu án
fullnægjandi skýringa.
Samkvæmt upplýsingum Þjóð-
viljans þarf Akureyrarbær að
endurgreiða um 50 miljónir,
Keflavík rúmlega 20 miljónir og
Vestmannaeyingar um 20 miljón-
ir. Hjá minni sveitarfélögum eins
og Ólafsvík og Stykkishólmi
nemur upphæðin fjórum til fimm
miljónum króna.
Bæjarráð Akraness ályktaði
um málið í vikunni og lýsti þar
yfir sérstakri óánægju með mis-
tök fjármálaráðuneytisins.
Bæjarráð átelur vinnubrögð
ráðuneytisins harðlega og krefst
nákvæmra upplýsinga án tafar.
Fyrr í vikunni sendi bæjarstjórinn
Ólafi Ragnari Grímssyni bréf,
þar sem hann krefst þess að ríkið
skili þeim 15 miljónum sem ríkið
hefur endurheimt.
Ljóst er að fjárhagsáætlanir
margra sveitarfélaga raskast
verulega vegna þessara mistaka,
en óánægja sveitarstjórnar-
manna beinist ekki síst að því hve
upplýsingar um málið berast
seint og illa. Þegar Þjóðviljinn
skýrði frá þessu í lok síðustu viku
vissu sveitarstjórnarmenn yfir-
leitt mjög lítið um málið.
Reyndar þurftu fjármálaráð-
herra og hans nánustu samstarfs-
menn að lesa um málið í Þjóðvilj-
anum.
Málið hefur verið til umfjöll-
unar í fjármálaráðuneytinu að
undanförnu og að sögn Snorra
Olsens skrifstofustjóra, stendur
til að funda með fulltrúum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga í
næstu viku. Ákveðið hefur að
reyna að ná samkomulagi við
sveitarfélögin um að þau endur-
greiði útsvarið á lengri tíma.
-gg
Höfn
Krían til
í slaginn
Gísli Sverrir Árnason sagn-
fræðingur skipar efsta sætið á
framboðslista bæjarmálafélags-
ins Kríunnar á Höfn í Hornafirði.
Listinn var samþykktur á félags-
fundi á fimmtudagskvöldið og var
þar jafnframt ákveðið að sækja
um listabókstafinn H fyrir fram-
boðið.
Aðeins tveir gömlu flokkanna
bjóða fram á Höfn, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur,
og hafa tvo bæjarfulltrúa hvor.
Krían er stofnuð í beinu fram-
haldi af framboði óháðra, H-
listanum, sem vann þrjá bæjar-
fulltrúa í síðustu kosningum.
Ekki er búist við nema þremur
framboðum í bænum.
Svava Kristbjörg Guðmunds-
dóttir bæjarfulltrúi skipar annað
sæti listans og Stefán Ólafsson
bæjarfulltrúi það þriðja. Síðan
koma þau Björn Grétar Sveins-
son, formaður Jökuls, Ragnhild-
ur Jónsdóttir nemi, Guðjón Þor-
björnsson framkvæmdastjóri og
Hrönn Pálsdóttir, starfsmaður
KASK.
Uppstillingarnefnd gerði til-
lögu að skipan listans að undan-
genginni skoðanakönnun.
-gg
Kópavogur
HM-höllin kynnt
Opið hús hjá Granda. Grunnskólanemendur úr 23 skólum á höfuðborgarsvæðinu fjölmenntu í heimsókn í fiskvinnslu-og útgerðarfyrirtækið
Granda hf. í gær og kynntu sér starfsemi fyrirtæksins. Vonandi hefur þessi heimsókn krakkanna veitt þeim nokkra innsýn í fiskvinnslu-
störf og hversu þýðingarmikil þau eru. Mynd: Kristinn.
Fundur
Samstaða með nauðgara?
Samstöðunefnd boðarfund til stuðnings „verkalýðs- og
mannréttindafrömuðinumu Mark Curtis. Aðrar heimildir segja að
hann sé réttilega dœmdur barnanauðgari
Nýja skóla-,íþrótta- og menn-
ingarmiðstöðin í Smárahvamms-
landi í Kópavogsdal verður kynnt
á opnum fundi í Félagsheimili
Kópavogs á mánudagskvöldið
klukkan 20.30.
Þar verður gerð grein fyrir
þeim möguleikum í skóla-,
íþrótta- og menningarstarfi sem
væntanlegt hús býður upp á og
farið yfir fjárhagslega hlið máls-
ins. -grh
INýju Helgarblaði Þjóðviljans
er að finna auglýsingu um fund
sem haldinn verður á mánu-
dagskvöldið til stuðnings málstað
Marks nokkurs Curtis sem í
auglýsingunni er nefndur
„bandarískur verkalýðs- og
mannréttindafrömuður“. I bók
sem Þjóðviljanum barst fyrir
skömmu er þessi sami Mark
Curtis sagður vera refsifangi sem
afplánar 25 ára fangelsisdóm
fyrir að misþyrma og reyna að
nauðga 15 ára gamalli blökku-
stúlku fyrir tveimur árum.
Bókin sem hér um ræðir nefn-
ist „The Mark Curtis Hoax“ og er
eftir bandaríska blaðamanninn
Martin McLaughlin. Hann rekur
ítarlega gang málsins gegn Mark
Curtis sem hófst í mars 1988. Þá
var Curtis handtekinn í íbúð í
borginni Des Moines í Iowa-
fylki. Lögreglan hafði fengið
upphringingu frá 11 ára gömlum
dreng sem sagði að það væri mað-
ur að nauðga 15 ára systur sinni.
Lögreglan brá skjótt við og þegar
hún mætti á staðinn var stúlkan,
Demetria Morris, á leiðinni út en
innifyrir var Curtis með buxurnar
á hælunum. Demetria var hálf-.
klædd og bar greinileg merki bar-
smíða.
Þegar mál Marks Curtis kom
fyrir rétt bar lögfræðingur hans
því við að Morris væri að ljúga
sökum upp á Curtis, hún hefði
lent í einhverri erfiðri lífsreynslu
og sennilega ruglast. 12 manna
kviðdómur komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að Curtis væri
sekur og dómarinn dæmdi hann
til 25 ára fangavistar.
Nú vildi svo til að Curtis var
virkur í verkalýðsmálum og fram-
arlega í samtökum bandarískra
trotskíista, Socialist Workers
Party. Eftir dómsfellinguna var
stofnuð samstöðunefnd með
Curtis og safnaði hún miklu fé og
undirskriftum til stuðnings Curtis
sem nefndur var fórnarlamb lög-
regluofbeldis. Var því haldið
fram að yfirvöld hefðu logið upp
nauðgunarsögunni til að koma
höggi á Curtis og binda enda á
pólitísk afskipti hans. Þetta væru
með öðrum orðum pólitískar of-
sóknir. Nú er þessi herferð komin
til íslands.
í bók sinni hrekur McLaughlin
fullyrðingar samstöðunefndar-
innar lið fyrir lið og leiðir fram
fjölda vitna. Hann bendir ma. á
að í réttarhöldunum hafi lögfræð-
ingur Curtis aldrei haldið því
fram að á hann væru bornar upp-
lognar sakir eða að hann væri
fórnarlamb pólitísks samsæris.
Þvert á móti hafi hann staðfast-
lega neitað því að svo væri.
McLaughlin segir að það und-
arlega í þessu máli sé sú ofur-
áhersla sem Socialist Workers
Party leggi á að hreinsa mannorð
Curtis. I því skyni hefur verið
leitað til fjölda þekktra verka-
lýðsleiðtoga og stjórnmálamanna
víðsvegar um heiminn og þeir
beðnir að undirrita stuðningsyf-
irlýsingu við Curtis. f bók
McLaughlins er birt opið bréf frá
föður fórnarlambsins til þeirra
sem hafa undirritað yfirlýsinguna
og einnig fjölmörg bréf frá fólki
sem biður fjölskylduna afsökun-
ar og dregur stuðning sinn við
Curtis til baka.
-ÞH
Nýr vettvangur
Guðrún rangfeðnið
Ee tel mig taka þátt í þessu próf-
kjöri sem einstaklingur. Ég
hef hvorki verið í neinum stjórn-
málasamtökum, ekki í Reykja-
víkurfélaginu né öðrum, sagði
Guðrún Jónsdóttir við ÞjóÖ-
viliann í gær.
I fréttatilkynningu frá Reykja-
víkurfélaginu, sem Ásgeir Hann-
es Eiríksson stofnaði ásamt
nokkrum „nágrönnum sínum“
einsog hann orðaði það sjálfur,
segir að frá félaginu taki þátt í
prófkjöri Nýs vettvangs þau
Guðrún Jónsdóttir arkitekt,
Björn Einarsson fangahjálpari og
Ásgeir Hannes Eiríksson.
„Það komu ýmsir að máli við
mig, bæði úr Reykjavíkur-
félaginu og annarsstaðar að, og
báðu mig að gefa kost á mér í
prófkjörið. Ástæðan fyrir því að
ég gaf kost á mér er að ég er
hlynnt fólkinu sem stendur að
Nýjum vettvangi og þeim sjónar-
miðum sem þar koma fram,“
sagði Guðrún.
-Sáf
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. apríl 1990