Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 8
1lelgarblad
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Heigarblaðs: Ólafur Gíslason
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Afgreiðsla: ® 68 13 33
Auglýsingadeild:®68 13 10-68 13 31
Símfax:68 19 35
Verð: í lausasölu 150 krónur
Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37,108 Reykjavík
Nýtt jámtjald milli
norðurs og suðurs
Við heyrum eins og vonlegt er mest um jákvæðar hliðar
þeirrar þróunar, að köldu stríði milli austurs og vesturs er
lokið. Og að sjálfsögðu erum við þá fegnust þeim mögu-
leikum til afvopnunar sem verða til um leið og flæðir
undan hernaðarbandalögunum. Þar með þrengir að
þeirri sóun sem verst er og heimskulegust - þar með
eflast vonir um að hægt sé að veita vígbúnaðarpeningun-
um til brýnna mannúðarverkefna, hvort sem væri heima
fyrir eða þá í löndum þriðja heimsins, sem flest hver búa
við vaxandi neyð.
En nú bregður svo við, að þær raddir heyrast víða „úr
suðri“ (þeas. þróunarlöndunum), sem lýsa ótta manna
við að batnandi sambúð fyrsta og annars heims (vesturs
og austurs) boði ekkert gott fyrir þann þriðja. Eins víst
jafnvel að nýtt járntjald verði látið síga milli norðurs og
suðurs í stað þess sem fór endanlega í tætlur þegar
Berlínarmúrinn hrundi.
Afskipti austurs og vesturs og þá risaveldanna tveggja
af málum þriðja heimsins voru svo sem ekkert til að státa
af. „Aðstoð" við þau lönd voru oftar en ekki í líki hergagn-
asendinga, sem héldu við völd einhverjum einræðisherr-
anum vegna þess eins að hann stóð „okkar megin“ þegar
heiminum var skipt í áhrifasvæði. Sem betur fer ætti það
senn að vera liðin tíð að með þessu móti stæðu risaveldin
í „staðgenglastríðum11 sín í milli hér og þar í heiminum
með misbrúkun eða mistúlkun á staðbundnum deilum.
En nú, segja menn, tekur vart betra við. Hrun flokks-
ræðis um austanverða Evrópu þýðir m.a. að þaðan er
enn minni efnahagsaðstoðar að vænta en áður. Þvert á
móti: ríki sem eru í rauninni efnuð á mælikvarða þriðja
heimsins, eins og Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakía og
Ungverjaland, þau gera nú mikið tilkall til aðstoðar og
lánafyrirgreiðslu að vestan. Og eru miklu líklegri til að fá
jákvæða afgreiðslu en lönd þriðja heimins. Blátt áfram
vegna þess að vestrænir fjármagnseigendur telja það
borga sig mun betur að fjárfesta í neysluvöruþyrstum
markaði Austur-Evrópu, þar sem fyrir er tiltölulega ódýrt
og vel menntað vinnuafl, en í þriðja heiminum.
í þriðja heimi óttast menn að Austur-Evrópa skerði þá
takmörkuðu aðstoð sem send hefur verið „suður“. Líka
vegna þess að Vesturlönd hafa nú orðið ekki einu sinni
pólitískan áhuga á t.d. Afríkulöndum - á því að þar verði
ekki óhentugar byltingar. Ef litið er á dæmið með hund-
ingjahætti hagsmunanna, þá hafa iðnríki í norðri ekki
lengur neina „þörf“ fyrir þróunarlöndin, nema til þess að
framleiða fáeinar tegundir landbúnaðarvöru, til að sækja
þangað nokkrar tegundir málma - og í versta falli til að
flytja þangað umhverfisspillandi framleiðslu af ýmsu tagi.
Ekki bætir það stöðu þessara landa, að viðskiptakjör
þeirra hafa farið mjög versnandi - einnig að því er varðar
þá vöru sem ríkari lönd til þeirra sækja. Til dæmis að taka
hefur verðmæti útflutnings Afríkulanda á kakó fallið um
38% á tímabilinu 1980-1987, á kaffi um 41 %, á fosfötum
um 47% og átimbri um 80%. Öll viðleitni þessaralandatil
að rétta viðskiptahallann, grynna á mikilli skuldasúpu,
með útflutningi á einhverju öðru en hráefnum mætir toll-
amúrum og kvótum í hinum sterku efnahagsbandalögum
hinna best settu.
Eins og er koma menn ekki auga á neitt það sem líklegt
er að hjálpa svo um muni þeim sem standa „í suðri“ utan
við klúbba hina ríku, sem Austur-Evrópuríkin vonast enn
til að geta sloppið inn í. Þróunarlöndin eru í veikri stöðu,
skuldakreppan sundrar þeim, og af því menn eiga þar
engra sæmilegra kosta völ, þá er líklegt að stórir hópar
bregðist við ástandinu með vaxandi hatri á hinu ríka
norðri, sem getur m.a. komið fram í vaxandi hryðjuverk-
astarfsemi. Sem að sínu leyti gæti flýtt fyrir því að dregið
yrði þétt nýtt „járntjald" milli suðurs og norðurs, eins og
áðan var um getið.
Draumur Nóa, eitt verka Ollis Lyytikainens á sýningunni í Listasafni íslands.
Listasafn íslands
Finnskur
draumur
Yfiriitssýning á verkum Finnans, Olli Lyytikainens, opnar í Listasafni
íslands á morgun. Sýningin er farandsýning og kallast Draumur í
fjórum litum.
Olli var sjálflærður listamaður, hann var áberandi í menningarlífi
Helsinki frá lokum sjöunda áratugarins til æviloka, en hann dó tæp-
lega fertugur að aldri árið 1987. Þessi sýning er fyrsta yfirlitssýning
verka hans og er skipulögð af Amos Anderson-safninu í Helsinki.
Olli Lyytikainen var fjölhæfur Síðustu árin vann hann nær
listamaður og verk hans eru ótrú- eingöngu vatnslitamyndir og
lega fjölbreytt þótt starfsaldur
hans hafi verið stuttur. í fyrstu
gerði hann teikningar af þekktu
fólki, m.a. Andre Breton, og
Gretu Garbo. Eftir Afríkuför
hans snemma á áttunda áratugn-
um kvað við nýjan tón, seinna
fóru fígúrur á borð við Mikka
mús og Andrés önd að sjást í
myndum hans. í framhaldi af dá-
læti hans á skrípagoðum teiknaði
hann og málaði goðsögulegar
verur.
málaði beint á pappírinn hratt og
án þess að skissa fyrst, hann náði
mikilli fæmi í meðferð vatnslita
og eru þessi síðustu verk hans
mikið lofuð. Olli varð fyrir miklu
áfalli 1979 þegar kviknaði í
vinnustofu hans og mikið af verk-
um brann eða stórskemmdist.
Veikindi og drykkjusýki drógu
hann til dauða fyrir aldur fram
nokkrum árum síðar.
Eins og áður sagði er þessi far-
andsýning fyrsta yfirlitssýning
verka Ollis. Hann hélt fjölda sýn-
inga í Helsinki, oftast í galleríi,
sem hann stofnaði ásamt öðmm
framsæknum listamönnum, Che-
ap Thrills. Hópur þessi var stofn-
aður árið 1970 og kallaði sig
Sláttumennina (Elonkorjaajien).
Sláttumennirnir vom áberandi
og umdeildir í listalífi Finnlands á
áttunda áratugnum.
Á sýningunni í Listasafni ís-
lands em um 100 verk unnin á
árunum 1969-1985, sýningin opn-
ar, sem fyrr segir, á morgun og er
Listasafnið opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18, aðgangur er
ókeypis. Sýning Olli Lyytikain-
ens stendur til 27. maí.
BE
Helgarveðrið
Horfur á laugardag og sunnudag: SV-átt um mest allt land. Skúrir eða slydduél á víð og dreif um
vestanvert landið og sums staðar á annesjum norðanlands. Þurrt og sennilega léttskýjað á A-landi. Hiti
víðast á bilinu 4 til 6 stig.
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. apríl