Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 9
Landgræðsluskógar
Straumhvörf ígróöursögu
Landssöfnun til styrktar átaki í landgræðslu og skógrækt um helgina. Sérstök
dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Áætlað er að gróðursetja 1,5 miljón trjáplantna í sumar
Á þessu ári verður ef nt til eins
mesta átaks í landgræðslu og
skógrækt hérlendis frá upphafi
vegar í tilefni 60 ára afmælis
Skógræktarfélags íslands. Það
ersambandsfélag allrafélaga
áhugamanna um skógrækt á ís-
landi sem í eru alls um 7 þúsund
félagar.
Um þessa helgi verður safnað
fé til að standa straum af átakinu
þegar leitað verður til allrar þjóð-
arinnar með bón um kaup á
grænni grein. Enn sem komið er
hefur mest verið leitað til fyrir-
tækja eftir aðstoð sem og til allra
sveitarfélaga landsins. Ef átakið
tekst vel í ár verður það hvatning
til áframhaldandi starfs og um
leið skilaboð þjóðarinnar til
ráðamanna um það hver sé vilji
hennar í þessu þjóðþrifamáli.
Á grænni grein
Átakinu er ætlað að valda
straumhvörfum í gróðursögu
landsins og því til stuðnings verð-
ur sérstök dagskrá á Stöð 2 í
kvöld sem nefnist Á grænni
grein. Pá hafa öllum grunn-
skólum landsins verið send verk-
efni tengd Landgræðsluskógum
þar sem nemendur munu vinna í
einn dag vegna átaksins og leysa
jafnframt verkefni sem auka á
skilning þeirra á gildi skógarins.
Með þessu átaki er ætlunin að
stigin verði stærri skref en áður til
að endurheimta horfin landgæði.
En frá landnámi er talið að yfir
80% af þeim landgæðum, sem fó-
lust í gróðri og jarðvegi, hafi glat-
ast. Ætlunin er að gróðursetja
um 1.500.000 trjáplantna í sumar
í gróðursnautt en friðað land, auk
annarra gróðurbætandi aðgerða,
svo að sá birki-, lúpínu- og gras-
fræs. Þetta er til viðbótar því sem
ella hefði verið gert.
Stuöla að
gróðurbyltingu
Til að tryggja árangur átaksins
er starfandi sérstök fagnefnd,
skipuð vísindamönnum, sem
hafa valið landsvæði í samráði við
heimamenn á hverjum stað og
leggja á ráðin, hvernig unnið skal
að uppgræðslu landgræðsluskóg-
anna. Alls hafa verið valin 73
svæði um land allt, þar sem nýir
skógar munu vaxa upp á gróð-
ursnauðu og blásnu landi og
breiðast þaðan út, eftir því sem
tímar líða.
Skilyrði er, að skógarnir verði
aðgengilegir og opnir almenn-
ingi, enda er tilgangur átaksins
m.a. að koma upp útivistar-
skógum og að koma af stað gróð-
urbyltingu. Þá mun átakið auka
þrýsting á friðun lands og skóg-
lendis, sem víða á í vök að verj-
ast, m.a. vegna beitar.
Lögð verður höfuðáhersla á að
virkja sem flesta við plöntunina í
sumar og þá helst alla þjóðina.
Ekki aðeins til að afla sjálfboða-
liða í þetta mikla verk, heldur og
einnig til að auka skilning á skóg-
rækt og landgræðslu og á mögu-
leikum okkar til að snúa við
óheillaþróun liðinna alda. En síð-
ast en ekki síst til þess að kenna
fólki réttu handtökin við gróður-
setningu.
Þá hefur verið ákveðið að
stofna til svonefnds „Vinar-
skógar“ í sambandi við átakið.
Öllu fé sem erlendir ferðamenn
hafa þegar látið af hendi rakna og
mun safnast í söfnunarbauka,
sem eru víða á ferðamannastöð-
um, verður varið til að rækta upp
sérstakan skóg. Þar með gæti ver-
ið lagður grunnur að öflugu skóg-
lendi, sem mun dafna og þróast
og gefa erlendum vinum þjóðar-
innar tækifæri til að skilja hér
eftir tré eða skógarlundi í minn-
ingu sína.
-grh
Miðbærinn
Borgin
keypti
Borgina
Sigurjón Pétursson:
Mikilvægt að viðhalda
starfsemi eins og hótel-
rekstri í miðbænum
Reykjavíkurborg keypti Hótel
Borg í gær fyrir 147 miljónir
króna. Þarmeð hefurborgin
komið í veg fyrir að alþingi flytji
skrifstofuríBorgina.
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum á þriðjudaginn að gera
eigendum Hótels Borgar kauptil-
boð sem var samhljóða fyrra til-
boðj alþingis, nema borgin býður
útborgun á þessu ári. Borgarráð
stóð einhuga að kauptilboðinu og
því má gera ráð fyrir að samning-
urinn frá í gær verði samþykktur
samhl jóða í ráðinu.
Sigurjón Pétursson borgar-
ráðsmaður sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að markmiðið
með því að kaupa Hótel Borg
væri að efla og glæða líf í miðbæn-
um.
„Við viljum ekki hafa ein-
göngu steinrunnar skrifstofu-
byggingar í miðbænum, sem eru
yfirgefnar eftir fimm á daginn.
Það er því mikilvægt að halda við
starfsemi eins og hótelrekstri í
miðbænum," sagði Sigurjón í
gær.
-gg
MAPUR A EfCKÍ A£>
^BsilA SlMA SKÖBUN
Kérr p/kiR koíminóaik.
Föstudagur 27. apríl| NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9