Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 10
Nýr valkostur í almenn-
ingssamgöngum
Það er hægt að gjörbylta almenn-
ingssamgöngum á öllu höfuð-
borgarsvæðinu og gera þær að
raunverulegum valkosti við
einkabílinn fyrir lægri upphæð en
það kostar að reka einkabílinn í
Reykjavík á einu ári.
Á tímum hraðans og nútíma-
þæginda hlýtur að vera
skynsamlegra að ferðast á-
reynslulaust á milli þéttbýlisstaða
á höfuðborgarsvæðinu, t.d. með
nýtískulegri rafbraut en að bæta
endalaust við hraðbrautum til að
fylla af bílum með einn mann
innanborðs hvern.
Á íslandi hefur lítil vinna verið
lögð í athuganir á valkostum al-
menningssamgangna. Nauðsyn-
legt er að fylgjast mun betur með
þróun í þessum málum í hinum
vestræna heimi, en þar er þróun-
in greinilega í átt til rafvæðíngar
og ljóst að mikilla breytinga er að
vænta á næstu árum. Má þar
nefna rafknúna einteinunga með-
fram umferðaræðum og raf-
magnslestir sem aka á 2-3 metra
háum stöplum. Einnig er lær-
dómsríkt að kanna kostnað við
hin ýmsu svið er tengjast notkun
einkabílsins í nútímasamfélag-
inu, eldsneytiskostnað, inn-
kaupsverð, tryggingar, aukið slit
á vegum, aukna slysatíðni og
skipulagslega níðslu á landinu.
Ef hugsað er um fjárfestingar
til framtíðar hlýtur það að vera
nokkurt áhyggjuefni hversu
menn veðja algjörlega á bifreið-
ina. Umferðarstjórn Reykjavík-
urborgar fylgir nú þeim hrað-
brautakenningum, sem víða eru á
undanhaldi í hinum vestræna
heimi, einkum og sér í lagi af um-
hverfisástæðum.
Verndun
umhverfis
Er ódýrari en einkabíllinn
eftir Guðrúnu Agústsdóttur
svona kerfi geti staðið undir sér.
Farþegar Strætisvagna Reykja-
víkur eru um 25 þúsund á dag,
(voru tæplega 40 þús. 1982) og
verið er að tala um kerfi fyrir allt
höfuðborgarsvæðið. Ljóst er að
engin þjóð talar nú í alvöru um
það að almenningssamgöngur
geti borið sig eða borið arð.
Efnahagsbanda-
lagslöndin
í blaðinu Economist birtist
grein skömmu eftir áramót þar
sem sagt var frá því að Bretar,
Þjóðverjar og Frakkar tala nú
mikið um það að EB-löndin,
sameinist um að leggja á sérstak-
an umhverfisskatt á bensín. Tal-
að er um 30% skatt og á hann að
renna beint til almenningssam-
gangna. Það sama er að gerast í
Bandaríkjunum.
Hér á undan kom fram að
borgarstjórinn hefði sagt frá því
að ræðu í borgarstjórn að á sl. 8
árum hefði verið varið yfir 10
miljörðum króna á núvirði til um-
ferðarmála í borginni. Hann
sagði jafnframt: „Með þessum
miklu peningum hefur tekist að
mæta á þessum skamma tíma
stórauknum fjölda bifreiða og
um leið auknum fjölda íbúa í
Reykjavík.“
Davíð Oddsson getur lært
mikið af þeim Bush í Bandaríkj-
unum og Thatcher í Bretlandi.
Það voru mistök hjá honum að
hafna tillögu um að láta kanna
valkosti í almenningssamgöng-
um. Borgarbúar eiga heimtingu á
því að slík athugun fari fram. Að-
eins þyrfti að verja hluta af 10
miljörðum síðustu 8 ára sem farið
hafa í umferðarmannvirki til þess
að stemma stigu við loftmengun
og stuðla að umhverfisvernd og
fækka slysum, um leið og boðið
er upp á raunverulegan, góðan og
spennandi valkost við einka-
bílinn. Hugsum til framtíðar.
Við síðustu fjárhagsáætlun
borgarinnar, fluttum við borgar-
fulltrúar minnihlutans tillögu um
að láta fara fram könnun á hag-
kvæmni nýs valkostar í almenn-
ingssamgöngum og lögðum til að
unnið yrði út frá þeim grundvall-
arforsendum að í slíkum hag-
kvæmnisathugunum yrði vernd-
un umhverfísins metin til fjár, al-
veg til jafns við aðrar hagstærðir
og að leitað yrði samstarfs við
samgönguráðuneytið og ná-
grannasveitarfélögin. Þessari til-
lögu var hafnað af sjálfstæðis-
meirihlutanum, þar sem hún
þótti óraunhæf og út í hött.
Frávísun þeirra lýsir ótrúlegri
skammsýni. Ný hugsun er að
ryðja sér til rúms um allan hinn
vestræna heim í þá átt að vinna
með öllum hugsanlegum ráðum
gegn loftmengun. Helmingur
loftmengunar á jörðinni er vegna
einkabílanotkunar, og hér í
Reykjavík er einkabílanotkun
með því mesta á íbúa sem gerist.
Mengunarský sjást nú þegar yfír
borginni í stillum. Auðvitað er
það skylda okkar að hugsa um
börn okkar og barnabörn, sem
munu upplifa mun meiri um-
hverfisvandamál en okkur órar
fyrir, ef ekkert verður að gert.
Kostnaöur
En lítum nánar á málið. Skv.
lauslegri könnun sem gerð var
um kostnað við rafknúna lest á
stöplum sem þjónaði öllu höfuð-
borgarsvæðinu kom í ljós að hann
gæti orðið um 10 miljarðar. Þá er
reiknað með 50 km. teinum, 10
aðalstöðvum, 20 sjö vagna lest-
um sem ækju að meðaltali á 60
km. hraða á klukkustund og af
þessum lestum er hvorki hávaða-
né loftmengun. Ekki er gert ráð
fyrir því að innlend þekking og
vinna nýtist. Reiknað er með að
um helmingur af þessari upphæð
gæti verið vinna hér á landi, sem
er mikilvægt.
10 miljarðar er mikil upphæð.
En berum hana saman við ýmis
útgjöld borgarinnar og borgar-
búa.
1. Göng undir Fossvogsdal,
sem borgarstjóri var spenntur
fyrir, kosta 2-3 milj. Þau yrðu
óþörf.
2. Framlag borgarinnar til
gatna og holræsa er áætlað 1.600
miljónir 1990.
3. 5 miljarða þarf í gatnafram-
kvæmdir á næstu árum til þess að
halda sama þjónustustigi fyrir bíl-
ana og nú er á götum borgarinn-
ar.
4. Talið er að það kosti einka-
bflaeigendur 350-400 þúsund
krónur á ári að reka bfl og rekstur
einkabfla bara í Reykjavfk á einu
ári kostar 14-15 miljarða króna.
5. Rúmlega 10 miljörðum var
varið á sfðustu 8 árum á núvirði til
umferðarmála í borginni (sbr.
ræðu borgarstjóra við fjárhagsá-
ætlun 1990 bls. 162).
Gjörbylting í
almennings-
samgöngum
Þetta eru tölulegar staðreyndir
sem tala sínu máli og í ljósi þeirra
eru 10 miljarðar ekki óyfirstígan-
lega há upphæð til að gjörbylta
almenningssamgöngum á öllu
höfuðborgarsvæðinu og gera þær
að raunverulegum valkosti við
einkabflinn og síðast en ekki síst
minnka loft- og hávaðamengun
af völdum bflaumferðar í borg-
inni.
Sérfræðingar telja að það þurfi
100 þúsund farþega á dag til að
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aöalfundar Samvinnubanka íslands h.f., veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal,
föstudaginn 27. apríl 1990 kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Skýrsla bankaráös um starfsemi bankans fyrir sl. starfsár.
2. Lagöir fram endurskoöaöir reikningar bankans fyrir sl.
reikningsár.
3. Lögö fram tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráös fyrir
reikningsskil.
4. Önnur mál sem tilkynnt hafa veriö bankaráöi meö löglegum
fyrirvara, sbr. 69. gr. hlutafélagalaga.
5. Kosning bankaráös.
6. Kosning endurskoöenda.
7. Ákvöröun um þóknun til bankaráös og endurskoðenda.
8. Ákvöröun um greiöslu arös.
9. Önnur mál.
Gert er ráö fyrir aö lögö veröi fram tillaga um sameiningu Samvinnubanka íslands hf.
viö Landsbanka íslands, samanber 4. dagskrárliö hér aö framan. Veröi tillagan
samþykkt falla dagsskrárliöir 5 - 8 sjálfkrafa niöur.
Aögöngumiöar og atkvæöaseölar til fundarins veröa afhentir á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka Isiands hf
10 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. apríl