Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 20
PISTILL
AUDUR
SVEINSDÓTTIR
SKRIFAR
Vorboðinn Ijúfi
Prinsessa
í álögum
Gleðilegt sumar! Þessa dagana
er ekki sumarlegt um að litast,
því veturinn virðist ekki ætla að
losa um tökin og frost og snjóar
herja á landsmenn. Samt er vor í
lofti, því vorboðarnir láta ekki á
sér standa. Frá útvörðum lands-
ins berast þau tíðindi að lóan sé
komin, svo og flestir aðrir far-
fuglanna.
Fuglarnir eru í óða önn að búa
sig undir varptímann og leita sér
að öruggum og góðum bústað.
Hvað er vor án farfuglanna?
Það vor er ekkert vor, hugsunin
er óbærileg. Við teljum það sjálf-
sagt og ætlumst til þess að þeir
komi á hverju vori, syngi fyrir
okkur og geri sér hreiður meðan
þeir eru að koma upp ungum sín-
um. Við köllum þá fuglana okkar
og þeir eru eilíf uppspretta og
yrkisefni skálda og listamanna.
Okkur þykir líka vænt um þá, því
við býsnumst yfir þeim þjóðum
sem skjóta þessa fugla, t.d.
lóuna, sér til matar. Við viljum
allt fyrir þessa vini okkar gera.
Eða hvað - búum við í haginn
fyrir þá? Dokið nú ögn! Hvernig
stendur þá á því að votlendis-
svæðum landsins hefur fækkað
svo mikið að talað er um að á
Suðurlandsundirlendi sé varla
meira eftir af þeim en um 15%.
Hvert eiga þessir votlendisfuglar
að fara? Ekki er líkt með þeim og
okkur mannfólkinu sem getum
ennþá valið hvort við viljum búa í
námunda við álver, fiskvinnslu,
áburðarverksmiðju eða alls ekki
nálægt mengandi iðnaði. Hvert
eiga þessir vorboðar að fara þeg-
ar hvert votlendissvæðið á fætur
öðru er horfið? Hvað bjóðum við
þeim? Okkar hús eru byggð, flutt
og rifin eftir því sem olckur sjálf-
um þóknast, en horfið votlendi
kemur ekki aftur, það getur ekki
gengið kaupum og sölum.
Það að votlendi íslands sé í
hættu er engin ný bóla. Á það
hefur verið bent í áratugi bæði í
ræðu og riti. En lítið virðist miða,
því ennþá er farið í framræslu-
framkvæmdir og aðrar þær fram-
kvæmdir sem gjörbreyta lífrík-
inu, bæði dýralífinu og gróðurfar-
inu og unnið meira af kappi en
forsjá.
Sú spurning gerist sífellt áleitn-
ari: Hvernig viljum við að landið
okkar líti út? Hvað er það sem er
verðmæti?
Um þetta má mikið deila og sitt
sýnist hverjum. Erum við sátt við
uppþornaðar mýrar, viljum við
að álfaklettarnir hverfi í skóg
greni- og furutrjáa? Viljum við
hvanngrænar rendur eftir áburð-
arflugvélar um heiðarnar? Vilj-
um við mörg lítil skógar„frí-
merki“ um fjallshlíðarnar? Vilj-
um við klæða allt landið skógi
hvort sem hann fer yfir fornar
menningarminjar, sérkennileg
landslagseinkenni svo ekki sé tal-
að um ósnortin gróðurlendi, t.d.
hallamýrar o.s.frv.
Ákafinn getur orðið mikill og
við íslendingar erum jú afkom-
endur víkinga, svo okkur munar
ekkert um að takast á við hin erf-
iðustu verkefni, sérstaklega ef
hægt er að vinna þau með á-
hlaupi.
íslendingar virðast elska átök.
Það var átak í ræktunarfram-
kvæmdum hér á 6. og 7. áratugn-
um, átak í fiskeldi, loðdýrarækt
og nú átak í landgræðslu og skóg-
rækt. Allt mjög gagnleg átök, því
auðvitað eru það nánast
landráðamenn sem sjá ekki gagn-
semina í þeim.
En lítum nú aðeins á síð-
astnefnda átakið, átak í land-
græðslu og skógrækt. Á því leikur
enginn vafi að öll ræktun er af
hinu góða og vissulega ber okkur
velferðarríkisfólkinu að rækta
það land sem hélt lífinu í forfeðr-
um okkar og það getum við svo
auðveldlega - ef vel er að staðið.
Landgræðsla og skógrækt er þol-
inmæðisverk og samræmist á eng-
an hátt óskum nútímamannsins
um hraða og tækni. í ákafanum
og hugsjónaeldinum við að græða
upp landið og klæða það skógi,
megum við ekki gleyma ýmsum
verðmætum þess. Eins og aðrar
þjóðir eigum við okkar menning-
arlandslag og það ber að varð-
veita. Það getur verið álfaborgin,
eða votlendið, eða það umhverfi
er minnir á forna búskaparhætti.
í þéttbýli er oft notað orðtakið
„rétt tré á réttum stað“, það gildir
ekki síður þegar ræktað er utan
þéttbýlis.
Um allt land eru einstaklingar
enn sem fyrr að vinna að ræktun
og uppgræðslu landsins. Þetta
fólk vinnur sín störf án þess að
barið sé á bumbur og kallað á
fjölmiðla í hvert skipti sem árang-
ur er sýnilegur. Það er af þessum
einstaklingum sem læra má
þrautseigju og þolinmæði. Marg-
ir þeirra eru bændur landsins.
Þeir vinna ötullega að ræktun-
armálum, og ættu að vera manna
bestir og hæfastir til að hafa um-
sjón með landgræðslu og skóg-
rækt, bæði á sínum eigin jörðum
sem og öðrum. En eignarétturinn
virðist heilagur og alveg eins og
sumir einstaklingar geta ofbeitt
sínar jarðir sjálfum sér og öðrum
til ama, án þess að nokkrum
vörnum verði við komið, þá
verða ræktunarmennirnir að
sætta sig við að vera án nokkurrar
aðstoðar við ræktun og upp-
græðslu á sínum jörðum, því hver
vill og getur aðstoðað þá á þeirra
einkajörðum? Þetta eru hins veg-
ar mál sem koma allri þjóðinni
við. Engum á að líðast að fara illa
með landið og alla á að styrkja og
styðja til að rækta og vernda það.
En meðan eignarétturinn er svo
sterkur þá verður eitt yfir alla að
ganga.
Þessa dagana hefur vorhretið
barið á glugga og flestar heiðar
landsins eru illfærar, en fólkið í
landinu býr sig undir að rækta og
græða landið af enn meiri krafti
en áður.
Sólargeislarnir brjótast fram úr
skýjunum og óhætt er að fullyrða
að meðal þeirra er sá geisli sem
almenningur í landinu hefur stutt
við bakið á, þ.e.a.s. pokasjóður
Landvemdar. Á þessum vor-
dögum er verið að úthluta öðru
sinni styrkjum úr þessum sjóði til
margvíslegra umhverfísverkefna
um land allt.
Þessi sjóður gefur fjölda fólks
tækifæri til að vinna landinu sínu
gagn við að bæta og vernda um-
hverfí sitt. Vissulega hefði þurft
að styrkja enn fleiri aðila til góðra
mála, því af nógu er að taka. Með
bjartsýni og góðum hug er mörg
verk að vinna. Verndun og rækt-
un lands er þoiinmæðisverk, það
er eilífðarverkefni, þar má aldrei
láta deigan síga.
Sögusvuntan sýnir:
Söguna af prinsessunni í
Skýjaborgum
Höfundur og leikari: Hallveig
Thorlacius
Leikstjóri: Helga Arnalds
Mikil sorg ríkir í konungsrík-
inu Skýjaborgum. Leónóra
prinsessa er horfin, enginn veit
hvar hún er og Kristján kóngur
hundrað þrítugasti og fjórði er
óhuggandi. Meira að segja Greg-
oríus galdramaður hans er ráða-
laus. Svo kemst upp að galdra-
nornin á Suðurpólnum hefur
hneppt Leónóru í álög, breytt
henni í fugl, og úr þeim viðjum
losnar hún ekki fyrr en allir elska
hana.
Ævintýri Hallveigar Thorlaci-
us fer pólanna á milli og reisir
borg í skýjunum, en ekki áttu
Hugleikur sýnir: Vndisferðir
eftir Árna Hjartarson
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Hugmyndin að nýjustu sýn-
ingu Hugleiks, áhugamanna-
leikfélags Reykjavíkur, er ágæt:
Starfsmenn Yndisferða eru orðn-
ir leiðir á forstjóra sínum sem er
að setja fyrirtækið á hausinn eins
og ótalmörg fyrri fyrirtæki sfn, og
þeir ákveða að „segja honum
upp“ um kvöldið, tilfinningalega
ef ekki beinlínis skriflega. Smám
saman skilst veslings forstjóran-
um að hann á ekki lengur hjörtu
og nýru sólskinsstúlknanna sinna
og verður svo miður sín að við
sjálft liggur að hann rjúfí bind-
indisheitið. En fátt er sem sýnist
og í lokin snýr atburðarásin ræki-
lega upp á sig.
Að hugmyndinni slepptri er
fátt bitastætt í leikritinu sjálfu,
úrvinnslan heldur rýr í texta, per-
sónusköpun í skötulíki og erfitt
að muna hver er hvað nema þar
sem leikarar sýndu veruleg til-
þrif, of margt sagt sem ekki var
fylgt eftir eða skipti máli fyrir at-
burðarásina og textinn hreinlega
ekki nógu lipur og fyndinn. Þetta
olli því að framsögn varð of hæg á
börnin í Hálsaborg erfitt með að
fylgjast með á þriðjudaginn og
trúa því sem sagt var frá. Þau vita
sem er að sagan má ekki sannari
vera: Þeir sem enginn elskar eru í
álögum. Og börnunum er alveg
sama þó að einhver atvik gerist
utan sviðs eins og í grískum harm-
leik, þau sjá allt í huganum.
Börnin gerðu líka allt sem þeim
var uppálagt til að bjarga málum:
sungu söng til að vekja kónga,
suðuðu ofurlágt og smjöttuðu til
að vekja randafluguna í koki
galdranornarinnar og þótti svo
undur vænt um Leónóru að hún
tók aftur á sig sína réttu mynd að
lokum. Baldri veslingnum hefði
ekki þótt amalegt að fá þessi börn
til aö gráta sig úr Helju.
Sýningin er þétt en aldrei of
hröð; viðburðarík en aldrei æsi-
stundum, eins og fólk þyrfti að
vanda sig til að muna og segja
setningarnar, þá dró úr hraða og
innlifun og viðvaningsbragur
varð áberandi.
Árni Hjartarson er hugmynda-
ríkari tónlistar- og textagerðar-
maður en höfundur samtala, og
skemmtilegustu atriðin voru dans
og söngur, til dæmis sum
„skemmtiatriðin“ á árshátíðinni,
sungnar og leiknar sjónvarps-
auglýsingar fyrir fyrirtækið („því
við leikum sjálf í okkar auglýsing-
um“ eins og þar segir). Þeim
stýrði hið óþreytandi auglýsinga-
skáld Yndisferða, Bjartur, sem
Þorgeir Tryggvason lék af leikni
og innlifun.
Nokkrum öðrum tókst að búa
til eftirminnilegar persónur úr
efnivið sínum. Fyndust varð for-
stjórafrúin í meðförum Huldu
Hákonardóttur. Hún á að vera
„þurr“ eins og eiginmaðurinn en
blandar fljótlega svolitlu viskíi
saman við kókið til bragðbætis.
Áfengisáhrifin koma fram í því
að hún hættir að muna annað en
rullur sem hún hefur lært utan-
bókar og fer til skiptis með bænir
flugfreyja í upphafi og lok flug-
ferða („og vinsamlegast munið
leg eða hávær. Hallveig býr til
brúðurnar, litríkar og fallegar,
semur textann sjálf og leikur
hann ein og á þess vegna auðvelt
með að flétta viðbrögð og framí-
köll barnanna inn í hann. Sjálf er
hún líka persóna í verkinu, Sögu-
svuntan holdi klædd, og í hléi fór
hún í leiki með börnunum til að
finna lykilinn að búrinu þar sem
Leónóra situr í fugls líki.
Sagan af prinsessunni í Skýja-
borgum var frumsýnd í Borgar-
leikhúsinu á sunnudaginn og fer
nú milli leikskóla og barnaheim-
ila. Áhugi áhorfenda er mikill;
ein lítil stúlka hafði þverneitað að
vera heima þennan dag til að láta
taka af sér myndir með ferming-
arbarninu á heimilinu. í skólan-
um átti að vera leikhús og það
gekk fyrir! SA
að reykingar eru ekki lengur
leyfðar á salernum eða í gangveg-
um flugvélarinnar“) og bænir alk-
óhólista („og þolinmæði til að
umbera það sem ég get ekki
breytt“). Hjördís Hjartardóttir
leikur hótelstýru fyrirtækisins og
er orðin mjög snöfurleg á sviði og
burðarássleg fyrir áhugaleikfé-
Iag. Anna K. Kristjánsdóttir bjó
til fínan karakter úr Finni fjár-
málastjóra. Sigríður Ólafsdóttir
var ágæt bardama og það geislaði
skemmtilega af Kára Gíslasyni í
hlutverki Jóns Jónssonar mark-
aðsstjóra.
Svið og búningar var hvort
tveggja litríkt og kátlegt, en þrátt
fyrir góða spretti var sýningin of
dauf. Kannski stafar það ekki
bara af misgóðum texta, heldur
af því að hinn fáránlegi leikstíll
sem valinn var hentar verr lítt
þjálfuðum leikurum en venju-
legur raunsæisstfll. Það verður
þreytandi að vera alltaf í hlut-
verkinu, með hendur og kropp í
einhverri afkáralegri stellingu, og
freistandi að „detta út“ þegar
maður er ekki að segja eitthvað,
en um leið dofnar heildarmynd-
tn.
SA
20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. apríl
Uppgjör
á árshátíð