Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 26
Álafoss og Epal, Faxafeni 7, sýning
á Listalínu Guðrúnar Gunnarsdóttur.
Værðarvoðir hannaðar fyrir Álafoss.
Til 17.5.
Egllsbúð, Neskaupstað, Ása Ólafs-
dóttir opnar sýningu á myndvefnaði
og „collage" lau kl. 16. Opin su, 1 .maí
og 5, kl. 15-19 og 6.5. 15-22.
FÍM-salurlnn, Sigríður Candi, mál-
verkasýning. Til 6.5. 14-18 daglega.
Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu-
múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og
olíumyndir, keramikverk og módel-
skartgripir, opið lau 10-14.
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Bragi
Hannesson, olíumyndir. Opin virka
daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-
18. Stendur til l.maí.
Gallerí Graf, Logafold 28, verk Ástu
Guðrúnar Eyvindardóttur. Lau 14-18
e/ eftir samkomulagi.
Gallerí Skólavörðustíg 4a, Hannes
Lárusson, tróverk. Opið 14-18 til 3.5.
Gerðuberg, öm Þorsteinsson og
Thor Vilhjálmsson, Spor í spori. Til
31.5.
Mlnjasafn Rafmagnsveltunnar,
húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su
14-16.
Norrsna húslð, kjallari, Ragnheiður
Jónsdóttir, teikningar. Til 29.4.14-19
daglega, ath síð. sýn.helgi. Anddyri:
Sýning um ævi og störf þýska vís-
indamannsins Alfred Wegener, opin
dagl. til 3.5.
Kjarvalsstaðlr, 11-18 daglega,
austursalur: Sigurður örlygsson,
málverk, til 6.5. Vestursalur, verk í
eigu Búnaðarbankans, sýn.opn. lau.
Til 6.5.
Listasafn Elnars Jónssonar opið
helgar 13.30-16, höggmyndagarður-
inn alla daga 11-17.
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Kjartan Ól-
afsson, myndir á pappír. Opið 10-18
virka daga, 14-18 helgar. Til 9.5.
Llstasafn Slgurjóns, járnmyndir
Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa
borist undanfarin ár. Lau og su 14-17,
þri 20-22. Næst síð.sýn. helgi.
Hafnarborg, Hf, Gunnar Ásgeir
Hjaltason, sýnir myndverk unnin f
pastel og akrýl, vatnslitamyndir,
teikningar, grafík og ýmsa smíðis-
gripi. Opið 14-19 alla daga nema þri.
Til 6.5
Listasafn fslands, verk í eigu
safnsins, opn. á sýn. Olli Lyytikáinen
lau. Opið alla daga nema mán. kl.
12-18, aðg. ókeypis.
Hótel Llnd, veitingasalur, Anna
Gunnlaugsdóttir, málverk. Til 27.5.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðastræti 74, eldgosa- og flótta-
myndir Ásgríms. Til 17.6. þri, fi, lau og
su 13:30-16.
Safnahúslð Sauðakróki, Gunnþór-
unn Sveinsdóttir frá Mælifelli (1885-
1970). Opið virka daga 15-19, um
helgar 14-19. Til 29.4.
Sjómlnjasafn íslands, Vesturgötu 8
Hf. Opið helgar 14-18, eða e/ eftir
samkomulagi.
Þjóðmlnjasafnlð, opið þri, fi, lau og
su 11-16.
LEIKLISTIN
Hugleikur, Yndisferðir, skrautleikur
á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. i
kvöld, lau og 8 sýn má, kl.20:30, ath.
aðeins 10 sýn.
íslenska lelkhúsið, Skeifunni 3c,
Hjartatromþet, í kvöld og su kl. 20:30,
allra síðasta sýn.
íslenska óperan, Carmina Burana
og Pagliacci au kl. 20. aukasýning,
allra síð. sinn.
Kaþarsis leiksmiðjan, Skeifunni 3c,
Sumardagur e/Mrozek, lau kl. 21.
Flugleiöir til Japans
Svo virðist sem hugmyndir
Flugleiðamanna um flug til Jap-
ans verði að veruleika á næsta
ári. Fyrirtækið IPS, sem er um-
boðsaðili Flugleiða í Japan, hefur
nú auglýst í stærsta ferðamálat-
ímariti Japans að áætlað sé að
hefja flug á milli íslands og Jap-
ans í apríl 1991.
Gífurleg aukning hefur verið í
utanlandsferðum Japana á allra
síðustu árum. Árið í fyrra fóru
tæpar tíu miljónir Japana í utan-
landsferð. Aðeins lítill hluti
þeirra var í viðskiptaerindum.
Þannig sýna kannanir að rúmlega
níu af hverjum tíu brúðhjónum
fara í brúðkaupsferð til útlanda.
Þrátt fyrir mikla aukningu í
flugflota Japana og fjölda er-
lendra flugfélaga, sem fljúga til
Japans, er varla að þau hafi
undan aukningunni. Allar flug-
vélar eru troðfullar af farþegum.
Flugleiðir vonast til að hagnast á
þessu ástandi. Umboðsaðilar
þeirra í Japan segja lítinn vanda
að fylla vélar félagsins með jap-
önskum ferðamönnum á leið til
Evrópu.
Búast má við stórfelldri
aukningu japanskra ferðamanna
á íslandi um leið og beint flug
hefst. Á undanförnum árum hafa
fimm hundruð til þúsund Japanir
lagt leið sína til landsins árlega
þrátt fyrir litla sem enga land-
kynningu í Japan. Væntanlega
fjölgar þeim upp í mörg þúsund
ef af fluginu verður.
Áætlað er að fyrsta árið verði
einungis um Ieiguflug að ræða
yfir sumarmánuðina, eitt til tvö
flug í viku með viðkomu í Ancor-
ich í Alaska til að taka eldsneyti.
Flugleyfið er bundið því skilyrði
að Flugleiðir fljúgi ekki bara til
Narita-flugvallar við Tokyo, sem
er fullbókaður, heldur einnig til
Sapporo, Sendai, Nagoya og
fleiri borga í Japana.
Kowata framkvæmdastjóri IPS
segir alls ekki verra að fljúga til
annarra borga en Tokyo. Þetta
séu miljónaborgir á borð við
Kaupmannahöfn eða Osló. Það
sé bæði dýrt og tímafrekt fyrir
íbúa í þeim að ferðast til Tokyo til
að komast úr landi. Þeir séu því
fúsir til að fljúga með litlu flugfé-
lagi eins og Flugleiðum ef þeir
komast ódýrar og fljótar til Evr-
ópu með því móti.
Jafnvel þótt Flugleiðir hafi enn
ekki tekið endanlega ákvörðun
um flugið til Japans er ólíklegt að
fyrirtækið hætti við það nú þegar
það hefur verið auglýst. Kowata
segist ekki í nokkrum vafa um að
áætlun Flugleiða um Japansflug
standist og ljóst er að fyrirtækið
yrði fyrir verulegum álitshnekki
ef ekkert yrði úr því. Kowataer
svo bjartsýnn að hann telur
jafnvel að Flugleiðir komi til með
að hefja reglulegt áætlunarflug í
hverri viku árið 1992.
IPS, sem auk Flugleiða er um-
boðsaðili fyrir eitt taiwanskt
flugfélag og annað frá Guam,
vinnur nú ötullega að markaðs-
öflun fyrir Rugleiðir í Japan. Fyr-
irtækið hefur nú þegar selt mörg
hundruð flugmiða milli Evrópu
og íslands í sumar fýrir Japana
sem vilja bæta íslandsheimsókn
við Evrópuferð sína. IPS hefur
líka gefið út 20 síðna bækling með
upplýsingum um ísland sem
dreift hefur verið til japanskra
ferðaskrifstofa.
Enn sem komið er hafa íslensk-
ar ferðaskrifstofur lítið gert til að
undirbúa fyrirsjáanlega fjölgun
japanskra ferðamanna með út-
gáfu bæklinga eða annars kynn-
ingarefnis um ísland á japönsku.
Hótel Saga hefur gengið einna
lengst með því að láta gera
leiðbeiningavísi um hótelið á jap-
önsku sem hafður verður í her-
bergjum japanskra gesta.
Byggt m.a. á upplýsingum sem
blaðamaður Þjóðviljans fékk hjá
IPS, umboðsaðila Flugleiða, þeg-
ar hann heimsótti skrifstofu IPS í
Tokyo fyrr í þessum mánuði.
Ragnar Baldursson
Lelkfélag Akureyrar, Fátækt fólk, I
kvöld, lau og þrí kl. 20:30.
Leikfélag Hafnarfjarðar, Hrói
Höttur, lau og su kl.14.
Lelkfélag Kópavogs, Félagsheim.
Kópav. Virgill litli. (s. 41985).
Lelkfélag Mosfellssveitar, Hlé-
garði, Þið munið hann Jörund e/
Jónas Árnason, sýnt út apr.
Leikfélag Reykjavíkur, Borgarleik-
húsið, Hótel Þingvellir lau kl. 20. Is-
lenski dansflokkurinn, Vorvindar fö
og su kl. 20. Ath. síð. sýn. Litla sviðið,
Sigrún Ástrós, í kvöld, lau og su kl.20.
Leikhús frú Emilíu-Óperusmiðjan,
Skeifunni 3c, Systir Angelika e/
Puccini, frumsýning I kvöld kl. 20 og
22, önnur sýn má kl. 21.
Lltii leikklúbburinn Isafirði, frum-
sýnir Sönginn frá Mylai e/Jökul Jak-
obsson í Alþýðuhúsinu lau.
Þjóðleikhúsið, Endurbygging, í Há-
skólabió, í kvöld kl. 20:30. næstsíð.
sýn. Stefnumót í Iðnó lau kl. 20:30.
næstsíð. sýn.
Örlelkhúslð, Logskerinn, Vertshúsið
Hvammstanga fö. hád. Blönduósi fö.
kvöld, Skagaströnd lau. Hrísey su
hád. Ólafsfirði su kvöld. Akureyri
1 .maí, um kvöldið í Dalvík.
TONLISTIN
Duus-hús Heiti potturinn, su kl.
21:30, Kvartett Friðriks Theódórs-
sonar.
Callfornla E.A.R. Unit, bandaríska
kammersveitin, heldur tónleika á
Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.30, sjá
nán. umfjöllun í blaðinu.
Hafnarborg, tónleikar á vegum
Hafnarborgar og Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar, kvartett Carls Möller
leikur jasstónlist á þri kl. 15.30. Að-
g.ókeypis.
fslenska óperan, Tónmennta-
skólinn, tónleikar yngri nem, lau
kl.14.
Norræna húslð, tónleikar. Matts Er-
ikson, fiðluleikari, og Carl Otto Er-
asmie, píanóleikari, leika verk eftir
norræn tónskáld. Lau kl.16.
Langholtskirkja, Árnesingakórinn
og samkór Selfoss halda tónleika lau
kl. 17.
Bústaðakirkja, Tónlistarskólinn i
Reykjavík með tónleika, Sigurdríf
Jónatansdóttir, messósópran, Hlíf
Káradóttir, sópran, Unnur Vilhelms-
dóttir, píanó. Frumflutn. á verkum e/
Gunnar Kristinsson, Hilmar Sverris-
son og Úlfar Haraldsson. Hljómsveit
skólans leikur. Má kl. 20:30. Aðg.
ókeypis.
Mosfellskórinn heldur tónleika í Fél-
agsbíói í Keflavik ásamt léttsveit Tón-
listarskóla Keflavíkur, eins. Bjarni
Arason og Þorvaldur Halldórsson,
einl. Kristjana Helgadóttir. I kvöld kl.
21.
Selkórinn Seltjarnarnesi heldur sína
22 vor- tónleika 1 .maí í Seltjarnarnes-
kirkju kl. 17. Fjölbr. dagskrá, m.a.
frumflutningur hérl. á verki Hallgríms
Helgasonar Siglir dýra súðin mín,
stjórnandi er Friðrik G. Þorleifsson.
Tónmenntaskóli Reykjavíkur,
tvennir vortónleikar, í kvöld kl. 20:30
að Rauðagerði 27, léttsveitin leikur
og lau kl. 14 í Isl. óperunni, eldri nem.
í einleik og samleik, auk kammertón-
listar. Aðg ókeypis.
Tónlistarfélagið, tónleikum Eddu
Moser aflýst. Tónl. áttu að vera í ísl.
óerunni lau.kl.16:30. Aðg.miðar
endurgr. á sölustað.
HITT OG ÞETTA
Félag eldrl borgara Kópavogi,
sumarfagnaður í kvöld kl. 20 í efri sal
Félagsheimilisins, kórsöngur, gam-
anmál og dans, mætið stundvíslega.
Félag eldrl borgara: Göngu-Hrólfar,
hittast á morgun lau kl.11 við Nóatún
17, opið hús Goðheimum Sigtúni 3 su
kl.14, frjálst spil og tafl, dansað frá
k!.20.
Hana-nú í Kópavogi á morgun lau kl.
10, lagt af stað frá Digranesvegi 12,
molakaffi.
Kvæðamannafélagið Iðunn vill
minna á fundinn að Hallveigarstöð-
um á morgun lau kl.20. Fjölbreytt
dagskrá og góðar veitingar. Þess er
vænst að sem flestir félagar mæti á
þennan síðasta fund skv. boðaðri
vetrardagskrá.
MÍR-bíósalurlnn við Vatnstíg 10,
Uppstigning e/Larissu Shepitko su kl.
16, fræg sov. verðlaunamynd. Ensk-
ur skýr.texti, aðg.ókeypis.
MÍR-félagið með opið hús að Vatns-
tíg 10, l.maí kl.14, te, kaffi, gos og
hlaðborð, kvikmyndasýn. og basar
auk happadrættis.
Tónlistarnámskeið the California
E.A.R. Unit Bandarísku kammer-
sveitarinnar, fyrir börn og leikmenn í
Tónskóla Sigursveins, Breiðholti, lau
kl. 10-12, allir velkomnir, ókeypis.
Öldungamót í blakl, íþróttahúsinu
Digransesi í Kópavogi 28-30 nk,
keppendur um 400 í 36 liðum víða að
af landinu, hefst kl.9 árdegis.
MINNING
Asgeir Einarsson
fv. aðalféhirðir
Fœddur 19. ágúst 1916 - Dáinn 18. apríl 1990
*•
3—0V/K-
tíL\o)*»»,y < ■x’i'j -ic®
3-d -j a-vu-f íöhb*
SDtífCcí0X7’-®3Z F
»Mf»«MtTíri63«MC»KIŒnfc tATA 10
»«lí«»tWWHU,193!*4^.oe7S7
»0*r.
Þessi auglýsing um þjónustu Flugleiða og fyrirhugað Japansflug birtist
16. apríl í útbreiddasta ferðamálatímariti Japana sem dreift ertil allra
japanskra ferðaskrifstofa og annarra aðila sem starfa að ferðaþjón-
ustu.
Góður vinur minn og sam-
starfsmaður í áratugi er fallinn
frá. Ásgeir fæddist í Reykjavík
10. ág. 1916. Foreldrar hans voru
Einar Hróbjartsson deildarstjóri
Póststofunnar í Reykjavík f.
1885, Ólafssonar bónda að Hús-
um í Holtahreppi f. 1836 og konu
hans Ingibjargar Magnúsdóttur f.
1845. kona Einars móðir Ásgeirs
var Ágústa Stefanfa Sveinbjörns-
dóttirf. 1887, Stefánssonar smiðs
í Hafnarfirði f. 1863 og konu hans
Ástríðar Guðmundsd. f. 1865.
Ásgeir var næstelstur átta
svstkina, en þau eru Ingibjörg,
Ásta, Sveinbjörn, Agnes (dó í
bernsku), Haukur (dó í
bernsku), Sigurður og Hróbjart-
ur.
Sonur Ásgeirs er Birgir Þór f.
1939, bóndi á Fossvöllum í Jökul-
dal, kona Birgis er Ragnheiður
Ragnarsdóttir f. 1943. Þeirra
börn eru Anna Gunnur f. 1970 og
Ásgeir f. 1981, en áður átti Ragn-
heiður dótturina Aðalheiði.
Ásgeir hóf ungur að árum störf
hjá Póststofunni í Reykjavík, 9.
maí 1931. Ekki er mér kunnugt
um að nokkur annar póstmaður
hafi átt lengri starfsferil að baki.
Ásgeir var skipaður póstaf-
greiðslumaður 1. júlí 1937, og
fulltrúi 1948, hann gegndi hinum
ýmsu fulltrúastörfum allt til árs-
ins 1977 að hann var skipaður að-
alféhirðir Póststofunnar í
Reykjavík og gegndi hann því
starfi til 1985 er hann lét af störf-
um vegna aidurs, að hætti opin-
berra starfsmanna. Framan-
greindar upptalningar lýsa best
hversu framúrskarandi og fjöl-
hæfur starfsmaður Ásgeir var.
Hann lauk samvinnuskólaprófi
sem þótti góð menntun, þá var
hann einstaklega mikill mála-
maður, og voru þeir ófáir starfs-
menn sem leituðu til hans með
ýmis bréf og skjöl sem þurfti
hjálpar við að þýða yfir á ís-
lensku, þá nefni ég sérstaklega
frönsku, en hann var mikill
frönskumaður og franskan al-
þjóðlegt póstmál.
Á árum áður var starfandi
póstafgreiðslumaður á strand-
ferðaskipinu Esju og var Ásgeir
sá er síðast gegndi því starfi 1939.
Það væri vert að minnast þessara
starfa póstmanna þegar saga
póstmála á íslandi verður skráð.
Þau ár sem ég starfaði að fé-
lagsmálum póstmanna, leitaði ég
oft ráða hjá Ásgeiri varðandi úr-
lausn ýmissa mála, bæði á inn-
lendum og erlendum vettvangi.
Fyrir þau ráð mun ég ætíð vera
honum þakklátur. Asgeir var
mikill tónlistarunnandi og spilaði
á píanó, og kunni góð skil á
gömlu meisturunum.
Það var haft á orði hvað Ásgeir
var góður og sanngjarn yfirmað-
ur og ljúfur í viðmóti við þá sem
minna máttu sín.
Ég sem þessar línur rita
kynntist vel drenglyndi og ljúf-
mennsku Ásgeirs, hann var vinur
vina sinna, hlýr í viðmóti en þó
ekki allra viðmælandi, því var
hann talinn fremur hlédrægur og
seintekinn maður.
Syni hans og fjölskyldu,
systkinum Ásgeirs og öðrum ætt-
mönnum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi minningu vinar
míns.
Reynir Armannsson
26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. apríl