Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 11
Hvað er vinstristefna?
eftir Svavar Gestsson
í lok fyrstu greinar minnar sem
birtist í blaðinu 21. apríl og var
skrifuð á sumardaginn fyrsta
þegar ég var nýkominn heim frá
Berlín lagði ég fyrir nokkrar
spurningar. Aður hafði ég minnt á
aðalatriði stjórnmálabaráttu
komandi ára og á hlutverk Al-
þýðubandalagsins. Þessi atriði
eru:
Lýðræði.
Jöfnuður.
Mannúðarviðhorf.
Umh verfis vernd.
Sjálfstæði.
Þessi meginatriði munu standa
uppi svo lengi sem íslenskt
þjóðfélag verður til og munu
aldrei hrynja. Hrun Berlínar-
múrsins var hins vegar staðfest-
ing á sigurgöngu þessara grund-
vallaratriða.
Lítum nánar á þau hvert fyrir
sig.
Lýðræðið
Hver er munurinn á vinstri-
mönnum og markaðshyggju-
mönnum í afstöðunni til lýð-
ræðis? Munurinn er sá að mark-
aðshyggjumenn vilja að lýðræðið
takmarki vald og útþenslu fjár-
magnsins sem sjaldnast og helst
aldrei. Vinstrimenn telja aftur á
móti óhjákvæmilegt að beita lýð-
ræðinu alltaf þar sem þess er
kostur til þess að takmarka vald
markaðarins og útþenslu fjár-
magnsins.
Dæmin um þetta eru ótal
mörg. Sjálfstæðisflokkurinn er á
móti því að takmarka útþenslu
auglýsingafjármagnsins með lög-
gjöf. Hann hefur lýst andstöðu
við það sjónarmið að stofna sjóð
til þess að stjórnmálasamtök og
málefnahópar njóti jafnréttis á
við fjársterka aðila til að koma
skoðunum sínum á framfæri.
Sjálfstæðisflokkurinn gengur
raunar lengra en þetta. Hann vill
selja flest ríkisfyrirtæki þannig að
almannavaldið - lýðræðið sem
ekki er háð valdi fjármagnsins -
geti ekki beitt áhrifum sínum til
dæmis í bankamálum. Þar er
stefna Sjálfstæðisflokksins sú að
ríkið megi ekki eiga banka hvað
þá heldur önnur atvinnufyrir-
tæki. Við höfum aftur á móti talið
eðlilegt að eignarhald á bönkun-
um sé mismunandi og óhjá-
kvæmilegt, vegna þess hve smátt
íslenska hagkerfið er að bankam-
ir séu að meirihluta til í eigu ríkis-
ins. Alþýðuflokkurinn hefur lagt
til í borgarstjórnarsamstarfinu í
Reykjavík að borgin selji hita-
veituna og rafmagnsveituna.
Aðrir flokkar hafa lagst gegn
þessari tillögu Alþýðuflokksins
vegna þess að þessi fyrirtæki skila
tekjum sem auðvitað eiga að
koma samfélaginu, borgarbúum í
heild, til góða. Alþýðuflokks-
menn hafa lagt til að við göngum í
Efnahagsbandalagið. Vinstri-
menn og margir Sjálfstæðis-
.flokksmenn hafa lýst andstöðu
við það. Þannig vilja þeir tak-
marka útþenslu og yfirgang er-
lends fjármagns á Islandi.
Okkar afstaða er þessi: Lýð-
ræðinu verði beitt a) til vald-
dreifingar og b) til þess að tak-
marka yfirgang fjármagnsins.
Um leið og þetta liggur fyrir er
okkur að sjálfsögðu ljóst að það
er skynsamlegt að nota markað-
inn til þess að dreifa vörum og
þjónustu innan ramma sem
samfélagsvaldið, lýðræðið, á-
kveður.
Ef farið er yfir íslenska stjórn-
málaflokka er ljóst að Alþýðu-
bandalaginu hefur tekist býsna
vel að þróa lýðræðisáherslur
sínar í orði og í verki. Þetta kem-
ur til dæmis glöggt fram í þeirri
stefnuvinnu sem við höfum unnið
að í menntamálaráðuneytinu á
undanförnum misserum. í þess-
um efnum stendur Alþýðubanda-
lagið því betur að vígi en aðrir
stjórnmálaflokkar á íslandi.
Jöfnuður
Krafan um jöfnuð rekst alls
staðar á kröfur og yfirgang
markaðsaflanna. Það kemur
fram í þeirri grundvallarstað-
reynd að markaðsöflin vilja ekki
greiða skatta til samneyslunnar.
En forsenda þess að unnt sé að
jafna lífskjör eru skattar. Það er
sama hvort rætt er um sjúkrahús
eða skóla: Skattgreiðslur eru
undirstaðan. Sjálfstæðisflokkur-
inn hér á landi hefur lagst gegn
skattlagningu til félagslegrar
þjónustu. Alþýðuflokkurinn hef-
ur meðal annars í stjórnarsam-
starfinu lagst gegn brýnum fram-
faramálum af því að þau hafi í för
með sér hærri skatta en ella. Hér
er komið að grundvallaratriði
jafnaðarstefnunnar þar sem Al-
þýðubandalagið og Alþýðu-
flokkurinn eru meginandstæð-
urnar innan núverandi ríkis-
stjórnar. Það sést í skólamálum,
Iánamálum námsmanna og einn-
ig í byggðamálum. Það er alveg
ljóst að byggðajafnvægi verður
ekki tryggt hér á landi nema með
því að stjómmálaöflin þori að
ganga til hins ítrasta til að flytja til
fjármuni. Það gildir ennfremur
um jöfnun hitunarkostnaðar svo
dæmi séu tekin.
í skoðanakönnun sem Sam-
band ungra Framsóknarmanna
efndi til fyrir nokkmm ámm kom
fram að Alþýðubandalagið er
reiðubúið til þess að ganga lengra
en aðrir flokkar í því skyni að
koma á jöfnuði í lífskjörum. Næst
Alþýðubandalaginu gekk
Kvennalistinn, þar næst kom
Framsóknarflokkurinn, þá Al-
þýðuflokkurinn og loks Sjálf-
stæðisflokkurinn. Þó að allir
flokkar vilji í orði kveðnu stuðla
að ákveðnu jafnaðarstigi í
landinu þá er fullljóst að gmnd-
vallarafstaðan ræður úrslitum
þegar á hólminn er komið.
Mannúöar-
sjónarmið
Þá er ef til vill komið að þeim
grundvallarþætti sem er erfiðast
að lýsa. En hann snertir þó í raun-
inni þá tvo meginþætti sem áður
var lýst. Hvaða viðhorf ráða því
að menn markaðshyggjunnar'
láta sér í léttu rúmi liggj a að böm,
unglingar, fari sér að voða í frum-
skógi eiturefnanna? Hvað veldur
því að þeir sem lengst ganga í
þágu markaðshyggjunnar telja
að það eigi að vera eðlilegt og
sjálfsagt að menn fái „leyfi til að
fara sér að voða“? Hvaða sjónar-
mið valda því að menn telja eðli-
legt að græða á eymd annarra
með margvíslegum hætti? Það
eru áreiðanlega ekki mannúðar-
sjónarmið. Það eru hins vegar
mannúðarsjónarmið sem em
undirstaða kröfunnar um að hver
einstaklingur eigi að fá að eiga
sína sjálfsvirðingu, að þjóð-
félagið megi aldrei þróast þannig
að það brjóti einstaklinginn og
sjálfsvirðingu hans niður, hvorki
í fátækt né af öðmm ástæðum.
Það er augljóslega minna svig-
rúm fyrir mannúðarsjónarmiðin í
markaðshyggjunni en í vinstri-
stefnunni. Um það mætti nefna
mýmörg fleiri dæmi.
Það gæti einnig verið fróðlegt
að velta því fyrir sér hvemig
grundvallarviðhorf kristinnar
trúar rúmast innan ramma mark-
aðshyggjunnar. Sú umræða verð-
ur ekki tekin upp hér.
Umhverfisvernd
Um leið og það er ljóst að
markaðinn verður að nota til þess
að dreifa vöm og þjónustu innan
þeirra takmarkana sem almanna-
valdið setur, þá liggur fyrir að
kröfumar í umhverfismálum
beinast að heildarstjóm stærri
þátta langt umfram það sem áður
hefur verið og meðal annars
byggist virk umhverfisvemd á
víðtæku neti alþjóðlegra sáttmála
sem hafa síðan lagagildi í hverju
landi fyrir sig. Þannig verður um-
hverfisvemdarkrafan í rauninni
krafa um heildarstjóm og krafa
um að skerða hár á höfði
markaðsaflanna. Umhverfis-
vemdin er því í gmndvallar-
atriðum í andstöðu við megin-
sjónarmið markaðsaflanna þar
sem skammtímagróðinn er allt en
öllum langtímasjónarmiðum út
frá heildarhagsmunum er vikið til
hliðar.
Það væri í samræmi við gróða-
hagsmunina í þrengstu merkingu
að ganga af fiskstofnunum
dauðum og sýna þannig stórkost-
legan hagvöxt og gróða á einu ári.
Það er í samræmi við viðhorf
markaðsaflanna að höggva niður
regnskógana í Mið-Ameríku og
sýna þannig stórfelldan hagvöxt
um stund, sem að vísu hefur í för
með sér hrun á næsta ári!
Alþýðubandalagið var fyrsti
stjórnmálaflokkurinn á íslandi
sem gerði umhverfisvemd að
flokksstefnu. í samræmi við það
hefur flokkurinn starfað. Þó að
flokkurinn hafni almiðstýrðu
efnahagskerfi er algjörlega óhjá-
kvæmilegt að gera sér grein fyrir
því að landnýting og landvernd
verður ekki stunduð með eðli-
legum hætti nema á grundvelli
heildarsjónarmiða. Hið sama er
að segja um nýtingu fisk-
stofnanna. Með öðrum orðum:
Hér er auðlindastefna á dagskrá
og hún þýðir heildarstjóm; hún
þýðir áætlanir. Umhverfisstefna
stríðir því gegn hömlulausu fjár-
magninu og útþenslu þess.
Sjálfstæðismálin
Sjálfstæðisþátturinn hefur
alltaf verið grunnþátturinn í
stefnu Alþýðubandaiags' ís. Þess
vegna er það hlálegt þeg ir menn
jafnvel úr okkar flokld em að
draga heilindi hreyfingarinnar í
efa í þeim efnum. í raun og vem
er það þannig að sjálfstæðismálin
eru meginréttlæting á tilveru Al-
þýðubandalagsins sem stjórn-
málaflokks.
Hvernig horfa þau mál við? í
sviftingum samtímans em uppi
kröfur um það að íslendingar á-
netjist hinum stóm heildum og
verði beint eða óbeint aðilar að
Efnahagsbandalaginu. í þessum
sviftingum samtímans eigum við
einmitt að varast allt slíkt og okk-
ur ber að leggja megináherslu á
að ánetjast ekki hinum nýju
stækkuðu blokkum. Það væri að
fara úr öskunni í eldinn. Við
skulum skoða alþjóðleg sam-
skipti hleypidómalaust, en við
skulum leggja megináherslu á
sjálfstæði þjóðarinnar og að verja
það. Það verður ekki gert nema
við séum stöðugt á verði. En það
er ekki nóg að vera á verði. Við
verðum auðvitað líka að reka
virka alþjóðapólitík eins og ég
gat um í fyrstu grein minni.
En tökum dæmi um þetta mál:
Svo virðist sem tiltekin öfl á ís-
landi séu reiðubúin til þess að
taka við álveri inn í landið hvað
sem það kostar. Við höfnum
þessari stefnu. Við viljum að ís-
lendingar ráði fyrirtækinu í raun
með beinum eða óbeinum hætti.
Erlend risafyrirtæki hér á landi
munu svifta okkur raunverulegu
efnahagslegu valdi ef þau fá að
starfa hér hömlulaust eða með
reglum sem engu halda eins og
lögin um álverið í Straumsvík
voru útbúin í öndverðu.
Menningarlegt sjálfstæði okkar
yrði þá brátt einskis virði.
Annað dæmi: Til þess að ís-
lendingar geti fjallað um Evrópu-
málin er nú í undirbúningi að
þýða af erlendum málum 30 þús-
und síður af pappírum frá EB.
Það er margfalt íslenska lagasafn-
ið að stærð. Segjum að við yrðum
aðili að EB. Fjöldi íslenskra
embættismanna mundi starfa
þar. Þeir hefðu aftur samskipti
við stjórnarráðið hér. Fljótlega
yrði það talið óttalegt vesen að
þessi samskipti færu fram á ís-
lensku - og þannig koll af kolli.
Þannig yrði íslensk menning að-
eins fyrir sérvitringa og útlend-
ingar og aðrir menn með íslenskt
ríkisfang fengju að skoða okkur
eins og dýr í þjóðgörðum vestur í
Dölum eða austur í Tungum. Hér
er ekki verið að mála skrattann á
vegginn. Hér er verið að benda á
veruleikann og enn skal að síð-
ustu bent á þá staðreynd að hér
hefur Alþýðubandalagið for-
sendur umfram aðra stjómmála-
flokka af því að flokkurinn reisir
tilveru sína á sjálfstæðismálunum
og af því að hann er oft og tíðum
eini almennilegi íhaldsflokkurinn
á íslandi sem þorir að standa uppi
í hárinu á svokölluðum framfara-
sinnum sem eru alltaf tilbúnir að
lúta svokölluðum framföram í
lotning - hvaða afleiðingar sem
þær kunna að hafa fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar.
Hér hefur afar lauslega verið
fjallað um fimm grundvallar-
atriði. Það hefur verið sýnt fram á
að í stefnu Alþýðubandalagsins
birtast forsendur allra þessara
meginatriða. í næstu grein verður
sýnt fram á það hvemig sveitar-
stjórnarkosningamar í vor geta
ráðið úslitum um það hvernig
samfélagið þróast á komandi
árum og um það hvemig þróunin
verður með tilliti til þeirra gmnd-
vallaratriða sem hér hafa verið
rakin.
Höfundur er menntamálaráSherra og
þingmaður Alþýðubandalagsins í
Reykjavfk
'lllAh'
! I I ; I
Föstudagur 27. apríl NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11