Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 6
Heilbrigði frá getnaði til grafar Eiga öll skólaböm að sitja við sama borð? Rætt við Huldu Ólafsdóttur sjúkraþjálfara Eiga öll skólabörn á íslandi að silja við sama borð? Nei, alls ekki, segirsjúkraþjálfarinn Hulda Ólafsdóttir. Að hennar áliti ættu skólabörn að geta valið á milli sem flestra stærða af borðum og stólum og best af öllu væri að sjúkraþjálfararleiðbeindu þeim um valið og tækju þátt í að meta árangurinn. Hvaðungurnemur gamall temur var yf irskrift erindis sem hún flutti nú um síðustu helgi á ráðstefnu sem sjúkraþjálfarar héldu í tilefni af hálf rar aldar af- mæli félags síns. Ráðstefnan bar yfirskriftina Heilbrigði frágetnaði til grafar og eins og heitið gefurtil kynnavoru þarfluttfjölmörger- indi sem flest snerust að ein- hverju leyti um sjúkraþjálfun. Utlendur skólalæknir hefur haldið þvf fram að grunnurinn að vöðvabólgu sé lagður í grunns- kólunum vegna þess hversu vinn- uaðstaða barnanna er slæm. Þessi skoðun kom fyrst fram árið 1976 þannig að þetta er ekki nýtt en hins vegar hefur lítið verið hugað að þessu, sagði Hulda. Rökin fyrir þessari kenningu eru þau að börnin eru látin sitja 45 mínútur í senn og oft tvisvar sinnum 45 mínútur í röngum vinnustel- lingum við ýmist of há eða of lág borð og stóla. Staðlarnir ganga ekki Það eru hannaðar á íslandi fjórar stærðir af stólum fyrir skólabörn og framleiðendurnir gefa upp ákveðnar stærðir fyrir hvern aldursflokk en að mínu áliti ganga þessir staðlar ekki og í raun þarf að miða stólastærðina við hæð að hné á hverju barni. Samkvæmt könnun sem ég fékk gerða fyrir mig þá getur hæðar- mismunur á börnum í sama bekk verið upp í 43 sentimetra. Mun- urinn verður enn meiri þegar margir argangar nota sömu skólastofuna. Ég hef sinnt stundakennslu í Kennaraháskólanum og hvatt kennaranema til að huga að þessu vandamáli. Ég lét t.d. alla nemendur í skólanum, fullorðið fram er oft auðveldara að ná betri líkamsstöðu. Áður voru stólarnir oft þannig að seturnar hölluðu aftur sem var slæmt fyrir bakið. Minnsta stærðin af þessum stólum sem ætlaðir eru skóla- börnum er aðeins ætluð 6-7 ára Frá ráðstefnu Sjúkraþjálfarafélagsins fólk, mæla hæðina til hnésins og finna sér hæfilega hæð af þessum stólum sem ætlaðir eru börnum og þá kom í ljós að mikill meiri- hluti valdi sér stóla sem ætlaðir eru 11-15 ára börnum. Halli á stólsetunni skiptir líka máli og sé hægt að halla setunni börnum og það þýðir að oftast finnst mönnum ekki taka því að kaupa hana. Margir skólar fara þá leiðina, í sparnaðarskyni, að kaupa þriðju stærðina og nota hana fyrir öll börn, alveg óháð aldri þeirra, eða því sem mestu máli skiptir, hæðinni til hnésins. Fjöldi skóla kaupir eina stærð af stólum fyrir alla nemendur, óháð hæð barnanna til hnésins. Það er ekkert faglegt mat á hvað er best að kaupa. Oft er bara óskað eftir tilboðum og það ódýrasta keypt. Þetta er ég mjög ósátt við. Það þyrftu a.m.k. að vera fjórar stærðir af stólum í öllum skólum. Krakkar eru oft stuttir til hnésins og það sem skiptir mestu er að þau hafi alla ilina á gólfi. Nái þau ekki niður með fæturna kemur svo mikill þrýstingur undir hnésbæturnar að þau þreytast í fótunum og fara á ið. Þau verða óróleg og með tímanum endast þau ekki til að sitja bein og þar með er hætta á vöðvabólgu í baki og öxlum. Skólarnir verða að vera einsetnir Borðið þarf líka að vera í réttri hæð. Sitjibörnvið ofháeðaoflág borð er til lítils að hafa stólana í réttri hæð. Það gerist t.d. oft þeg- ar barn þarf alltaf að hafa vinstri höndina upp á borðinu til að geta skrifað með þeirri hægri að stöð- ug spenna er á vinstri öxlinni og það getur leitt til vöðvastyttingar. Það sem þarf að koma eru hall- andi borð eins og tíðkuðust hér í eina tíð, en helst stillanleg. Stærsti vandinn er samt sá að enda þótt allir skólar fjárfestu í húsgögnum við hæfi og nýttu sér faglega ráðgjöf sjúkraþjálfara þá kæmi það ekki að notum nema við byggjum við einsetna skóla. Við gætum raðað í eina skóla- stofu hæfilegum borðum og stól- um en sú röðun dugir aðeins fyrir þann bekk og nokkru síðar kem- ur allt annar hópur inn. Einsetnir skólar eru því skilyrðið fyrir því að vinnuaðstaða barnanna verði eins góð og hægt er. í skólaskoðunum í dag eru að- allega kannaðir þættir eins og sjón, heyrn, hryggskekkja og svo framvegis og þess vegna finnst okkur sjúkraþjálfurum mjög Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari: Grunnurinn að vöðvabólgunni er lagður í skólunum. Mynd: Krist- inn. nauðsynlegt að við komum inn í skólana til að geta tekið þátt í þessum skoðunum, ekki endilega í hvert sinn, en reglulega. Þannig getum við komist betur að því hvort um er að ræða vöðvastytt- ingar, vöðvabólgu eða skekkjur meðal skólabarna. Við viljum vinna fyrirbyggjandi starf inni í skólunum og sinna kennslu og ráðgjöf og þurfum því að komast að í fræðsluumdæmunum. í nýrri skólum í Reykjavík hafa verið keyptar upp í þrjár stærðir af stólum en mig grunar að víða úti á landi sé ástandið slæmt og hef fyrir mér í því umsagnir þeirra sem framleiða stólana. Erindið sem ég flutti á ráð- stefnunni kallaði ég „Hvað ungur nemur gamall temur“ og átti við með því hvaða fordæmisgildi það gefur börnunum að sitja í röngum vinnustellingum. Þessar stelling- ar sem þau temja sér í skóla og þetta vanmat á mikilvægi þess að nota húsgögn af réttri stærð og gerð fylgir þeim út í atvinnulífið. -vd Fólk gleymir að hlusta á líkamann Anna Kristín Kristjónsdóttir sjúkraþjálfari: Við ýtum burt boðunum um of mikla spennu upplifir það að því finnst því alvarlegum líkamssjúkdómum, stöðugt vera ógnað af umhverf- jafnvel þótt rannsóknir hafi leitt inu á einhvern hátt. Og fyrr eða það í Ijós. Hluti af meðferð við Anna Kristín Kristjónsdóttir sjúkraþjáltari: „Við þurfum mörg að læra að láta okkur líða vel í eigin líkarna." Anna Kristín Kristjónsdóttirstarf- ar sem sjúkraþjálfari á geðdeild Landspítalans. Húnflutti erindi á ráðstefnu Sjúkraþjálfarafélags- ins sem fjallaði um geðheilsu og sjúkraþjálfun. Við spurðum hana fyrst hvernig sjúkraþjálfun gæti komið að gagni við meðferð geð- sjúkdóma. Það eru eflaust margir sem gera sér ekki grein fyrir því að iíkamlegt og andlegt ástand teng- ist mjög oft saman, sagði hún. Fólki hættir til þess að aðskilja þetta tvennt, sálina og líkamann. En hingað á geðdeildina kemur mikið af fólki sem er með mikla líkamlega vanlíðan, höfuðverki, vöðva- og spennuverki og því er vísað til okkar sjúkraþjálfaranna. Kvíðinn í líkamanum Við byrjum yfirleitt á því að athuga hvort eitthvað er athuga- vert í iíffærunum sem veldur þessum verkjum. Sé fólk með verki í hreyfikerfi líkamans má vera að eitthvað sé að þar. En stundum finnst ekkert slíkt og þá athugum við hverju þessir verkir tengjast, t.d. vinnu eða vinnuað- stæðum. Ef fólk finnur ekki svar- ið þar er oft um að ræða vanlíðan vegna sálrænna orsaka. Við skiptum þessu í ytri og innri streitu. Ytri streita er þetta dag- lega stress sem við þekkjum flest, kapphlaupið við tímann. Innri streita kemur hins vegar til vegna innri togstreitu, t.d. vegna kvíða. Oft upplifir fólk kvíðann í lík- amanum, t.d. sem kökk í hálsi, hnút í maganum eða sem and- þyngsli, fólki finnst það vera að kafna. En stundum er fólk ekki í snertingu við kvíðann og finnur aðeins andþyngslin. Það heldur sig jafnvel vera með lungnasjúk- dóm. Eiríkur Örn Arnarson sálfræð- ingur hefur fjallað um þetta í fjöl- miðlum og m.a. það sem hann kallar „hrökkva eða stökkva- viðbrögðin“. Með því er átt við varnarviðbrögð líkamans við áreiti eins og þegar okkur er brugðið: við spennumst upp, adrenalínið streymir út í blóðið, blóðþrýstingurinn hækkar og púlsinn verður örari. Þetta er allt saman eðlilegt og síðan á líkam- inn að fara í slökun aftur. En hjá sumum eru þessi varnarviðbrögð viðvarandi, þ.e.a.s. hjá fólki sem síðar kemur að því að þetta fólk fær líkamlega sjúkdóma, allt eftir því hvar í líkamanum viðbrögðin eru sterkust. Séu þau sterkust í innkirtlunum og ósjálfráða taugakerfinu er líklegt að við- komandi fái magasár en séu þau sterkust í hreyfikerfinu má búast við vöðvabólgu. Vítahringurinn Það sem erfiðast er að eiga við eru manneskjur sem finna ekki spennuna í líkamanum og gera sér ekki grein fyrir henni. Fólk ýtir frá sér boðum líkamans um of mikla spennu, það hundsar eymslin í bakinu, höfuðverkinn sem orsakast af því að fólk nístir tönnum og bítur á jaxlinn og öll þessi streitueinkenni, þar til það hættir að gera sér grein fyrir því að þau eru stöðug. Málið er að fólk gleymir alltof oft að hlusta á boð líkamans um of mikla spennu. Og þegar fólk er komið í vítahring spennu, verkja og hræðsluerilltíefni. Það eroftsvo erfitt að sannfæra fólk um að verkirnir stafi frá spennu en ekki þessu er að kenna fólki að vera meðvitað um spennuna og kenna því slökun. Það að rækta sjálfan sig er best að læra áður en í óefni er komið þar sem erfitt er að rjúfa þann vítahring sem margir lenda í. Það er m.a. mikilvægt að vera í góðu jafnvægi bæði andlega og líkam- lega. Fólk þarf að geta slakað og aukið spennu eftir þörfum, fund- ið getu sína og takmarkanir og virt þau boð sem líkaminn sendir. Við þurfum kannski ekki annað en að standa aðeins upp frá skrif- borðinu eða tölvunni og hreyfa okkur aðeins, ganga um og teygja okkur og halda síðan áfram vinn- unni. Við vinnum tíma fremur en að tapa honum. Við þurfum líka að kunna að láta okkur líða vel í líkamanum og geta slakað án vímu. Slökun með vímu er gervislökun því þeg- ar víman er horfin kemur spenn- an tvöföld aftur. Það er líka mikilvægt að kunna að rækta sjálfan sig og stuðlar að aukinni umhyggju fyrir náunganum og umhverfinu. _vd. 6 SIÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 27. april

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.