Þjóðviljinn - 17.05.1990, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.05.1990, Qupperneq 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Misbrestirnir í Reykjavík Fyrir tilmæli Matthíasar Á. Mathiesen, Sjálfstæðisþing- manns í Hafnarfirði, tók Stöð 2 út af dagskrá tvo almenna kynningarþætti um Hafnarfjörð, á þeirri forsendu, að um kosningaáróður væri að ræða. Borgarstjórn Reykjavíkur ver á sama tíma samkvæmt bráðabirgðamati um 6 milljónum króna til að senda út tvo litskrúðuga bæklinga frá Davíð Oddssyni til allra Reykvíkinga. Þeir eru sagðir kynning á borgamnálefnum en eru augljóslega kosningaáróður. Þetta eru tvö lítil dæmi um valdbeitingu, misnotkun á valdi í pólitískum tilgangi. Ástráður Haraldsson, lögfræðingur, sem skipar 4. sæti G-listans í Reykjavík, rakti í Þjóðviljanum sl. laugardag fjölda mörg átakanleg dæmi um það sem hann nefnir „meirihlutaffekjuna” í Reykjavík. Hann nefndi nýtt form á klíkuskap við lóðaúthlutanir. Svo rammt hefur kveðið að dirfsku Sjálfstæðismanna í þeim efn- um, að einum af borgarfulltrúum flokksins var úthlutuð eftir- sótt byggingarlóð undir fyrirtæki þar sem fyrirhugað var „grænt svæði", hann braut reglur um framkvæmdir og undir- bjó sölu á því. Aðrir aðilar hafa þurft að skila lóðum þegar í Ijós hefur komið að þeir ætla ekki að nýta þær eða forsendur breytast. Einn borgarráðsmanna Sjálfstæðismanna tók þátt í að út- hluta sjálfum sér vegna eigin íbúðarhúss hæsta láni, yfir 2 milljónir króna, sem útborgað var úr húsvemdarsjóði Reykja- vikurborgar það árið, hærra en lánað var félagasamtökum sem sóttu um sams konar aðstoð. Hunsað hefur verið álit umferðarsérfræðinga borgarinnar og greiðri og hættulausri umferð fórnað til að lagfæra aðkomu að tveim veitingastöðum í eigu samherja borgarstjórnarmeiri- hlutans. Annar þeirra léði húsnæði undir kosningaskrifstofu eins borgarfulltrúa við síðasta prófkjör. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa fellt tillögur um hverfastjórnir. Hins vegar hefur Sjálfstæðismeirihlutinn talið það nauðsynlegt að kaupmenn hefðu seturétt í Skipulags- nefnd borgarinnar. Þegar Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, lagði hins vegar til að Félag eldri borg- ara fengi á sama hátt að senda áheymarfulltrúa á fundi Fé- lagsmálaráðs var því hafnað sem fjarstæðu. Um 60% þátttakenda í skoðanakönnun um hundahald í Reykjavík lögðust gegn því að það væri leyft. Borgarstjómar- meirihlutinn tók ekki mark á niðurstöðunum. Um 10 þús. manns undirrituðu mótmæli gegn ráðhúsbyggingunni. Borg- arstjómarmeirihlutinn lét sér fátt um finnast. 1300 félagsmenn í íbúasamtökum Grafarvogs undimtuðu á dögunum mótmæli gegn staðsetningu sorpböggunarstöðvar í Gufunesi. í stað skjótra viðbragða eins og í hótel- og verksmiðjumálum, svo dæmi séu tekin, segir borgarstjórinn að mótmælin komi sér á óvart, séu seint á ferðinni og lætur vísa málinu frá í bili. Al- þýðubandalagið hefur flutt tillögur um að gera skoðanakann- anir meðal borgarbúa um mál eins og byggingu ráðhúss og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur umsvifalaust fellt slíkar tillögur. Meðan minnisvarðarnir rísa er vanrækt viðhald bygginga fyrir yngstu kynslóðina og sem dæmi má nefna forkastanlega hreinlætisaðstöðu barna í Austurbæjarskóla sem Þjóðviljinn skýrði frá. Kaupin á veitingastaðnum Broadway hafa gagnast fyrir árshátíðir stórfyrirtækja en síst nýst unglingum, eins og lofað var. Hönnunarkostnaður ráðhúss fer úr böndum vegna asans sem er á framkvæmdum og kostar jafn mikið og öll smíðavinna við það, og Sigurjón Pétursson borgarráðsmaður telur hugsanlegt að krefjast opinberrar rannsóknar á því máli. Á meðan eru 1350 eldri borgarar á neyðarlista Félagsmála- stofnunar. Sem dæmi um undanbrögð Sjálfstæðismanna má nefna að borgarstjórinn neitar í gær að svara spurningum blaða- manns DV um hve mörg dagheimili hefði mátt reisa fyrir sama fé og ráðhúsið kostar og segir að umræðan um dag- vistunarmál sé „óskaplega þreytt”. Meira að segja ritstjóra DV ofbýður. í leiðara blaðsins ritar Ellert B. Schram: „Það er að mörgu leyti réttmæt gagnrýni þegar bent er á að Reykjavíkur- borg ráðstafar hundruðum milljóna til byggingar veitingahúss og ráðhúss á sama tíma og þörfin fyrir dagvistunarstofnanir erjafn brýn og raun bervitni.” Bragð er að þá bamið finnur. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Ajver og atvinnuleysi 1 Morgunblaðinu var gert töluvert stáss með það, að Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, kom á at- vinnumálaráðslefnu Sjálfstæðis- manna í Kópavogi. En þar ku hann hafa komist svo að orði að þeir menn er berðust gegn bygg- ingu nýs álvers á íslandi væru „um leið að berjast fyrir atvinnu- leysi”. Morgunblaðið hnykkir svo ögn á og segir í fyrirsögn: „And- stæðingar nýs álvers cru hlynntir atvinnulcysi”. Dapurlegt annars að sjá Jak- ann (sem árciðanlcga hefur sagl margt misjafnt um álfursta þegar á stóð glímu Hjörlcifs Guttorms- sonar og hans manna við Alusu- isse út af „hækkun í hafi”) súnka ofan í svona málflutning. Það er nefnilega hægur vandi að halda áfram með sömu rökvísi og enda í mjög fúlum pytti. Hvers vegna ekki að segja til dæmis: Þeir sem eru á móti erlendum herstöðvum á íslandi, þeir berjast fyrir at- vinnuleysi? Eða vilja menn kann- ski stíma enn lengra og segja: Friðarbröltið í Gorbatsjov er helsti tekju- og atvinnuspillir Suðurnesjamanna! Megi hann aldrei þrifast! Hver er á móti? Svo er annað: Nú er ekki um það að ræða fyrst og fremst, að menn séu að berjast gegn álvcri yfir höfuð. Það væri þá helst Kvennalistinn sem setur það mjög fyrir sig að í stóriðju kosti hvert atvinnutækifæri miklar fjár- festingar, auk þess sem konum sé lítill hagur í þeim tækifærum. Eða þá Starri bóndi í Garði, sem tekur upp þráðinn frá fossakvæði Þorsteins Erlingssonar og blandar saman við mcngunarumræðuna í þessari nýju vísu: Albrœösluþjóð er seldi gögnin góðu/ en gróða- púkinn brosir himinsæll./ Regnið er súrt og sólin hulin móðu/sorg- mæddur gerist fœribandaþræll. En það er væntanlega ekki þetta sem menn hafa hugann við, heldur það með hvaða skilmálum efnt er í nýja stóriðju. Gengur dæmið upp? Og þá kemur margt til skoð- unar. Ekki aðeins eignarhaldsmál (sem virðist víkjandi staðreynd í umræðunni), heldur fyrst og síð- ast sígild spurning: Hvað borgar sig? Um leið byrja miklir fim- leikar með tölur. Iðnaðarráðherra segir að hvert kíló af áli skili jafnmiklu í þjóðarbúið og kíló af þorski - aðrir taka dæmið upp og segja að til þess að jafnast á við þorskkílóið þurfi níu kíló af áli. Sami iðnaðarráðherra hefur sagt: Við virkjum ekki til að virkja, heldur til að geta sell raforku á skynsamlegu verði. Og þar stendur hnífurinn í vorri kú. Hvað er þctta skynsam- lega verð? Þeir sem ákafastir eru vilja sem minnst um það lala - og tala þeim mun meira um allskonar margfeldisáhrif af slóriðju. Þeir sem efagjarnir eru minna á það, að fjármagn kostar sitt og sá kostnaður hagar sér ekki eftir t.d. verðfalli á áli - en það stendur víst til að tengja raforkuverðið við álverð á hverjum tíma. Síðast í byrjun þessarar viku var DV að vitna í m.a. hagfræðing hjá Þjóð- hagsstofnun, sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að ef menn ekki fái amk. 20 mill. fyrir orkuna þá verði tap af virkjununum. Kapp án forsjár Þeir sem hafa því gert fyrir- vara við áldæmin eins og þau eru upp lögð, þeir eru því ekki „að beijast fyrir atvinnuleysi”. Miklu heldur hafa þeir áhyggjur af því, að sú kynslóð sem nú ræður ferð sé að binda þeim sem síðar koma þyngri skuldabagga, kannski neyða það fólk til að hækka verð á allri orku annarri en þeirri sem fer til stóriðju. Svo er annað: Þeir sem lengst vilja seilast í álviðræðum, þeir hafa farið fram af svo miklu kappi, að ekkert er líklegra en þeir dæmi sig til að taka afarkost- um áður en lýkur: svo mjög hafa þeir hrópað á nauðsyn álvers að þeir hafa króað sig af og komast hvergi. Ahyggjur af einmitt þessu eru orðnar algengar meira að segja í annars mjög stóriðjuvin- samlegu blaði, DV. Síðan má spyrja Morgunblað- ið að þvl, hvort þeir menn sem í Austur-Evrópu vinna að því að koma á markaðskerfi, hvort þeir séu líka „hlynntir atvinnuleysi”. Því eitt af því sem þeir verða að gera er einmitt að loka ýmsum stóriðjufyrirtækjum sem ekki standast arðsemiskröfur tímans. Vitleysan marsérar Umræðuaðferðin sem birtist í formúlunni „þeir eru hlynntir at- vinnuleysi” er reyndar furðu út- breidd. Nýlegt dæmi finnum við hjá Garra í Tímanum. Hann segir að Þjóðviljinn hafi jafnan stund- að það „að beita ofbeldi í listum” með því að ákveða hverjir væru miklir listamenn og hverjir ekki. Það er erfitt að lifa: með sama á- framhaldi er hver sá sem greinir frá því hvaða skáld og listamenn hann metur mest ekki að stunda sitt skoðanafrelsi, heldur beita önnur skáld og listamenn ofbeldi. Garri segir síðan að Þjóðviljinn haldi áfram ofbeldi sínu með ný- legri „samantekt um bókmenntir um hemámstíma”. Hér er komið eitt ruglið enn: Garri vísar til samantektar sem var reyndar ekki um bókmenntir - heldur um hemámið með tilvísanir í bækur skálda. Og var vitnað í þrjár end- urminningabækur eftir skáld, eina smásögu og tvö ljóð sem öll áttu nokkurt crindi við tilefni greinarinnar. Gat náttúrlega hver maður sagt sér það sjálfur að þar fór engin úttekt á íslenskum her- námsbókmenntum sem hver ein- asti höfundur íslenskur sem lifði þann tíma hefúr lagt sitt til. En tilefnið til upphlaups Garra er reyndar það, að honum finnst Davíð Oddsson orðin eins- konar Þjóðviljakommi í listum, vegna þess að forstöðumaður Kjarvalsstaða, sem borgin rekur, hefur sínar meiningar um það hverjir skuli sýna á þeim stað! Mikill er andskotinn. Þetta minn- ir á eitt enn: Einhver kratinn var að láta að því liggja í Alþýðu- blaðinu um daginn að eiginlcga væri Davíð sósíalisti vcgna þess að veitingarekstur verður í kúlu- húsinu hans í Öskjuhlíð! Það er kannski ekki að furða þótt undir- tektir almennings undir stjómmál séu með daufara móti þegar jafn mikið fer fyrir slíkum og þvílík- um æfingum og raun ber vitni. _ (tJÓÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Olafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorteifsson. Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Olafur Gíslason, Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðoin Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Simi: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310,681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 17. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.